Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 5

Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 5 Prestskosning- ar á Akureyri á sunnudaginn PRESTTSKOSNINGAR verða á Ak- ureyri næstkomandi sunnudag, 6. desember. Fara þá fram kosningar í tvö prestsembætti, annars vegar fyrir hina nýju Lögmannshlíðarsókn og hins vegar í annað embættið í Akur eyrarprestakalli. Tveir umsækjendur eru um hvort embætti. Um Lög- mannshlíðarsókn sækja sr. Gylfí Jónsson og sr. Pálmi Matthíasson og um Akureyrarsókn sr. Jón A. Bald- vinsson og sr. Þórhallur Höskulds- son. Séra Gylfi Jónsson er fæddur 28. apríl 1945 á Akureyri og lauk hann stúdentsprófi frá MA 1965 og guð- fræðiprófi vorið 1973. Var honum þá veitt Staðarfellsprestakall í Köldukinn, en frá árslokum 1973 þjónaði hann prestakalli í Uppsöl- um og stundaði þar framhaldsnám í trúarbragðafélagsfræði. í nóvem- ber 1974 var honum veitt Bjarn- arnesprestakall í Hornafirði. Sr. Gylfi hefur starfað við Sumarbúð- ir kirkjunnar við Vestmannsvatn. Kona hans er Þorgerður Sigurð- ardóttir og eiga þau einn son. Séra Jón A. Baldvinsson er fæddur 17. júní 1946 á Ófeigsstöð- um í Köldukinn. Tók hann stúd- entspróf í MA árið 1968 og lauk guðfræðiprófi vorið 1974. Var hann settur sóknarprestur í Staðar- fellsprestakalli í júní 1974 og skipaður í maí 1975. Árin 1978 til 1979 var hann við framhaldsnám í sálgæslu við Edinborgarháskóla. Kona hans er Margrét Sigtryggs- dóttir og eiga þau tvær dætur. Séra Pálmi Matthíasson er fæddur á Akureyri 21. ágúst 1951. Lauk hann stúdentsprófi frá MA vorið 1971 og guðfræðinámi 1977 og vígðist það haust til Melstað- arprestakalls í Húnavatnspróf- astsdæmi. Hefur hann þjónað þar síðan með búsetu á Hvammstanga. Kona hans er Unnur Ólafsdóttir og eiga þau eina dóttur. Séra Þórhallur Höskuldsson er fæddur 16. nóvember 1942 á Skriðu í Hörgárdal. Hann varð stúdent frá MÁ 1962 og lauk guðfræðiprófi haustið 1968. Hann stundaði einn- ig nám í uppeldis- og sálarfræðum 1966 til 1967. Hann vígðist til Möðruvallaprestakalls í Hörgárdal í nóvember 1968 og hefur þjónað þar síðan. Hann hefur setið í æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Kona hans er Þóra Steinunn Gísla- dóttir og eiga þau tvo drengi og eina stúlku. Stjórn Blaðamannafélags íslands: Vítir fyrirvaralaus- ar fjöldauppsagnir vegna sameining- ar síddegisblaða STJORN Blaðamannafélags íslands kom saman til fundar sl. mánu- dagskvöld og ræddi þar skyndilegar uppsagnir blaðamanna við síðdegis- blöðin vegna samciningar þeirra. Á fundinum voru einnig boðaðir þeir, sem misslu vinnu sína og trúnaðar menn BÍ. Á fundinum var ákveðið að skrifa stjórnum þeirra útgáfufélaga er gáfu út Vísi og Dagblaðið til að árétta að þeir sem sagt var upp starfi fengju lögmætum réttindum og kröf- um sínum fullnægt og var útgáfufé- lögunum gefinn frestur til að svara til 7. desember. í framhaldi af þessum fundi er síðan ráðgert að boða til félags- fundar BI miðvikudaginn 9. des- ember til að ræða um breytt við- horf í íslenskri blaðaútgáfu og fleiri mál. Þá samþykkti stjórn Blaðamannafélags Islands eftirfar- andi ályktun á fundi sínum í gær: „Stjórn Blaðamannafélags ís- lands vítir fyrirvaralausar fjölda- uppsagnir blaðamanna við samein- ingu Vísis og Dagblaðsins. Þær starfsaðferðir að reka blaðamenn heim án nokkurrar viðvörunar eru afar ógeðfelldar að dómi stjórnar Rithöfunda- kvöldvaka FÉLAG íslenskra rithöfunda gengst fyrir kvöldvöku, sem haldin verður að Hótel Esju á fimmtudagskvöld. Gestir kvöldvökunnar verða: Sigurbjörn Einarsson fyrrv. bisk- up og Ólafur Ragnarsson rithöf- undur og bókaútgefandi. Auk gestanna lesa úr nýútgefnum verkum sínum rithöfundarnir Indriði G. Þorsteinsson og Jón Bjarman. Blaðamannafélagsins og geta að- eins orðið til að spilla fyrir eðli- legum samskiptum blaðamanna og útgefenda í framtíðinni. Störfum í blaðamannastétt hefur fækkað um einn tíunda í einu vet- fangi, þeir sem fengu uppsagnir eiga erfiðara með að leita annað, vegna þess að störfum við blaða- mennsku hefur fækkað. Stjórn Blaðamannafélags íslands álítur að einhliða fækkun starfsmanna þessara tveggja blaða sé siðlaus og hefði einungis átt að koma í kjölfar viðræðna milli starfsfólks og fram- kvæmdastjórna blaðanna. Þeir blaðamenn, sem enn vinna á Dagblaðinu og Vísi eru nú snögg- lega að störfum hjá nýjum vinnu- veitanda. Slíkar breytingar án samráðs við starfsfólk orka tví- mælis. Stjórn Blaðamannafélags ís- lands harmar að bágur fjárhagur og áform um tæknivæðingu skuli hafa orðið til þess að sjálfstæðum ritstjórnum íslenskra dagblaða hefur fækkað. Stjórnin telur lýð- ræði og frjálsri skoðanamyndun í landinu best þjónað með fjöl- breyttu framboði dagblaða, í sam- ræmi við fjölbreytni íslensks þjóð- lífs. Stjórn Blaðamannafélags ís- lands ítrekar af þessu tilefni yfir- lýsingu í nýgerðum kjarasamningi um að útgefendur og blaðamenn skuli gera með sér samkomulag um innleiðingu tækninýjunga á blöð- unum. Stjórn Blaðamannafélagsins lýs- ir áhyggjum vegna hugsanlegs at- vinnuleysis meðal blaðamanna annarra blaða, í kjölfar samein- ingar Dagblaðsins og Vísis. Jafn- framt bendir stjórn Blaðamannafé- lágs íslands á, að Frjáls fjölmiðlun hf., sem gefur út hið sameinaða blað, er ekki aöili að kjarasamningi blaðamanna og útgefenda frá 17. nóvember síðastliðnum.“ Fataefnin eru frá vióurkenndum framleiðendum. Klæðskeri í verzluninni, svo þú ert í góðum höndum. Veldu klæðnaðinn hjá okkur, hann gerir örugglega meira en að hylja nekt þina. // IHi K Snorrabraut 56 Simi 13505 Glæsibæ Sími 34350 Austurstrxti 10 sínii: 27211 Þaðeru margar leiðir til að hylja nekt þlna. Við bendum þér á leiðina, sem margir velklæddir viðskiptavinir okkar hafa farið og vakið athygli annara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.