Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
25
birti þau hvergi, en gaf mér afrit.
Hygg ég, að hann hljóti að hafa
látið eftir sig eitthvað af ljóðum
og fjölmargar tækifærisstökur.
Ég lagði annars ekkert að hon-
um um iðkun ljóðlistar og honum
mun hafa verið ljóst, að mikið
þurfti til, ef eitthvað marktækt
skyldi leggja til íslenzkrar ljóða-
gerðar á fornum grunni erfða-
menningar, svo mörg stórskáld
sem iðkað höfðu ljóðlistina á 19.
öld og fram yfir 1930. En mér var
mjög hugleikið, að Þórleifur —
með sína ágætu frásagnargáfu og
næmu mannþekkingu semdi
skáldsögur, sem gerðust á heima-
slóðum hans. Hann var Horn-
strendingur, alinn upp við furðu-
lega hrikalega náttúru og innst
inni mótaður af þeim dulúðga og
feiknkennda blæ, sem slík nátt-
úruundur gæðir börn sín frá
fyrstu bernsku. Ég er Arnfirðing-
ur, og Arnfirðingar voru, ásamt
Hornstrendingum, taldir fjölvís-
astir galdramenn allra íslendinga,
allt fram á þessa öld. Ég var og
uppalinn í skauti slíkrar náttúru,
að fæðingarstað mínum var ein-
hvern tíma í fyrndinni valið heitið
Lokinhamrar — og ber það nafn
með réttu. Ég lét mér svo til hugar
koma, að Þórleifur kynni að geta
ritað hliðstæða sögu eða sögur og
fastmótuðustu sögur mínar, svo
sem Þátt af Neshólabræðrum.
Tengsl hans við náttúru Horn-
stranda voru sízt ómáttugri en
mín við Arnarfjörð, og eins og mér
bjó honum í hug sá uggur, að þau
öfl mannlegs lífs, sem barist höfðu
öld eftir öld í heimabyggðum
okkar við trölldóm brims og
bjarga, hefðu nú beðið fullnaðar
ósigur.
Eg fór varlega í sakirnar við
Þórleif, þó að milli okkar ríkti sem
áður segir fullur trúnaður og ein-
læg vinátta, sem aldrei kom brest-
ur í. En vissulega fékk hann að
vita, hvers ég bjóst við af honum.
Og vorið 1946 kom hann til mín og
fleygði í mig — eða svo gott sem
— umslagi, sem hafði að geyma
handrit af skáldsögunni Og svo
kom vorið. Jú, jú, þetta var vel
rituð saga, og okkur kom saman
um, að hún yrði gefin út í snoturri
bók. Hún reyndist prentuð á 88
blaðsíður og varð vinsæl hjá al-
mennum lesendum, enda fór hún
vel, þó að það gætu nú varla talizt
sæmilega góðar bækur, sem ekki
enduðu á einhvers konar ósköpum.
En þó að hún hafi ekki það að
flytja, sem ég vildi fá frá Þórleifi
skipulega samið og skáldlega fram
reitt, benti efni hennar til þess
uggs, sem var nú að verða að
fyllsta veruleika! Maður kemur í
byggð, sem eitt sinn var blómleg,
en vetur illra og meinlegra að-
stæðna er að eyða. En þegar hann
fer þangað á ný, hefur vor fram-
taks og góðrar getu reist þar
blómlegt nýbýli.
Skömmu síðar en þessi bók kom
út, kom Þórleifur til mín og sýndi
mér frumrit að smásögu um
mann, sem þraukaði einn í mann-
lausri heimasveit sinni, unz hann
Ioks fiuttist í kaupstað. Þar vann
hann alla virka daga við ýmis lítt
launuð störf, en á sunnudögum
reikaði hann út úr kaupstaðnum
og ráfaði síðan linnulaust um fjöll
og aðrar óbyggðir í grenndinni.
Þegar ég hafði lesið smásögu-
kornið, sagði ég: „Ég hef nú sitt-
hvað út á þetta sögukorn að setja
sem smásögu, en ég held, að þér sé
óhætt að trúa mér, því að á smá-
söguforminu hef ég sjálfur náð
nokkuð góðum tökum."
Nú varð Þórleifur glottaralegur
á svip, þar sem hann sat og tottaði
pípu sína. Síðan mælti hann á
þessa leið:
„Þegar ég hafði lokið við
Hornstrendingabók og séð, hve
allur þorri manna lét sér hana vel
líka, fór ég að hugsa um að skrifa
alvöruskáldrit — þú veist, hvað ég
meina með þessu orði — um hina
fallegu en tröllslegu náttúru
heimasveitar minnar og lífsbar-
áttuna þar. Nú er sagan orðin
innra með mér að þremur bindum,
og þetta á að verða síðasti kafli
ritsins, en bindin eiga að heita:
Hvað sagði tröllið?, Tröllið sagði,
— og það síðasta: Mannaþefur í
helli mínum.“
„Það er nú rétt þar um bil, að ég
megi mæla og lært svo nægja
þessi heilögu orð: „Amen, halel-
úja.“
Það var svo ekki fyrr en árið
1948, að fyrsta bindið kom frá
hendi Þórleifs. Ég las handritið og
lagði yfir það blessun mína, enda
hefur Hvað sagði tröllið? að
geyma fjölmargar eftirminnilegar
persónur, spaugilegar og alvarleg-
ar, flytur sannar lýsingar þar,
meðan allt var það í blóma. Það
varð úr að senda Norðra handrit-
ið. Þá var dómari um það, hvaða
fyrirferðarmikil og kostnaðarsöm
skáldrit Norðri gat út og hver
yrðu endursend, einmitt sá maður,
sem nú hefur lengi verið einna
mest virtur sakir glöggskyggni
sinnar á bókmenntir í bundnu og
óbundnu máli. Þegar svo við Þór-
leifur forum að heiman frá móður
minni til að fá hjá Albert Finn-
bogasyni fréttir af örlögum hand-
ritsins, vorum við svo heppnir að
mæta neðarlega á Laugaveginum
hinum valdamikla dómara og
dirfðumst að heilsa honum og
leita frétta. Jú, jú, hann hafði lagt
til, að handritið væri gefið út. Þar
væri fjallað um forvitnileg efni
frá Furðuströndum, og meðferð
efnisins væri höfundi til sóma.
Bókin kom út og vakti mikla at-
hygli, en lítið var um hana ritað,
enda Þórleifur ekki eftirlætisbarn
þeirra manna, sem þá réðu all-
miklu um bókadóma, unz mikil-
vægi stefnu þeirra reyndist
heimskulegur heilaspuni, sem
engri byltingu olli í bókmenntum
Þórleifur Bjarnason
vestan járntjalds, en hefur valdið
skáldum og listamönnum austan
þess sárum vanda og jafnvel
dauða eða fangelsum og eyðileggj-
andi langdvölum á geðveikrahæl-
um. En það varð löng bið á því að
annað bindi skáldritsins mikla
kæmi út. Hún var hvorki meira né
minna en tíu ár eða frá 1948—’58.
Sakir þessa varð bókin um skeið
minna lesin en ella hefði orðið
raunin. Ný kynslóð var komin á
legg í landinu og margir eigendur
og unnendur hins fyrra bindis
látnir. Og það var svo ekki fyrr en
upp úr 1969, að Þórleifur gaf sér
tóm til að hefja ritun þriðja bind-
isins, Mannaþefur í helli mínum.
Og svo kom þá til sögunnar og
kvaddi Þórieif allt í einu á brott,
sá, sem engum þyrmir, hversu
brýn sem þörf hans er til að ljúka
verkefnum hér í heimi. Þá hafði
Þórleifur frá því síðustu ár sín á
Akranesi varist af mikilli varúð og
að því er virtist óttaleysi þeim
vágesti, sem læknar nefna krans-
æðastíflu, aftur og aftur í meira
en áratug risið svo að segja úr
dauðadái og tekið til starfa á ný,
jafnvel þolað þá miklu andlegu og
líkamlegu áraun, sem missir Sig-
ríðar eiginkonu hans var honum.
Hvað var það svo, sem olli því,
hve seint Þórleifi vannst það verk,
sem ég vissi, að var honum hjart-
fólgnast? Jú, átthagafélag Sléttu-
hrepps, sem nú var kominn í auðn,
vildi, áður en elzta kynslóð Sléttu-
hrepps væru öll, láta semja íbúa-
og býlatal hinnar eyddu sveitar
svo vandlega, sem heimildir fram-
ast leyfðu, og fyrir þeim var eng-
inn miður áhugasamur en Gunnar
Friðriksson, frá Látrum í Aðalvík,
sem fyrir löngu er orðinn þjóð-
kunnur sem frábærlega dugandi
og happasæll forseti Slysavarna-
félags Islands. Hann þekkti Þór-
leif af elju og dugnaði, samfara
einstakri samvizkusemi, og treysti
honum til að vinna hið tafasama
og langvinna verk öðrum fremur,
sem hann þekkti til. Svo taldi þá
Þórleifur það skyldu sína að taka
að sér að vinna þetta nauðsynja-
verk. Hóf hann starf sitt að úr-
lausn vandans strax á síðustu ár-
um sínum á Akranesi og hélt því
áfram einn síns liðs, en fékk loks
til starfa með sér hinn unga og
áhugasama mennta- og fræði-
mann Kristinn Kristmundsson, nú
skólameistara Menntaskólans á
Laugarvatni. Ritið kom svo út á
kostnað Átthagafélags Sléttu-
hrepps árið 1971, og er það þannig
að öllu leyti úr garði gert sem
framast varð á kosið, enda var
samvinna þeirra Þórleifs og Krist-
ins með ágætum. Er ritið því sem
næst 500 blaðsíður í allstóru broti
og í því mikill fjöldi mynda. Þá
hafði Þórleifur og látið frá sér
fara bókina Hjá afa og ömmu.
Hún kom út á kostnað Almenna
bókafélagsins 1960 og er þar
skemmtileg og forvitnileg lýsing á
lífinu á heimili gömlu hjónanna og
ber heimilismenningu Horn-
strendinga ljóst vitni. Og 1955 ha-
fði frá hans hendi komið Þrettán
spor, sem Isafoldarprentsmiðja
gaf út, en sú bók flytur 13 smásög-
ur, sem Þórleifur hafði samið,
þegar af einhverjum ástæðum
varð hlé á störfum hans sem
námsstjóra, en þau störf urðu
honum auðveldari eftir því sem
kynni hans jukust af því ástandi,
sem ríkti hér og þar í umdæmum
hans. Sama máli gegnir um
Hreggbarin fjöll, sem Almenna
bókafélagið gaf út sama árið og
Þórleifur fluttist til Akureyrar.
Sú bók hefur að geyma tíu smá-
sögur. Allar eru smásögur Þórleifs
betur gerðar en flest það af sama
tagi, sem út hefur verið gefið á
síðustu áratugum og sumar sög-
urnar frábærlega vel skrifaðar og
án alls tízkutildurs. En forvitni-
legust um hug hans til eyðibyggð-
anna norðan Isafjarðardjúps er
máski hin langa smásaga Strönd-
in handan flóans, en hún er næst
síðust í safiýnu Hreggbarin fjöll.
Seinasta skáldritið, sem frá Þór-
leifi kom, var heimildaskáldsagan
Sú grunna lukka, sem Örn og Ör-
lygur gáfu út árið 1978. Er sú saga
að öllu leyti í samræmi við raun-
verulega harmsögu, sem Þórleifur
rakst á í leit sinni að tæmandi efni
í hið mikla rit þeirra Kristins
Kristmundssonar og sótti svo fast
á huga og hjarta Þórleifs, að hann
lagði frá sér í bili það, sem hann
hafði þá ritað af Mannaþefur í
helli mínum. Er sú bók ef til vill of
sönn til þess að beztu eiginleikar
Þórleifs sem skálds fengju notið
sín til fulls. Einkum í seinasta
hluta bókarinnar hefur fræðimað-
urinn tekizt ærið fast á við skáld-
ið. En forvitnileg er sagan og
minnisstæð verður hún. Og vissu-
lega gæti hún orðið ströng áminn-
ing til þeirra, sem nú ráða seina-
gangi dómsmála á landi hér. Af
öðrum ritverkum Þórleifs um
fræðileg efni minni ég aðeins á Al-
dahvörf, sem út komu 1974. Það er
saga íslands á elleftu öldinni,
greinargott yfirlitsrit með fjöl-
mörgum myndum ...
Vorið 1979 bauð menningarfélag
og bæjarstjórn ísafjarðar okkur
hjónum vestur. Þá var Þórleifur
Bjarnason fenginn til að koma og
flytja ræðu og lesa upp á sam-
komu í yfirfullu Alþýðuhúsi ísa-
fjarðar. Og að þeirri samkomu
lokinni, þar sem fleiri komu fram,
sagði hann nokkur skenjmtileg orð
í veizlu, sem haldin var á eftir
samkomunni.
Fáum dögum síðar flaug hann á
brott. Við kvöddumst með löngu
og föstu handtaki og horfðumst í
augu í spurn. Hvort og hvenær?
Nú hefur þeirri spurningu verið
svarað. Við sáumst þarna í siðasta
sinn — í bili.
Mýrum í Reykholtsdal
2. til 10. október.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Þjóðsögur
og þættir
úr Mýrdal
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hf. hefur nú sent frá sér bokina
Þjóósögur og þættir úr Mýrdal eftir
Eyjólf Guðmundsson frá Hvoli í
Mýrdal, en Þórður Tómasson safn-
vörður á Skógum bjó bókina til
prentunar.
Eyjólfur Guðmundsson var
fæddur 31. ágúst árið 1870, en lést
16. október 1954. Hann var lengst
af ævi sinnar bóndi að Hvoli í
Mýrdal, en gaf sig þó mikið af
fræðistörfum og skrifum og allar
þær bækur er hann sendi frá sér
hlutu einstaklega góðar viðtökur,
einkum þó bækurnar „Pabbi og
mamma" og „Afi og amrna" sem
komu út á árunum 1941 og 1944.
Þegar Eyjólfur lést lá mikið magn
óprentaðra handrita í skrifborði
hans, m.a. mannlífsþættir úr
Mýrdal, þjóðsögur og ýmis fróð-
leikur yngri og eldri. Þórður Tóm-
asson tók saman safn úr þessum
handritum og birtist það í bók-
inni. Þórður Tómasson ritar einn-
ig formála bókarinnar.
Utvarpssaga
gefin út
BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur
gefið út bókina Hús handa
okkur öllum, sem er saga fyrir
börn og unglinga eftir danska
höfundinn Thöger Birkeland.
Saga þessi var lesin í útvarpi í
sumar. Þýðandi er Sigurður
Helgason.
í umsögn á bókarkápu kemur
meðal annars fram, að í bókinni
segi frá samskiptum og sambúð
þriggja kynslóða, daglegu lífi
þeirra og leyndarmálum.
„Fjölskyldurnar, sem koma
við sögu, eru náskyldar, en búa
hver á sínum stað. Til þess að
treysta fjölskylduböndin ákveða
þær að kaupa allstórt gamalt en
hrörlegt hús. Allir leggjast á
eitt við að gera það upp og hefja
sameiginlegan búskap. Þá fyrst
fer nú að verða gaman að lifa,“
segir þar.
Bókin var að öllu leyti unnin
hjá Prentsmiðjunni Odda hf.
WIKA
Þrýstimælar
Allar stæröir og geröir
SðyirÐaiuigjyir
oJ<§)in)©©®ini <§t
Vesturgötu 16, sími 13280
Fenner
Reimar og
reimskífur
Ástengi
Fenner Ástengi
Leguhús
Vald
Poulsen
Suöurlandsbraut 10,
sími 86499.