Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
13
Maður og ráðherra
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Vilhjálmur Hjálmarsson: RAUP-
AÐ ÚR RÁÐUNEYTI. 71 bls.
Bókaútg. Þjóðsaga. Rvík, 1981.
»Við erum flest eitthvað
skrýtin ef grannt er skoðað.
Sjálfur er ég líklega stórskrýt-
inn,« segir Vilhjálmur Hjálm-
arsson, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, í þessari óvenju-
legu bók. Því óvenjulegt er það
svo sannarlega að ráðherra færi
í letur endurminningar af þessu
tagi, segi frá daglegum störfum
innanhúss í ráðuneyti sínu.
Stórir menn vilja helst tala um
eitthvað stórt, hér er hið smáa
tíundað. Myndir fylgja af sam-
starfsfólki og er þá hvorki
Sendisveinn né símastúlka und-
anskilin.
Vilhjálmur lýsir kenndum
sínum þegar að því kom, þjóð-
hátíðarárið sællar minningar,
að hann yrði tilnefndur
menntamálaráðherra: »Óljós
beygur af hinu ókunna. Hins
vegar örugg vissa: Ég var illa að
mér í nær öllum þeim greinum,
sem undir þetta ráðuneyti
heyra og skorti mjög þá al-
mennu upplýsingu, sem jafnan
er sótt í skóla og ætíð kemur sér
vel.«
Líkast til hefur Vilhjálmur
ekki verið einn um að hugsa
svona. Samt verður það að telj-
ast til meiri háttar stjórn-
kænsku af flokki hans að velja
einmitt hann — miðað við að-
stæður, stund og stað. Árin á
undan höfðu ráðherrar tíðum
verið umkringdir af náms-
mönnum í vígahug. Vilhjálmur
var manna líklegastur til að
standa það af sér — slíkum öð-
lingi væri ekki hægt að storka
nema heita minni maður! Auk
þess voru íslensk fræðslumál
komin í slíkan og þvílíkan
hrærigraut að einu gilti þó höf-
uð þeirra væri óbrenglað af
þeim dáraskap.
Vilhjálmur Hjálmarsson er
maður opinskár og einlægur.
Þeim eiginleikum eru fáir
stjórnmálamenn gæddir. Hann
Vilhjálmur Hjálmarsson
hefur sýnilega notið starfs síns
og tekist að sjá hið lífræna og
mannlega á bak við bréfastafl-
ana: »Pappírselfan innan dyra
er straumþung en oft blæ-
brigðarík og lifandi eins og lax-
veiðiá.« (Mundi vatnið einatt
vera jafn tært og korglaust í
þeirri köldukvísl?) Það sem
hann tínir til í þessari bók.sinni
mun ekki allt teljast merkilegt,
hvorki í bráð né lengd. Ekki
verður heldur sagt að hann hafi
unnið afreksverk í embætti, það
gerir enginn ráðherra við nú-
verandi aðstæður fremur en
færa fjöll úr stað. Hvatinn að
ritun þessara ráðherraminn-
inga sýnist vera mannlegur —
og aðeins mannlegur, samanber
eftirfarandi orð í formála:
»Margur hyggur að öðrum
þyki gaman að heyra um það
sem honum sjálfum hefir þótt
skemmtilegt. Ég veit að þetta er
borin von en freista þó gæfunn-
ar eins og fleiri.«
Ekki þykir mér sennilegt að
margir starfsbræður Vilhjálms
fari að dæmi hans og segi með
þessum hætti frá því sem þeir
sáu, heyrðu og sögðu meðan
þeir sátu í ráðherrastól. Að því
leytinu hygg ég að þessi bók
muni lengi verða einstök í sinni
röð. Því Vilhjálmur býr yfir
þeim sjaldgæfa hæfileika að
halda sínu mannlega andliti
þótt hann gangi inn í kerfi sem
er í eðli sínu bæði ópersónulegt
og ómanneskjulegt.
Glettnar gátur
í líflegri bók
ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni
Vöku bók, sem ber nafnið 444 gát-
ur.
Hún er eins og nafnið gefur til
kynna uppfull af gátum og þrautum
sem ætlaðar eru börnum og ungl-
ingum, en slíka bók hefur lengi
vantað á bókamarkaðinn hér á
landi.
Gátubókin er ættuð frá Poli-
tiken-forlaginu í Danmörku, en
Sigurveig Jónsdóttir, fréttamað-
ur, hefur þýtt bókina og staðfært
þannig að hún henti íslenskum
lesendum.
Á bókarkápu segir meðal ann-
ars:
Þessi bók hentar hvar sem er
og efni hennar lífgar alls staðar
upp á tilveruna. Hún er tilvalin
heima eða í skólanum, í bílnum
eða sumarbústaðnum, í garðinum
eða á ferðalaginu.
Hér er að finna nýjar og gaml-
ar gátur, langar og stuttar, léttar
og erfiðar, — en þeim er það eitt
sameiginlegt að þær eru allar
smellnar.
Sérlega skemmtilegar teikn-
ingar gefa þeim aukið gildi.
Gátubókin frá Vöku er að öllu
leyti unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf., allt frá setningu texta
til bókbands.
Skarað í arin
fslenskrar sögu
Bókmenntir
Guömundur G. Hagalín
Jón Helgason: Stóra bomban.
Útgefandi: Bókaútgáfan Örn og Ör
lygur, Reykjavík 1981.
Hér á landi hefur það lengi verið
tízka að líta ekki á annað sem fagr-
ar bókmenntir en ljóð, leikrit og
skáldsögur, og þessa mun Jón
Helgason ritstjóri og rithöfundur
lengi hafa goldið, því að ekki var
hann talinn verður hins svokallaða
skáldastyrks fyrr en komið höfðu
smásögur frá hans hendi, en þá fór
hann þegar mót venju strax í hærri
flokkinn. En áður en þetta kom til,
hafði hann skrifað sjö bækur með
þáttum úr lífi íslenzkrar alþýðu á
liðnum tíma og á ég þar auðvitað
við þáttasöfnin íslenzkt mannlíf og
Vér Islands börn, sjö bindi sem hafa
að geyma svo vel ritaðar frásagnir,
að áreiðanlega mætti úr þeim velja
tvö stór bindi, sem ég tel hiklaust
að séu fagrar bókmenntir, þó að þar
segi oft ljóta sögu íslenzkra fátækl-
inga og amakefla þjóðfélagsins. En
hvað um það, þá hefur hann nú ver-
ið kvaddur burt, en skildi eftir sig
stóra bók, sem greinir frá einhverj-
um harðskeyttustu og orðljótustu
deilum, sem orðið hafa í íslenzku
stjórnmálalífi og svo til hvert ein-
asta mannsbarn á landi hér, sem
komið var til vits og ára, fylgdist
með af miklum áhuga. En sú deila
var af því sprottin, að fyrirferðar-
mikill og með afbrigðum óvæginn
maður, Jónas Jónsson frá Hriflu,
hafði sagt hinum lærða yfirlækni,
dr. Helga Tómassyni á Kleppi, upp
embætti fyrirvaralaust, enda hafði
þá læknirinn tilkynnt ráðherranum
skýrt og skorinort að hann væri
haldinn alvarlegri geðveilu. Þar
með var stórri bombu varpað inn í
islenzkt stjórnmáiaiíf sem raunar
voru eldfim fyrir.
í bókinni Stóra bomban rekur höf-
undur rækilega aðgerðir og fram-
kvæmdir Jónasar ráðherra á valda-
stóli, áður en til þessara aðgerða
kom, og síðan skýrir hann frá
ósætti því, sem hefur orðið milli
Jónasar og allstórs hóps reykvískra
lækna. Er meginhluti bókarinnar
tilvitnanir í blöð andstæðinga og
fylgismanna ráðherrans, samvizku-
samlega saman teknar. Auðheyrt er
þó fyllilega á frásögninni, hvoru
megin bókarhöfundur stendur við
athugun málanna, og þó að hann
Jón Helgason
væri aðeins sextán ára unglingur,
þegar bombunni var varpað, hefur
hann áreiðanlega þá fylgzt ræki-
lega með í blöðum og á mannfund-
um. Hann varð svo lærisveinn Jón-
asar í Samvinnuskólanum og ævi-
langt síðan blaðamaður og ritstjóri,
lengstum við blöð Framsóknar-
manna, auk annarra ritstarfa.
Ég var fluttur til ísafjarðar, þeg-
ar bomban féll, og urðu áhrif henn-
ar mikil. Það vitnast strax í upp-
hafi. Þó gætti þeirra mest, eftir að
fréttist um för Daníels inn að
Kleppi með frávikningarbréfið
fræga, sem bar síðan Jónasi ríku-
legan ávöxt allt fram yfir alþingis-
kosningarnar 1934, þegar hann
vann sinn stærsta kosningasigur.
Allt þangað til eftir þær kosningar
lagði á leið hans bjarma frá bomb-
unni miklu.
Um mig er það að segja, að ég
þóttist vita, að hinn lærði doktor
Helgi Tómasson taldi sig við náin
kynni hafa komizt að raun um ein-
hver afbrigðileg einkenni hjá Jón-
asi ráðherra, en eftir því sem ég
þekkti bezt, urðu ein eða önnur slík
einkenni fundin á furðu mörgum og
ég undraðist það stórlega að hinir
harðskeyttu andstæðingar ráðherr-
ans skyldu vænta þess, að mikill
hluti almennings á landi hér legði
trúnað á það, að sá maður sem var
kunnúr að miklu starfsþreki, skrif-
aði fjölda greina og þeyttist fram
og aftur um landið til mannfunda,
væri geðveikur, enda varð raunin
sú, sem hér að framan greinir.
Og hvað sem svo líður því, hvern-
ig menn líta nú á þessi mál, er bók-
in næsta fróðleg þeim, sem ekki
muna þau eða þann regindyn í þjóð-
lífinu, sem þau ollu.
Nú bjóöum viö
aldeilis frábært
verö, vegna sérstakra samninga viö
hiö þekkta fyrirtæki
getum viö boöiö enn lægra verö en áöur
2ja sæta sófi á kr. 1.734.-
3ja sæta sófi á kr. 2.438.-
HAGKAUP
Skeifunni