Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 Glæsilegasta rétt landsins hjá Flóa- og Skeiðamönnum tekin í notkun eftir endurbyggingu Reykjarétt „í nýjum kjól“ úr torfi og grjóti Stcinþór bóndi i>k alþinK- ismaónr á Hæli var á hátiðarsamkomunni ok skcmmti sér vel eins ok sjá má. Jóhann SÍKurðsson, bondi á Stóra- Núpi í Gniipverjahreppi stendur þarna við réttarveKKÍnn sem er rúmlcKa mannha'ðarhár eins ok sjá má <>k hinn traustasti að allri Kerð. Guðmundur í Ásum var að sjálfsoKðu mættur á staðinn. WmhmI 1 Loftur Loftsson stjórnar Árneskórnum með mikl- um tilþrifum. ÁKÚst horvaldsson Eirikur ÖKmundsson á Syðri-Reykjum var að vanda hress i réttunum þótt enKar væru skját- urnar í það sinnið. Flóa og Skeiðamenn byggðu fyrir eitt hundrað árum á ótrú- lega skömmum tíma réttir úr torfi og grjóti eins og þá var alsiða, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og tækni og efnisval leitt menn inn á aðrar aðferðir í smíði rétta. En nú hefur það ævintýri átt sér stað að bændur hafa byggt þessa fornu rétt upp með miklum glæsibrag upp á gamla vísu úr torfi og grjóti. í dag er Reykja- rétt, sem oft gengur undir nafn- inu Skeiðaréttir, eitt fegursta mannvirki sem um getur á landi voru. Endurbygging Reykjarétt- ar sannar svo ekki verður um villst að hið íslenska efni og hinn íslenski stíll ber af öðru í slíkum byggingum hvað glæsi- brag og alla fegurð snertir fyrir utan þá tilfinningu sem slík rétt býður hugsun allri. Af stórhug var ráðist í endurbyggingu rétt- arinnar og í rauninni er Reykja- rétt komin í hóp þeirra mann- virkja sem vert er að gera sér ferð til sérstaklega og skoða, ekki síður en ferð til landsnáms- bæjarins á Stöng og fleiri slíkra staða sem eru hluti af slagæð og menningu íslenskrar þjóðar. Smalað verður í Reykjarétt endurbyggðri í fyrsta sinn nk. föstudag 18. september en fyrir skömmu var réttin vígð með glæsilegri hátíðarsamkomu sem var fjölsótt og fór vel fram. Reykjarétt er skipt í 30 dilka sem allir eru jafn stórir, en þvermál réttarinnar er um 70 metrar og þar af er almenning- urinn nær 40 metrar, hringlaga í miðjunni. Þegar mest hefur verið rekið í réttina voru þar um 60 þúsund fjár. Fyrir hundrað árum var réttin byggð á tveimur dögum af liklega nær 300 bænd- um og búaliði, en þá mun bændatala í þeim hreppum sem stóðu að smíði réttarinnar hafa verið um 270. Endurbygging réttarinnar nú var mun meira verk, enda meira lagt í verkið á allan hátt, bæði hvað varðar stærð veggja og vandaða hleðslu. Réttin hefur verið endurbyggð á sl. fjórum sumrum og aðal- hleðslumaður var Sigurþór Skæringsson, fyrrverandi bóndi frá Rauðafelli undir Eyjafjöll- um, og sonur hans Halldór auk margra fieiri sem hafa lagt hönd á plóginn. Hátíðarsamkoman við vígslu Reykjaréttar fór fram með glæsibrag þrátt fyrir dumb- ungsveður 29. ágúst sl. og fluttu menn þar ávörp, ræður, gaman- mál og söng. Flóa- og Skeiða- menn fjölmenntu auk fleiri gesta. Ingvar Þórðarson á Reykjum setti samkomuna og stjórnaði henni, þá léku lúðra- blásararnir Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson og Arneskórinn söng undir stjórn Lofts Lofts- sonar. Síðan var hvert atriðið á eftir öðru og aðalræðuna um sögu Reykjaréttar flutti Ágúst Þorvaldsson. Þá voru flutt ljóð og leikþættir við góðar undir- tektir samkomugesta og í iokin var flutt drápa sem Stefán Jónsson frá Sjónarhól orti í tilefni dagsins. Öðrum nýrri er sú frétt að endurbyggða Skeiðarétt eftir fjögra ára slag eigi að vigja á höfuðdag. I»ó að hér sé fátt um féð fæ ég ekki betur séð en að mörgum gatan greið gerist núna upp á Skeið. Minnast vilja menn i kvöld mannvirkis, sem heila öld staðið hefur af sér öll ofviðri og skýjaföll. Sögu hennar sagt ei get en sjálfsagt hefur meira ket dregist inn i dilka þar en dæmi fást um víðast hvar. Ósk þá set ég efst á blað aldrei hljóðni á þessum stað rollujarm í réttunum né rifrildið í hundunum. I»ó að búmark bændunum bjóði að fækka sauðkindum. Skeiðaréttir fjöldi f jár fylli næstu hundrað ár. Og nú eru Reykjaréttir í nýjum kjól, búnum úr kostum landsins, grjóti og torfi, og um ókomna framtíð eiga þær eftir að vera umgjörð þess sérstæða þáttar í íslensku þjóðlífi sem réttir eru, ekki aðeins strangur vinnudagur bænda sem leggja kapp á að ljúka verkum, heldur mannlífsþáttur sem á engan sinn líka, mannlífsþáttur þar sem landið, sauðféð og menn renna saman í einn farveg, fljót sem vekur vonir og þrá þeirra sem trúa á landið og það starf sem þeir inna af höndum. Ofan á KrjótveKKÍna er laKt torf, en breidd veKKÍanna er um 1 metri þannÍK að Kott er að ferðast um veKKÍna cða tylla scr niður <>k fylKjast mcð réttarlifinu. I fjarska er fánastonKÍn sem sett var á hólinn við réttina. Fjórir KÓðir á hójn- um. Frá vinstri: Ás- Keir á Kaldbak. Sig- urKeir á Grund. Garðar SÍKurjóns- son <>k HeÍKÍ á Sól- eyjarbrekku. -T'- Mannfjoldi sat á hóln- um við Reykjarétt þar sem hátíðarsamkom- an fór fram. "1 Nokkrar kempur úr röðum Skeiðamanna: Frá vinstri: Bjarni Sveinsson. IlelKa- stöðum í BiskupstunK- um, Einar Gíslason. Vorsabæ á Skeiðum. fyrrverandi fjallkónK- ur Skeiðamanna i fjölda ára. Bjarni Þorsteinsson, Syðri- Brúnavöilum, Skeið- um <>k Einar Jónsson, Miklholti. Biskups- tunKum. Myndin er tekin úr almenninKnum <>k yf- ir í hestaKÍrðinKuna sem er af stærra taK- inu eins <>k allt i sam- bandi við Skeiðarétt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.