Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981
11
Valdníðsla viðskiptaráðherra
— fyrir vini og dekurbörn
Eftir Óttar Yngvason
framkvæmdastjóra
Bjarni Magnússon, forstjóri ísl.
umboðssölunnar, hefur í Mbl. 29/9
sl. fundið hjá sér þörf til að reyna
að verja valdníðslu Tómasar
Arnasonar viðskiptaráðherra við
útgáfu útflutningsleyfa fyrir
frystum þorskflökum og þorsk-
blokk til Bandaríkjanna. í sjálfu
sér er það ekki undarlegt, þótt
Bjarni reyni að bera blak af
flokksbróður sínum og vini, sem í
krafti stjórnarsetu sinnar og póli-
tískrar afstöðu hefur fært honum
fjárhagslegan ávinning á silfur-
fati með því að „millifæra" til
hans viðskipti, sem aðrir hafa
haft.
Frá gamalli tíð?
Höfuðpunktur Bjarna er sá, að
útflutningsleyfi til Isl. umboðssöl-
unnar sé ekki nýtt, heldur hafi
þetta verið svona frá gamalli tíð,
án þess þó að nokkur annar ís-
lenskur fiskseljandi hafi um það
vitað.
Bjarni segir, að leyfi sitt hafi
erfst frá Sjöstjörnunni í Keflavík,
sem hafi fengið leyfið fyrst 1968.
Hann sleppir hins vegar að geta
þess, að Sjöstjarnan seldi alla
framleiðslu sína hjá SH um árabil
þar til fyrir 2—3 árum. Þá tók
hann aftur við, en síðan hefur ekki
verið nein framleiðsla á þorskflök-
um og þorskblokk fyrir Banda-
ríkjamarkað í því fyrirtæki, fyrr
en nú allra síðustu vikurnar.
Hefðin fyrir þessum útflutningi er
nú ekki meiri en þetta.
Fyrir þá, sem ekki vita um fyr-
irkomulag þessara mála, er rétt að
geta þess, að útflutningsleyfi er
ekki gefið út í eitt skipti fyrir öll,
heldur er leyfi gefið út fyrir
hverja sendingu, sem úr landi fer
eða fyrir tiltekið magn eitthvert
ákveðið tímabil. Síðan þarf að
gefa út leyfi á ný eða framlengja
ónotuð eldri leyfi. Þá hefur yfir-
leitt verið í heiðri höfð sú verk-
lagsregla í viðskiptaráðuneytinu,
að sá, sem hefur byrjað ákveðin
viðskipti, hefur fengið að halda
þeim áfram, nema í algjörum und-
antekningartilvikum, sbr. hina
órökstuddu neitun Tómasar Árna-
sonar á áframhaldandi leyfa-
útgáfu til íslensku útflutnings-
miðstöðvarinnar hf. fyrir flaka-
og blokkarsölu til Bandaríkjanna.
Ný stefna ráðherra
— og enn ný stefna
Það vill svo til, að ég trúi frekar
orðum Þórhalls Ásgeirssonar
ráðuneytisstjóra og Stefáns
Gunnlaugssonar deildarstjóra en
staðhæfingum Bjarna Magnús-
sonar. Á fundi með þeim tveimur
ráðuneytisstarfsmönnum í lok
ágúst sl., var upplýst, að Tómas
Árnason hefði tilkynnt um nýja
„Það er þjóðarnauð-
syn að veita einokun-
arsinnum og samtök-
um aðhald með heið-
arlegri samkeppni og
verslunarfrelsi44
óttar Yngvason
stefnu varðandi útflutningsleyfi
fyrir frystum þorskflökum og
þorskblokk til Bandaríkjanna.
Þessi stefna sá dagsins ljós eftir
fund þeirra Bjarna og Tómasar
21/8 og var hún staðfest af hálfu
ráðuneytisins við fleiri utanað-
komandi aðila en undirritaðan.
Hin nýja stefna Tómasar var sú,
að veita eingöngu Bjarna Magn-
ússyni (framsóknarmanni) leyfi
til útflutnings á Bandaríkjamark-
að við hliðina á dekurbörnum
samtryggingarkerfisins SH og SÍS
— og ekki aðeins fyrir Sjöstjörn-
una í Keflavík, heldur einnig fyrir
Sæfang h/f Grundarfirði, sem ís-
lenska útflutningsmiðstöðin hf.
hafði annast nær allan frystiút-
flutning fyrir um nokkurra miss-
era skeið.
Það undarlegasta er, að nokkru
áður hafði Tómas samkvæmt sam-
eiginlegri kröfu einokunarpostul-
anna í SH og SÍS gefið það út sem
nýja stefnu, að aðeins SH og SIS
fengju leyfi til freðfiskútflutnings
til Bandaríkjanna og þar með
hætt útgáfu leyfa til minni aðila,
sem höfðu flutt út nokkurt magn.
Afleiðingin af þessum hringlanda-
hætti viðskiptaráðherrans er svo
hin versta valdníðsla.
Sjálfsögð leyfisveiting —
en frekleg mismunun
í sjálfu sér er það ágætt og
sjálfsagt, að fyrirtæki Bjarna
Magnússonar fái leyfi til útflutn-
ings á Bandaríkjamarkað, og hef
ég ekkert við það að athuga. Að-
eins það, að aðrir fái ekki að sitja
við sama borð og að ráðherra skuli
vera að beita ríkisvaldinu til að
rífa viðskiptasambönd frá einum
aðila og afhenda þau öðrum aðila.
Valdníðsla Tómasar felst m.a. í
því, að hann færir með ráðuneyt-
istilskipun viðskipti á milli fyrir-
tækja í sömu grein, án nokkurra
efnislegra röksemda. Hann sem
sagt útilokar einn og hleður undir
annan að eigin geðþótta. Þetta er
pólitísk valdníðsla — af verstu
gerð.
Svona mismunun og ranglæti er
hegðun, sem ekki má láta stjórn-
málamenn komast upp með þegj-
andi og hljóðalaust. Hvaða borg-
i verður næstur?
Þakkarverð hreinskilni
Það er þakkarverð hreinskilni
hjá Bjarna Magnússyni, fyrrver-
andi Sambandsforstjóra um ára-
bil, þegar hann talar um Sjávaraf-
urðadeild Sambandsins sem
„valdamikinn einokunarsinna".
Einokunareðli Sambandsins hefur
sjaldan verið staðfest af öruggari
heimild.
Það er þjóðarnauðsyn að veita
einokunarsinnum og samtökum
aðhald með heiðarlegri samkeppni
og verslunarfrelsi, sem hefur
ávallt verið ein helsta undirstaða
velmegunar landsmanna. Því
verður að gera þá kröfu til stjórn-
valda landsins, að þau standi vörð
um verslunarfrelsið en vegi ekki
að því.
Óttar Yngvason
Nú
liggur straumurinn
ii
HUSGAGNARYMINGARSOLIWA
hjá okkur. Gerið sérdeilis góö kaup
Aöeins í örfáa daga
Húsgagnaáklæði í úrvali
verkstæði og lager,
Síðumúla 23 (Selmúlamegin)