Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 10

Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 í árroða bílaaldar Bókmenntír Erlendur Jónsson Indriði G. 1‘orsteinsson: FIMMTÁN GÍRAR ÁFRAM. 178 bls. Almenna bókafélagið. Rvík, 1981. Hallgilsstaðabræður hafa löngum verið þekktir menn, og það áreiðanlega fyrir fleira en flutningafyrirtæki sitt, Pétur og Valdimar. Með persónu sinni, fjöri og glaðværð hafa þeir ekki síður vakið athygli meðal samferðafólksins á Holtavörðuheiði þeirri sem við kölluðum svo hnyttilega — lífsleiðina. »Saga af Pétri á Hallgils- stöðum og öðrum brautryðj- endum á langferðaleiðum« stendur á titilsíðu þessarar bókar. Nafnið: Fimmtán gírar áfram — er vel til fundið því hér er líka mikið sagt frá bíl- um. Pétur á Hallgilsstöðum fæddist 1911 — á réttu andar- taki fyrir bílaöldina. Hann var ungur maður á fjórða ára- tugnum, kreppuárunum frægu, þegar þjóðin lagði af fátækt sinni marga þá vegi sem enn er notast við. Þá gerð- ust t.d. þau undur að bílfært varð milli Akureyrar og Reykjavíkur og segir meðal annars frá því hér þegar Pétur í fyrsta skipti »bjó til ferð« til Reykjavíkur, það er að segja ákvað að aka suður og tók þá jafnframt að safna farþegum í ferðina. Tæknilega séð var þetta allt harla merkilegt. Að aka svimandi brattar brekkur með teinabremsur í vafasömu lagi var þá raun sem sérhver bílstjóri varð að gangast í gegnum — farþegar kusu hins vegar oft að ganga hættu- legustu spottana. Bílstjórar voru ekki fleiri en svo á vegun- um að þeir urðu hver öðrum kunnugir yfir heilu lands- fjórðungana. Og akstrinum, persónu bílstjórans og bílnum hans, fylgdi andblær sem ekki hafði verið áður og aldrei varð síðan. »Bílstjórar voru í þá daga eins og kóngar á þjóðveg- um, því bæði menn og skepnur horfðu með lotningu á bíla, þegar þeir birtust.« Þetta skilur enginn nema hann setji sig rækilega inn i forsögu málsins: hugi að hvernig samgöngum var hátt- að hér áður en bíllinn kom til sögunnar. Á fyrstu árum bílanna þóttu sumir vegaspottar svo glæfra- legir að bílstjórar og farþegar, sem farið höfðu, lýstu ferðinni sem meiri háttar svaðilför. Frægastur þeirra allra var »svonefndur Kattarhryggur, ægiskelfir farþega og bílstjóra meðan hann var farinn. Pétur varð aldrei svo frægur að aka bíl yfir hann.« Kattarhryggur er í Norðurárdal í Borgarfirði og er hér upplýst að hann hafi verið farinn fram á þriðja ára- tuginn. Furðu gegnir hversu lítið hefur komist inn á bækur af því efni sem margir bílstjórar hljóta að geyma í minni sér frá þessum árum miðað við t.d. allar sjóferðasögurnar að ekki sé talað um endurminn- ingarnar úr sveitalífinu. Ástæðan kann meðal annars að vera sú að rithöfundar eru margir lítið inn í tæknilegri hlið málanna. En hér er ekki sú hindrun í vegi því höfundur er gamall bílamaður eins og sögumaður sjálfur og þurfti ekki að láta neinn segja sér hvernig farið var að því að skipta og tvíkúpla á gömlu bíl- unum, svo dæmi séu tekin. Hið almenna sem sagt er um bíla og vegi í þessari bók kann því allt eins að vera frá höfundi. Ekki er á valdi undirritaðs að leiðrétta svo ágæta fagmenn en þó vil ég meina að stóru Fordrúturnar upp úr nítján hundruð og fjörutíu hafi ekki tekið tuttugu og fjóra farþega Indriði G. Þorsteinsson eins og haldið er fram á einum stað í bókinni heldur aðeins tuttugu og tvo. Og þótti samt mikið! Þess er hér getið um gömlu bílstjórana að »stéttin var fámenn og bar með sér svip hinna útvöldu«. Bílstjóra eins og Pétri veittist því auðvelt að láta persónu sína njóta sín; hvorki hann né aðrir slíkir þurftu að tvíla að eftir þeim væri tekið. Meðal fyrirmanna í þjóðlífinu voru þá mun fleiri kynjakvistir en nú á dögum, einangrun í uppeldi hafði séð fyrir því. Eftirhermur voru þá líka viðurkennd skemmtun hvar og hvenær sem var, en þeir sem slíkt kunnu fyrir sér skemmtu sér einnig við það sjálfir, léku stundum á náung- ann. Einn þeirra var Pétur. Hann gat hermt svo eftir mönnum í síma að sá, sem var á hinum enda línunnar, lét al- gerlega blekkjast. í ferðalagi á öræfum gat fólk rekið í roga- stans þegar það heyrði innan úr tjaldi rödd manns sem það vissi ekki til að væri í hópnum. Það var þá Pétur sem brá fyrir sig rödd hans. Ekki getur hann látið raddir heyrast í þessari bók, hvorki sína né annarra. Glettni hans skilar sér hér eigi að síður. Og þess má einnig geta sér til — þó maður viti aldrei hvaða erf- iði liggur að baki einnar bókar — að samvinna sögumanns og höfundar hafi gengið vel. Að minnsta kosti hefur árangur- inn ekki látið á sér standa. Þetta er hvorki lífsreynslu- saga né hetjusaga heldur laustengd minningabrot um menn og bíla — laustengd en þó vel samstæð þegar á heild- ina er litið. Sögumaður mun vera bæði mannblendinn og vinsæll. Mörgum hefur hann kynnst. Og þótt hann fari ekki út í neinar upphafnar mann- lýsingar eða skilgreiningar á skapgerð manna, segi kannski slétt og fellt frá stuttu samtali eða smávægilegu atviki, gefur það af þeim gleggri mynd en mörg orð. Þeir urðu t.d. góð- kunningjar, Pétur og Davíð skáld frá Fagraskógi. Ólafi Ketilssyni kynntist Pétur sömuleiðis þegar hann var nemandi á Laugarvatni. Þrátt fyrir ljómann var starf gömlu bílstjóranna erf- itt, eiginlega þrotlaust strit. Aðrir sáu það í hillingum. Bíl- stjórinn bar gjarnan einkenn- ishúfu sem í þá daga táknaði vald. Og hann hallaði henni gjarnan út í annan vangann sem minnti á að hann væri líka kaldur karl. Leyndarmál þau, sem hann átti með bíln- um sínum, skyldi hann á hinn bóginn byrgja með sjálfum sér. Niðurlagskaflinn í þessari bók heitir Glitstaðavegurinn. Og þar standa meðal annars þessi orð sem mega vel gefa til kynna hvað leyndist undir borðalagðri gljáskyggnishúfu gömlu bílstjóranna: »Bílstjóri, sem ekur heiðar og dali á endalausri vegferð sinni, á sér kannski hlýjar minningar úr næturstað, eða þá að hann hugsar sér að gera eitthvað, sem hann hlakkar til. En aldrei verður af því. Hann er of tengdur starfi sínu til að svifa sér annað. Hann keyrir.« Um börn og konur Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson HAUSTUÓÐ. Almenna bókafélagið 1981. í Haustljóðum Kristmanns Guðmundssonar er ljóðið Bernskuminning. Þar segir frá nóttinni ljúfu sem í líkn sinni færir skáldinu hugljúfar minn- ingar: Þá kemur hún til mín, glóhærð [og blíð og góð, við göngum aftur saman um [forna slóð. Og síðar í sama ljóði: Ég elskaði margar á ævinnar [litríku leið, en Ijúfust var hún sem í draumi [mínum beið. Þetta ljóð er ekta Kristmann. Draumurinn er fegurri og æski- legri en hversdagsleikinn, „leið- indi dagsins". Eiginlega þyrfti lífið að vera endalaus hátíð, ynd- islegur draumur sem ekkert skyggir á. I slíkum ljóðum er skáldið einlægt, músík orðanna í samræmi við hugsun og boðskap. En svo eru líka önnur ljóð of háð fáfengilegum hlutum eins og hugsjónaglópum og menningar- óvitum. Þessi ljóð sýna að Kristmanni er heitt í hamsi þótt reiði eða sárindi séu sjaldan ávinningur í skáldskap. Skáldum hættir til að gera boðskapinn of fyrirferðamikinn á kostnað ljóð- rænunnar. Kristmann er ekki einn um slíkt. En þegar hann vill segja eitthvað sem hefur stund- legt gildi fatast honum oftast. Eilífðin er eins og oft áður tryggasta athvarf hans. Torræd hugsun Bókmenntir Guðmund Heiðar Frímannsson Brynjólfur Bjarnason: HEIMUR RUMS OG TÍMA Mál og menning 1981. Brynjólfur Bjarnason hefur nú sent frá sér nýja bók, sem fjallar um heimspekilegar ráðgátur rúms og tíma, sérstaklega tímans. Brynjólfur getur verið skýr höf- undur, en það brennur allt of oft við, að stíll þessarar bókar myrkv- ast og hugsunin verður torræð. Það mætti hugsa sér, að ein ástæða þess sé sú, að Brynjólfur sé ekki nægilega hagur á mál og hon- um sé ekki nægilega umhugað um að koma hugsun sinni til skila til lesenda. Önnur ástæða þessarar torræðni hugsunarinnar kann að vera sú, að ráðgáturnar, sem feng- ist er við, vandamálin, sem reynt er að leysa, séu svo erfið viðfangs, að ómögulegt sé að hafa mál sitt ljóst og skýrt. Hvor ástæðan ræð- ur meiru um, að Heimur rúms og tíma er mjög torræð á stundum, svo að hún jaðrar við að vera óskiljanleg, læt ég ósagt, en ég hygg þó, að sú fyrri vegi þungra. Brynjólfur hafði gefið út fimm bækur um heimspekileg efni á undan þessari. I þeim er fjallað um margvísleg efni, eins og við er að búast, en þó má finna þar rauð- an þráð, sem gengur í gegnum þær flestar eða allar. Einn þátturinn í þeim þræði er spurningar um frelsi manna. Það er mjög eðlilegt að marxisti eins og Brynjólfur spyrji um það, því að sé þróun sög- unnar lögbundin, hvernig getur þá vilji og athöfn einstaklings breytt nokkru um gang hennar? Annar þáttur náskyldur þessum er sú spurning, sem hlýtur að vakna um mannssálina í efnisheimi, sem stjórnast af náttúrulögmálum. Er mannssálin hlekkur í kveðju orsaka og afleiðinga? Er hún þá seld undir vald þeirrar nauðsynj- ar, sem bindur saman orsök og af- leiðingu, eða er hún með einhverj- um hætti óháð því? Þriðji þáttur- inn í þessum þræði er sú skoðun, sem nefnd hefur verið einhyggja. Hún kveður á um það, í sem stytztu máli, að allur veruleikinn og fjölbreytni hans sé af einu gerður. Allir hinir margvíslegu hlutir í veruleikanum er á endan- um sams konar. Hvað þetta eina er, sem er sams konar, er ekki fyllilega ljóst af ritum Brynjólfs. Hann virðist til að mynda ekki vera tilbúinn að staðhæfa, að þetta eina sé efni, samsett úr ör- eindum. Laxness segir í nýlegri bók af fullkominni ósanngirni, að skáldskapur Einars Benediktsson- ar sé einungis umbúðir um loft. Það kann að hvarfla að einhverj- um, sem les bækur Brynjólfs Bjarnasonar, og kannski sérstak- lega þeim, sem les Heim rúms og tíma, að þær séu lítið annað en illskiljanlegar umbúðir um loft. Á endanum væru kenningar hans óskiljanlegar. En í slíkum dómi væri umtalsverð ósanngirni á ferðinni. Því fylgir að vísu umtals- verð vinna að komast að raun um, hvað hann er að fara, en hún er þess virði. Saga heimspeki á íslandi á þess- ari öld er ekki mikil að vöxtum. Þeir, sem hafa ritað um heim- spekileg efni, eru ekki margir. F’raman af bar mest á Guðmundi Finnbogasyni og Ágústi H. Bjarnasyni. Milli þeirra tveggja og yngri manna, sem nú rita um heimspeki kemur Brynjólfur Bjarnason. Hann hefur bersýni- lega orðið fyrir áhrifum frá marxsinnuðum fræðimönnum, sem hæst bar á fyrstu áratugum aldarinnar og Karli Marx sjálfum. Viðhorf hans líkjast miklu fremur skoðunum þeirra, sem trúðu því, að kenning Marx væri strangvís- indaleg og þróun sögunnar lyti vísindalegum lögmálum. Þessa sér stað í nýjustu bók hans, þó ekki væri i öðru en þeirri trú, að mannlífinu sé gefinn tilgangur. „Ef menn neita því að lífið hafi nokkurn tilgang og varanlegt gildi, þá afneita þeir sjálfum sér sem siðgæðisverum." (bls. 206) Það er merkjanlegt, að Brynjólfi er illa við þá kenningu, að menn setji lífinu tilgang sjálfir. Þetta viðhorf er eðlileg afleiðing þeirrar trúar, að sagan hafi tiltekið markmið. Ég nefni þessa trú hér ekki vegna þess, að hún ráði úr- slitum um mat á bókinni Heimur rúms og tíma, heldur vegna þess að mér sýnist þessi trú vera drif- fjöðrin í heimspekiiðkunum hans. I þessari bók gerir Brynjólfur atlögu að ýmsum nýjum og forn- um ráðgátum um tímann og rúm- ið. Hann gerir grein fyrir tak- mörkuðu og almennu afstæðis- kenningunni. Hann rökræðir heimspekilegan vanda, sem af henni leiðir. Hann fjallar einnig um ráðgátur tímavitundarinnar. Þverstæður Zenóns rekur hann. Hann ieitast við að sýna fram á það í síðustu köflum bókarinnar, hvernig þessi rökræða um tímann og rúmið skýrir og varpar frekara ljósi á þær ráðgátur, sem hann hefur áður fjallað um og fyrr eru nefndar. Brynjólfur er sérkennilega sam- settur heimspekingur. I aðra röndina er hann undarlega frum- stæður og virðist lítið hafa fylgzt með fræðaiðkunum heimspekinga síðustu áratugina. En á hinn bóg- inn er hann sérkennilega nútíma- legur og fer nærri þeim niðurstöð- um, sem ræddar eru þessi árin meðal heimspekinga, en rökin hans fyrir þeim eru nokkuð sér- kennileg og hæpin. Eitt af því, sem hann hefur tam- ið sér, er að tala illa um fram- stefnumenn eða pósitívista. En hann ætti að hugsa um það tvisv- ar, því að mörgum kennisetning- um hans sjálfs svipar mjög til þess, sem framstefnumenn vilja halda fram. Ein er sú, að hugtaka- kerfið, sem við beitum til að skýra veruleikann, byggist ekki á neinni náttúrulegri flokkun hlutanna, heldur sé það kerfi af sértökum. Veruleikinn sé nokkurs konar grár samfelldur massi. Þetta má sjá víða, til dæmis á bls. 133 og 169.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.