Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 29

Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 29 Rekstrarvandi iðnaðar brennur á störf- um 13000 manna „ÁÆTLAÐ ER, að í útflutninns- iðnaði (>k iðnaði, sem keppir á heimamarkaði við innflutninK (>K sem rekstrarvandamálin brenna nú hvað heitast á, starfi 12—13.000 manns. Auk þess skapa stðrf þessa fólks atvinnu fyrir stóra hópa i óðrum Kreinum, svo sem byKK- inKariðnaði ok þjónustu. Við nú- verandi aðsta*ður er atvinna þessa mikia fjölda fólks ótryKK- óskyn- samieKt er að Kera iítið úr áhyKKj- um þess,“ se^ir i fréttatilkynninKU frá FélaKÍ íslcnzkra iðnrekenda til Mbl. i kst, en hún fer hér á eftir: „Stjórn félags íslenzkra iðnrek- enda kom saman til fundar í dag og voru rekstrarvandamál iðnaðarins til umræðu. í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um málið síðustu vikur og ummælum einstakra ráðherra telur stjórnin nauðsynlegt að ítreka enn einu sinni aðvaranir sínar til stjórn- valda um alvöru þessa máls og minna jafnframt á þær tillögur, sem félagið hefur sett fram til lausnar á vandanum. Samkvæmt skyndikönnun FÍI reyndust iðnfyrirtæki rekin með tapi fyrri hluta þessa árs er nam 8,7% af rekstrartekjum. Slíkt tap þola fyrirtækin ekki og þeim blæðir út. FÍI hefur margbent á, að ástæður þess vanda, sem nú btasir við, séu margar: — Allt árið 1980 varaði FÍI stjórn- völd við afleiðingum þess, ef starfs- skilyrði iðnaðar væru ekki lagfærð, áður en aðlögunargjald yrði afnum- ið í árslok 1980. Þessum aðvörunum var ekki sinnt og versnaði því samkeppnisstaða meginþorra iðnað- arins um sl. áramót um 3%. — Ábyrgð ríkissjóðs á sérstakri 5% hækkun viðmiðunarverðs á fiski tímabilið janúar-maí, án sambæri- legra ráðstafana fyrir iðnaðinn, leiddi til enn meiri erfiðleika fyrir hann. — Verðstöðvun ríkisstjórnarinnar bitnar hart á afkomu ýmissa greina iðnaðar á sama tíma og engin verðstöðvun er á innfluttum iðnað- arvörum. — Gengisþróun frá áramótum hef- ur verið meginþorra samkeppnis- og útflutningsiðnaðar afar óhagstæð. Þrátt fyrir tvær gengisbreytingar er gengi íslensku krónunnar gagnvart mikilvægum Evrópugjaldmiðlum nú nær því það sama og í upphafi ársins. Félag íslenskra iðnrekenda ítrek- ar ennþá skoðun sína, að sá vandi sem nú er við að glima, verði ekki leystur með einföldum aðgerðum. Þar verða að fara saman aðgerðir í fyrirtækjunum sjálfum og aðgerðir stjórnvalda. Fyrirtækin verða sjálf að gera allt sem unnt er til að mæta vandanum, og þá fyrst og fremst að auka framleiðni. Mjög umfangs- miklar aðgerðir á því sviði eru í gangi í mörgum greinum og hafa þær þegar skilað góðum árangri. En slíkar aðgerðir einar sér leysa ekki núverandi vanda, til þess er hann of mikill. Það er skylda stjórnvalda að skapa atvinnulífinu á hverjum tíma eðlileg rekstrarskilyrði. Verulega skortir á að stjórnvöld hafi sinnt þessari frumskyldu gagnvart iðnað- inum. Félag íslenskra iðnrekenda hefur á undanförnum mánuðum bent m.a. á eftirfarandi aðgerðir, sem stjórn- völd geta gripið til: a) Breyta verður gengisskráning- unni og þeirri gengisviðmiðun sem nú er notuð, svo meira samræmi sé milli gengisskráningar gagnvart Evrópugjaldmiðlum og kostnaðar- hækkunum innanlands. 4,76% geng- islækkun í lok ágúst var skref í rétta átt, en sú aðgerð var gerð fyrst og fremst vegna þarfa sjávarútvegsins. Fjármálaráðherra hefur upplýst, að gengislækkunin hefði þurft að vera 10—12%, ef tekið hefði verið tillit til þarfa iðnaðarins. b) Leiðrétting á ýmsum starfsskil- yrðum iðnaðar, svo sem launaskatti, aðstöðugjaldi og skattfríðindum starfsfólks, er orðin svo brýn, að stjórnvöld geta ekki lengur vikið sér undan aðgerðum á því sviði. c) Verðlagning iðnaðarvara á að vera frjáls. Samkeppnin er fyllilega nægilegt aðhald á þessu sviði. d) Til að greiða fyrir framleiðni- aukandi aðgerðum ættu stjórnvöld að fella niður öll aðflutningsgjöld af rafreiknum og öðrum rafeindaút- búnaði, svo og af flutningstækjum. Þessi aðföng bera nú allt að 95— 100% aðflutningsgjöld. e) Til að örva útflutning er brýnt að taka til endurskoðunar útflutnings- lán og útflutningstryggingar til að koma þessum málum í hliðstætt horf og gerist í helstu samkeppnis- löndunum. f) Ymis ákvæði í reglugerð um gjaldeyrisviðskipti eru sérstaklega íþyngjandi fyrir útflutningsiðnað- inn. Má þar m.a. nefna skyldu útflytjenda til að láta gjaldeyris- viðskiptabanka innheimta andvirði útflutnings. Þá hafa núgildandi reglur það í för með sér, að útflytjendum iðnaðarvara er gert að greiða allan erlendan kostnað sinn við markaðsöflunarferðir á mun hærra gengi en innflytjendur þurfa að gera, vegna viðskiptaferða sinna erlendis." Blaðburðarfólk óskast MIÐBÆR Hverfisgata 4—62 Hverfisgata 63—120 Laugavegur 101 — 171 Lindargata Skólavöröustígur Hringiö í símap" 35408 Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Voiund danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Fcjálst val bitastigs með hvaða kerfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný storaukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ| Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I ^onix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 POLONEZ VE Vegna hagstt boóiö hinn frá </>í)IR OREW LÆKKUN mninga cið verksrnidjur/iar, getum vió nú áaðeim * NEZ sluskilmálar kr. 78.200.- .... m i*v hf* ■jníu, ................. • 5 <íyra« 4M tfíra aísan jsTeföut# FflléöiK fatóétótrtó' ur# RafmagpsrúduaprátíHs *g•þurrkor^framán ög aftarf» KiuKka* jOhu-* - þrýaU-, benziW og vatn? ámwlar,;* AöiíörunaHjó* lyrir ‘Haþtíbrerti*ur, innsog ' -b.tf. • Dlakabremsur “ á> öllum;"hj6him • Tvofalt bremsu- kerfí •-Bremsujafnari • 4fíto cc vél 8$ ha sa •.Rafmagns- kælivifta • Yfirfallskútur y*> Tveggja hraöa miöstöö og gott loftræsti- * kerfi • Halogen-þokuljós — bakljós,# Höfuöpúöar • Rúlluöryggisbelti. FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANOI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SÍMI 77200.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.