Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 1
64 SÍÐUR
264. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
174 fórust í flugslysinu á Korsíku:
Talið að óveður hafi
grandað þotunni
Al'-símamyndir 1
Stóra myndin hér aó ofan lýsir betur því sem ekki sést, en því sem hægt er að greina, en svo gjörsamlega splundraðist
júgóslavneska farþegaþotan að í flakinu er ekki einn heiílegur hlutur. Myndin var tekin úr þyrlu skömmu eftir að
flakið fannst í fjallshlíðinni. Innfellda myndin var tekin er björgunarsveitir voru að fara á slysstaðinn fjórum
stundum eftir að slysið varð.
„Við erum Eistlendingar44
Tallin, 1. desemher. Al*.
I»RATT fyrir áskorun um hálftíma
allsherjarverkfall til að mótmæla 41
árs yfirráðum Sovétstjórnarinnar í
Eistlandi sáust þess engin merki í
dag, að athafnalíf væri ekki með eðli-
legum hætti í Tallin, nema á einum
stað þar sem níu manna hópur var við
vegaviðgerð.
Þegar erlendir fréttamenn
spurðu hvort hópurinn væri að
svara verkfallsáskoruninni fengust
ekki önnur svör en þau að hann
vantaði asfalt. Þegar mennirnir
tóku aftur til við störf sín að hálf-
tíma liðnum og fréttamenn bentu á
að ekkert asfalt hefði borizt, var
svarið: „Við erum Eistlendingar."
Ekkert er vitað um viðbrögð við
verkfallsboðuninni á landsbyggð-
inni þar sem útlendingar mega
ekki fara út fyrir borgarmörkin, en
í landinu búa nú 300 þúsund Rússar
og 1100 þúsund Eistlendingar.
Þjóðerniskennd Eistlendinga hefur
um aldir verið við brugðið, en land-
ið var innlimað í Sovétríkin í
samningum Hitlers og Stalíns rétt
áður en síðari heimsstyrjöldin
skall á.
Ajaccio, 1. deaember. Al*.
SÍÐLA á þriðjudagskvöld höfðu
björgunarsveitir flutt þrjátíu lík með
þyrlum til Ajaccio, höfuðborgar Kors-
íku, en válynd veður og fádæma erf-
iðar aðstæður þar sem flak júgóslavn-
esku IX'-9 þotunnar dreifist yfir 1400
fermetra svæði í fjallshlíð sunnan til
á eynni torvelda mjög björgunarstörf.
Allir sem í þotunni voru, 168 júgó-
slavneskir skemmtiferðamenn og sex
flugliðar létu lífið þegar þotan rakst á
fjallshlíðina sjö mínútum fvrir áætl-
aða lendingu í Ajaccio.
Þoka og snarpar stormhviður
voru á suðurhluta Korsíku þegar
þetta mesta flugslys það sem af er
árinu varð í morgun. Flugstjóri
þotunnar hafði tilkynnt um að
hann ætti í erfiðleikum rétt áður
en samband við þotuna rofnaði tíu
mínútum áður en hún átti að lenda.
Vegna illviðris fannst flakið ekki
fyrr en fjórum stundum síðar, en
um það leyti sém slysið varð
heyrðu íbúar í þorpinu Casa Cas-
alabriva, sem stendur við rætur
fjallsins San Pietro, sprengingar.
Ummerki á slysstaðnum, sem er
rétt fyrir ofan þorpið, benda til
þess að sprenging hafi orðið, en
vart er finnanlegur heill hlutur úr
þotunni. Að sögn björgunarmanna
eru flest líkin óþekkjanleg.
Enn er ekki vitað hverjar voru
orsakir slyssins, en flest þykir
Kína:
4% hagvöxt-
ur 1982
Peking, 1. desember. Al*.
ÞAÐ KOM fram í stefnuræðu forsæt-
isráðherra Kína. Zhao Ziyangs, á
Landsþingi alþýðunnar í dag að á
næsta ári yrði 4% hagvöxtur í landinu.
Forsætisráðherrann boðaði tiltölu-
lega hægan hagvöxt framan af þess-
um áratug, en sagði að um aldamótin
mætti fastlega búast við því að Kín-
verjar yrðu komnir í hóp þeirra
þjóða heims sem byggju við þróaðan
og stöðugan efnahag. A árinu 1981
hefur hagvöxtur í Kína verið 3%.
benda til þess að óveðrið hafi
grandað þotunni. Frönsk yfirvöld
hafa sent rannsóknarnefnd á stað-
inn. DC-9 þotan lagði af stað frá
Ljubljana í Júgóslavíu snemma á
þriðjudagsmorgun, en farþegarnir
voru þátttakendur í eins dags skoð-
unarferð um Korsíku, með viðkomu
í húsinu þar sem Napóleon keisari
var í heiminn borinn forðum tíð. í
hópnum voru þrjú smábörn.
Ný bandarísk skýrsla:
45% krabba-
meinssjúkl-
inga fá bata
YVashington, 1. desomber. Al*.
BANDAKÍKKA krabhameinsstofn-
unin skýrði frá því í dag að sam-
kvæmt nýjustu skýrslum hefðu
batahorfur og líflíkur krahba-
meinssjúklinga aukizt verulega.
Þegar á heildina er litið fá 45%
þeirra sem fá illkynjaða æxlasjúk-
dóma bót mcina sinna, en lækning
er það talið er fimm ár líða frá lok-
um árangursríkrar meðferðar án
þess að ný æxli myndist. Árið 1973
náðu 40% æxlasjúklinga heilsu á
ný.
Ekki eru enn öll kurl komin til
grafar varðandi þær skýrslur sem
hér um ræðir, en þær eru frá
tímabilinu 1973—1979. Þannig er
t.d. ekki búið að vinna úr skýrsl-
um um að krabbamein sé algeng-
ara í negrum en hörundsljósu
fólki, en endanlegar upplýsingar
um það atriði og einstaka æxla-
sjúkdóma ættu að liggja fyrir eft-
ir um það bil hálft ár, að því er
Vincent Devita, forstöðumaður
Bandarísku krabbameinsstofnun-
arinnar, skýrði frá í dag. Hann
fullyrti að vaxandi líkur á því að
krabbameinssjúklingar kæmust
til heilsu ættu rætur sínar að
rekja til þeirra framfara sem orð-
ið hefðu á sviði læknavísindanna
á síðasta áratug.
Genfarfundur:
Rússarnir árétta
samkomulagsvilja
(ienf, 1. desember. Al*.
EKKEKT hefur síazt út af samninga-
fundum Bandaríkjamanna og Sovét-
manna um takmörkun kjarnorkuvíg-
búnaðar í Evrópu, cn annar samn-
ingafundurinn stóð í hálfa þriðju
klukkustund í dag. Næsti fundur
verður á föstudaginn, en í sovézku
vikuriti birtist í dag grein þar sem
áréttað er að Sovétstjórnin sé reiðu-
búin til að fallast á réttláta málamiðl-
un. í greininni kemur fram sú skoðun
að ekki megi búast við kraftaverkum
en einskis megi láta ófreistað til að ná
samkomulagi.
Haft var eftir Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóra NATO, í dag að eng-
in ástæða væri til svartsýni og góð-
ar horfur væru á því að samkomu-
lag næðist.
Þótt ekki yrði slíkt sam-
komulag í samræmi við allar óskir
bandalagsii^s bæri að viðurkenna að
samkomulag væri betra en ekkert,
samkomulag. Framkvæmdastjór-
inn kvað það skoðun sína að ræða
Reagans Bandaríkjaforseta á dög-
unum hefði haft „afar hvetjandi
áhrif" á viðræðurnar um fækkun
kjarnorkueldflauga í Evrópu.
Sfmamynd AP.
Shirley Williams
komin á þing
„Mér dettur ekki í hug að halda því
fram að mér finnist Neðri mál-
stofan neinn sælustaður — hún er
úrelt. Þar fer of mikill tími til spill-
is og þar eru of margir gamlir karl-
ar. Okkur vantar fleiri konur til að
koma lagi á hlutina þar,“ sagði
Shirley Williams áður en hún hélt
innreið sína í brezka þingið í gær
sem fyrsti þingmaður hins nýja
Sósíaldemókrataflokks í Bretlandi.
Við þinghúsið voru fjölmargir
stuðningsmenn hennar og sam-
starfsmenn. David Steel, formaður
Frjálslynda flokksins, sem Sósíal-
demókratar eru í kosningabanda-
lagi við, skaut því að Margréti
Thatcher forsætisráðherra að hún
hlyti að öfunda Shirley Williams af
hinum frækilega kosningasigri
hennar í aukakosningunum í
Crosby í síðustu viku, en forsætis:
ráðherrann svaraði með þjósti: „I
þessari málstofu er enginn sem ég
þarf að öfunda.“ Myndin hér að
ofan er tekin af Shirley Williams
um það bil sem hún var að ganga
inn í þinghúsið og við hlið hennar
eru flokksbræður hennar David
Owen og Bill Rodgers.