Morgunblaðið - 02.12.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 02.12.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 NATO fær stöð á skozkri eyju hkiinborg, 1. deNember. Al*. BRETAR heimiluðu í dag gerð neyðarflugstöðvar fyrir NATO á eynni Lewis undan vesturströnd Skotlands þrátt fyrir mótmæli strangtrúaðra eyjar skeggja. George Younger Skotlandsmálaráðherra sagði að þörf væri fyrir framvarð- arstöð „á tímum spennu og ófriðar" vegna hemaðarlega mikilvægrar legu hennar. Eyjan er 2.002 ferkílómetrar og þekkt fyrir framleiðslu á tweed-efni. NATO mun standa undir mest- ákvörðun ríkisstjórnarinnar lýsti öllum kostnaðinum, fjörutíu millj- ónum punda, við að lengja flug- brautir, reisa eldsneytisgeyma og leggja eldsneytisleiðslu neðan- sjávar til núverandi flugstöðvar brezka flughersins (RAF), er kom- ið var á laggirnar fyrir 20 árum á Stornoway, þar sem stjórn eyj- unnar hefur aðsetur. Þingmenn og stjórn eyjanna undan vesturströndinni hafa mót- mælt NATO-stöðinni vegna há- vaða, sem henni muni fylgja, og röskunar á helgidagafriði, fisk- veiðum eyjaskeggjá og búskap þeirra og gelískri menningu og tungu. Donald Stewart, þingmaður eyj- anna, og annar tveggja þing- manna skozkra þjóðernissinna í Neðri málstofunni sögðu að Sprota Wagners skilað Feneyjum, .30. nóvember. Al'. TÓNSPROTA Richards Wagn- er var nýlega stolið úr safni í Feneyjum. Sprotinn, sem er úr mahóní og fílabeini, skilaði sér aftur í pósti í dag. Wagner not- aði hann er hann stjórnaði hljómleikum í Feneyjum árið 1882. „algeru skeytingarleysi um lífs- venjur og hagsmuni" hinna 30.000 íbúa undan vesturströndinni. Hann sagði að skipulögð yrði bar- átta til að koma í veg fyrir áform NATO og brezka landvarnaráðu- neytisins. Stöðin verður aðeins starfrækt sex vikur á ári á friðartímum og F-2-Tornado-flugvélar og Phant- om-þotur RAF munu nota hana til að styðja flotaaðgerðir á austan- verðu Atlantshafi og gegn hugs- anlegum loftárásum Rússa úr norðvestri. Skozku hálöndin og vestureyj- arnar eru meðal örfárra staða þar sem gelíska er enn töluð að stað- aldri. Strangar reglur munu gilda um notkun stöðvarinnar nema í neyðartilfellum. Flugumferð verð- ur ekki leyfð á sunnudögum og að- eins 20 flugferðir að næturlagi á ári. Séra Donald MacAuley, áhrifa- maður í stjórn eyjanna, sagði að krafizt yrði 10 milljóna punda í skaðabætur. Hann sagði að helm- ingi fjárins yrði varið „til að varð- veita gelíska tungu og menningu" og hinum helmingnum til að að- stoða bændur og fiskimenn. Leið- togar eyjaskeggja minnast ekki á það að talið er að NATO-stöðin muni útvega um 150 manns at- vinnu. Olíuflutningaskipið Globe Asimi strandaði utan við hafnarbæinn Klaipeda í Litháen í fyrri viku. Um 10.000 tonn af olíu láku úr skipinu en það er versta olíuslys sem orðið hefur á Eystrasalti. Svíar óttuðust að olíubrákin bærist á suðurstrendur Svíþjóðar en Sovétríkin fóru ekki fram á aðstoð Svía við hreinsun olíunnar. Eystrasalts- löndin hafa með sér samning um olíuhreinsun þegar óhöpp sem þetta eiga sér stað. Lögregla umkringir brunavarnaskólann \ arsjá, I. deNember. AF. UM 1.000 uppreisnarlögreglumenn umkringdu brunavarnarskólann í Varsjá í dag en um 320 nemendur skólans hafa verið í setuverkfalli í honum í eina viku. Sjónarvottar Hvað er sögðu að öllum götum að skólanum hefði verið lokað og sambandi við hann slitið. Nemendur krefjast um- bóta í menntamálum landsins. Fulltrúar Samstöðu sögðu að mæður margra nemenda hefðu farið fram á að lögreglan hyrfi á braut. „Við höfum alið syni okkar upp til að fórna lífi sínu fyrir aðra. Eiga þeir nú að hljóta lexíu í ofbeldi?" sagði í bréfi mæðranna til yfirvalda. Talsmaður nemendasamtak- anna í Póllandi sagði að setuverk- föllum víða um Pólland yrði hald- ið áfram. Hann sagði að nemend- urnir myndu hlýða á fyrirlestra um nútímasögu Póllands og efna- hags- og stjórnmál landsins á næstu dögum og síðan ferðast um landið og flytja verkamönnum og menntaskólanemum fyrirlestra. Dagblaðið Trybuna Ludu birti í dag lista yfir verkföllin sem nú eru í Póllandi. Tekið var fram í frétt blaðsins að hundruð mót- mælaaðgerða hefðu hafist síðan leiðtogar Samstöðu, stjórnarinnar og rómversk-kaþólsku kirkjunnar áttu fund 4. nóvember sl. Stjórnvöld hafa tilkynnt að yf- irmenn og verkstjórar eigi að veita starfskonum leyfi frá störf- um í tvo daga fyrir jólin til að draga úr matvælaskorti fyrir há- tíðina. Hver Pólverji á rétt á 3 kílóum af kjöti í desember en stjórnvöld óttast að enn sé ekki búið að afgreiða alla skömmtun- ina fyrir nóvember og þess vegna nægi kjötbirgðir landsins jafnvel ekki yfir hátíðirnar. • ámt rVV' Michael K. Deaver hlýtur greidslur Svarið er einfalt: Ijósu, fallegu ullarteppin (eða uMarblönduðu) með misbrúnum doppum kallast almennt Berber. .V •*> ’> ’•. y *4 Öllum er kunrtugt að ull Jekur flestu gsrrs fram. Við gætum þess að ahjHar-Berberteppio 'bjá okkur innihaldi á.m.k.’927 grlfiÝ af hreinni ull ■ ’ .- tiljæse aö hljóta ullargæöastimpMlnn $amkvapmt £lÞjóölegurti staðli f v» i rteynd bjöðúmn viö.éin 15 rriismunandi Utaafbrigði t Berber senf innthalda 950 — Y25Ó qr'rrv af ull. .. H Ogþað sem meetu máli skippr eröið er ótrúlega iágt og aHír eiga kost ' hagstæöum greiösluskitmálum, A * -‘«em d»*ðtnfáIW '> “ri ^' WaNhington, 1. dewember. AF. EINN af þremur helstu ráðgjöfum Fyrirsát í Belfast Bfirturt, I. de*. AP. LEYNISKYTTUR á þaki vcrzlunar byggingar skutu í dag á tvo lögreglu- menn og vörpuðu að þeim hand- sprengju og særdist annar lögreglu- maðurinn. í Belfast hófst í dag rannsókn á dauða 10 hungurfanga, sem sveltu sig í hel í Maze-fangelsi, og líkskoð- arinn neitaði að taka pólitískar ástæður til verknaöarins til greina. Líkskoðarinn sagði að aðeins ætti að ákveða dánarorsök og vísaði á bug þeirri röksemd fjölskyldu Bobby Sands, fyrsta hungurfangans, að ástæðan fyrir því hvers vegna Sands neitaði að borða ætti að hafa áhrif á niðurstöðu kviðdómsins. ms&mt ***** ERLENT Ronald Reagans Bandaríkjaforseta, Michael K. Deaver, hefur að undan- förnu hlotið greiðslur fyrir hluta í fyrirtækinu Hannaford sem hann seldi áður en Reagan tók við emb- ætti forseta. Um svipað leyti keypti Hannaford fyrirtæki sem Richard Allen öryggismálaráðgjafi Reagans veitti forstöðu. Allen er nú í leyfi frá störfum vegna peninga sem hann þáði af japönskum blaðamanni eftir að Iteagan varð forseti. Hannaford-fyrirtækið og fyrra fyrirtæki Allens taka að sér að annast þrýstistarfsemi í banda- ríska þinginu fyrir erlend ríki, hagsmunahópa og fyrirtæki. Starfsemi þess hefur margfaldast síðan Reagan tók við völdum. Deaver átti 40% í Hannaford. Hann vildi ekki tjá sig um greiðsl- urnar á mánudag en í skýrslu sem hann gaf um fjármál sín í febrúar sagði að greiðslurnar yrðu ekki meiri en 50.000 dalir. Heimildir herma að Deaver vilji að Allen segi af sér störfum í Hvíta húsinu vegna fyrri tengsla hans við fyrir- tækið sem Hannaford keypti. Hannaford rekur t.d. erindi stjórnarinnar í Taiwan og Guate- mala í Washington og óttast Deaver að staða Allens í Hvíta húsinu og tengsl hans við fyrir- tækið fari ekki saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.