Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Útgefandi mltÍfifeUt hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Að loknu prófkjöri
Nú hafa 5917 sjálfstæðismenn valið fólk til setu á lista Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Tæplega
65% þeirra, sem rétt höfðu til að ákveða skipan listans, neyttu þess
réttar og sex efstu menn í prófkjörinu hlutu meira en 50% greiddra
atkvæða. Þessi kosningaþátttaka og stuðningur meira en helmings kjós-
enda við einstaka framþjóðendur leiðir til þess, að prófkjörið er bind-
andi fyrir þessi efstu sæti. Miðað við áform vinstri meirihlutans um
fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík mun að líkindum þurfa 11 manna
sveit til að mynda meirihluta í borgarstjórninni að kosningum loknum í
vor, svo að til þess fjölda er eðlilegt að líta, þegar metin eru úrslitin í
prófkjöri sjálfstæðismanna. Með hliðsjón af umræðum um sérstakan
kvennalista í borginni, sem ætlað verði að höggva inn í raðir sem flestra
stjórnmálaflokka, má segja, að æskilegt hefði verið, að fleiri konur væru
í 11 efstu sætunum. Þær eru tvær samkvæmt úrslitum prófkjörsins,
Ingibjörg Rafnar og Hulda Valtýsdóttir, en í 12. og 13. sæti eru þær Jóna
Gróa Sigurðardóttir og Margrét Einarsdóttir.
Eins og margsinnis hefur verið sagt, velur borgarstjórnarflokkur
sjálfstæðismanna borgarstjóraefni flokksins, prófkjörið er ekki afger-
andi í því efni, en úrslit þess hljóta að sjálfsögðu að verða höfð þar til
hliðsjónar eins og við endanlega skipan framboðslistans. Davíð Oddsson
var vorið 1980 valinn oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykja-
víkur, þátttakendur í prófkjörinu hafa nú staðfest þá ákvörðun borgar-
fulltrúanna með því að velja Davíð í efsta sætið á framboðslistanum.
Sigur Davíðs Oddssonar í prófkjörinu sýnir, að hann er ótrauður bar-
áttumaður, sem hefur byrinn með sér. Skipan næstu þriggja sæta, þar
sem þeir eru Markús Örn Antonsson, Albert Guðmundsson og Magnús
L. Sveinsson, má einnig líta á sem traustsyfirlýsingu við störf sjálfstæð:
imanna í borgarstjórninni á þessu erfiða kjörtímabili fyrir flokkinn. í
fimmta sætinu er Ingibjörg Rafnar, sem má vel við úrslitin í þessu
prófkjöri una. í sjötta sætinu er svo Páll Gíslason og er kjör hans enn
viðurkenning fyrir fráfarandi borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna.
Prófkjör minna töluvert á prestskosningar að því leyti, að þar er
tekist á um menn, sem berjast fyrir sama málstað. Kappsfullir stuðn-
ingsmenn vilja því oftar en góðu hófi gegnir slá sínum 'frambjóðanda
upp á kostnað persónu þess, sem hann keppir við. Engir hafa talið
brýnna en reynsluríkir höfðingjar kirkjunnar að leggja prestskosningar
niður, þær komi illu af stað, fæli menn frá því að leggja fyrir sig
prestsstörf og hafi almennt skaðvænleg áhrif. Ýmsir þeir, sem hafa
mikla reynslu af stjórnmálastarfi, telja, að prófkjör hafi ekki verið
stjórnmálabaráttunni til framdráttar. Þau rök skulu ekki tíunduð hér,
og hvað sem þessu líður hafa prestskosningar ekki verið lagðar niður og
áhugi á prófkjörum er mikill meðal almennings. Til marks um þann
áhuga má nefna, að tvö þúsund manns gengu í Sjálfstæðisflokkinn fyrir
prófkjörið nú vegna breyttra reglna um kosningarétt og má flokkurinn
vel við það una.
HiÖ „vélræna
flokkseinræði“
Vinstri meirihlutamönnum í Reykjavík hafa verið mjög mislagðar
hendur við stjórn borgarinnar og greinilegt er, að taugaveiklunin
magnast nú í herbúðum þeirra. Sigurjón Pétursson, forseti borgar-
stjórnar og forystumaður Alþýðubandalagsins, á einkum í vök að verj-
ast. Öllum Reykvíkingum er ljóst, að hann vill aðför að eignarrétti
borgarbúa og svipta þá umráðarétti yfir íbúðum sínum, sem búa í „of
stóru" húsnæði. Sigurjón Pétursson ritar grein í Þjóðviljann á sunnu-
daginn, sem ber yfirskriftina „vélrænt flokkseinræði íhaldsins var af-
nurnið". Fyrirsögnin og greinin öll er einkar góð staðfesting á því, hve
áberandi mistökin eru hjá forvígismönnum vinstri meirihlutans.
Raunar kemur það ekki sérstaklega á óvart, að forystumanni Alþýðu-
bandalagsins í borgarstjórn sé „vélrænt flokkseinræði" ofarlega í huga,
þegar hann veltir vöngum um borgarmálefni. Hann hefur vafalaust
tekið mið af eigin stöðu, því að staðreynd er, að undir forsæti Sigurjóns
Péturssonar hafa með öllu rofnað þau tengsl milli stjórnenda Reykja-
víkur og borgarbúa, sem stofnað var til af sjálfstæðismönnum og þeir
hafa haldið áfram að rækta í minnihluta. í þessu sambandi ber hæst
hverfafundina svonefndu, sem fyrst var efnt til af Geir Hallgrímssyni
og haldið hefur verið áfram undir forystu þeirra Birgis ísl. Gunnarsson-
ar og Davíðs Oddssonar.
Útitaflið við Lækjartorg er ekki aðeins minnisvarði um lélega fjár-
málastjórn undir forystu vinstri meirihlutans í Reykjavík — þar sem
kostnaður hækkar um 600% umfram áætlun — það er einnig minnis-
varði um þá lítilsvirðingu, sem vinstri menn bera fyrir almennum vilja
borgarbúa. Segja má, að við framkvæmd þess máls hafi ráðið „vélrænt
flokkseinræði" kommúnista, sem taka hvorki mið af vilja borgaranna né
gjaldþoli opinberra sjóða. Og það er svo til marks um tvískinnung
Sigurjóns Péturssonar, að hann skuli í svari við spurningu Morgun-
blaðsins um útitaflið, nú þegar öll kurl eru að komast til grafar, leyfa
sér að segja, að hann hefði ekki látið ráðast í framkvæmdirnar við það,
ef hann hefði vitað, að þær kostuðu 1,9 milljónir króna.
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík:
Fimm konur í fímr
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til
borgarstjórnar í Reykjavík hlutu 6 fram-
bjóðendur bindandi kosningu þar sem
þeir hlutu yfir 50% atkvæða, en það er
kjörnefndar að skipa endanlega í önnur
Endanleg úrslit í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins urðu sem hér
segir: Davíð Oddsson 3948 atkvæði
eða 66,7%, Markús Örn Antonsson
með 3925 atkvæði eða 66,3%, Al-
bert Guðmundsson með 3842 at-
kvæði eða 64,9%, Magnús L.
Sveinsson með 3290 atkvæði eða
56,6%, Ingibjörg Rafnar með 3124
atkvæði eða 52,7%, Páll Gíslason
með 3096 atkvæði eða 52,3%, Sig-
urjón Fjeldsted með 2897 atkvæði
eða 48,9%, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson með 2832 atkvæði eða
47,8%, Hilmar Guðlaugsson með
2695 atkvæði eða 45,5%, Hulda
Valtýsdóttir með 2667 atkvæði eða
45,0%, Ragnar Júlíusson með 2494
atkvæði eða 42,1% og Jóna Gróa
Sigurðardóttir með 2246 atkvæði
sæti lista sjálfstæðismanna fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar, en á Jieim lista
verða alls 42 frambjóðendur. I prófkjöri
sjálfstæðismanna nú urðu 5 konur í 15
efstu sætum.
hlaut 9305 atkvæði eða 85,9%,
Ólafur B. Thors hlaut 7755 at-
kvæði eða 71,6%, Albert Guð-
mundsson hlaut 7559 atkvæði eða
69,8%, Davíð Oddsson hlaut 6628
atkvæði eða 61,2%, Magnús L.
Sveinsson hlaut 5884 atkvæði eða
54,3%, Páll Gíslason hlaut 5881
atkvæði eða 54,3%, Markús Örn
Antonsson hlaut 5650 atkvæði eða
52,2% og hlutu þeir bindandi
kosningu. í 8. sæti varð Elín
Pálmadóttir með 4690 atkvæði eða
43,3%, Sigurjón Fjelsted hlaut
4336 atkvæði eða 40%, Ragnar
Júiíusson hlaut 4239 atkvæði eða
39,1 %, Hilmar Guðlaugsson hlaut
3490 atkvæði eða 32,2% og Bessí
Jóhannsdóttir hlaut 3471 atkvæði
eða 32% atkvæða.
eða 37,9%. í 13. sæti varð Margrét
S. Einarsdóttir með 2135 atkvæði,
í 14. sæti varð Júlíus Hafstein með
2116 atkvæði og í 15. sæti varð
Erna Ragnarsdóttir með 1978 at-
kvæði. í næstu 7 sætum urðu Sig-
ríður Ásgeirsdóttir, Sveinn
Björnsson, kaupmaður, Þórir Lár-
usson, Árni Bergur Eiríksson,
Sveinn Björnsson verkfræðingur,
Anna K. Jónsdóttir og Anders
Hansen.
I marzbyrjun 1978 var síðast
prófkjör til borgarstjórnarkosn-
inga hjá Sjálfstæðisflokknum. Það
var opið prófkjör og þátttaka því
nokkru meiri en nú. Úrslit þá urðu
sem hér segir:
Birgir Isleifur Gunnarsson
Davíð Oddsson:
„Lít á úrslitin sem mikla
hvatningu til mín“
„Ég er mjög ánægður með þessi
úrslit prófkjörsins og er mjög glaður
yfir mínum hlut í því, enda tel ég
miðað við allar aðstæður að niður
staða prófkjörsins sé traustsyfirlýs-
ing á mig sem formann borgar
stjórnarflokks sjálfstæðismanna,"
sagði Davíð Oddsson sem hlaut flest
atkvæði i prófkjöri sjálfstæðismanna
til borgarstjórnar.
„Ég lít á þessi úrslit sem mikla
hvatningu til mín að leiða barátt-
una gegn vinstri öflunum sem
hersitja borgarstjórn Reykjavík-
ur. Menn verða að athuga að það
er mikill atburður þegar um 6000
flokksbundnir menn koma saman
til þess að hafa áhrif á skipan
framboðslista flokksins. Slíkt hef-
ur aldrei gerst áður í sögunni.
Menn hljóta að taka verulegt mið
af ákvörðun þessa stóra hóps
sjálfstæðismanna og ég trúi ekki
að nokkur sjálfstæðismaður
treysti sér til þess að varpa rýrð á
ákvörðun þessa fólks.
Ég er mjög ánægður með það að
sjálfstæðisfólk virðist treysta
mjög vel ungu fólki til forystu-
starfa í borgarstjórn eins og sézt
t.d. ekki sízt á þeim góða hlut sem
við Markús Örn og Ingibjörg hlut-
um um leið og ég tel jafnframt
mjög nauðsynlegt að hafa kjöl-
festu á framboðslistanum og því
tel ég hlut Alberts Guðmundsson-
ar, Magnúsar L. Sveinssonar og
Páls Gíslasonar einnig mjög góð-
an. Ég tel að þetta sé mjög góður
kjarni til þess að hafa forystu í
kosningaslagnum í vor og störfum
í borgarstjórn næstu 4 árin. Þetta
prófkjör hefur því aukið mér
bjartsýni."
Blaðamaður spurði Davíð um
álit á auknum auglýsingum í
prófkjörsbaráttunni.
„Það að undirbúningurinn hefur
farið meira fram á sviði auglýs-
inga kostar töluvert fé og það er
áríðandi í sambandi við prófkjör í
framtíðinni, ef þau verða áfram,
að þess sé gætt að stilla auglýsing-
um í hóf, því það getur þýtt mis-
munun og þrengt kost þeirra sem
minni fjárráð hafa en ég tel að nú
sé enginn skaði skeður.“
Davíð sagðist vilja undirstrika
það að prófkjörið hefði í megin-
atriðum farið vel fram. „Úrslit eru
fengin," sagði hann, „og þeir sem
tóku þátt í því munu una því, þar
sem þeir hefðu ekki ella tekið þátt
í prófkjörinu. Nú er að snúa bök-
um saman og ganga fast og ákveð-
ið fram gegn sameiginlegum óvini,
Davíð Oddsson
vinstri öflunum í borgarstjórn
Reykjavíkur, og ég er sannfærður
um það að það er í þágu allflestra
Reykvíkinga og Reykjavíkurborg-
ar að þeirra meirihlutastjórn, ef
svo má kalla hana, verði hrundið
við fyrsta tækifæri."
• •
Markús Orn Antonsson:
„Er enn fylgjandi
opnum prófkjörum“
í FYRSTA lagi er ég ákaflega
ánægður með árangurinn í prófkjör
inu og flyt þakkir til allra sem hafa
stutt mig, ég met mikils að þessi
úrslit sýna mér traust fólks á
grundvelli þeirra starfa sem ég hef
unnið að í borgarstjórn," sagði
Markús Orn Antonsson í samtali við
Mbl. í gærkvöldi.
„I heild sýnist mér að þessi listi
verði sterkur framboðslisti, því
úrslit prófkjörsins eru góður efni-
viður fyrir kjörnefndina. í heild-
ina er þetta ánægjulegt að mínu
mati, en miðað við prófkjörsregl-
urnar, sem giltu nú, er þátttakan
ekki ósvipuð því sem kunnugir
menn í flokksstarfinu gerðu ráð
fyrir, en ég var andvígur þreng-
ingu reglna í prófkjörinu og er enn
sömu skoðunar, því ég er fylgjandi
opnum prófkjörum."
Markús Örn sagði aðspurður um
þróun auglýsinga í prófkjörum, að
hann teldi að stilla ætti slíku í hóf
og gæta þess að það færi ekki út í
Markús Örn Antonsson
öfgar. „í heild finnst mér of langt
gengið í þessum efnum," sagði
hann, „hvað næst?, spyr maður.“