Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 22

Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 22 Ný bók eft- ir Astrid Lindgren MÁL og menning hefur gefið út barnabókina Ronja ræningja- dóttir eftir . Astrid Lindgren. Frumútgáfan kom út í heima- landi höfundar mánuði á undan íslensku útgáfunni, segir í frétt frá útgefanda. í fréttinni segir einnig: „Ronja ræningjadóttir gerist á miðöldum og fjallar um tvo ræn- ingjaflokka sem hafa átt í illdeil- um margar kynslóðir og um börn foringjanna sem fæðast sömu nóttina og verða til þess að binda endi á þessar illdeilur. En slikt gerist ekki átakalaust. Ræningja- foringjarnir eru mestu þverhaus- ar og vilja ekkert síður en að börn þeirra verði vinir. Ronja og Birkir verða að flytjast út í skóg til að geta verið saman og þar lifa þau ævintýralegu landnemalífi innan um villt dýr og furðuverur. Það líf reynist ekki hættulaust." Ronja ræningjadóttir er 237 bls., myndskreytt af Ilon Wikland. Repró annaðist filmuvinna og um- brot, Formprent prentaði. Þýð- andi er Þorleifur Hauksson. Sjálfstæðisfélag Seltirninga: Skúli Júlíússon end- urkjörinn formaður AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Seltirninga var haldinn 8. okt. sl. í Félagsheimili Seltjarnarness. í stjórn félagsins voru kjörin Skúli Júlíusson, Ásgeir S. Ásgeirsson, Áslaug G. Harðardóttir, Lúðvík Lúðvíksson og Þóra Bjarnadóttir. í varastjórn voru kjörnir Kristinn Björnsson og Jóhannes Jónsson. Skúli Júlíusson, sem gegnt hefur formannsembætti undanfarin ár, var einróma endurkjörinn formaður félags- ins. Auk venjulegra aðalfundar- starfa fóru fram kosningar 20 fulltrúa í fulltrúaráð, 6 fulltrúa í kjördæmisráð og kosning full- trúa á Landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Málefni bæjarfélagsins voru rædd og var fundurinn fjöl- mennur að vanda. (FrétUtilk. frá stjórn Sjálfstædisf. Seltirninga) Einkaútvarp á næsta leiti í Noregi Líklega veiti ég leyfi til einhvers konar tilraunasendinga á vegum annarra en Norska ríkisútvarpsins nú fyrir áramótin, sagði Lars Roar Langslet, menningarmálaráðherra Noregs, þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann í ráðuneyti hans á dögunum. — Það hefur komið f Ijós miklu meiri áhugi á því að af- nema einkaleyfi ríkisins á útvarps- rekstri en ég átti von á, bætti ráð- herrann við. Lars Roar Langslet sagðist líta svo á, að án þess að lögum væri breytt gæti hann veitt leyfi til að hefja tilraunaútvarp á vegum einkaaðila. Hins vegar væri ljóst, að með lögum yrði að afnema einkarétt Norska ríkisútvarpsins, NRK, og til þess þyrfti nokkurn tíma að semja hina nýju löggjöf. Líklega yrði hún svipuð sænsku löggjöfinni um svokallað „nær- radio“, það er að segja, að einka- aðilar fengju leyfi til útvarps- rekstrar á takmörkuðu svæði. Hann sagði, að erfiðasti hjallinn við endanlega afgreiðslu yrði að ná samkomulagi um tilhögun á fjármögnun einkaútvarpsins, á Stórþinginu væru skiptar skoðan- ir um það, hvort leyfa ætti aug- lýsingar í einkaútvarpi eða ekki. Menningarmálaráðherrann er þeirrar skoðunar, að leyfa beri auglýsingar í takmarkaðan tíma á dag í útvarpi einkaaðila og sú stefna er ráðandi í flokki hans, Hægriflokknum. Hins vegar hafa hægri menn ekki meirihluta á Stórþinginu og minnihlutastjórn þeirra styðst við „milliflokkana" svonefndu, Kristilega þjóðar- flokkinn og Miðflokkinn. Mesta andstaðan gegn auglýsingum í einkaútvarpi kemur frá Verka- Lars Roar Langslet, menning- armálarádherra. mannaflokknum, sem lengst af hefur farið með stjórn mála í Noregi. Verkamannaflokkurinn er tregur til að afnema einkarétt NRK og telur, að það verði aðeins til þess að nokkrir fjársterkir einkaaðilar sameinist um út- varpsrekstur og þar með verði „einokunin" í höndum tveggja stórra aðila, ríkisins og einhvers eins einkaaðila, það sé allt „frels- ið“. Starfsmaður við norska sjón- varpið, sem ég ræddi við, sagði, að í þeirri stofnun óttuðust menn ekki samkeppni. Hins vegar væri ekki unnt að halda því fram með rökum, að afnám einokunar NRK myndi leiða til þess, að við hlið ríkisútvarpsins risu margar öfl- ugar sjónvarpsstöðvar, sem kepptu sín á milli, eða hljóð- varpsstöðvar. Einkaútvarpið yrði öflugast í höndum aðila eins og Schibsted-gruppen, en hún á bæði Aftenposten og Verdens Gang, tvö útbreiddustu dagblöðin í Nor- egi. Aðeins það fyrirtæki, taldi sjónvarpsmaður, að gæti veitt ríkisútvarpinu einhverja sam- keppni. Og ef menn væru að berj- ast gegn einokun, væri það næsta kaldhæðnislegt, ef þeirri baráttu lyktaði með því, að stærsti blaða- útgefandi landsins yrði jafnframt annar af stærstu útvarpsrekend- unum. Milli 40 og 50 aðilar hafa nú sent menningarmálaráðuneytinu norska umsóknir um leyfi til að hefja hljóðvarps- og sjónvarps- sendingar í samkeppni við NRK. Þar af hafa 11 dagblöð sótt um og meðal þeirra eru tvö blöð í eigu Verkamannaflokksins. Þrátt fyrir andstöðu flokksins við aug- lýsingar, vilja þessi blöð fjár- magna útvarpsstarfsemi sína með þeim. Það eru dagblöð og kristileg samtök, sem eru í meiri- hluta meðal umsækjenda. í hópi þeirra, sem vilja fá útvarpsieyfi, eru „Studenttinget" við háskól- ann í Bergen og Trondheim Kon- servative Studentforening við há- skólann í Þrándheimi, einnig „American Forces Radio Net- work“, eða útvarpsfyrirtæki bandariska hersins, sem vill fá leyfi til að reka útvarp fyrir bandaríska starfsmenn við her- stjórn NATO í Kolsás, rétt utan við Osló. Bj.Bj. Sumum hnykkti við og aðra setti hljóða Eftir Einar Hauk Asgrímsson Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins var haldinn í októberlok. Flestir hérlendir fréttamenn og dálkahöfundar höfðu samið spennandi spár um þennan lands- fund. Að launum var þeim boðinn frjáls aðgangur að honum, til þess að þeir gætu fylgst sem best með því, hvernig spár þeirra rættust á fundinum. Sammála fréttamönnum Sjálfstæðismenn voru nefnilega sammála fréttamönnum um það, að alla landsmenn varðaði, hvað þar bæri til tíðinda. Hvernig tókst nú til að segja frá atburðum? Fréttamenn flykktust á fund- inn, en hvað var þetta? Þetta var nú ljóti fundurinn. Hátt í tíu hundruð manns í hörku rökræðum um alla þætti stjórnmálanna, en samt ekkert í frásögur færandi. Þeir höfðu átt von á, að ræðu- menn reyndust rjúkandi púður- tunnur, sem spryngju með háum hvellum. En hvað var þetta? Hér voru bara rökræður en engin brigslyrði, eldmóður en enginn skætingur. Og fjórir samfelldir dagar af þessum ósköpum. Fréttamenn fóru heim og sögðu viðskiptavinum sínum, að þetta hafi verið gabbið eitt. Ekki hafi einasta vantað púðrið í tunnurnar, heldur hafi þær verið botnlausar líka, og hafi rokið lítillega af þeim fyrir það eitt, að þær hafi ofhitnað og sviðnað svolítið að innan! Alvöruþrungnar rökrædur Nei, hér var ekkert gaman fyrir þá, sem búnir voru að spá gífur- legri sundrungu. Hér voru í gangi langdregnar, alvöruþrungnar rökræður, sem þrek og þolinmæði þurfti til að fylgjast með, en hér voru engin merki þess, að flokkur- inn væri að klofna í fjandsamleg- ar fylkingar. Á landsfundinum voru brotnir til mergjar allir þættir stefnu- skrár flokksins í 15 nefndum. Oteljandi breytingartillögur voru fluttar af einstökum landsfundar- mönnum í nefndunum. Margar fengu hljómgrunn og voru sam- þykktar, en hinar voru felldar eins og gengur. En hvergi í öllum störf- um nefndanna kom nokkursstaðar fram ágreiningur nema um tvö af- mörkuð atriði við stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens. í fyrsta lagi um þann þátt ályktunar stjórnmálanefndar, sem fjallaði um afstöðuna til núverandi ríkis- stjórnar, og í öðru lagi í skipulags- nefnd um tillögur ungra sjálf- stæðismanna að setja brottrekstr- arákvæði í skipulagsreglur flokks- ins. Vöndud málsmeðferð Ályktunin um gagnrýni á stjórn Gunnars Thoroddsens og áskorun til hans og stuðningsmanna hans í þingflokki sjálfstæðismanna að slíta stjórninni var samþykkt í nefnd og með 700 atkvæðum gegn 237 á landsfundinum sjálfum. Tillögurnar frá ísafjarðarþingi ungra sjálfstæðismanna um að taka brottrekstrarákvæði inn í skipulagsreglur flokksins voru „Með þessum eftirminni- legu kosningum hlaut for- maður Sjálfstæðisflokksins Geir Hallgrímsson óskorað umboð landsfundar til að leysa þetta verkefni og jafn- framt þann svardaga, að allir landsfundarmenn skuli standa við hakið á honum til að sameina flokkinn.“ ræddar itarlega bæði í nefnd og á landsfundinum, og þeim síðan vis- að til miðstjórnar og þingflokks til frekari umfjöllunar að tillögu Geirs Hallgrímssonar, eftir að honum hafði tekist að fá forystu- menn ungra sjálfstæðismanna til að sætta sig við þá málsmeðferð. Einn ásteytingarsteinn Niðurstaðan af opinskáum um- ræðum í nefndum landsfundarins varð því sú, að hvergi væri að finna ásteytingarstein, sem hindr- að gæti einlægt samstarf allra sjálfstæðismanna, nema þá stað- reynd, að Gunnar Thoroddsen er forsætisráðherra í núverandi vinstri stjórn. Geir Hallgrímsson spurði þeirr- ar spurningar, sem greyptist í hugi allra landsfundarmanna, hvort Gunnar Thoroddsen ætlaði sér að halda þessari ríkisstjórn áfram fram yfir næstu þingkosn- ingar. Stórpólitísk atvik Mörg stórpólitísk atvik skeðu á þessum landsfundi og þar á meðal það, að þessari spurningu var svarað af Gunnari Thoroddsen á þann veg, að andstæðingum hans hnykkti við og stuðningsmenn hans setti hljóða. Svar Gunnars var ekki einungis, að hann ætlaði sér þetta, heldur að ekkert annað kæmi til greina. Hversu velviljaðir sem menn vildu vera Gunnari Thoroddsen, þá gat enginn ábyrgur frjáls- hyggjumaður verið svo glanna- fenginn að skilja svar Gunnars Thoroddsens á annan veg en þann, að hann ætli sér að eyðileggja næstu þingkosningar fyrir Sjálf- stæðisflokknum með splundruðum framboðum, í trausti þess að krat- ar reynist ekki menn til að hreppa þau þingsæti, sem Sjálfstæð- isflokkurinn missi, heldur muni Framsókn og kommum hlotnast þau, svo að hann Gunnar Thor- oddsen, geti haldið áfram að vera oddviti vinstri stjórnarinnar, jafnvel þótt stuðningsmönnum hans í Sjálfstæðisflokknum á þingi fækki. Spurning kristallast Þar með var komin upp sú spurning, sem kristallaðist í hug- um svo margra landsfundar- manna, að hún hafði afgerandi áhrif á kjör formanns og vara- formanns síðasta dag fundarins, sú spurning hvernig koma mætti í veg fyrir þessa fyrirætlun Gunn- ars Thoroddsens, til þess að tryggja að flokkurinn gæti boðið fram sameinaður í næstu þing- kosningum. Voru nú metin upp á nýtt bæði orð og æði allra þeirra manna, sem til greina komu við kjör for- manns og varaformanns, með þennan eina mælikvarða til við- miðunar. Varð niðurstaða langflestra sú, að Geir Hallgrímsson einn væri nægilegs trausts verður til þess að taka þetta verkefni að sér. Stórbrotinn stuðningur Þess vegna hlaut Geir Hall- grímsson mun stórbrotnari stuðn- ing landsfundarins en menn höfðu átt von á, og Pálmi Jónsson hlaut færri atkvæði en nokkurn grunaði, eftir að þessi mælikvarði hafði verið lagður á ræður þeirra á fundinum. Ekki urðu sviptingar minni í varaformannskjörinu. Friðrik Sophusson, sem margir töldu vera í minnihluta í upphafi fundarins, hlaut sterka kosningu, eftir að menn höfðu hlýtt á ræður hans og Ragnhildar Helgadóttur með þennan mælikvarða í huga, hvort þeirra væri líklegt til að verða að meira liði í þessu brýna verkefni, sem blasir við forystu flokksins. Með þessum eftirminnilegu kosningum hlaut formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grímsson, óskorað umboð lands- fundar til að leysa þetta verkefni og jafnframt þann svardaga, að allir landsfundarmenn skuli standa við bakið á honum til að sameina flokkinn. Fyrir vikið stendur Sjálfstæðis- flokkurinn nú mun sterkari en áð- ur og er betur í stakk búinn að leysa þá þungu þraut að ná fram sameinuðum framboðum í næstu þingkosningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.