Morgunblaðið - 09.10.1981, Page 15

Morgunblaðið - 09.10.1981, Page 15
t MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 15 Richard Burton með Susan, konu sinni. Richard Burton með magasár RICHARD Burton var lagður á sjúkrahús i hasti fyrir skömmu mcð blæðandi magasár. Allt bendir til að hann nái sér fljótt aftur á strik, en varla snýr hann aftur á leiksviðið í bráð. Það eru ekki nema þrír mánuðir síðan Burton var skorinn upp við brjósklosi í hryggjarliðum. Hann hefur þurft að ganga með styrkt- arkraga í allt sumar og tók hann fyrst niður í síðustu viku. Þá ætl- aði hann sér að taka við hlutverki sínu í söngleiknum „Camelot" á ný, en nú verður bið á því. Richard Harris fer með hlut- verk Burtons fyrir hann. Susan, kona hans, sagði, að Burton væri mjög máttfarinn eftir uppskurð- inn. Hún býr í sjúkrahúsinu hjá honum, en þangað barst stór blómvöndur frá Elísabetu Taylor í gær. Burton hitti Susan 1977 þegar hann var mjög drykkfelldur „og kominn á 3. flösku upp úr 8“ eins og hann hefur sagt sjálfur. Susan fékk hann til að hætta að drekka og í megrun. Við læknisskoðun kom í ljós, að lifrin í honum var mikið skemmd, en þó hafði hann verið við góða heilsu þangað til hann var lagður inn við brjósklos- inu í vor. Pólitískir fengar í 65—75 ríkjum London, 8. október. AP. AMNESTY, mannréttindasamtöki sé að samvizkufangar séu i haldi rikja SÞ. Samtökin segja að þau muni berjast fyrir því í árlegri „viku samvizkufanga" að 4.000 slíkum föngum víðs vegar í heiminum verði „tafarlaust og skilyrðis- laust“ sleppt úr haldi. Samvizkufanga kallar Amnesty þá sem hafa verið fangelsaðir fyrir að halda fram mannréttind- um sínum án þess að beita ofbeldi. í skýrslu frá samtökunum segir að mat þeirra á fjölda þeirra ríkja þar sem samvizkufangar séu í haldi sé „aðeins brot“ af þeim fjölda ríkja er sennilega brjóti mannréttindayfirlýsinguna frá 1948 og önnur bönn SÞ við fang- elsunum pólitískra andófsmanna. „Auk nafns hvers þess manns n í Lundúnum, sagði i dag að talið í um það bil helmingi 154 aðildar- sem vitað er um ... eru margir aðrir sem eru óþekktir og þeir mynda óþekktan fjölda samvizku- fanga um víða veröld, í yfirfullum fangelsum, í vinnubúðum, á ein- angruðum eyjum,“ segir Amnesty. Talsmaður Amnesty sagði að samtökin ynnu að málum sam- vizkufanga í 65—75 aðildarríkjum SÞ. Amnesty birtir ekki skrá um lönd sem grunuð eru um að hafa samvizkufanga i haldi á þeirri for- sendu að túlka mætti þannig lista á þann veg að hann hreinsaði af sök þau ríki þar sem „pottþéttar" sannanir skortir, sagði talsmaður- inn. En hann sagði að Bandaríkin væru ekki meðal þeirra ríkja þar sem talið væri að samvizkufangar væru í haldi. í „samvizkufanga-vikunni" munu sjálfboðaliðar Amnesty víða um heim halda opinbera fundi, vökur og guðsþjónustur til að knýja á um að sleppt verði 16 föngum, sem hafa verið valdir „sem tákn um örlög þúsunda ann- arra“. í þessum hópi eru Petr Uhl, sem var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að berjast fyrir mannrétt- indum í Tékkóslóvakíu, Edgar Borges Abemorad, verkalýðsleið- togi, sem var dæmdur í átta ára fangelsi í Uruguay, Gaspard Mou- en, Martin Ebelle-Tobo, Emmanu- el Bille og Andre Moune, sem hafa verið í haldi í fjögur ár í Kamerún án réttarhalda, og Gong Pinmei, fyrrverandi rómversk-kaþólskur biskup í Shanghai, sem hefur ver- ið í haldi síðan 1955. Thatcher ræðir við aíganska flóttameim Torkham, Nasir Bagh, Pakistan, 8. október. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, heilsaði afgönsk- um hermönnum á landamærum Afganistan og Pakistan i dag, en hún er fyrsti þjóðarleiðtoginn frá Vesturlöndum sem heimsækir Pakistan siðan Sovétmenn réðust inn i Afganistan 1979. Thatcher kleif lága hæð á iandamærunum og leit yfir til Afganistan. „Það er stórkostlegt að vera hér,“ sagði hún. „Við viljum að þetta landi hijóti aftur frelsi sitt.“ Thatcher og Mohammad Zia Ul-Haq, forseti Pakistan, ræddu ástandið í Afganistan og á landa- mærum landanna fyrr um daginn. Eftir fundinn sagði hún, að þau hefðu ekki getað fundið einfalda lausn á vandanum, en Sovétmenn ættu fyrst og fremst að hafa sig á brott frá Afganistan. Hún átti fund með nokkur hundruð afgönskum konum, sem hafa flúið yfir landamærin til Pakistan. Hún svaraði ekki bón kvennanna um vopn fyrir eigin- menn þeirra til að berjast með í Afganistan, en sagði, að Bretar myndu gefa 2 milljónir punda til viðbótar 5,8 milljónum punda sem þeir hafa þegar gefið til flótta- mannaaðstoðar til Pakistan. Konurnar sögðu Thatcher frá flóttanum yfir landamærin og stríðinu sem eiginmenn þeirra há gegn 85.000 manna sovésku herliði í Afganistan. Fyrr um daginn sagði Thatcher 2000 karlmönnum, að Sovétmenn væru nú að læra lexíu, sem Bretar hefðu lært á 19. og 20. öldinni. „Hugrekki og stolt afgönsku þjóðarinnar er vel þekkt,“ sagði hún. „Sovétmenn hljóta að hafa áttað sig á því sem við þegar vitum, að Afganir munu aldrei gefast upp fyrir erlendri harðstjórn. Þeir munu berjast þangað til innrásarherinn er hrakinn frá Afganistan." Thatcher sagði í lok heimsókn- arinnar til Pakistan, að samband austurs og vesturs gæti ekki lag- ast fyrr en vandinn í Afganistan hefði verið leystur. Gullfarmurmn komiun tO hafnar í Murmansk Moskvu, 8. októbor. AP. BJÖRGUNARSKIP hlaðið gullstöngum úr flaki brezka herskipsins „HMS Edinburgh“ afhenti i dag fjársjóð sinn í hafnarborginni Murmansk og sovézkir embættismenn fóru um borð til að skoða hluta Rússa af fengnum. Gullstengurnar, sem eru stimplaðar með arnarmerki rússnesku keisarastjórnarinnar, eru jafnvirði 74 milljóna Banda- ríkjadala samkvæmt núverandi gullgengi, að sögn brezku björg- unarmannanna, og þeim var bjargað af 245 metra dýpi við erfið skilyrði. Þetta er talinn mesti fjársjóður, sem nokkru sinni hefur verið bjargað úr sokknu skipi. Björgunarskipið, „Stephanit- urm“, er skrásett í Vestur- Þýzkalandi og fær að sögn sov- ézkra embættismanna venjulega afgreiðslu í Murmansk, en koma skipsins hefur ekki vakið sér- staka athygli almennings að þeirra sögn. En sovézkir blaða- menn mættu ásamt sovézkum öryggisvörðum og Tass hrósaði brezku köfurunum, sem björg- uðu fjársjóðnum: „Benda verður á hæfni (kafar- anna) og hetjuskap þeirra. Gull- Keith Jessop, sem hafði veg og vanda af björguninni, með fyrsta gullstykkið úr „Edinburgh“. Hann sagðist geta rekið það ofan i kokið á gagnrýnendum sinum. inu var komið fyrir við hliðina á skotfærum." Leitin að fjársjóðnum fór fram í 40 daga á Barentshafi, 275 km austur af Murmansk. Sovézka gullið átti upphaflega að vera greiðsla fyrir hergagna- sendingar frá Bandaríkjunum, en þýzkir tundurspillar sökktu „HMS Edinburgh" 1942 og 60 Bretar fórust. Björgunarskipið verður í Murmansk fram á annað kvöld. Meðal þeirra sem tóku á móti skipinu voru Anatoly L. Zlobin, varaforseti sovézka ríkistrygg- ingafélagsins, sem gætir hags- muna Rússa í sambandi við björgunina. Talning gullstang- anna hefur enn ekki farið fram. I Aberdeen sagði forstjóri brezka kafarafélagsins, sem bjargaði gullinu, Wharton Willi- ams, að „næstum því öllu gullinu hefði verið bjargað" — aðeins hefðu verið skildar eftir nokkrar stangir sem ekki hefði þótt borga sig að bjarga. Félagið fær 45% af andvirði gullstanganna, Rússar tvo þriðju af því sem eftir er og Bretar einn þriðja. Bandaríkin fengu fyrir löngu greidda tryggingu fyrir týnda gullinu. LESTUNÍ ERLENDUM mmm AMERÍKA PORTSMOUTH Junior Lotte Bakkafoss Junior Lotte Bakkafoss Junior Lotte NEWYORK Hofsjökull Bakkafoss Bakkafoss Bakkafoss HALIFAX Hofsjökull Selfoss 14. okt. 21. okt. 4. nóv. 11. nóv. 15. nóv. 9. okt. 23. okt. 13. nóv. 4. des. 13. okt. 19. okt. BRETLAND/ MEGINLAND Eyrarfoss 12. okt. Alafoss 19. okt. Eyrarfoss 26. okt. Álafoss 2. nóv. ANTWERPEN Eyrarfoss 13. okt. Alafoss 20. okt. Eyrarfoss 27. okt. Alafoss 3. nóv. FELIXSTOWE Eyrarfoss 14. okt. Alafoss 21. okt. Eyrarfoss 28. okt. Alafoss 4. nóv. HAMBORG Eyrarfoss 15. okt. Álafoss 23. okt. Eyrarfoss 29. okt. Álafoss 5. nóv. WESTON POINT Urriöafoss 14. okt. Urriöafoss 28. okt. Urriöafoss 11. nóv. Urriöafoss 25. nóv. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 19. okt. Dettifoss 2. nóv. Dettifoss 17. nóv. KRISTIANSAND Mánafoss 12. okt. Mánafoss 26. okt. Mánafoss 9. nóv. MOSS Mánafoss 13. okt. Dettifoss 20. okt. Mánafoss 27. okt. Dettifoss 3. nóv. GAUTABORG Mánafoss 14. okt. Dettifoss 21. okt. Mánafoss 28. okt. Dettifoss 4. nóv. KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 15. okt. Dettifoss 22. okt. Mánafoss 29. okt. Dettifoss 5. nóv. HELSINGBORG Mánafoss 16. okt. Dettifoss 23. okt. Mánafoss 30. okt. Dettifoss 6. nóv. HELSINKI (rafoss 20. okt. Múlafoss 2. nóv. irafoss 13. nóv. RIGA írafoss 22. okt. Mulafoss 4. nóv. Irafoss 15. nóv. GDYNIA irafoss 23. okt. Múlafoss 5. nóv. irafoss 17. nóv. THORSHAVN Mánafoss 5. nóv. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIROI alla þriójudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.