Morgunblaðið - 07.10.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981
3
Framkvæmdaráð Reykjavikurborgar:
Gerð verði áætlun
um framkvæmdir borg-
arinnar í Breiðholti
segir í tillögu Markúsar Arnar Antonssonar
Á FUNDI framkvæmdaráðs
Reykjavíkurborgar sem haldinn
verður í dag, miðvikudag, verður
að líkindum afgreidd tillaga frá
Markúsi Erni Antonssyni borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
um heildaráætlun framkvæmda á
vegum borgarinnar i Breiðholts-
hverfi.
í tillögunni segir, að þar sem
uppbygging Breiðholtshverfa sé
komin á lokastig, beini fram-
kvæmdaráð því til borgarráðs, að
„Hvað er að
gerast
um helgina?“
ÞEIR, sem óska eftir að fá birtar
fréttir í þættinum „Hvað er að
gerast um helgina?", eru vinsam-
legast beðnir um að koma þeim til
ritstjórnar Morgunblaðsins eigi
síðar en á miðvikudagskvöld í
hverri viku. Þáttur þessi mun
framvegis birtast í Morgunblað-
inu á föstudögum.
gerð verði heildaráætlun um
framkvæmd þeirra verkefna í
hverfinu sem borgin eigi að ann-
ast. Einnig verði gerð áætlun um
byggingu stofnana sem þjóna eigi
íbúunum, áætlun um umferðar- og
samgöngumál, um gerð gangstétta
og stíga, um ræktun og frágang
útivistar- og leiksvæða og fleira.
Segir í tillögu Markúsar að með
slíkri áætlanagerð skuli stefnt að
því að fastmóta áform borgaryf-
irvalda um lokaátak í mannvirkja-
gerð, umhverfismálum og þjón-
ustu í þessum borgarhluta og
skapa grundvöll fyrir ákvarðanir
um fjárveitingar og hröðun fram-
kvæmda, að undangenginni al-
mennri kynningu áætlunarinnar.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Markús Örn Antonsson, að
ástæðan fyrir tillögu þessari væri
sú að heildaráætlun fyrir Breið-
holtið vantaði, hvernig fara ætti
með ýmis svæði í hverfinu og
hvernig þeim yrði ráðstafað.
Markús sagði að nú væri full
ástæða til þess að gera slíka heild-
aráætlun, þar sem innan tíðar
yrði séð fyrir endann á uppbygg-
ingu Breiðholtshverfis.
Fasteignamatið á Fjalakettinum lækkar úr röskum 3 milljónum í 2,3
milljónir.
Fasteignamat lækk-
ar á Fjalakettinum
og fleiri byggingum
NÚ ER nýlokið endurmati á fast-
eignum í Grjótaþorpinu í Reykja-
vík og niðurstöður matsins eru
þær. að mörg eldri húsanna. eins
og t.d. Fjalakötturinn. lækka mik-
ið í fasteignamati, en hús eins og
Aðalstræti G hækkar því sem næst
um helming i mati.
Sævar Geirsson tæknifræðingur
hjá Fasteignamati ríkisins sagði í
samtali við Morgunblaðið að húsið
Aðalstræti 8, Fjalakötturinn, hefði
verið metið þann 1. desember 1980
á 304.222 millj. kr. eða röskar 3
millj. nkr. Hið nýja fasteignamat
væri hins vegar 2,3 millj. kr. Hús-
eignirnar Aðalstræti 14—16 lækka
í mati úr 3,1 millj. kr. í 1,3 millj.
kr. Hins vegar hækkar fasteigna-
mat hússins Aðalstræti 6 úr rösk-
lega 3,8 millj. kr. í 7,6 millj. kr.
Guðsteinn aft-
ur til veiða
- Gerður út
frá Grindavík
NÚ MUN vera nokkuð ljóst,
að skuttogarinn Guðsteinn,
sem lcfíið hefur bundinn á
fjórða mánuð vegna rekstr-
arerfiðleika fari til veiða á
næstunni og þá frá Grinda-
vik, en fram til þessa hefur
toffarinn verið gerður út frá
Ilafnarfirði.
Eiríkur Alexandersson, bæjar-
stjóri í Grindavík, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að nú
væri unnið að því, að togarinn
kæmist algjörlega í eigu Grindvík-
inga, en nú ættu Grindvíkingar
71% eignarhlutar og Barðinn hf. í
Kópavogi 29%. Kvað Eiríkur að
stefnt væri að því að togarinn færi
í slipp þann 12. október nk. og yrði
skipið þá málað og gerðar þær lag-
færingar sem þyrfti, en þær væru
ekki miklar. Þá yrði útgerðaraðili
skipsins eftir sem áður Samherji
hf., þótt allur eignarhluti flyttist
til Grindavíkur.
Að vísu kvað Eiríkur að ekki
væri með öllu öruggt að hægt yrði
að gera togarann út frá Grindavík
fyrst í stað, sökum þess hve höfnin
þar væri grunn, og yrði þá aflan-
um landað í Njarðvíkum, þar til
höfnin í Grindavík hefði verið
dýpkuð nægilega, en dýpkun stæði
þar nú fyrir dyrum.
Þorvaldur í Síld og
físk um Lifshlaupið:
„Þeir sem
hafa pen-
ingana
þora ekki“
EINN þeirra aðila sem hafa
haft mikinn áhuga á að
tryggja það að Lífshlaup
Kjarvals verði i framtíðinni
staðsett á íslandi er borvald-
ur Guðmundsson og i samtali
við Mbl. i gær sagði hann það
Ijóst að öllum þætti leitt ef
Kjarvalsstaðir eignuðust
ekki Lifshlaup Kjarvals, hér
væri um einstakt listaverk
meistarans að ræða og þótt
verðgildi væri ávallt matsat-
riði þá mætti til fróðleiks
geta þess að fyrir skömmu
hefði 40 sinnum 80 sm mynd
eftir Kjarval verið seld á 100
þús. kr.
„Ég var mjög hissa á því á
sínum tíma þegar Listasafn
íslands átti húsið með vinnu-
stofu Kjarvals og því ásamt
ríki og bæ var boðið að kaupa
Lífshlaupið af ættingjum
Kjarvals á um það bil 20 millj.
kr. að mati sérfræðinga, en
þessir aðilar þorðu ekki að
taka áhættuna. Þá kom Guð-
mundur Axelsson til og tók
vissulega mikla áhættu og
maður skilur ekki að það skuli
ekki vera hægt að komast að
samkomulagi um kaup á lista-
verkinu, en virðist vera erfitt
þar sem margir ráða ferðinni
hjá borginni og það er sorg-
legt ef menn sem segjast unna
list geta ekki unnt þeim
manni, sem tók áhættuna í
þessu máli, að njóta afrakst-
urs af því verki sem allir sjá
nú að var mjög merkilegt
framtak.
Þeir sem þora í þess-
um efnum hafa ekki pen-
ingana, en þeir sem hafa pen-
ingana þora ekki.“