Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 41 félk f fréttum N óbels ver ðlaunahafar Eg gat ekki annað en flúið! + Alfia Nakipbegova heitir hún, sovésk að uppruna, og slapp nýverið vestur fyrir járntjald. Hún er selló- leikari g óður, 27 ára gömul, og lærði hjá Rostropovich. Hún var á ferða- lagi í Lundúnum með nokkrum lönd- um sínum, þegar hún lét sig hverfa úr hópi þeirra og heiddist landvistar leyfis í Knglandi, sem hún fékk um- yrðalaust. „Ég gat ekki annað en flúið," segir hún: „Það var engin framtíð fyrir mig í Sovétríkjunum. Mér voru einfaldlega ekki gefin taeki- færi til að koma fram, hvað þá að að taka þátt í alþjóðlegum mótum í sellóleik. Ég geri ráð fyrir, að það hafi stafað af því, að ég er ekki rússnesk." Alfia kemur frá Kazakhstan í Mið-Asíu. Tvær systur hennar leika sömuleiðis allvel á hljóðfæri og dvelja enn í Moskvu. Önnur er píanóleikari, hin fiðlari og þær systur höfðu með sér tríó. Það var býsna gott tríó og Rússar þola margt betur, en að Asíubúar slái þeim við fyrir framan nefið á þeim, og hindranir voru lagðar á framabraut þeirra systra. Tríóið var einangrað. Alfia hefur nú þungar áhyggjur af systrum sín- um tveimur og hyggst reyna hvað hún getur til að fá þær vestur yfir í frelsið. | I* Páfi + Jóhann l’áll páfi II. hefur nú jafnað sig bærilega af morðtilræd- inu sem tyrkneskur brjálaður mað- ur úr Tyrklandi sýndi honum á síð- asta ári. Hér sjáum við páfa í fullum skrúða flytja nýárshugleiðingu sína til þjóða heimsins ... + Tíu Nóbelsverðlaunahafar voru heiðraðir með porap og pragt við há- tíðlega athöfn í Stokkhólmi snemma í desembermánuði síðastliðnum. Elias Canetti hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels, 76 ára gamall maður fæddur í Búlgaríu. Hann talaði um heimsfriðinn í ræðu sinni. James Tobin, 63 ára prófess- or við Yale-háskóla, vann verð- launin í hagfræði, en verðlaunin í eðlisfræði skiptust á þrjá menn: Svíinn Kai Siegbahn fékk hálf verðlaunin, og Bandaríkjamenn- irnir Nicolaas Bloembergen og Arthur Shawlow skijjtu með sér hinum helmingnum. I læknisfræði fékk Robert Sperry, 68 ára Banda- ríkjamaður, hálf verðlaunin, en Svíinn Torsten Wiesek, 57 ára, og Bandaríkjamaðurinn David Hub- el, 55 ára, báðir vísindamenn við Harward-háskóla, skiptu með sér hinum helmingnum. Nóbelsverð- laununum i efnafræði deildu svo þeir Kenichi Fukui, 63 ára Japani, og Ronald Hoffman, 44 ára Banda- ríkjamaður, fæddur í Póllandi. I Osló er friðarverðlaunum Nób- els jafnan úthlutað, svo sem grein- ir í erfðaskrá Alfreds Nóbels. Þau féllu í hlut Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í þetta sinn. Paul Hartling, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálparinnar, veitti þessari miklu viðurkenningu við- töku og sagði að verðlaunaféð myndi renna óskipt í sjóð til styrktar fötluðum flóttamönnum, en árið 1981 var einmitt alþjóðlegt ár fatlaðra ... + Nóbelsverðlaunahafar samankomnir. Standandi frá vinstri: Kai Siegbahn, Svíþjóð, Torsten N. Wiesel, Svíþjóð, Arthur L. Schawlow, Kandaríkjunum, Kenichi Fukui, Japan, Konald Hoffman, Kandaríkjunum, Nicolaas Bloem- bergen, Bandaríkjunum, og James Tobin, Bandaríkjunum. Sitjandi frá vinstri: David H. Hubel, Bandaríkjunum, bókmenntaverðlaunahafinn Elias ('anetti og dr. Sperry, Bandaríkjunum. Ríkisskip: Ný skemma í notkun í febrúar KÍKISSKIP hófu sl. sumar fram- kvæmdir við byggingu stórrar skemmu á uppfyllingunni við Gróf- arbryggju í Reykjavík, skammt það- an frá sem Akraborgin leggur að. Var staðurinn, sem skemman rís á, áður kallaður Sprengisandur. Er áætlað að taka skemmuna í notkun í lok febrúar. Að sögn Guðmundar Einarsson- ar forstjóra Ríkisskipa er skemm- an 2500 fermetrar að stærð og á að vera notuð sem afgreiðslubygging, þ.e. vörur munu koma til með að staldra stutt við í skemmunni, og mun gegnumstreymi vara ganga fljótt fyrir sig. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 11 milljónir króna en Guðmundur sagði að skemma þessi hafi verið í burðarliðnum á fjórða tug ára, en Ríkisskip hefðu ávallt haft óviðunandi aðstöðu fyrir geymslu á vörum og væri því full þörf á skemmunni og þó fyrr hefði verið. Ljósmvnd Mbl. Öl.k.M. Hér sést hin nýja skemma Ríkisskipa sem reist er við Grófarbryggju þar sem áður var kallað Sprengisandur. Bridgo Arnór Ragnarsson Bridgedeild Rang- æingafélagsins Sveitakeppnin hefst í Domus Medica á miðvikudaginn kemur kl. 19.30. Væntanlegir þátttakendur hafi samband í síma 30481. Bridgedeild Breiðfirði ngafélagsins Einni umferð er nú ólokið í að- alsveitakeppni deildarinnar og getur fátt eitt komið í veg fyrir sigur sveitar Hans Nielsens. Hefir sveitin hlotið 290 stig af 360 mögulegum. í sveitinni eru ásamt Hans margir gamal- reyndir spilajaxlar, en þeir eru: Agúst Helgason, Hannes Jónsson, Hilmar Guðmundsson, Birgir Sigurðsson og Jakob Bjarnason. Köð næstu sveita: Kristján Ólafsson 269 Ingibjörg Halldórsdóttir 254 Magnús Halldórsson 230 Kristín Þórðardóttir 221 Marinó Kristinsson 217 Elís R. Helgason 214 Ólafur Ingimundarson 202 Erla Eyjólfsdóttir 201 Þórarinn Alexandersson 183 Síðasta umferðin verður spil- uð á fimmtudaginn kemur en annan fimmtudag hefst baro- meterkeppni félagsins. Spilað er í Hreyfilshúsinu og hefst keppni kl. 19.30. Hreyfill — BSR — Bæjarleiðir Þegar sjö umferðum var lokið í aðalsveitakeppni bílstjóranna var staða efstu sveita þessi: Daníel Halldórsson 127 Birgir Sigurðsson 111 Guðlaugur Nielsen 100 ■Jón Sigurðsson 89 Ásgrímur Aðalsteinsson 78 Gísli Sigurtryggvason 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.