Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Rithöfundurinn og frœðimað-
urinn Þórleifur Bjarnason
Eftir Guömund G.
Hagalín
Fæddur 30. janúar 1908
Dáinn 2. september 1981
Svo sem alþjóð er kunnugt,
hvarf af sjónarsviði okkar, sem
„Lítið sjáum aftur, en ekki fram,“
Þórleifur Bjarnason, rithöfundur
og fyrrverandi námsstjóri. Hann
var sannur og sístarfandi arftaki
aldamótakynslóðarinnar, sem lét
sér mjög annt um vöxt og viðgang
í þjóðgarði íslendinga, á rót hinn-
ar um aldir virku erfðamenningar,
samtimis úrvali erlends fjölgróð-
urs.
Þórleifur fæddist 30. janúar
1908 í Hælavík á Hornströndum.
Foreldrar hans voru Bjarni Gísla-
son, bóndi á Steinólfsstöðum í
Jökulfjörðum og Ingibjörg, dóttir
Guðna bó'nda í Hælavík og ólst
Þórleifur upp hjá afa sínum og
ömmu. Þó að heimilið væri af-
skekkt og erfitt um aðdrætti, var
þar lifað furðuríku menningarlífi,
lesnar og ræddar íslenzkar forn-
bókmenntir, sögur sagðar og jafnt
lesin og lærð listræn ljóð 19. aldar
skálda, sem endurbornar rímur og
kviðlingar frá fortíð og samtíð.
Var Guðni bóndi ágætur sögumað-
ur, og börn hans, sem heima voru,
drógu ekki úr því sagnþrungna
menningarlífi, sem sprottið var af
áhuga föðurins, enda voru öll
börnin bráðgreind og sum vel hag-
mælt. Hefur Þórleifur í bókinni
Hjá afa og ömmu launað gömlu
hjónunum og börnum þeirra mæta
vel fóstur og fræðslu.
Þórleifur var snemma fróð-
leiksfús, en ekki var auður í garði
bernsku hans, þó að afkoman væri
sæmileg. Hann fór svo að heiman
skömmu eftir fermingu og kom til
Reykjavíkur með í vasa sínum
bréf til þess þjóðkunna fremdar-
manns, Eldeyjar-Hjalta. Þegar
Hjalti var skútuskipstjóri höfðu
orðið góð kynni og viðskipti milli
hans og hins aldna og fróða Hæla-
víkurbónda, Guðna Kjartansson-
ar, og í bréfinu var þess óskað, að
Hjalti útvegaði Þórleifi atvinnu.
Brá Hjalti fljótt og vel við, svo
sem frá er sagt í sögu hans, og
fékk Þórleifur sumarlangt vinnu
við höfnina í höfuðstaðnum. Fór
hann vel með fé sitt, og 21 árs tók
hann lokapróf í Kennaraskólan-
um. Síðar bætti hann við sig
fræðslu með eins árs námi í Kenn-
araháskólanum í Kaupmannahöfn
og enn síðar með fleiri en einni
námsferð til útlanda.
Að loknu kennaraprófi kenndi
hann einn vetur í Mosvallahreppi í
Önundarfirði og síðan annan á
Suðureyri í Súgandafirði. En
haustið 1931 varð hann kennari
við barnaskólann á Isafirði og var
þar til ársins 1943 og kenndi í
gagnfræðaskólanum frá 1938.
Voru kennslugreinar hans fyrst og
fremst Islands- og mannkynssaga.
Árið 1943 varð hann námsstjóri á
Vestfjörðum og síðar á öllu Vest-
urlandi. Gegndi hann því embætti,
unz hann sagði því upp, en það var
árið 1973. Búsettur var hann á ísa-
firði til ársins 1955, en fluttist þá
suður á Akranes og átti þar
heima, unz hann af brýnni þörf
settist að í Reykjavík.
Á Suðureyri í Súgandafirði var
skólastjóri frá 1911—’37 Friðrik
Hjartar frá Mýrum í Dýrafirði, en
síðar á Siglufirði og loks á Akra-
nesi til dánardægurs. Kona hans
var Þóra Jónsdóttir, dugandi
formanns á Suðureyri. Þau Frið-
rik áttu elzt barna dóttur, sem
Sigríður hét og var þegar orðin
myndarstúlka, þá er Þórleifur var
kennari við skóla föður hennar.
Tókust ástir með þeim Þórleifi, og
árið 1935 gengu þau í hjónaband.
Sigríður var ljóshærð, bjartleit og
bjarteyg og bauð af sér sérstæðan
þokka, enda varð þessi myndar-
stúlka ekki aðeins góð eiginkona,
heldur og móðir og húsfreyja, var
og ljúf í framkomu og var sem frá
henni stafaði hjartahlýju, enda
vönduð til orðs og æðis. Þau Þór-
leifur eignuðust fjögur börn, sem
öll eru á lífi. Elzt er Þóra Mothes,
gift norskum lækni. Hin eru Hörð-
ur tannlæknir á Akureyri, kvænt-
ur Svanfríði Larsen, Friðrik tón-
listarkennari, kvæntur Sigríði
Sigurðardóttur — og yngstur
Björn, skólastjóri á Húsabakka í
Svarfaðardal, kvæntur Júlíönu
Lárusdóttur. Sigríður Hjartar lézt
í Reykjavík árið 1972, eftir að hafa
um skeið strítt við ólæknandi
sjúkdóm. Vegna hans var þáðj að
Þórleifur fluttist til Reykjavíkur,
en árið 1973 lét hann af störfum
sem námsstjóri, og 1974 fluttist
hann til Akureyrar, þar sem
Hörður, sonur hans býr, eins og
áður getur. Þarf engum getum að
því að leiða, hversu mikils Þórleif-
ur hafði nú misst. Ég tók eftir því
við seinustu samfundi okkar, að
þá er við biðum einhvers báðir,
heyrði ég hann mæla í lágum
hljóðum við sjálfan sig: „Erum
tregt tungu að hræra.“ Vissi ég þá,
hvert hugur hans hafði flogið, en
það átti síður en svo við um Þór-
leif, að honum væri tungan
treg...
maður á áfenga drykki var hann
virkur forystumaður bindind-
ismanna á Vestfjörðum og var í
áfengisvarnarnefnd. Hann var
hvatamaður að stofnun barna-
verndarnefndar, var í sóknar-
nefnd og fulltrúi bæjarins i stjórn
hins fjölsótta húsmæðraskóla.
Svipuðum störfum gegndi hann
og, þá er hann var fluttur á Akra-
nes. Þar varð hann meðal annars
formaður bókasafnsstjórnar, og
fékk ég þar færi á að hafa mikil og
góð kynni af honum, heimili hans
og störfum á ný, meðal annars lip-
urð hans og festu sem námsstjóra.
Ekki má láta þessógetið, að
Þórleifur var gæddur einstæðri
hermigáfu og hafði það fram yfir
flesta aðra, sem sú skemmtilega
gáfa er gefin, að hann gerði þeim,
sem hann hermdi eftir, upp orðin
svo vel, að furðulegt mátti heita.
Hann hermdi mjög vel eftir mér,
og vel tókst honum upp, þá er
hann lét þá hafa orðaskipti, Ás-
geir Ásgeirsson og Jónas Jónasson
frá Hriflu. Ásgeir Ásgeirsson
hafði heyrt þessa getið, og eitt
sinn, þegar hann dvaldi nokkra
daga á Isafirði, bað hann mig að
stefna þeim Þórleifi saman. Ég
var auðvitað fús til þess. Lét hann
svo Jónas flytja ræðustúf og Ás-
geir svara honum, og breytti hann
upp eftir og horfði á sýningu.
Hann sagði mér mörgum árum
seinna, að hann myndi og dáði
Þórleif í hlutverki hins viðsjála
klerks, sem hvert barn á íslandi
kunni skil á fyrir nokkrum ára-
tugum — og margur hafði að
gamni að geta sér til um, hver ver-
ið hefði fyrirmynd skáldsins að
séra Sigvalda.
Nú minnist ég þess næst, hve
Þórleifur var bráðhugkvæmur og
snjall í svörum, hvort sem var í
gamni eða alvöru. Oftast voru til-
svör hans frá eigin brjósti. Stund-
um voru þau þó úr íslenzkum
bókmenntum, en í þeim var hann
snemma vel lesinn sem og erlend-
um, þegar fram í sótti. Hann var
og svo hagmæltur, að þegar hann
vildi það við hana reyndist hann
það, sem hér áður fyrr var kallað
„talandi skáld". Notaði hann oft
kenningar og heiti í slíkum
kveðskap, og kom honum þar að
haldi sú hreiníslenska heimilis-
menning, sem hann naut í
bernsku, þar eð ekki aðeins afi
hans og amma, heldur og móð-
urbræður og móðursystur, voru
vel að sér í eddu og sögu. Hann
unni og af heilum hug hinni gömlu
kveðskaparhefð með hennar
ljóðstöfum og leikandi léttu og
hagleéu rími, en samt kunni hann
Ég hygg að mér sé óhætt að
segja, að ég hafi betri skilyrði til
að meta Þórleif sem kennara en
flestir aðrir, svo að ekki sé fastar
að orði kveðið. Ég var í skóla-
nefnd, þegar hann réðst til ísa-
fjarðar og formaður hennar ellefu
af þeim tólf árum sem hann var
þar kennari, kom oft daglega í
annan hvorn skólann og hlustaði
stundum á kennslu — og þá eink-
um hjá Þórleifi. Dáði ég það, hve
hugkvæmur hann var, þegar hann
gæddi lífi menn og atburði sög-
unnar. Þá þótti mér nær einstætt,
hvern mun hann gerði á þvi, hvort
hann var að kenna börnum eða
unglingum jafnt að frásagnar-
hætti sem vali líkinga þeirra, sem
hann brá upp jafn eðlilega og þar
væri hann að velja orð og tilburði
í beinni frásögn. Nemendur hans
virtu hann og mátu, enda þurfti
hann ekki að stríða við agaleysi.
Þá varð ég glögglega var við það,
að foreldrum var að honum mikil
eftirsjá, þegar hann hætti að
kenna.
Áður en ég vík að Þórleifi sem
vini og rithöfundi þykir mér hæfa
að geta þess, að hann var maður
félagslyndur. Hann var um skeið í
stjórn Alþýðuflokksfélags Isa-
fjarðar, og sem alger bindindis-
ekki aðeins um raddblæ og orða-
lag, heldur og svip í nánu sam-
ræmi við efnið. Þegar hann þagn-
aði mælti Ásgeir við Þórleif:
„Þetta þykir mér beinlínis með
eindæmum, og mættum við Jónas
vera ánægðir með efnisvalið og
alla meðferð þess, hvort sem Jón-
asi rynni í skap eða ekki. Annars
held ég, að þú hljótir að vera
fæddur leikari, en það eru síður en
svo allir, sem geta hermt ná-
kvæmlega málróm manna."
Þetta reyndist svo sem hinn
mikli mannþekkjari sagði. Eftir
að Þórleifur fluttist suður á Akr-
anes og hann var nokkru frjálsari
en áður um það, hvenær hann
vann störf sín sem námsstjóri,
gerðist hann bæði leikstjóri og
leikari. Ég sá hann aðeins leika
sem séra Sigvalda í Manni og konu
í leikgerð Emils Thoroddsens.
Leikur hans var snilldarlegur, og
það, sem meira var: Hann minnti
hvergi í leik sínum á þann séra
Sigvalda, sem þeir höfðu skapað,
Brynjólfur Jóhannesson og Valur
Gíslason. Það var, ef svo mætti
segja, Sigvaldi þriðji, sem Þórleif-
ur sýndi. Brynjólfur frétti af því,
hve vel tækist á Akranesi um sýn-
ingar á Manni og konu hjá þeim
Akurnesingum. Hann brá sér svo
mjög vel að meta þau órímuðu
ljóð, sem eru sannur skáldskapur
og virðast sumum höfundum eðli-
legt tjáningarform — og það jafn-
vel þeim, sem lætur og vel iðkun
rímaðra ljóða, þegar þeim býður
svo við að horfa. Aftur á móti
skopaðist hann oft kostulega að
hinum órímaða leirburði, og ortu
þeir Ólafur Haukur Árnason lang-
an ljóðabálk af því tagi. Var það
verk vel unnið, enda svo skemmti-
lega fáránlegt, að ekki varð varist
hlátri við lesturinn, jafnvel, þótt
lesið væri í einrúmi. Þórleifur var
annars svo þjóðlegur alvörumað-
ur, að hann hafði oft þungar
áhyggjur af því, hverju menning-
arlegu tjóni það kynni að valda
þjóðinni á viðsjálum tímum víð-
tækra áhrifa og breytinga, ef ís-
lenzk skáld legðu hið eldforna og
oft endurnýjaða kveðskaparform
fyrir róða ... En hvað sem þessu
líður, var hugkvæmni Þórleifs í
tilsvörum slík, að ýmist hrifust
menn af henni eða varð orðfátt, ef
ádeila fólst í tilsvari hans ...
Ekki höfðum við Þórleifur
þekkst lengi, þegar með okkur
tókst slík vinátta, að fyllsta tiltrú
ríkti okkar á milli, en án slíkrar
vináttu hefði ég ekki orðið þeirrar
innilegu gleði aðnjótandi að verða
að allmiklu leyti frumkvöðull að
því, að hann leiddist tiltölulega
snemma út á rithöfundarbrautina.
Við sögðum hvor öðrum sögur af
mönnum og atvikum, sem við
höfðum kynnzt í bernsku og æsku,
og kom sér þar vel, að báðir vorum
við gæddir hermigáfu. Ég var
hrifinn af átthögum Þórleifs,
hafði oftar en einu sinni komið á
Hornvík og Hælavík á skútum,
sem ég var háseti á frá
1913—1916, að báðum þeim árum
meðtöldum. Fann Þórleifur það
gerla, að svo mátti heita, að ég
hafði litlu síður en hann sjálfur
áhuga á því fólki, sem hann sagði
mér frá, gerð þess og málfari, og
vissulega naut hann þeirra
mynda, sem ég brá upp frá mínum
bernskuslóðum og urðu okkur síð-
an umræðuefni. Hrikaleiki náttúr-
unnar vestra var litlu síður
ógnandi og heillandi en sá töfra-
heimur, sem hann hafði lifað á
viðkvæmu skeiði ævinnar.
Það var svo einu sinni, þegar
hann sagði sagt mér sögur af
Hornströndum, að ég sagði við
hann: „Þú ættir nú að taka þig til
og færa í letur þá þætti, sem þú
hefur látið mig heyra og hefur í
rauninni komið skipulega fyrir í
huga þér.“ Hann setti hljóðan og
sagði svo eftir drjúglanga þögn:
„Ánægjulegt væri það nú reyndar,
en til hvers væri það?“ Nú tók ég
við: „Þú gætir til dæmis flutt þá í
útvarp eða birt þá skástu í tíma-
riti.“ Það hummaði í honum, og
svo sagði hann: „Ég byrja bara,
þegar ég kem heim.“
Hann tók svo til óspilltra mál-
anna, og innan tiltölulega stutts
tíma kom hann til mín með
þéttskrifaða tugi blaða. „Þú segir
mér svo bráðum, hvernig þér lík-
ar.“
Eftir svo sem vikutíma kom
hann til mín og ég sagði: „Þetta
gæti nú orðið myndarleg og
skemmtileg bók.“ „Bók?“ „Já,
bók,“ sagði ég. „Þú þarft eiginlega
bara að fylla í eyðurnar, tengja
þættina saman, lýsa nánar lífs-
háttum og þá ekki sízt erfiðleikun-
um, sem fylgja því að nýta sér það
bjargræði, sem býðst á sjó og
landi. Björgin! Það líf og lífsháski,
sem fylgir nýtingu þeirrar bjarg-
ar, sem þau hafa um aldir veitt
íbúum sveitar þinnar norðan
Straumness."
Þetta samtal fór fram 1942, og
svo varð þá Hornstrendingabók
til. Hún kom út 1943, og hver sem
hefur gengið þar frá samanburði
leiðréttinga á villum eða veilum í
síðustu próförk og gefið þannig
Þórbergi vini mínum Þórðarsyni
færi á að láta ritdómaraljós sitt
skína, þá náði ekki samtíningur
hans að varpa þeim skugga á hið
merka ritverk, að hann mengaði
bókina í augum almennings, hvað
þá annarra, og þó að ýmsum byrj-
andi rithöfundi kynni að hafa fall-
izt hugur við hagalagðatíning
snillingsins, þá þoldi manndómur
Þórleifs hann þrautalaust ... En
þess skal getið, að þegar gengið
var til fulls frá bókinni til prent-
unar, var Þórleifur önnum kafinn
við síldarmat á Siglufirði, og ég
var á ferðalagi vestur í Fjörðum.
Það lá svo fyrir þessari frum-
smíð Þórleifs Bjarnasonar að vera
gefin út endurbætt og aukin fyrir
fimm árum. Er útgáfan í þremur
fallegum bindum, sem heita Land
og líf, Baráttan við björgin og
Dimma og dulmögn. Er útgáfan
mjög vönduð, pappír góður og í
öllum bókunum fjöldi góðra
mynda, sem þeir tóku Finnur
Jónsson, alþingismaður og ráð-
herra og mikill vinur Þórleifs, og
gamall og vel virtur ljósmynda-
snillingur, Hjálmar R. Bárðarson
siglingamálastjóri. Kostaði bóka-
útgáfan Örn og Örlygur þessa for-
látaútgáfu, og er ég hreykinn af
henni fyrir hönd höfundar og
mína, þótt ekki héldi ég þessum
þríburum undir skírn.
... Ég hef áður minnzt á hag-
mælsku Þórleifs, en henni flíkaði
hann lítt eða ekki, nema þegar
hann var með vildustu vinum sín-
um. En meðal þess, sem ég sá hjá
honum í handriti voru eftirmæli
eftir móður mína, haglega ort og
vel viðeigandi með tilliti til gáfna
og skapgerðar hinnar látnu. Hann