Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 3 5 Minning: Sigríöur Guðmunds dóttir Hafnarfiröi Þegar ég hóf nám í Flensborg- arskóla haustið 1926 þekkti ég fáa í Hafnarfirði, og þess vegna kom eins og af sjálfu sér, að ég heilsaði upp á hjónin Sigríði Guðmunds- dóttur og Gísla Gíslason, en þau höfðu flust þangað úr Stykkis- hólmi. Mér var tekið þar opnum örmum, sem vænta mátti, og varð mér tíðförult á heimili þeirra þá þrjá vetur, sem ég var í Flensborg. Síðar fluttist föðurbróðir minn, er ég var mjög handgenginn, í nábýli við þau hjón, og reyndust þau hon- um og hans fólki með afbrigðum vel. Varð það enn til að treysta samband mitt við Sigríði og Gísla, þótt veru minni í Hafnarfirði væri þá lokið í bili. Lengi lá leið fólks víða að á Snæfellsnes. Snemma sumars 1889 komu þangað hjón gangandi austan úr Rangárvallasýslu og fluttu á einum. Katrín Jónsdóttir var frá Þjóðólfshaga í Holtum en Guðmundur Sigurðsson frá Nik- ulásarhúsum í Fljótshlíð. Þegar vestur kom, settust þau að á Hofstöðum í Miklaholtshreppi og bjuggu þar í fjögur ár, en síðar lengst á Tröðum og í Traðarbúð í Staðarsveit. Börn þeirra, sem upp komust, urðu þrjú, og var Sigríður þeirra elst, fædd að Hofstöðum 15. nóv. 1891. Meðan Sigríður var að alast upp í Staðarsveit, var Þóra Valgerður Sæmundsdóttir að koma Gísla syni sínum á legg norðan fjalls, en hann var fæddur á Hallbjarnar- eyri í Eyrarsveit 29. jan. 1890 og var Gísli Guðmundsson bóndi á Vatnabúðum faðir hans. Mér er Þóra Valgerður minnisstæð, og svo mun flestum, sem sáu hana og heyrðu. Hún var kona lág vexti, hvatleg í hreyfingum, hvasseyg og þung á brún, ágætlega hagmælt, oft hnýfilyrt og svörin beinskeytt. Hún hafði róið 15 vor- og haust- vertíðir í ýmsum verstöðvum við Breiðafjörð. Sigríður á Tröðum fluttist að heiman tvítug og leitaði sér að vinnu, þar sem hana var helst að fá, einkum fiskvinnu víðsvegar vestra. Þar að kom, að hún settist um kyrrt í Stykkishólmi og tókust þar kynni með Gísla og henni, en þau áttust 28. des. 1918. Gísli var fæddur með sjávar- seltu í blóðinu og sá þess skjótt deili, þá er hann var vaxinn. En um þær mundir háttaði atvinnu þannig í Stykkishólmi sem í flest- um þorpum vestanlands, að menn voru á skútum næstum hálft árið, en höfðu margir í annan tíma að litlu að hverfa. Þá var það, að nokkrir ungir og framtakssamir Hólmarar réðust í að kaupa þilj- aða vélbáta og var Gísli einn þeirra og formaður á sínum báti. Er mér í barnsminni allur sá flyðruafli, sem þessir bátar komu með dag eftir dag vestan úr Bjarn- areyjaál, stundum 40—60 lúður hver bátur. En við þennan mikla feng var lítið hægt að gera annað en herða. Ekki gat sú framleiðsla staðið undir útgerðarkostnaði vélbáta, og þar ofan á bættist, að gengi ísl. krónunnar var hækkað um þetta leyti, og lenti það harka- lega á þeim, sem skulduðu. Átti hvort tveggja þátt í því, að Gísli missti ekki einungis bát sinn — Sæljónið — heldur jafnframt hús- ið, sem hann hafði verið að eign- ast, og var hann þó með bestu afl- amönnum. Þegar svo var komið afréðu þau Sigríður og Gísli, að flytjast til Hafnarfjarðar árið 1925. Næstu 13 árin var Gísli á skip- um frá Hafnarfirði, oftast togur- um, en réðist sem húsvörður að Landakotsspítala 1938 og sinnti því starfi í 26 ár. Kom hann þá stundum í kaffisopa til okkar Helgu. Ætíð gagnaðist mér af spjalli við Gísla, því að vel kunni hann deili á mörgu, sem mig fýsti helst að frétta af. Gísli var snar- eygur sem móðir hans, andlitsfall- ið ekki ósvipað, einstaklega hlýr í viðmóti og glaðsinna, sparaði sig aldrei við að gegna hverju starfi rækilega og af mikilli samvisku- semi, svo að sumum þótti jafnvel um of. — Gísli lést 6. okt. 1974. Samtímis og Gísli vann við Landakotsspítala annaðist Sigríð- ur afgreiðslu Morgunblaðsins í Hafnarfirði, eða í röskan aldar- fjórðung. Öll þau ár urðu ungl- ingarnir margir, sem voru í starfi hjá henni og má hiklaust fullyrða, að engir Hafnfirðingar hafi þá haft eins náin kynni af þeim að kennurum undanskildum. Oft heyrði ég á tal Sigríðar og þessara „barna hennar" og duldist ekki, að hún hafði frábært lag á að leið- beina þeim. Og ef hún þurfti að finna að, voru orðin létt og ljós, skiluðu fullri meiningu án þess að særa, en þó í þeim ótvíræð hvatn- ing til að gera betur. Hún lét sér einnig annt um að fylgjast með þessum unglingum löngu eftir að þeir voru komnir úr hennar þjón- ustu. Eftir að ég fluttist í Hafnar- fjörð kynntist ég sumum blað- burðarunglingunum, sem voru í starfi hjá Sigríði, og varð þess áskynja, að þeim var sérlega hlýtt til hennar, töldu hana ráðhollan og þakklátan húsbónda. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, sem einnig var Snæfellingur, hafði oft á orði svo ég heyrði, að leitun væri á traust- ari afgreiðslumanni en Sigríði, því að hún hefði ekki eirð í sínum beinum, ef allt kæmi ekki heim og saman á réttum stað og tilskilinni stundu. Svo tengd var hún þessu starfi, að allir Hafnfirðingar könnuðust við Sigríði Morgun- blaðs, og kvaðst hún una vel þeirri ættfærslu. Ekki var vítt til veggja eða hátt til lofts á Austurgötu 31, en þang- að var þó gaman að koma, sér- staklega þegar Snæfellingar rák- ust þar saman, og ekki var að efa gott atlæti húsráðenda. Sigríður var vel greind og minnug, sem ekki leyndi sér í viðræðu, er öll var hóglát, en gaman hafði hún af að skjóta fram skemmtilegum at- hugasemdum eða áréttingum og brá þá um leið fyrir glampa í auga og bros á vör. Margir, sem náin kynni höfðu af henni, reyndu hve vinföst hún var. Sigríður var fríð kona, vel eygð, með hvelft enni og mikið hár. Síðustu níu árin dvaldist Sigríð- ur á Sólvangi í Hafnarfirði og þar andaðist hún 30. desember, og í dag verður hún kvödd frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Dætur Sigríðar og Gísla eru Kristín, kona Vilhjálms G. Skúla- sonar prófessors, og Þorgerður íþróttakennari, gift Jóni 0. Bjarnasyni gjaldkera. Barnabörn- in eru þrjú og einnig barnabarna- börnin. Um leið og ég þakka Sigríði og Gísla innilega kynnin og sam- fylgdina sendi ég Guðbjörgu syst- ur hennar, Kristínu og Þorgerði, ásamt þeirra nánustu, kærar kveðjur. Lúðvík Kristjánsson Margrét Guðmundsdóttir tannsmiður - Minning Fædd 6. nóvember 1904 Dáin 2. janúar 1982 Eftir langa sjúkdómslegu and- aðist Margrét Guðmundsdóttir tannsmiður, á Borgarspítalanum í Reykjavík. Þar hafði hún legið að mestu rúmföst sl. þrjú ár og átt við van- heilsu að stríða um nokkurn tíma áður. Margrét var fædd að Skógum í Mosdal í Arnarfirði þann 6. nóv- ember 1904. Foreldrar hennar voru þau Bjarney Elesiusardóttir frá Borg í Arnarfirði og Guðmundur Guð- mundsson þá bóndi í Skógum, en fæddur að Reyðarvatni í Rangár- vallasýslu. Þau Bjarney og Guðmundur fluttust til Reykjavíkur 1908, þá með tvær dætur sínar, Láru og Margréti. Þau Guðmundur og Bjarney bjuggu síðan ávallt í Reykjavík. Þau systkinin voru fjögur og eru þau öll á lífi: Lára, ekkja eftir Þorstein Daní- elsson skipasmíðameistara, Gunn- ar húsamálari, ekkjumaður eftir Sigurlaugu Oddsdóttur, Kristín, gift Hans Nielsen byggingam., þau eru búsett í Danmörku, Elín, gift Kristjáni Kristjánssyni bókara, og svo hálfbróðir þeirra, Kristján, kvæntur Rögnu Jónsdóttur. Margrét ólst því upp í Reykja- vík, gekk þar í barnaskóla og fermdist einnig þar. Á þessum ár- um vistaðist Margrét til afbragðs hjóna sem bjuggu á Laugavegin- um, þeirra Jónínu Magnúsdóttur frá Miðnesi og Leifs Þorleifssonar. Þessi hjón reyndust henni sem bestu foreldrar. Varð þeim ljóst að stúlkan hafði góðar gáfur og var listhneigð. Studdu þau hana því til náms og sótti hún einkatíma í því sem hugur hennar stefndi til. Hún stundaði^ tunjjumálanám^o^ hanrr- yrðir. Margrét hafði gott vald á ensku og dönsku. Hún fylgdist vel með allri bókaútgáfu og las ávallt mjög mikið af erlendum bókum og blöðum. Hún hafði yndi af ljóðum og tónlist og fór á tónleika og í leikhús. Það var ekki margt sem fór framhjá þessari glæsilegu og gáfuðu konu í menningarlífi borg- arinnar. Um 17 ára aldur fór hún að vinna fyrir sér við verslunarstörf í skóbúð á Laugaveginum og átti margar skemmtilega minningar frá þessum tíma. Síðan lá leið hennar í hússtjórn- arskólann Ósk á ísafirði. Árið 1932 giftist Margrét unnusta sín- um, Ofeigi J. Ofeigssyni lækni. Fóru þau til Kanada og dvöldust i Winnepeg í tvö ár og fóru síðan til Rochester í Bandaríkjunum og voru þau þar einnig í tvö ár. Þessi ár voru henni einkar hugljúf og eignaðist hún marga vini í Vestur- heimi, sem hún hélt ávallt tryggð Kveðja til bróður Góður bróðir er horfinn úr þess- um heimi. Við lát hans rifjast margt upp frá æskuárunum, sem ánægjulegt er að minnast. Mest sækir á hugann hve Theodór var blíðlyndur og góðviljaður og já- kvæður gagnvart ættingjum og öðru samferðafólki. Theodór lærði rennismíði og lauk síðan vélstjóranámi og sótt- ist námið með ágætum. Starfaði hann bæði til sjós og lands, þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki, Meitilinn sf., 1942, er hann rak ásamt Birni Magnússyni til dauðadags. .YsWitor&v-. .0K við svo lengi sem heilsa hennar leyfði. í Ameríku ferðaðist hún mikið og hún var ávallt tilbúin til þess að segja okkur frændsystkin- um sínum frá ævintýrinu mikla sem hún upplifði þar. Þau slitu samvistum hún og maður hennar skömmu eftir að niðursetningu nýrra véla naut þol- inmæði og þrautseigja Theodórs sín vel, enda ekki fyrir að gefast upp við hálfunnin verk. Sama þrautseigjan lýsti sér í baráttu við erfiðan sjúkdóm í nær tvo áratugi. Fáir vinnudagar féllu úr og lítið var kvartað. Mörg voru áhugamálin auk vinnunnar. Theodór átti margar góðar stundir við píanóið við söng og léttan undirleik, þá hafði hann áhuga á íþróttum bæði á sviði huga og handar. Hann var einn af stofnendum Sundfélagsins Ægis og gjaldkeri þess í 30 ár. Þá bar taflborðið á heimili hans vott um stöðugan áhuga á skák og var .Tþ<iQ.(Ípf.. .íftrmáÁur.. .TaWéUgs Theodór Guðnumdsson vélstjóri - Minning þau komu aftur til Íslands. Árið 1939 fór Margrét að læra á ný. Hún hóf tannsmíöanám hjá Halli Hallssyni tannlækni í Reykjavík og lauk því eftir þrjú ár og hafði þá lagt sérstaka áherslu á gull- og postulínstækni. Hjá Halli Hallssyni vann hún svo áfram til ársins 1945, þá fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar til frekara náms. í fjöldamörg ár rak hún svo sjálfstæðan atvinnurekstur. Hún tók vinnu frá ýmsum tannlæknum og rak tannsmíðaverkstæði af mikilli prýði. Hún var félagslynd og var í stjórn tannsmiðafélagsins í mörg ár og þar af lengst formaður. Árið 1959—’60 gerðist hún félagi í Sor- optimista-hreyfingunni og hafði einkum mjög mikinn áhuga á heimili sem samtökin styrktu og var fyrir munaðarlausa drengi í Breiðuvík í Patreksfirði. Með Sor- optimistum kynntist hún mörgum yndislegum konum sem hún hafði ánægju og yndi af að vera með. Hún Magga frænka var ávallt sérstaklega snyrtileg og vel klædd. Hún var fíngerð, smávaxin og hafði mjög fallegt dökkt hár. „Oh, Reykjavíkur 1948—1949. Á síðari árum starfaði hann í Oddfellow- .riígJuoau ..................... she was quite a lady.“ SannköIIuð dama. Hún var vinnusöm og heið- arleg. Aldrei mátti hún neitt aumt sjá svo hún reyndi ekki að bæta úr. Öll börnin í fjölskyldunni voru börnin hennar. Hún sagði sögur og kenndi okkur vísur og ljóð. Þegar við vorum auralítil, sem var oftast á skólaárunum, þá gaf hún okkur aur. Hún miðlaði ávallt af sínu. I hvert sinn sem nýtt barn fæddist kom hún í heimsókn, þessi smágerða kona með geislandi bros. Hún var kvik á fæti og hafði ávallt hraðan á. Hún var með fangið fullt af blómum og pinkl- um, sem innihéldu föt á nýja barnið. Og hún Ijómaði af ham- ingju. Sérhvert barn sem fæddist var alveg einstakt í hennar aug- um. Hún átti þau vissulega öll, börnin sem fæddust í fjölskyld- unni. Hún var aðal amman. Aldrei gleymdist að senda afmælis- og jólagjafir. Ávallt hringdi hún eða kom á afmælum til ættingja og vina. Hún gleymdi engum. Tryggðin og trúfestan, það voru hennar aðalsmerki. Fari hún í friði. Hjördís Þorsteinsdóttir Theodór var fæddur 8. ágúst 1912 í Reykjavík og voru foreldrar hans hjónin Guðmundur Sæ- mundsson, ættaður úr Kjósinni, og Kristín Þórðardóttir, ættuð af H valfj arðarströnd. Theodór kvæntist Laufeyju Þorgeirsdóttur árið 1935 og eign- uðust þau fjögur börn, Ix>uise Kristínu, Hlíf, Þorgeir og Guð- mund Ægi. Voru þau ávallt sam- hent og höfðu góð tengsl við börn- in og fjölskyldur þeirra, enda góð heim að sækja. Theodór lést 21. desember sl. og var jarðsettur 5. janúar. Ég þakka kærum bróður sam- fylgdina í gegnum árin og bið Guð að varðveita hann í nýjum heim- k.vnnum. ..........................-Valgerdur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.