Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981
21
l>ú skuldar á vitlausum
stöðum — eða hvað?
Eftir Halldór
Blöndal, alþm.
Ég átti í vikunni fund meö
þrem ráðherrum og aðstoð-
arráðherra að auki, með
mönnum að norðan. Tilefnið
var að fyrirtæki þeirra var
komið í rekstrarfjárþröng,
þrátt fyrir góðan efnahag og
meiri aflabrögð en nokkru
sinni fyrr, og því voru góð
ráð dýr. Slóðinn var oðinn
langur. Hallarekstur síðast-
liðið ár og enn versnandi
staða á þessu ári, m.a. vegna
þess að rekstrarlánin eru í
dollurum en helsti markað-
urinn í Englandi, sem að
mati eins af talsmönnum
SÍS þýðir í raun að tekjurn-
ar eru 20—30% minni en í
fyrra. Upplýst var að fyrir-
tækið stæði í skilum í Fisk-
veiðasjóði og Byggðasjóði, en
skuldirnar á hinn bóginn við
verkafólkið, sveitarfélagið
og aðra þá sem nauðsynlegt
er að eiga viðskipti við í
daglegum rekstri.
Eftir að þessar upplýs-
ingar lágu fyrir komst Ragn-
ar Arnalds, fjármálaráð-
herra svo að orði, að fyrir-
tækið skuldaði greinilega „á
vitlausum stöðum". Með því
á hann augljóslega við að
fyrirtæki eigi í lengstu lög
að komast hjá því að standa
í skilum við opinbera sjóði,
að það að slá lán hjá þeim sé
að skulda á réttum stað, það
sé annars flokks skuld sem
ekki þurfi að greiða.
Erlent lán
upp í hallann
Rekstrarhalli framleiðslu-
atvinnuveganna verður ekki
leiðréttur þótt nokkrir menn
hittist í fundarsal forsætis-
ráðherra uppi í stjórnarráði.
Þeir menn, sem vanastir eru
stólunum þar, eru búnir að
marka stefnu í atvinnumál-
um, sem hefur m.a. haft það
í för með sér, að á hverjum
degi berast nú fréttir af því
að fólki sé sagt upp, fyrir-
tæki séu að loka eða um
sérstakar neyðarráðstafanir
sé beðið. Milli tuttugu og
þrjátíu fyrirtæki í sjávar-
útvegi eru nú í sérstakri
athugun hjá ríkisstjórninni.
Meðan ég set þessar línur á
pappír á ég símtal við fram-
kvæmdastjóra saumastofu
fyrir norðan og spyr hann
hvað sé að frétta. Hann
svarar: „Allt það ljótasta
sem hægt er að segja. Við
höfum ekki fengið ullar-
pjötlu síðan fyrir sumarfrí."
Og einmitt þennan morgun
hafði hann komist að sam-
komulagi við sitt starfsfólk
að það leggi niður vinnu um
helgina og geri ekki kröfu til
uppsagnarfrests.
í annarri saumastofu á
Raufarhöfn, hefur öllu fólk-
inu verið sagt upp með
tveggja mánaða fyrirvara.
Þar á Jökuli h/f, sem rekur
togara og frystihús, í veru-
legum erfiðleikum og yfir-
vofandi að togarinn verði
seldur fyrir skuldum. Að
mjólkurkúnni verði slátrað.
A fundinum með ráðherr-
unum var sem sagt farið
fram á að viðkomandi fyrir-
„Eftir að þessar upp-
lýsingar lágu fyrir,
komst Ragnar Arn-
alds, fjármálaráð-
herra svo að orði, að
fyrirtækið skuldaði
greinilega á „vitlaus-
um stöðum“. Með því
á hann augljóslega
við, að fyrirtækið
eigi í lengstu lög að
komast hjá því að
standa í skilum við
opinbera sjóði, að
það að slá lán hjá
þeim sé að skulda á
réttum stað, það sé
annars flokks skuld,
sem ekki þurfi að
greiða“.
tæki mætti slá erlent lán
upp í hallann. Ráðherrarnir
sögðu að það væri mál ríkis-
stjórnarinnar og viðskipta-
ráðherra, og hugðust bera
málið upp á næsta ríkis-
stjórnarfundi. Síðan var
þessari samkomu í stjórn-
arráðinu slitið, og togarinn
var áfram bundinn við
bryggjuna fyrir norðan.
Menn eru að
átta sig
I náttúruhamförunum í
Kelduhverfi um árið var
snjór yfir öllu. Eftir jarð-
skjálftana miklu komu alls
konar rákir í snjóinn,
sprungur, svo að hann var
eins og útitafl til að sjá. Að
vísu með miklu fleiri reitum
en útitaflið við Lækjartorg,
og reitirnir voru auk heldur
allir eins á litinn.
í byrjun fengu ýmsir
menn snjóbirtu í augun út af
ríkisstjórninni og stefnu
hennar. En raunveruleikinn
hefur látið grunninn skjálfa
undir tilvist hennar og
sprungurnar eru að verða
jafnmargar eins og í fönnina
í Kelduhverfinu forðum.
Menn eru að átta sig á því að
það getur orðið dýrt á næstu
árum að slá án afláts erlend
lán fyrir rekstrarhallanum.
Þótt ríkisstjórninni tækist
að taka þvílíkt lán, að það
fellur ekki í gjalddaga fyrr
en á næstu öld, þegar ráð-
herrarnir verða ýmist komn-
ir undir græna torfu eða á
eftirlaun, vilja menn ekki
sætta sig við slíkan hugsun-
arhátt yfirleitt. ísland er
ríkt land, við höfum byggt
upp atvinnuvegi og skapað
skilyrði fyrir góðu mannlífi,
sem getur farið batnandi ef
við sjálf viljum. Vilji er allt
sem þarf. Ef menn vilja láta
danka þá geta þeir það. Ef
þeir vilja taka á sig rögg þá
er það ekki síður í þeirra
valdi.
að kaupa frystihúsið á Suðureyri,
hljóta þeir að spyrja sjálfa sig að
því, hvort það sé heppilegt, að þeir
kaupi frystihús sem verið hefur í
einkaeign.
Bersýnilegt er, að Sambandsfor-
stjórarnir hafa ekki spurt sig
þeirrar spurningar. Þeir hafa tek-
ið sölutilboðinu fagnandi, bætt
enn einu frystihúsinu í frystihúsa-
keðju sína, aukið hlutdeild sína í
fiskframleiðslu og útflutningi um
leið og þeir tilkynna ný áform um
útþenslu á Vestfjörðum, eins og
Valur Arnþórsson stjórnarfor-
maður SÍS gerði í viðtali við
Morgunblaðið sl. fimmtudag.
Þetta voru grundvallarmistök
hjá forsvarsmönnum Sambands-
ins. Um þetta mikla viðskiptaveldi
hefur ríkt friður um langt árabil,
en sá friður hefur nú verið rofinn
og það er verk Sambandsmanna
sjálfra, sem kunna sér ekki hóf í
útþenslustefnu sinni í atvinnulíf-
inu. Þeir kunna ekki að standast
freistingar á borð við frystihúsið á
Suðureyri, sem er einn stærsti
eignaraðili að Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna.
Hver verða
viðbrögð
einka-
framtaksins?
Kaup SÍS á frystihúsinu á
Suðureyri eru áfall fyrir einka-
reksturinn í landinu. Þessi kaup
eru til marks um, að einkafram-
takið hefur látið undan síga í
sjávarútvegi og fiskvinnslu. Sú
staðreynd, að eigendur sneru sér
til SIS væntanlega vegna þess, að
þeir hafa talið, að enginn einkaað-
ili mundi hafa bolmagn til þess að
ráðast í slík kaup, hlýtur að verða
einkaframtaksmönnum umhugs-
unarefni og þeir hljóta að spyrja
sjálfa sig, hvað til bragðs skuli
taka. Einkaframtakið í landinu
getur ekki horft þegjandi á, að
Sambandið leggi undir sig at-
vinnulífið í landinu, að einn aðili
verði óeðlilega stór. Þegar frysti-
hús skiptir um eigendur, fer úr
höndum einkaframtaks í hendur
Sambandsins, gerist margt fleira
en bara það. Þetta frystihús og
togarinn, sem það á að meirihluta
til, eiga margvísleg viðskipti við
marga aðila. Þetta fiskvinnslufyr-
irtæki þarf að kaupa olíu. Ætli
þau viðskipti flytjist ekki frá
einkaaðila til Sambandsfyrirtæk-
is? Þetta fiskvinnslufyrirtæki
þarf að kaupa tryggingar. Ætli
þær flytjist ekki frá einkaaðila til
samvinnuaðila? Og svo mætti
lengi telja. Innreið Sambandsins í
frystiiðnaðinn er því ekki bara
umhugsunarefni fyrir einkafram-
taksmenn í útgerð og fiskvinnslu,
heldur eru afleiðingarnar marg-
falt víðtækari.
Auðvitað er ekkert við það að
athuga, að samvinnuhreyfingin
ieitist við að efla fiskvinnslu sína.
En það verður bara að gerast með
öðrum hætti en þeim að fjármála-
veldi Sambandsins verði beitt til
þess að koma einkaframtakinu á
kné. Þess vegna er orðið tímabært,
eftir kaupin á Suðureyri, fyrir
einkaframtaksmenn í mörgum
starfsgreinum að íhuga það, hvort
þeir hljóti ekki að bindast samtök-
um um að gera einkarekstrinum í
landinu kleift aö kaupa frystihús
og önnur fyrirtæki, þegar eigend-
ur vilja selja. Þessir aðilar hljóta
að athuga, hvort með sameigin-
legu átaki er hægt að skapa
aðgang að fjármagni, sem gerir
þetta kleift.
Vandi
iðnaðarins
Að sumu leyti hefur vandi
iðnaðarins á Akureyri og vandi
iðnaðarins yfirleitt fallið í skugg-
ann vegna umræðna um frystihús-
ið á Suðureyri. En það er vissulega
ástæða til að vekja athygli á
þessum vanda og ýmsum þáttum
hans. Fyrir svo sem eins og 10—15
árum, þegar umræður stóðu hér
um stóriðju lögðu alþýðubanda-
lagsmenn mikla áherzlu á það, að
þeir væru málsvarar þess, sem
þeir kölluðu „þjóðlega" atvinnu-
vegi, þ.e. sjávarútvegs, landbúnað-
ar og iðnaðar. í valdatíð Alþýðu-
bandalagsins nú hin síðari ár
hefur það komið fram hvað eftir
annað, að flokkurinn hefur horn í
síðu stóriðju en kveðst vilja efla
smærri iðnað, heimamarkaðsiðn-
að og útflutningsiðnað úr íslenzk-
um hráefnum.
Það er þess vegna alveg sér-
staklega athyglisvert, að í tíð
núverandi ríkisstjórnar, þar sem
Alþýðubandalagið fer með iðnað-
armái, hefur sú breyting orðið á,
að iðnaðurinn í heild sinni, bæði
útflutningsiðnaður og heima-
markaðsiðnaður á nú mjög í vök
að verjast.
Vegna þeirrar stefnu, sem ríkt
hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar
í gengismálum, hefur stöðugt hall-
að undan fæti hjá iðnaðinum.
Hvað þýðir það? Það þýðir að
verulegur samdráttur hefur orðið
í framleiðslu hér heima fyrir en í
þess stað hefur innflutningur auk-
izt stórlega. Ýmsir aðilar, sem
stunda bæði framleiðslu hér
heima og innflutning ieggja nú
stóraukna áherzlu á innflutning-
inn en draga úr framleiðslunni
vegna þess, að hún er rekin með
tapi og getur ekki keppt við
innflutninginn að óbreyttu gengi.
Á einföldu máli þýðir þetta:
stefna Alþýðubandalagsins er að
leiða til þess að hinir „þjóðlegu"
atvinnuvegir, sem þeir kaila svo,
eiga nú mjög í vök að verjast, en
viðskiptin ganga glatt fyrir sig hjá
innflytjendum og heildsölum. Það
hefði einhvern tíma þótt saga til
næsta bæjar, að í valdatíð komm-
únista yrði helzt aukning í verzlun
og innflutningi á vörum, en engin
starfsgrein hefur orðið fyrir jafn
miklum árásum af hálfu kommún-
ista og verzlunin.
Sambands-
menn þurfa
aö hugsa
sín mál
Sambandsmenn geta sjálfum
sér um kennt, að tilraun þeirra til
að kynna vanda verksmiðja þeirra
á Akureyri hefur snúizt upp í
almennar umræður um stöðu
Sambandsins, umræður, sem
áreiðanlega eru rétt að byrja.
Hins vegar geta þessar umræður
orðið samvinnuhreyfingunni til
góðs, ef forráðamenn hennar
draga réttar ályktanir af þeim.
Hverjar eiga þær ályktanir að
vera? Fyrst og fremst þær, að
Sambandið fari sér hægt í út-
þenslu í íslenzku atvinnulífi og að
sú útþensla verði með eðlilegum
hætti. Það er sjálfsagt og eðlilegt,
að Sambandið beiti sér fyrir
umbótum og eflingu þeirra frysti-
húsa, sem fyrir eru innan vébanda
þess í því skyni að bæta fram-
leiðsluna og auka. En það er ekki
sjálfsagt og ekki eðlilegt að Sam-
bandið kaupi upp frystihús í
einkaeigu til þess að auka hlut
sinn með þeim hætti.
Það er sjálfsagt og eðlilegt, að
Sambandið beiti mætti sínum til
þess að þróa upp nýjar atvinnu-
greinar í landinu, en hvers vegna í
ósköpunum skyldi Sambandið
ryðjast inn á þau svið atvinnulífs-
ins, sem einkaframtakið hefur
byggt upp og heldur uppi bæði
fullnægjandi þjónustu og sam-
keppni sín í milli? Sambandsmenn
þurfa að hugsa sín mál. Breyti
þeir ekki um stefnu og hverfi frá
útþenslu af því tagi, sem nú er að
verða á Suðureyri við Súganda-
fjörð, hlýtur einkareksturinn að
snúa vörn í sókn og það myndar-
lega.