Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 32
TUDOR
rafgeymar
wjá þessir meó 9 líf "
SKORRIHF
Laugavegi 180, sími 84160
Síminn á afgreiðslunni er
8303?
JflorjrjtmMafoifo
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Skýrt verður frá stöðv-
un loðnuveiðanna í dag
IJÓST 1»YKIR NÚ, að loðnuveiðar verði stöðvaðar á næstu dögum og
samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá
mun Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra skýra frá stöðv-
un vciðanna á fundi með eigendum og skipstjórum loðnuskipa árdegis.
Hins vegar er Morgunblaðinu ekki kunnugt um hvaða dag ráðherra
ætlar sér að stöðva veiðarnar né hve lengi.
Á aðalfundi Landssambands
íslenskra útvegsmanna fyrir
Flugleiðir:
Vilja 22% hækk-
un innanlands
skömmu sagði sjávarútvegsráð-
herra að ef stofnstærðarmæl-
ingar Bjarna Sæmundssonar
sýndu ekki meira en 300 þúsund
tonna magn í sjónum, þá myndi
hann stöðva veiðar fram yfir
áramót. í byrjun janúar þyrfti
síðan að mæla stofninn á ný og
taka ákvörðun um veiði út frá
því. Sagði ráðherra að það gæti
verið gott að geyma að veiða
eitthvað af loðnunni þar til síð-
ar í vetur, þar sem talið væri að
gott verð fengist nú fyrir loðnu-
hrogn.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson kom til Reykjavíkur
í gærmorgun og síðdegis í gær
átti Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur fund með sjáv-
arútvegsráðherra og mun hann
þá hafa skýrt frá niðurstöðum
leiðangursins, en lítil sem engin
loðna mun hafa fundist um-
fram það, sem áður hefur verið
greint frá eða um 300 þúsund
lestir. Um borð í Bjarna Sæ-
mundssyni var að þessu sinni
einnig Pétur Stefánsson, skip-
stjóri á Pétri Jónssyni, en Mbl.
tókst ekki að ná tali af honum í
gær.
Ellefu loðnuskip voru í gær
búin með sinn kvóta og sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Verðlagsráð samþykkti, að
heimila 6,9% hækkun á gasolíu,
sem hefur í för með sér, að hver
lítri hækkar úr 2,90 krónum í 3,10
krónur.
Heimilað var að hækka fargjöld
í innanlandsfluginu um 10%.
Samþykkt var að heimila 10%
Morgunblaðið fékk hjá Loðnu-
nefnd í gær voru önnur 10 skip
í sinni síðustu veiðiferð. Alls
fengu 52 skip leyfi til loðnu-
veiða að þessu sinni og eru sum
þeirra rétt byrjuð veiðarnar.
Nú eru komnar á land 440 þús-
und lestir af loðnu, en upphaf-
lega var heimilað að veiða 617
þús. tonn að þessu sinni.
hækkun á öli og gosdrykkjum.
Sömuleiðis 10% hækkun á smjör-
líki. Allar þessar hækkanir taka
gildi þegar í dag og þurfa ekki
staðfestingu ríkisstjórnarinnar.
Verðlagsráð samþykkti hins
vegar að heimila 15% hækkun á
Um borð í Bjarna Sæmundssyni á
dögunum, er skipið var við stofn-
stærðarmælingar á loðnustofninum.
Ljósm.: Rafn Olafsson
saltfiski og þarf sú ákvörðun að
fara fyrir ríkisstjórnina til að
hljóta samþykki.
Sem dæmi um hækkanir á gos-
drykkjum kostar flaska af appel-
síni frá Ölgerðinni 2,80 krónur, en
hækkar í 3,08 krónur, flaska af
Pepsí frá Sanitas kostar 2,90 krón-
ur, en hækkar í 3,19 krónur og stór
Coke-flaska frá Vífilfelli kostar
3,20 krónur, en fer í 3,52 krónur.
Benzínlítrinn hækkar
í 8,45 krónur f dag
Öl, gosdrykkir, smjörlíki og flugfargjöld innanlands hækka um 10%
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi, að heimila 5,6%
hækkun á benzíni, sem hefur í för með sér, að hver lítri benzíns hækkar úr 8
krónum í 8,45 krónur. Hækkunin tekur gildi þegar í dag.
„ELUGLEIÐIR sóttu um 22% hækk-
un á innanlandsfargjöldum 1. októ-
ber sl., en hafa ekki fengið neina
afgreiðslu á því máli,“ sagði Sigurð-
ur Helgason, yngri framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Flugleiða í sam-
tali við Mbl. í gærkvöldi, en í sam-
bandi við frumvarp það sem ríkis-
stjómin er nú með í smíðum varð-
andi Flugleiðir er gert ráð fyrir
hækkun fargjalda innanlands.
Sigurður sagði að beiðnin um
22% hækkun 1. október hefði mið-
ast við hallalausan rekstur á þeim
tíma, en síðan hefði kostnaður
aukist, en það þýddi þó ekki að
Flugleiðir myndu hækka fargjöld-
in nú þegar eða í einni svipan um
22% ef þau yrðu gefin frjáls.
Kröfu um að fíkniefnadómarar
víki var hnekkt í Hæstarétti
Starfsmenn Fíkniefnadómstólsins og lögreglumenn sakaðir um að
hafa beitt andlegum og líkamlegum pyntingum við yfirheyrslur
í FYRRADAG féll dómur í Hæstarétti þar sem þess var krafist, að dómarar
fíkniefnadómstólsins víki úr dómarasæti, þar sem þeir væru vanhæfir til að
dæma í tilteknu fíkniefnamáli. Annars vegar, að Asgeir Friðjónsson, saka-
dómari, teldist vanhæfur til að láta fjalla um mál þetta og hins vegar, að
bórður Þórðarson, fulltrúi sakadómara teldist vanhæfur til að dæma í
málinu.
Vmsar endurbætur og lagfæringar standa nú yfir á Gamla bíói, sem er nú eign íslenzku óperunnar og er nú unnið af
fullum krafti við að sfækka svið hússins, smíða hljómsveitargryfju, setja sviðsljós og sitthvað fleira, en húsið verður
opnað á ný I. janúar með frumsýningu á Sígaunabaróninum og síðan verða bæði bíósýningar og sýningar á vegutn
Islenzku óperunnar í húsinu. Á myndinni er Garðar Cortes söngvari, skólastjóri og stjórnarformaður íslenzku
óperunnar að fylgjast með framkvæmdum. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M.
Hæstiréttur vísaði málinu frá
vegna formgalla kæranda. Þá úr-
skurðaði Hæstiréttur, að kæru-
málskostnaður yrði ekki greiddur,
en lögmaður kæranda hafði gert
kröfu til þess. í dómsniðurstöðu
segir m.a.: „Ástæða er til að taka
fram, að varnaraðili hefur ekki
rennt haldbærum stoðum undir þá
kröfu sína, að Þórður Þórðarson,
fulltrúi sakadómara í ávana- og
fíkniefnamálum, sé vanhæfur til
að fara með og dæma mál þetta."
Samsvarandi athugasemd gerði
Hæstiréttur varðandi kröfuna um,
að Ásgeir teldist vanhæfur.
Kærandi taldi að Ásgeir væri
vanhæfur til að láta fjalla um mál
þetta og Þórður væri vanhæfur til
að dæma í málinu, vegna þess að
kærandi og 52 aðilar sendu fyrir
skömmu dómsmálaráðherra und-
irskriftarlista, þar sem krafist var
rannsóknar á starfsaðferðum
fíkniefnadómstólsins og báru þeir
starfsmenn fíkniefnadómstólsins
og lögreglu þeim sökum, að hafa
beitt andlegum og líkamlegum
pyntingum við yfirheyrslur.
Svo virðist sem fíkniefnaaðilar,
dreifendur og neytendur, hafi sagt
fíkniefnadómstólnum stríð á
hendur og reyni markvisst að
grafa undan honum, meðal annars
með því að kasta rýrð á dómara,
fulltrúa hans og einnig lögreglu-
menn. Að undanförnu hefur mjög
borið á því, að þessir aðilar höfn-
uðu dómssáttum þrátt fyrir játað-
ar sakir og tafið þannig mál. Þá
hafa áfrýjanir til Hæstaréttar
verið áberandi að undanförnu.
Blys sprakk í
andlit tveggja
7 ára drengja
TVEIR sjö ára drengir brenndust
nokkuð í andliti er blys sprakk
framan í þá í Norðurbænum í
Hafnarfirði um klukkan 15 í
gær.
Talsvert hefur verið um að
blys og flugeldar hafi sprungið á
þessum slóðum undanfarið og er
talið að skotfærin séu úr flug-
eldasölu Ilauka í Hafnarfirði, en
þaðan var stolið nokkru af flug-
eldum og blysum síðastliðinn
vetur.
Þeir sem þar voru að verki
náðust, en sögðu þá að þeir
hefðu losað sig við flugeldana
og blysin. Lögreglan í Hafnar-
firði telur hins vegar að svo sé
ekki og blys það er litlu dreng-
irnir fundu í gær hafi verið
meðal þess, sem stolið var í
byrjun ársins. Hvetur lögregl-
an í Hafnarfirði foreldra til að
vera vel á verði ef vart verður
hættulegra hluta eins og blyss-
ins sem olli slysinu í gær.