Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 17

Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 17 sætum ntán efetu Albert Guðmundsson: „Vona ad fólk standi vel að baki lista Sjálfetæðis- flokksins í vor“ „ÞESSI úrslit eru frábær árangur minna stuðningsmanna sem unnu vel og drengilega í þessu prófkjöri og ég er þeim ákaflega þakklátur, ég hafði ekki tíma til þess að standa í prófkjörsbaráttunni vegna anna við dagleg störf og ég vildi einnig láta reyna á það hvort flokksbundnir sjálfstæðismenn myndu hafna mér sem slíkum,“ sagði Albert Guð- mundsson í samtali við Mbl. í gærkvöldi að loknu prófkjöri til borgarstjórnar. „Eins og fram hefur komið,“ sagði Albert, „lít ég þannig á að það hafi verið mistök að loka prófkjörinu og það hefur að mínu mati jafnvel hrint ágætasta sjálfstæðisfólki frá flokknum, en ég vona að það sé aðeins tíma- bundið og að þetta fólk eftir nokkra umhugsun standi vel að baki þeim lista Sjálfstæðisflokks- ins sem settur verður fram í kosn- ingunum í vor. Sjálfur er ég afar óhress með það að finna ávallt sömu öflin inn- an Sjálfstæðisflokksins starfa gegn mínum framboðum, því ég hef ávallt orðið var við harða and- stöðu sterkra aðila í flokknum í öllum prófkjörum sem ég hef tekið þátt í, til Alþingis, borgarstjórnar og í forsetakosningunum. Þessi öfl hafa gert framboð mitt erfiðara en eðlilegt er miðað við þau störf Albert Guðmundsson sem ég hef unnið fyrir flokkinn og fyrir Reykjavík almennt. Hins vegar er ég ákaflega ánægður með frábæra útkomu í þessu prófkjöri hafandi þetta í huga, finnandi að fólkið sem styð- ur mig er orðið jafn fjölmennt og þau öfl sem hafa reynt að bregða fyrir mig fæti. Það sem ég tel vera hvað stór- skemmtilegast við þetta prófkjör er það, að ungir sjálfstæðismenn töldu það vera frambjóðanda sín- um til framdráttar að nota mynd af Gunnari Thoroddsen í bæklingi til atkvæðasmölunar fyrir ungan borgarstjóra og jafnframt birtu þeir ummæli höfð eftir mér, en slitin úr samhengi, frá því er ég kvaddi Birgi Isleif sem formann borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna. Við Gunnar Thoroddsen vorum taldir nógu góðir af þessu fólki til þess að auka atkvæðamagn Dav- íðs, og ef til vill er það svo, að notkun ummæla minna í heimild- arleysi og mynd af Gunnari Thoroddsen sem ungum borgar- stjóra hafi riðið baggamuninn fyrir Davíð og það er þá gott að hann geri sér grein fyrir því. Eg vona að ungir sjálfstæðismenn sýni það í verki með stuðningi við Gunnar Thoroddsen á móti.“ Blaðamaður spurði Albert hvað hann vildi segja um þá þróun í prófkjörum að auglýsingar skipa æ meira rúm í baráttunni. „Ég bað mína stuðningsmenn að nota ekki dreifimiða, né fara í glansmyndasamkeppni, þetta er að fara úr öllum eðlilegum bönd- um, því ég tel að frekar eigi að meta menn af verkum en mynd- um. Annars tel ég þetta lítið prófkjör raunverulega. Það er val- ið úr hópi 30 manna, en á listanum eiga að vera 42, því hefði þurft að velja úr hópi 80—100 manna. Þrjár ágætar konur koma hins vegar sterkar út úr prófkjörinu, Ingibjörg Rafnar, Hulda Valtýs- dóttir og Jóna Gróa Sigurðardótt- ir. Þetta eru allt mjög frambæri- legar konur sem hægt er að binda vonir við og gera kröfur til. Ég mun nú skoða í rólegheitum niðurstöðu prófkjörsins áður en ég læt nokkuð frekar hafa eftir mér um framtíðina." Hulda Valtýsdóttir: Hefði viljað að þátt- ur kvenna yrði meiri í prófkjörinu „ÉG HLÝT að þakka þann stuðning, sem ég hef fengið í þessu prófkjöri og kem hér með því þakklæti á framfæri. Hins vegar veldur það mér nokkrum vonbrigðum að ekki eru fleiri konur í hópnum. Þess ber þó að geta að á síðasta kjörtímabili var engin kona fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn, þótt við ættum góðar konur í varasætum," sagði Hulda Valtýsdóttir, sem hlaut 10. sætið í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Hverjar telur þú ástæðurnar fyrir því að svo fáar konur voru í hópnum? „Ástæðurnar fyrir því, að þarna eru ekki fleiri konur, eru sjálfsagt margar og erfitt að gera sér grein fyrir þeim, ein þeirra er ef til vill sú, að sjálfstæðisfólk gerir sér ekki ljóst að svara þurfi þeirri kröfu tímans, að þáttur kvenna í opinberum störfum verði meiri og þá sérstaklega þar sem mikilvæg- ar ákvarðanir eru teknar, sem hafa mikla þýðingu fyrir stóra hópa þjóðfélagsins. Á vettvangi stjórnmálaflokka er verið að fjalla um röðun framkvæmda, skiptingu fjármagns, um það hver skuli vera áherzluatriði og um það hver séu hin raunverulegu lífsgæði, hinn mannlega þátt í allri sinni fjöl- breytni. Þetta eru mál, sem varða alla, og því skyldu konur, sem eru helmingur kjósenda, ekki eiga að leggja þar orð í belg til jafns við karla. Þegar til kastanna kemur berum við öll ábyrgð á þjóðfélagi okkar. Ef til vill má segja að þessi nýju viðhorf varðandi þátttöku kvenna í opinberum störfum séu ekki nógu ítarlega rædd í félaga- samtökum innan Sjálfstæðis- flokksins. Þau hafa vissulega verið mjög ofarlega á baugi innan Hvat- ar, Félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og einnig innan Land- sambands sjálfstæðiskvenna. Þar hafa farið fram líflegar umræður og ráðstafanir verið gerðar til að efla pólitíska vitund kvenna innan þessara félaga. Hins vegar teldi ég nauðsynlegt að flokksforystan ætti frumkvæði að umræðum um þessi mál og kæmi óskum um þær á framfæri við félagasamtök inn- an flokksins. Hvetti bæði konur og karla til að bera þar fram sín sjónarmið og ræða um þau. Það held ég að yrði Sjálfstæðisflokkn- um til heilla." Telur þú að sérstakur kvenna- listi sé konum hagstæðari í þess- ari barát^u? „Varðandi kvennalistann, sem hér er verið að undirbúa í Reykja- vík, get ég sagt, að ég er slíku ekki fylgjandi. Mér finnst „kvennalist- inn“ vera stefnulaus tímaskekkja Hulda Valtýsdóttir og sé ekki að hvaða gagni hann geti orðið fyrir pólitískan fram- gang kvenna, hann mun frekar sundra en sameina. Sé sérstakrar kvennahreyfingar þörf, tel ég að hún sé betur sett innan vébanda stjórnmálaflokkanna." Hvernig lízt þér á borgarstjórn- arkosningarnar í vor? „Ég er bjartsýn á það, að borg- arstjórnarkosningarnar í vor verði Sjálfstæðisflokknum í vil, hann nái aftur þeim meirihluta, sem hann missti við siðustu kosn- ingar. Við höfum orðið vitni að því á þessu kjörtímabili, að spárnar um glundroða í stjórn núverandi meirihluta voru orð að sönnu. Reykjavík hefur sett niður þessi síðustu ár, á fjölmörgum sviðum er þrengt að hag borgarbúa. Ein- huga sjálfstæðismenn munu ná beztum árangri við að rétta hlut Reykjavíkur og kippa því í lag, sem úrskeiðis hefur farið," sagði Hulda. Ljósm. Mbl. Kinilía. Það var mikið verk að telja í prófkjöri. Merkingar á kjörseðlum voru frá 8 og upp í 12. Hér er einn kjörkassinn tæmdur. Ingibjörg Rafnar: Ánægjulegt að af 3 nýliðum á þessum lista séu 2 konur „ÉG ER ánægð með þann stuðn- ing sem ég persónulega hef fengið í þessu prófkjöri og tel að hann sýni eindreginn vilja sjálfstæð- ismanna til þess að það sé kona í forystuliði sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Ég er einnig ánægð með úrslitin í heild, nema hvað ég hefði viljað sjá hlut kvenna stærri en raun ber vitni,“ sagði Ingibjörg Rafnar, sem hlaut 5. sætið í ný- afstöðnu prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. „Augu manna eru að opnast fyrir því, að konur eiga ekki síð- ur erindi inn í stjórnmál en karlar með aukinni menntun og starfsreynslu, og svo býst ég við því, að kvennaframboðið hér í Reykjavík hafi á einhvern hátt sýnt kjósendum það, að við yrð- um að svara kalli tímans og það hafi haft áhrif á kosningu mína. Á hinn bóginn finnst mér, eins og þetta kvennaframboð kemur mér fyrir sjónir, að það sé hrein rökleysa, því ég get ekki séð, að þverpólitískur listi eigi erindi inn í pólitískar kosningar og það hlýtur að vera erfitt að setja saman stefnuskrá, sem konur úr öllum flokkum eiga að geta sam- einazt um og enn erfiðara að framfylgja slíkri stefnuskrá. Því hefur það alltaf verið sjónarmið okkar sjálfstæðiskvenna að kon- ur eigi að hasla sér völl innan eigin flokka og reyna að gera hlut sinn þar sem mestan. Ég hef á hinn bóginn engar algildar skýringar á því, hvers vegna hlutur annarra kvenna varð ekki meiri í þessu próf- kjöri, en það er til þess að líta, sem ég held að skipti mjög miklu máli, að nú gáfu 5 núver- andi borgarfulltrúar, sem allir eru karlar, kost á sér í þessu prófkjöri og auk þess eru 4 vara- borgarfulltrúar meðal 12 efstu í prófkjörinu og þeir hafa vissu- lega talsvert forskot á nýja frambjóðendur. Af þeim þrem- ur, sem nýir eru í borgarpólitík- inni og eru í þessum hóp, eru 2 konur og það fihnst mér benda til þess að fólk vilji aukinn þátt kvenna í pólitíkinni." Hverja telur þú möguleika Sjálfstæðisflokksins í væntan- legum borgarstjórnarkosning- um? „Ég er bjartsýn á það að Sjálfstæðisflokkurinn nái aftur meirihluta innan borgarstjórn- arinnar, bæði þegar litið er til Ingibjörg Rafnar dugleysis núverandi meirihluta og þess, sem gert hefur verið í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokks- ins. Þá getur það einnig skipt máli, að endanlegur framboðs- listi verði vel skipaður og að þáttur kvenna verði meiri. Það er mikilvægt að 3 konur verði í 11 efstu sætunum til að tryggja endurheimt borgarinnar, sér- staklega með tilliti til væntan- legs kvennalista," sagði Ingi- björg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.