Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 21

Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 21 hversu þrumuröddin í þessu máli hefur borist um þessar byggðir." í grein Andrésar Eyjólfssonar fyrrv. alþingismanns, sem birtist í afmælisriti UMSB 1962 segir m.a.: „Þess má enn geta, að þegar Reykholtsskóli tók til starfa vantaði leikfimishús, en fjárráð skólans voru þá þrotin. En þá lögðu góðir ungmennafélagar fram fé sem nægði til að byggja leikfimishús. Hefur endur- greiðsla þess fjár aldrei komið fram á reikningum skólans." Andrés var lengi formaður skóla- nefndar og því kunnugur þessu máli. í þessum sama sal var 50 ára afmælisins minnst. Nýjustu byggingarnar í Reyk- holti eru skólastjórabústaður keyptur á þessu ári, heimavistar- álma og kennarabústaður, hvort tveggja byggt eftir 1970. Tilfinn- anlega vantar aðstöðu vegna mötuneytis, gera upp upphaflega skólahúsið, sundlaug o.fl. Þá eru skipulagsmál staðarins í deigl- unni, verið að gera við prests- bústað og kirkjan þarfnast við- gerðar eða endurnýjunar. Snorragarður hefur verið van- ræktur undanfarin ár, verður reyndar á fleiri stöðum að taka til hendi um ytra útlit staðarins, því ferðamenn eru margir sumarmánuðina, að líta hinn sögufræga stað. Eru nokkrar vonir bundnar við að nú á næstunni rætist úr þess- um erfiðleikum staðarins, vegna afmælisins og einnig var nýlega sett á laggirnar nefnd, með Rún- ar Guðjónsson sýslumann í for- sæti, til þess að finna leiðir staðnum til góða. í vetur eru í skólanum um 150 nemendur, þar af 68 nemendur sem stunda nám í 9. bekk grunnskóla en hinir eru á fram- haldsskólastigi. Þrettán kennar- ar eru í fullu starfi en þrír í hálfu, starfsmenn skólans eru alls 24. A síðstliðnu hausti varð að vísa frá milli 70 og 80 umsókn- um. Formaður skólanefndar Reykholtsskóla er eins og áður hefur komið fram Snorri Þor- steinsson fræðslustjóri, en með honum starfa í nefndinni þeir sr. Jón Einarsson Saurbæ, Sturla Jóhannesson Sturlureykjum, Guðlaugur Torfason Hvammi, Hvítársíðu og Jón Þ. Björnsson kennari Borgarnesi. Ó.G. Idunn gefur Miðbæ Deu Trier Mörch út IÐUNN hefur gefið út skáldsög- una Miðbæinn eftir danska höf- undinn Deu Trier Mörch með myndskreytingum höfundar. Ólöf Eldjárn þýddi. Þetta er þriðja skáldsaga höfundar sem út kemur á íslensku. Hinar fyrri voru Vetr- arbörn og Kastaníugöngin. Hefur einkum sú fyrrnefnda, sem fjallar um reynslu sængurkvenna, orðið viðkunn, verið þýdd á mörg tungu- mál og kvikmynduð. Dea Trier Mörch er menntaður myndlistar- maður og fæst jöfnum höndum við ritstörf og grafíklist. Myndskreyt- ir hún jafnan bækur sínar og er fjöldi grafíkmynda í Miðbænum. Ragnhildur Helgadóttir: Varnaröryggi og friður Geta viðlíka atburðir og í Dan- mörku og Svíþjóð gerzt hér? Ragnhildur Helgadóttir kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi 10. nóvember sl., í tilefni frétta frá Svíþjóð (strands sovézks kjarnorkukafbáts) og Danmörku (sovézkra njósna og fjárframlaga til ,,frióarhreyfingar“). Þessi ræda hefur vakið töluvert umtal í þjóðfélaginu og hörð viðbrögð í Þjóðviljanum. Þess vegna þykir rétt að birta hana hér í heild svo lesendur Mbl. geti kynnt sér efni hennar sjálfstætt. Ályktun landsfundar um utanríkismál Ég kveð mér hljóðs vegna þeirra uggvænlegu frétta, sem nýlega hafa borist frá Svíþjóð og Dan- mörku. Sömu daga og sovézkur kafbátur með kjarnorkuvopn finnst í landhelgi hins hlutlausa ríkis Svíþjóðar, verður það uppvíst í Danmörku, að Sovétríkin veita fé til starfsemi danskra aðila, er kveðast vinna að friði og afvopn- un. Öll erum við Islendingar frið- elskandi fólk og viljum frelsi og öryggi okkar lands. En okkur hef- ur greint á um aðferðir. Flest okkar aðhyllast þá stefnu íslenzka ríkisins, sem er fólgin í þátttöku í varnarsamstarfi Atl- antshafsbandalagsþjóðanna, en aðrir telja landi okkar best borgið með því að það sé óvarið. Ymsir aðhyllast af þessum sökum og taka þátt í starfsemi hreyfinga; sem fyrst og fremst kenna sig við frið, en virðast því miður oft og tíðum vinna að öðru markmiði en látið er í veðri vaka. Utanríkismálaályktun, sem ein- róma var samþykkt á nýafstöðn- um landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins segir svo með leyfi hæstv. for- seta: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haft það að markmiði að ís- lendingar fái að lifa á íslandi án afskipta eða yfirgangs annarra. Með þetta að leiðarljósi hefur ís- land tekið afstöðu í átökum aust- urs og vesturs og skipað sér í flokk frjálsra þjóða. Þessari afstöðu fylgir ábyrgð. Sjálfstæðisflokkur- inn skorast ekki undan þessari ábyrgð, heldur vill að undir henni sé staðið með því að sameina Is- lendinga enn betur en hingað til andspænis þeirri hættu, er leiðir af auknum hernaðarumsvifum á Atlantshafi." Síðar segir í álykt- uninni með leyfi hæstv. forseta: ,íslenzk varnarstefna felst í því að íslendingar geri sínar eigin tillög- ur um varnirnar, meti varnarþörf- ina og fyrirkomulag varnanna. Efla þarf almannavarnir og auka skilning á nauðsyn þeirra. Jafn- framt þarf að huga að örygginu inn á við og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að erlend ríki eða útsendarar þeirra, útlendir eða innlendir, grafi ekki undan öryggi ríkisins og sjálfstæði þjóðarinnar innan frá.“ Uggvænlegar fréttir frá Svíþjóð og Danmörku Sovétríkjanna með friðar- og vopnleysistali sínu þegar haft er í huga að jafnskjótt og kjarnorku- vopnakafbáturinn var kominn heim til sín klingdi í Moskvufrétt- um krafan um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. Var þeirri frétti samvizkusamlega komið til skila í íslenzka Ríkisútvarpinu strax í gær svo að við færum ekki í graf- götur um hinn einlæga friðarvilja á bak við kjarnorkubátsheimsókn- ina til Svíþjóðar. Með þessu hefur hinum friðsömu Norðurlandabú- um verið freklega misboðið. í slík- um yfirlýsingum Sovétríkjanna rétt eftir atburðinn við Karls- krona felst enn á ný sá tilgangur að hræða V-Evrópu til afvopnun- ar. Það er aðferð Sovétríkjanna til að halda eigin yfirburðum í vopnabúnaði, sem vissulega eru ótvíræðir hér í Evrópu, að mati hinna virtustu sérfræðinga á þessu sviði. Augljóst er, að öld sovézkrar heimsveldisstefnu er ekki liðin og óskastaða hennar er að sem flest Evrópulönd séu utan Atlants- hafsbandalagsins og vanbúin að vopnum, enda halda helztu vinir Sovétríkjanna hér á landi uppi stanzlausum hræðsluáróðri, sem miðar að varnarleysi hér á landi sem annars staðar í Evrópu. Sovézk viðleitni til skoðanamyndunar á íslandi Lars Verner, formaður vinstri sósíalista í Svíþjóð, sá hinn sami og Þjóðviljinn vitnar til í dag, seg- ir alveg nýlega, í októberblaði „Frétta frá Sovétríkjunum", er hann talar um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd, með leyfi hæstv. forseta: „Slíkt svæði mundi stuðla að stöðugra ástandi á Norðurlöndun- um, slökun spennu og auðvelda af- vopnun. Það hefði í för með sér jákvæð áhrif fyrir Evrópu í heild og opnaði leið,“ ég undirstrika þessi seinustu orð hæstv. forseti, ,og opnaði leið fyrir Danmörku, Island og Noreg til útgöngu úr NATO.“ Það er megintilgangur- inn. Ritið sem ég las úr er raunar gefið út á vegum Sovétríkjanna, og að því er ég tel í andstöðu við anda gildandi laga á Islandi, sem eiga að sporna við blaðaútgáfu er- lendra ríkja hér. í fréttum sem fram komu um njósnamálið í frið- arhreyfingunni i Danmörku var gerð grein fyrir nokkrum samtök- um, sem ættu aðild að dönsku frið- Kagnhildur Helgadóttir arnefndinni, en fram hefur komið, að þau eru m.a., með leyfi hæstv. forseta: Fulltrúar hins demokrat- iska bandalags danskra kvenna, danskra ungkommúnista, sam- taka prentara, heimsfriðarráðs- ins, vináttufélags Danmerkur og Sovétríkjanna og vináttufélags Danmerkur og Austur-Þýzka- lands. Það er rétt að draga það fram, að flest þessi samtök eiga systursamtök hér á landi og móð- ursamtök íslenzku friðarnefndar- innar er alþjóðaheimsfriðarhreyf- ingarráðið, sem hefur aðsetur í Moskvu. I íslenzku friðarnefndinni eru um 100 aðilar og í stjórn þess eru tveir starfsmenn blaðsins „Frétta frá Sovétríkjunum," málgagns Ráðstjórnarríkjanna á íslandi, en þau eru Haukur Már Haraldsson, formaður friðarnefndarinnar, sem er umbrotsmaður þessa blaðs, blaðafulltrúi Alþýðusambands ís- lands og áhrifamaður í Alþýðu- bandalagi og svo ritstjóri sama blaðs, María Þorsteinsdóttir, sem einnig hefur lengi verið forystu- kona í Menningar- og friðarsam- tökum kvenna og er einnig áhrifa- maður í Alþýðubandalaginu. Það eru augljós tengsl með viss- um hætti, ég veit ekki hversu miklum eða hversu alvarlegum, milli þessara íslenzku friðarsam- taka og Sovétríkjanna. M.a. segir ívar Jónsson, formaður vináttufé- lagsins MÍR, í enn einu tölublaði af „Fréttum frá Sovétríkjunum", þetta eintak er frá því í sumar, formaður MÍR segir með leyfi hæstv. forseta: „Við í viníttufélaginu MÍR höfum átt mjög góð og víðtæk tengsl við Sovétríkin ásamt með íslenzku frið- arnefndinni og Menningar og frið- arsamtökum íslenzkra kvenna. Við munum halda áfram að vinna að efl- ingu íslenzk-sovézkra samskipta og ég álít, að starf okkar muni stuðla að því að varðveita friðinn í Norður Evrópu." Utanstefna Svavars og byltingarafmæli MÍR Þetta voru hans orð, herra for- seti, og ég veit ekki hvort margir geta tekið undir þetta álit for- mannsins, en ég álít a.m.k. að þeim, sem það hafa gert, fari nú mjög fækkandi. Ég held, að það sé alveg óhjákvæmilegt. Enn er það ljóst, að Alþýðubandalagið hefur átt ýmis samskipti við bróður- eða systursamtök sín, ef ég má orða það svo. Það er nú e.t.v. ekki leyfi- legt að orða það svo, en við Komm- únistaflokk Sovétríkjanna eða á hvers vegum fór hæstv. félags- málaráðherra nýlega í heimsókn til Sovétríkjanna? Og hvernig stóð á því, að daginn eftir að málgagn Alþýðubandalagsins fór hörðum orðum um Sovétríkin vegna at- hæfis þeirra í Svíþjóð, að forveri Svavars Gestssonar í formennsku í Alþýðubandalaginu flutti aðal- ræðuna í byltingarfagnaði MÍR nú á sunnudaginn? (Gripið fram í: Fór ekki hv. 1. þm. Reykv. ...?) Ekki sá, sem hér stendur sem 1. þm. Reykv. (Stl: Sá, sem þá var forsrh. í ...) Vel má það vera, en vafa- laust hefur hv. 1. þm. Reykv. ekki farið í boði Kommúnistasamtaka Sovétríkjanna sem slíkra. Herra forseti. Fréttirnar frá Danmörku og frá Svíþjóð raunar líka hljóta að vekja okkur til um- hugsunar um, hvað friðarhreyf- ingar svokallaðar og aðrir áþekkir aðilar séu að sýsla hér á landi. Það er þetta atriði sem skiptir máli fyrir öryggi landsins og það er eðlileg ósk almenns borgara á Is- landi að fram komi hugmyndir hæstv. utanríkisráðherra og þá gjarnan ríkisstjórnarinnar um það hversu snúast ber við því, sem athuga þyrfti e.t.v. í þessu sam- bandi. Þess ber líka að minnast, að íslend er í Norður-Atlantshafs- bandalaginu. Við höfum tekið þá ákvörðun að leitast við að treysta öryggi okkar með þeirri aðild og við njótum vegna hennar varna í landinu og tökum á okkur skyldur á móti. Það er eðlilegt hlutverk utanríkisráðherra að fylgjast með því, hvað önnur ríki gera, sem miðar að því að veikja stöðu okkar að þessu leyti. Ég vil vegna þeirra tilefna og sjónarmiða, sem ég hef rakið hér í þessum fáu orðum mínum spyrja hæstv. ráðherra hvort hann telji, að fréttirnar frá Danmörku og Svíþjóð veiti tilefni til að kanna nú hvernig viðleitni Sovétmanna til að grafa undan Atlantshafs- bandalaginu innan frá kemur fram gagnvart íslandi eða hvort það hafi þegar verið kannað með fullnægjandi hætti. Jafnframt væri eðlilegt að beina þeirri spurningu — ja kannske ekki sér- staklega til hæstv. utanríkisráð- herra, enda hafði ég ekki um ann- að rætt við hann en þessa sérstöku spurningu, en e.t.v. mætti láta sér detta í hug að ríkisstj. hefði vissa þörf fyrir það, að endurskoða af- stöðu sína til þess trausts, sem Al- þýðubandalagið virðist njóta inn- an ríkisstjórnarinnar. Fýlupokarnir í nýrri útgáfu Fréttirnir frá Danmörku og Sví- þjóð vekja óneitanlega ugg um það, að eitthvað viðlíka kunni að geta gerzt hér á landi, og þar með hefði fjöldi grandalauss fólks leiðst út í það að þjóna allt öðrum hagsmunum en það ætlaði. Því miður er fátt fremur til þess fallið að grafa undan friði og öryggi í Evr ópu en krafan um einhliða afvopn- , un. Það má nærri geta hve mikils óvarið vopnlaust svæði væri virt af því ríki, sem siglir kafbáti, bún- um kjarnavopnum upp á land í hlutlausu ríki, sem þó hefur öflug- ar varnir eins og Svíþjóð. Augljóst virðist að það væri einskis virt. Enn ljósari verður tilgangur Mál og menning hefur gefið út barnabókina Eýlupokarnir eftir Val- dísi Oskarsdóttur, og er þetta önnur útgáfa bókarinnar sem höfundur hef- ur breytt lítillega frá fyrri gerð og teiknar jafnframt myndirnar í bókina Valdís Óskarsdóttir. sem eru litprentaðar í þessari útgáfu. Fýlupokarnir komu fyrst út 1976 og hefur bókin lengi verið uppseld. Þessi nýja útgáfa er settí Leturvali sf., Repró annaðist umbrot og filmuvinnu, prentun var unnin i Formprent og Bókfell hf. batt bok- ina inn. Bókin er 79 bls. að stærð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.