Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 7. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Utanrfkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins: Framtfðarsamskipti við Sovétríkin endurskoðuð ('arrington lávarður, utanríkisráð- herra Breta, ræðir hér við hol- lenskan starfsbróður sinn, Max Van I)er Stoel, og aðalritara Atl- antshafsbandalagsins, Joseph Luns við upphaf utanríkisráð- herrafundar bandalagsins í Briiss- el í gær. A fundinum var sam- þykkt mjög harðorð álvktun og varað við refsiaðgerðum gegn Sovétmönnum ef kúguninni í Póllandi linnti ekki. — og refsiaðgerðir íhugaðar ef kúguninni í Póllandi linnir ekki Bríissel, 11. janúar. Al\ ADILDAKKÍKI Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag á fundi utanrík- isráðherra þeirra í Bríissel að fordæma mjög harðlega herlögin í Póllandi og stuðning Sovétmanna við „kerfisbundið afnám" stjórnmálalegs frelsis í landinu. Kinnig var ákveðið að taka til athugunar „efnahagsleg og viðskipta- leg samskipti við Sovétmenn í framtíðinni" ásamt refsiaðgerðum gegn báð- um ríkjunum ef kúguninni í Póllandi linnti ekki. Pessi samþykkt, sem öll ríkin stóðu að nema Grikkland, er talin mikill sigur fyrir Atlantshafsbanda- lagið og eininguna innan þess. étríkjunum hefði nú verið gert ljóst, að „ekki yrði allt sem áður“ meðan ekkert breyttist í Póllandi. „Ég átti í hreinskilni ekki von á þeirri einingu, sem ríkti á fundin- um í dag,“ sagði Haig. Fulltrúar Évrópuríkjanna í Atl- antshafsbandalaginu sögðu í dag, að þótt harðorð yfirlýsing utan- ríkisráðherrafundarins krefðist ekki umsvifalausra aðgerða gegn Sovétmönnum, væri hún mikill sigur fyrir samstöðu og einingu þjóðanna. „Meginárangur fundar- ins er sá, að NATO-ríkin standa nú saman,“ sagði Hans Dietrich- Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands. I „Yfirlýsingu um atburðina í Póllandi", sem gefin var út að fundinum loknum, sagði, að sér- hvert aðildarrikjanna myndi taka til athugunar að hefta ferðafrelsi rússneskra og pólskra sendi- ráðsmanna, að draga úr vísinda- legum og tæknilegum samskiptum og endurnýja ekki samninga þar að lútandi. Einnig var ákveðið að íhuga refsiaðgerðir, sem tækju til eftirfarandi atriða: samninga um siglingar og afnot af höfnum, inn- flutnings frá Sovétríkjunum, flug- ferðasamninga, fjölmennis rússn- eskra verslunarsendinefnda og viðskiptalána til Sovétmanna. „Aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins fordæma stöðuga áróð- ursherferð Sovétstjórnarinnar gegn tilraunum Pólverja til þjóð- legrar endurnýjunar og umbóta og stuðning hennar við kerfisbundið afnám stjórnmálalegs frelsis í landinu," sagði í yfirlýsingunni og studdu Grikkir þennan hluta hennar þótt þeir hafi haft fyrir- vara á um aðra. Alexander M. Haig, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir fundinn, að hann hefði verið „mikill sigur fyrir bandalagið" og að ráðamönnum í Póllandi og Sov- Rússar krefjast banns við starfeemi Samstöðu Dozier: Er lögreglan að komast á sporið? Kóm, 11. janúar. Al\ ÍTAGSKA lögreglan tilkynnti í dag, að 27 ára gömul kona, sem hand- tekin var um helgina ásamt 9 öðr um liðsmönnum Kauðu herdeild- anna, kynni að búa yfir vitneskju um hvar James L. Dozier, banda- ríski hershöfðinginn, sem rænt var 17. des. sl., er hafður í haldi. Að sögn lögreglunnar var um- rædd kona, Franca Musi að nafni, handtekin þegar hún var að koma af fundi með félögum sínum í hryðjuverkasamtökunum og hefði hún haft í fórum sínum bréf til eins þeirra, Giovanni Senzani, þar sem hann var beð- inn um að taka þátt í yfirheyrsl- um yfir Dozier. Lögreglan telur, að Senzani, sem er sagður foringi Rauðu herdeildanna í Róm, hafi stjórnað yfirheyrslum yfir þrem- ur mönnum, sem hryðjuverka- samtökin hafa rænt. Að sögn ítölsku lögreglunnar komst hún yfir mikið af gögnum um starfsemi Rauðu herdeild- anna um helgina, m.a. fannst mynd, sem sýndi morðið á Rob- erto Peci, bróður fyrrverandi fé- laga í Rauðu herdeildunum, sem gekk til liðs við lögreglu'na. Hann var myrtur í hefndarskyni og sýndi myndin hverjir þar voru að verki, tveir menn, sem nú eru í höndum lögreglunnar. — ella fá Pólverjar enga efnahagsaðstoð Bonn, 11. janúar. Al\ SOVÉTMENN gera það að skilyrði fyrir 3,8 milljarða dollara efnahagsað- stoð við Pólverja á þessu ári, að Samstaða, hin óháðu verkalýðsfélög, verði með öllu upprætt í núverandi mynd. Fréttir fara af gífurlegum erfiðleikum í pólskum iðnaði vegna hráefnisskorts og vegna þess, að erlendur gjaldeyrir er að heita má uppurinn. IJm helgina áttu Jozef Glemp, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar, og Jaruzelski, hershöfðingi, með sér fund þar sem þeir ræddu leiðir til að koma á „eðlilegu" ástandi í Póllandi, að sögn Varsjárútvarpsins. Bonn eru þessar upplýsingar tald- ar mjög áreiðanlegar," sagði í blaðinu, sem bætti því við, að þessar kröfur Rússa gerðu stjórn Jaruzelskis afar erfitt fyrir í því að koma á þjóðfélagslegum sátt- um í Póllandi eins og hún segðist vera að vinna að. Jaruzelski hefur sagt, að starf- Dagblaðið General Anzeiger í Bonn hefur það í dag eftir ónefnd- um embættismönnum vestur- þýsku ríkisstjórnarinnar, að Rúss- ar krefjist þess, að bundinn verði endi á starfsemi Samstöðu áður en Pólverjar fái það 3,8 milljarða dollara lán, sem um var samið í Moskvu fyrir nokkrum dögum. „í Þessi mynd er tekin í einum af um 50 fangabúðum, sem hcrforingjastjórnin í Póllandi kom upp eftir að hún tók völdin í landinu. Komið hefur fram í fréttum, að fangarnir eru látnir hafast við úti í vetrarkuldanum allan liðlang- an daginn. semi Samstöðu hafi aðeins verið bönnuð „um stundarsakir" og að hún muni hafa hlutverki að gegna þegar herlög hafa verið afnumin. Hann hefur þó tekið það skýrt fram, að um raunverulega stjórn- arandstöðu við kommúnistaflokk- inn verði ekki að ræða. I fréttum frá Vín, sem hafðar eru eftir útvarpinu í Varsjá, segir, að hálfgert neyðarástand ríki í pólskum iðnaði vegna hráefnis- skorts, gjaldeyrisskorts og vegna þess, að enginn veit hvernig á að verðleggja vöruna. Einnig er talið, að herlögin og algjör slit á sam- bandi við landið í kjölfar þeirra, hafi haft mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir útflutningsframleiðslu Pólverja þó að það hafi ekki verið sagt beinum orðum í pólska ríkis- útvarpinu. Jozef Glemp, erkibiskup, og Jar- uzelski, hershöfðingi, áttu með sér fund sl. laugardag þar sem þeir ræddu leiðir til að koma á „eðli- legu“ ástandi í Póllandi, að því er sagði í Varsjár-útvarpinu, sem ekki greindi frekar frá viðræðun- um. Hins vegar var sagt, að enn hefðu þrír forystumenn í Sam- stöðu verið dæmdir í fangelsi og að þá hefði verið dæmt í málum 565 manna. Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og Josef Czyrek, utanríkisráðherra Pól- lands, hófu í dag viðræður í Moskvu og mun ástandið í Pól- landi verða helsta umræðuefnið. Formósumenn fá ekki nýju orrustuþoturnar Wa.shing(on, II. janúar. Al\ lltanríkisráðuneytið handaríska til- kynnti í dag, að ríkisstjórnin hefði hafnað beiðni Formósumanna um nýj- ar og fullkomnar orrustuþotur, en hins vegar yrðu þeim seld önnur her gögn, sem nauðsynleg væru vörnum eyjarinnar. Vafalaust er, að þessi ákvörðun Bandaríkjastjórnar mun valda þjóðernissinnum á Formósu mikl- um vonbrigðum, en þeir hafa talið sig eiga hauk í horni þar sem Reag- an er. Að sama skapi munu Kín- verjar hrósa sigri en vegna þessa máls hefur verið fátt með þeim og Bandaríkjamönnum að undanförm í Peking er nú stödd bandarís sendinefnd og mun hún hafa skýi kínversku stjórninni frá málalyk í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins sagði, að Reagan bæri hag Formósumanna fyrir brjósti og vildi stuðla að eðlilegum varnar- mætti eyjarskeggja, en að hann teldi hins vegar, að í þeim efnum hefðu þeir ekki þörf fyrir fullkomn- ustu orrustuþotur. Nægja ætti áframhaldandi samvinna um smíði eldri flugvélagerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.