Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
(Ljósm. Emilía).
Frá arhcndingunni í Háskóla íslands í gær, frá hægri: Jón E. Ragnarsson hrl., formaður Stúdentafélags Reykjavíkur,
Guðmundur Magnússon, háskólarektor, Víkingur Arnórsson, forseti læknadeildr, Guðrún Pétursdóttir, Marta Thors
og Ólöf Pétursdóttir, ekkja og dætur Péturs Benediktssonar, Friðrik Pálsson, varaformaður Stúdentafélags Reykja-
víkur og Ásdís Ásmundsdóttir Sveinssonar, myndhöggvara.
Háskólanum afhentur einka-
réttur að Sæmundi á selnum
— verður líklega innsigli Háskóla íslands
STJÓRN Stúdentafélags Reykjavíkur afhenti Háskóla íslands einkarétt á
allri og hvers konar nýtingu höfundarréttar af höggmyndinni Sæmundur á
selnum eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara, sem nú er framan við
Háskólann. Nær einkarétturinn til hvers konar gerðar eftirmynda, Ijós-
mynda, korta, lágmynda, merkja og annars, hverju nafni sem nefnist. Er og
verður engum öðrum heimilt að nýta höggmyndina í neinu formi eða mynd,
eins og segir í samningi þeim, sem Stúdentafélagið gerði 9. nóvember
síðastliðinn við eigendur höfundarréttar. Þá er það tekið fram í samningn-
um, að einkarétturinn sé ekki afturkallanlegur.
Jón E. Ragnarsson tók það fram
í ávarpi sínu, að hér væri einungis
verið að ljúka því verki, sem Pétur
Benediktsson og margir aðrir
hefðu unnið að síðan. Hann gat
þess ennfremur, að hann treysti
því, að Háskólinn léti hið fyrsta
fullgera fótstall og umhverfi
styttunnar samkvæmt hugmynd-
um og óskum listamannsins.
Rektor um niðurskurð á rekstrarfé
háskólans í fjárlagafrumvarpi:
Verður ekki rekinn
í óbreyttri mynd
— fáist ekki viðbótarfjárveiting
HÁSKÓLI íslands og menntamálaráðuneytið gerðu sameiginlegar tillögur
um rekstrarfé til háskólans á árinu 1982, sem nema liðlega 95 milljónum
króna á verðlagi fjárlagafrumvarpsins. Nettólækkun á framlagi ríkissjóðs
samkvæmt fjárlagafrumvarpi nemur hins vegar liðlega 9,6 milljónum króna
frá áðurgreindum tillögum. Þessar upplýsingar koma fram í grein rektors í
fréttabréfi Háskóla íslands.
Greinilegt er, að háskólinn
verður ekki rekinn í óbreyttri
mynd, ef ekki fæst viðbótarfjár-
veiting sem niðurskurðinum nem-
ur. Öðrum kosti gerist annað af
tvennu: takmarka verður fjölda
nemenda eða seinka þeim í námi,
eða fá verður aukafjárveitingu ár-
ið 1982. Fyrri leiðin er tæplega
fær, en hin siðari eyðileggur
smám saman aðhald innan stofn-
unarinnar.
Nemendum skólans hefur fjölg-
að um a.m.k. 600 á árunum
1979—1982, eða um 20%. Þetta er
meira en allir skólar á Laugar-
vatni, og slagar upp í fjölmenn-
ustu menntaskólana. Sú aukning,
sem orðið hefur á stundakennslu
undanfarin 3 ár, er mestmegnis til
að koma á nýjum námskeiðum er
aðlagi.námiö þörfum atvinnulífs-
ins, eða vegna séraðstæðna. Há-
skólinn hefur því nær ekkert feng-
ið upp í nemendafjölgunina, né til
aukinna rannsóknarumsvifa, segir
i frétt skólans.
Ennfremur segir, að skólinn
leggi til, að aukin fjárþörf hans
miðað við fjárlagafrumvarp verði
leyst með eftirfarandi hætti: fjár-
veiting til háskólans verði hækkuð
um eina heildartölu, 9,6 milljónir
króna, þar af 7 milljónir króna á
launalið. Háskólinn sjálfur ákveði
síðan hvernig þessu fé verði varið
innan skólans, í samvinnu við
ráðuneyti ef þurfa þyki. Háskól-
inn fái heimild fyrir 6 nýjum
kennslustöðum 1982, auk þeirra
4ra, sem í frumvarpinu eru.
Opinber gjöld verði felld niður af
tækjum, sem keypt eru, ella verði
gjöld og tekjur fjárlaga hækkuð
sérstaklega um 10 milljónir króna
vegna framkvæmda skólans.
„Hvad er að ger
ast um helgina“
ÞEIR SEM vilja koma að frétt
í þáttinn „Hvað er að gerast
um helgina", verða að skila
þeim inn á ritstjórn Morgun-
blaðsins eigi síðar en miðviku-
dagskvöld. Ekki er hægt að
tryggja birtingu á fréttum í
þáttinn sem berast síðar en
það. Framvegis birtist þáttur-
inn á föstudögum.
Gjöld borgarsjóðs
6—7% umfram áætlun
— Kostnaður við að rífa Sænska frystihúsið varð
helmingi hærri en áætlun hljóðaði upp á
„ÞAÐ ERU horfur á því að tekjur borgarsjóðs á þessu ári verði 1% undir
áætlun, en hins vegar fari rekstrargjöldin 6—1% fram úr áætlun,“ sagði
Bjöm Friðfinnsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Mbl. í
gær.
Það mun í ráði þó blaðið hafi
ekki fengið það staðfest, að Sæ-
mundur á selnum verði gerður að
innsigli og tákni Háskóla íslands.
Við athöfnina í Háskólanum f
gær afhenti Jón E. Ragnarsson,
hæstaréttarlögmaður og formaður
Stúdentafélags Reykjavikur, Guð-
mundi Magnússyni, háskólarekt-
or, þessi réttindi.
í máli Jóns E. kom fram, að for-
saga þessa máls er sú, að Pétur
Benediktsson beitti sér fyrir því
þegar hann var formaður Stúd-
entafélags Reykjavíkur 1959—
1960 að félagið léti gera stóra
mynd úr bronzi af höggmynd Ás-
mundar Sveinssonar, en högg-
mynd þessi hlaut meðal annars
silfurverðlaun á alþjóðlegri sýn-
ingu í París 1926. Pétur beitti sér
mjög fyrir þessu málefni og mun
sjálfur hafa haft af því verulegan
kostnað. Styttan kom til landsins
sumarið 1967 og mun hafa verið
sett upp á bráðabirgðastall í árs-
UM HELGINA fór fram fyrsta
slátrun á laxi í laxeldisstöðinni í
Lónum í Kelduhverfi og var slátr
ad 4,5 tonnum af laxi. Það er fyrir-
tækið ÍSNO hf., sem rekur laxeld-
isstöðina og hefur unnið að til-
raunum með sjóeldi í kvíum í sam-
ráði við Mowi sem er norskt fyrir
tæki og 45 prósent hluthafi í ÍSNO
hf.
Að sögn Eyjólfs Konráðs
Jónssonar, stjórnarformanns í
ÍSNO hf. voru í júlíbyrjun í
fyrra sett 50 til 100 gramma
seiði í kvíarnar, sem hafa orðið
á 17 mánuðum að meðaltali um
fimm punda laxar og allt upp í
12 punda.
Sagði Eyjólfur að gert væri
ráð fyrir að slátra allt að 20
tonnum af laxi í vetur og að ís-
lensk matvæli myndu kaupa það
magn. Sagði Eyjólfur að um
þetta leyti að ári yrði slátrað að
öllum líkindum um 100 til 120
tonnum af laxi í laxeldisstöð-
lok 1969. Þá var Pétur Benedikts-
son nýlega fallinn frá.
Síðan hafa verið uppi ráðagerð-
ir um frágang styttunnar eins og
listamaðurinn hafði hugsað sér,
en formleg afhending styttunnar
hefur raunar aldrei farið fram.
Jón E. Ragnarsson gat þess í
ávarpi sínu, að Stúdentafélagið
drægi ekki í efa eignarrétt Há-
skólans á styttunni þótt full eign-
arhefð væri ekki unnin, en þar
sem engir formlegir gerningar
væru um gjöfina tæki hann fram í
nafni Stúdentafélgsins, að Há-
skólinn væri óvefengjanlegur eig-
andi styttunnar framan við skól-
ann og nefndi alla viðstadda til
sem votta.
Eftirmaður Péturs í embætti,
Matthías Johannessen, ritstjóri,
sem einnig beitti sér mikið fyrir
þessu máli, skýrði frá því á 50 ára
afmæli Háskólans 1961, að félagið
hygðist gefa Háskólanum stytt-
una í afmælisgjöf.
inni, J>ví nú eru 50 þúsund smá-
seiði í kvíunum, sem ef allt fer
að óskum verða sex til átta pund
að þyngd að ári liðnu.
„VERÐLAGSSTOFNUN hefur kært
stjórn og framkvæmdastjóra Land-
sambands íslenzkra rafverktaka og
stjórn Rafiðnaðarsambands íslands
fyrir brot á verðstöðvunarákvæði í
lögum,“ sagði Georg Ólafsson, verð-
lagsstjóri, í samtali við Mbl.
Björn sagði meginástæðu minni
tekna vera minni útsvör en reikn-
að hefði verið með, en í rekstrar-
gjöldunum munaði mestu að til að
mæta launabreytingum hefðu ver-
ið áætlaðar 30 milljónir króna, en
nú væri fyrirsjáanlegt að til
þeirra þyrfti a.m.k. 36 milljónir
króna, eða 20% umfram áætlun,
sem ekki hefði reiknað með nein-
um grunnkaupshækkunum á ár-
inu.
Varðandi kostnaðinn við útitafl-
ið sagði Björn, að það væru alltaf
einhverjar framkvæmdir, sem
færu fram úr áætlun, en einnig
aðrar, sem yrðu ódýrari en áætl-
anir hljóða upp á. „Það eru á
hverju ári svona útitöfl í gangi,“
„Það var nú í haust, að Verð-
lagsstofnun fékk vitneskju um, að
hinir kærðu hefðu samið sín á
milli haustð 1980 um, að eininga-
fjölda í ákvæðisvinnu þessara að-
ila skyldi fjölga, án nokkurra
tímamælinga, og eftir geðþótta
sagði Björn og hann nefndi sem
dæmi um aðra framkvæmd, að
niðurrif Sænska frystihússins
hefði kostað 1,8 milljónir króna,
eða helmingi hærri upphæð en
áætlun sagði til um, en hún hljóð-
aði upp á 900 þúsund krónur.
. „Það sem veldur okkur vaxandi
erfiðleikum er hallarekstur borg-
arstofnana," sagði Björn. „Til
dæmis er útlit fyrir að hallinn á
borgarspítölunum verði um 14
milljónir króna og það fáum við
ekki greitt fyrr en með halla-
daggjöldum á næsta ári. Allar
veitustofnanir borgarinnar eru
illa staddar, þar sem þær fá ekki
nauðsynlegar gjaldskrárhækkanir
og einnig er rekstur strætisvagn-
anna þungur á borgarsjóði, en nú
aðilanna, án samþykkis stjórn-
valda,“ sagði Georg Ólafsson
ennfremur.
„Þessar ákveðnu einingar eru
síðan margfaldaðar með umsömdu
tímakaupi til að fá út raunveru-
legt verð fyrir hið ákveðna verk.
Verðlagsstofnun hefur látið rann-
stefnir í að borgarsjóður greiði um
40 milljónir króna til strætisvagn-
anna á næsta ári.“
Afengi og tóbak:
Hækkunin allt
að 81% á ári
ÁFENGI og tóbak hafa nú á rétt rúmu
ári haekkað um allt að 80%. Á þessu ári
hafa þessar vörur hækkað fjórum sinn-
um, nú síðast í gær og í nóvember 1980
hækkuðu þessar vörur um 18%. Á
sama tíma hafa vinnulaun hækkað um
58%.
Þann 19. nóvember í fyrra kostaði
vindlingapakkinn 11,35 krónur, en í
dag kostar hann 19,70. Hækkunin
nemur 73,6%. Á sama tíma í fyrra
kostaði vodkaflaskan 147, en nú 267
og er hækkunin 81,6% %. Þá kostuðu
flestar viskítegundir 153 krónur 19.
nóvember 1980, en nú kosta þær 267
krónur. Hækkunin nemur því 74,5%.
saka þetta mál og þá kom í ljós, að
ákvæðisvinnueiningum hafði í
flestum tilfellum verið stórlega
fjölgað. Við teljum því ótvírætt, að
hér sé um brot á verðstöðvunar-
lögunum að ræða, og sendum mál-
ið því til viðeigandi meðferðar í
dómskerfinu," sagði Georg Ólafs-
son verðlagsstjóri að síðustu.
Fyrsta slátrun á laxi
í Lónum í Kelduhverfi
Verðlagsstofnun:
Kærir rafverktaka og rafvirkja
fyrir brot á verðstöðvunarlögum
Hafa einhliða fjölgað einingum í ákvæðisvinnu