Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Níu drukknuðu
MirLshals, 1. desember. AF.
ÞRÍR fiskimenn og sex björg-
unarliðar, sem reyndu að
bjarga þeim, drukknuðu í stór-
sjó rétt hjá Hirtshals. Atburð-
urinn sást úr landi.
Veður
víða um heim
Akureyri 8 skýjaó
Amsterdam 8 regn
Aþena 15 heiðskirt
Barcelona 18skýjaó
Berlin 2 regn
Brussel 9 skýjaó
Chicago 4 regn
Oenpasar vantar
Dyflinni 12 skýjaó
Feneyjar 4 þokumóóa
Frankfurt 6 regn
Færeyjar 7 skýjaó
Genf 5 regn
Helsinki 4 vantar
Hong Kong 18 skýjað
Jerúsalem 16 heiðskírt
Jóhannesarborg 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Kairó 24 heiðskirt
Las Palmas 20 léttskýjaö
Lissabon 18 heiðskírt
London 7 skýjaö
Los Angeles 19 heiðskírt
Madrid 17 heiðskirt
Malaga 19 heiðskírt
Mallorka 18 léttskýjað
Mexikó 23 skýjað
Miami 26 skýjað
Moskva -2 heiðskirt
New York 6 skýjað
Nýja Delhí 23 heiöskírt
Osló -1 heiðskirt
París . 12 skýjað
Perth vantar
Reykjavik 8 skýjað
Ríó de Janeiro 35 skýjað
Rómaborg 13 heiðskirt
San Francisco 14 skýjað
Stokkhólmur 2 snjókoma
Sydney vantar
Tel Aviv 21 heiöskirt
Tokýó 8 skýjaö
Vancouver 7 regn
Vinarborg 4 skýjað
AF-símamynd.
Nitze og Kvitsinsky, formenn bandarísku og sovézku samninganefndanna um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar
í Evrópu komu í annað sinn til fundar í Genf í gær og var myndin tekin áður en sest var að samningaborðinu.
René forseti vill fá
málaliðana afhenta
Victoria, Seychelles-eyjum. 1. desember. AF.
FRANCE Albert René forseti skoraði
í dag, þriðjudag, á SuðurAfríku að
afhenda málaliðana 44, sem stóðu að
hinni misheppnuðu byltingartilraun á
Seychelles-eyjum, og sakaði James
Mancham fyrrum forseta um að hafa
verið viðriðinn samsærið. Forsetinn
hefur beðið Einingarsamtök Afríku
(OAU) um að styðja þessa málaieitan.
René sagði í útvarpsávarpi til
þjóðarinnar að stjórn hans mundi
trúa staðhæfingum Suður-Afríku-
manna að þeir hefðu hvergi komið
nálægt árásinni, ef þeir afhentu
málaliðana svo að réttarhöld gætu
farið fram fyrir alþjóðlegum
dómstóli, skipuðum af SÞ.
Forsetinn kvað fyrir liggja sann-
anir um að Mancham, sem René
steypti af stóli 1977, væri viðriðinn
árás málaliðanna. Meðal annars
hefði farið fram rannsókn á hljóð-
ritunum, sem málaliðarnir reyndu
að brenna áður en þeir flúðu, en
öryggissveitir komust yfir. René
sagði að útvarpa hefði átt þessum
hljóðritunum til þjóðarinnar ef
byltingartilraunin hefði heppnazt.
Mancham, sem nú býr í London,
sagði, að hreyfing sem kallaði sig
Byltingarhreyfinguna, hefði beðið
sig að styðja byltinguna, en hann
hefði aldrei áður heyrt slíka hreyf-
ingu nefnda á nafn og vildi vita
meira um hana áður en hann tæki
ákvörðun.
I London sagði talsmaður hreyf-
íranir hafa í hótunum við íraka
Bcirút, I. desember. AF.
ALI AKBAR Rafsanjani, forseti ír
anska þingsins, hótaði herliðum ír
aka bráðum dauðdaga í íran í ræðu í
dag ef það hefði sig ekki á brott frá
íran hið skjótasta. Rafsanjani sagði
að herliðin ættu engra annarra úr
kosta völ en snúa heim og beita
vopnum sínum gegn Saddam Huss-
ein, forseta og leiðtogum Baath-
flokksins, ef þau vildu ekki láta lífið
í íran. Leiðtogar írans hafa oft áður
látið í Ijós áhuga á stjórnarbyltingu í
írak.
Rafsanjani flutti ræðu sína
tveimur dögum eftir að íranir
lýstu yfir miklum sigri í bardög-
um gegn írökum í suðvesturhluta
landsins. Iranir sögðust hafa
hrakið íraka út úr Bostan. írakar
neita því. Rafsanjani sagði: „Blóð
íraka litar vígvöllinn í Bostan.
Það er ekkert gleðiefni fyrir
okkur. En þetta er þó síðasta við-
vörunin sem við gefum írökum og
stuðningsmönnum þeirra á svæð-
inu.“
Hann átti við íhaldssamari
araba-ríki við Persaflóa sem hafa
stutt írak síðan stríðið milli land-
anna hófst fyrir 14 mánuðum þeg-
ar írakar réðust inn í íran.
Skotsveitir Khomeinis erki-
klerks tóku 30 meðlimi Muja-
hedeen Khalq-hreyfingarinnar af
lífi í dag. Þar á meðal voru fimm
konur. Irönsk stjórnvöld segjast
hafa líflátið 1615 manns síðan í
júní, en stjórnarandstaðan full-
yrðir að sú tala sé nær 3000.
ingarinnar að hún bæri ábyrgðina á
byltingartilrauninni og að önnur
tilraun yrði gerð. Samtökin segja að
auðugir Seychelles-búar í útlegð,
sem væru andvígir sósíalistastefnu
Renés, hefðu staðið straum af
kostnaði við byltingartilraunina.
Rúmlega 1.000 skemmtiferða-
menn eru enn strandaglópar á
Seychelles-eyjum og enn bendir
ekkert til þess hvenær þeir fá að
fara. í þeim hópi eru sendiherra
Bandaríkjanna í Kenya, William C.
Harrop, og kona hans. Útgöngu-
bann hefur verið stytt.
Jafnframt hefur indverska flug-
félagið vísað á bug þeirri frétt Jó-
hannesarborgar-blaðsins „Star" að
flugmaður félagsins hafi samþykkt
þá beiðni málaliðaleiðtogans
Michael („Brjálaða Mikes") Hoares
ofursta að fljúga með málaliðana
frá Seychelles-eyjum áður en
Boeing 707-flugvél hans lenti þar.
Blaðið segir þetta koma fram í
flugrita og hefur eftir áreiðanleg-
um heimildum að flugstjórinn hafi
orðið að lenda á Point Larue-
flugvelli vegna eldsneytisskorts.
Þotan lenti eftir að málaliðarnir
náðu yfirráðum yfir flugvellinum.
Blaðið segir að 51 maður hafi ver-
ið viðriðinn samsærið og fimm
menn hafi orðið eftir á eyjunum.
Blaðið segir einnig að annar hópur
málaliða hafi verið viðbúinn að
fljúga til Seychelles-eyja, en hætt
við það þegar fréttir bárust af bar-
dögunum á flugvellinum.
Natalie Wood
Áfengismagn mældist
í blóði Natalie Woods
Los Angeles, 1. des. AF.
NATALIE WOOD reiddist vegna
rifrildis milli eiginmanns hennar,
Robert Wagners, og leikarans
Christopher Walkens, fór burt í
fússi af snekkju Wagners og virðist
hafa dottið í sjóinn þegar hún
reyndi að fara um borð í gúmbát, að
sögn líkskoðarans, Thomas Nog-
uchi.
Hann sagði að hún hefði neytt
áfengis áður en hún drukknaði.
Áfengjsmagnið í blóði hennar
mældist rúmlega það sem telst
ólöglegt við akstur bifreiða (það
mældist 0,14%, en leyfilegt magn
er 0,10%). Þótt Noguchi segði að
hann hefði ekki talið hana
drukkna sagði hann áfengismagn-
ið í blóðinu samsvara því að hún
hefði drukkið sjö eða átta vínglös
með kvöldverðinum.
Hann kvað það styðja kenning-
una um slys að festar bátsins
höfðu verið leystar og frú Wood
var með rispu á kinninni er benti
til þess að hún hefði dottið og rek-
ið höfuðið í snekkjuna eða bátinn.
Ekki hefur verið skýrt hvernig
leikkonan gat laumazt frá snekkj-
unni án þess að tekið væri eftir
því og að því er virðist þrátt fyrir
yfirlýsta vatnshræðslu hennar.
„Ég kann dálítið að synda, en ég
er hrædd við djúpt vatn,“ sagði
hún nýlega í viðtali við New
York-blaðið Daily News.
Enginn um borð í snekkjunni,
„Splendour", heyrði utanborðs-
mótorinn ræstan. Þegar báturinn
fannst var mótorinn ekki í gangi.
Báturinn var óskemmdur.
Natalie Wood var nýkomin um
borð í „Splendour“ á laugar-
dagskvöld eftir kvöldverð með
Robert Wagner eiginmanni sín-
um, leikaranum Christopher
Walken, sem Wood hafði leikið
með í nýrri kvikmynd, „Brain-
storm“, og skipstjóranum á
„Splendour".
MGM framleiðir kvikmyndina
og kvikmyndatakan átti að standa
yfir í 12 vikur. Kvikmyndatökunni
átti að ljúka eftir tvær vikur. Tal-
ið er hugsanlegt að takast megi að
ljúka gerð myndarinnar.
Robert Wagner hefur forðazt
fréttamenn síðan atburðurinn
gerðist og vill ekkert um hann
segja. Wagner-hjónin voru öllum
stundum í snekkjunni í leyfum
sínum. Þegar þau giftust öðru
.sinni fór hjónavígslan fram um
borð í skipi.
15
iÆM
Halnarstræti 16
Laugavegur 30
Partnerbuxurnar
fást nú í fleiri sniöum í
fallegum vetrar- og jóla-
litum. Einnig er mikiö úr-
val af öörum vörum. Allt
á góöu verði.
Borgaðu ekki meira ...
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
GOOLE:
Arnarfell 14/12
Arnarfell 11/01/’82
Arnarfell 25/01/’82
ROTTERDAM:
Arnarfell 2/12
Arnarfell 16/12
Arnarfell 13/01/’82
Arnarfell 27/01/'82
ANTWERPEN:
Arnarfell 3/12
Arnarfell 17/12
Arnarfell 14/01/'82
Arnarfell 28/01/'82
HAMBORG:
Helgafell 7/12
Helgafell 23/12
Helgafell 13/01/’82
Helgafell 29/01/’82
HELSINKI:
Dísarfell 23/12
Dísarfell 29/01/'82
GLOUCESTER , MASS:
Skaftafell 2/12
Jökulfell 12/12
Skaftafell 6/01/'82
LARVIK:
Hvassafell 14/12
Hvassafell 4/01/'82
Hvassafell 18/01/’82
GAUTABORG:
Hvassafell 15/12
Hvassafell .. 5/01/’82
Hvassafell 19/01/’82
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell 16/12
Hvassafell 6/01/’82
Hvassafell 20/01/’82
SVENDBORG:
Helgafell 9/12
Hvassafell 17/12
Helgafell 24/12
Dísarfell 29/12
Hvassafell 4/01/’82
Helgafell 14/01/’82
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell 4/12
Jökulfell 15/12
Skaftafell 8/01/’82
m
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101