Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 44
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Jttotjjtmfclíiínfc
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
Þrettándaólætin á Selfossi:
Eldsprengja sprakk
á vegg Selfossbíós
40 eldsprengjur teknar og 25 heimatilbúnar sprengjur
ELDSPRENGJU var varpað
að Selfosshíói og sprakk hún
á vegg bíósins með þeim af-
leiðingum að eldur kviknaði
Drukknaði
í Eyja-
fjarðará
Akureyri, 11. januar
FJÖGURRA ára drengur
drukknaði í Eyjafjarðará síð-
degis í gær. Hann var í fóstri
á bænum Sandhólum í Saur-
bæjarhreppi í vetur, en átti
annars heima í Hjallalundi
9G á Akureyri.
Hann hafði farið út að leika sér
eftir hádeKÍ í Kær, og um klukkan
þrjú var hann að leik heima við bæ.
Nokkru síðar var farið að huga að
honum, en þá fannst hann ekki.
Spurst var fyrir um hann á næstu
hæjum, en þangað hafði hann ekki
komið. Hins vegar var rakin slóð
hans suður og niður að Eyjafjarð-
ará, sem rennur skammt framund-
an bænum, yfir brú á ánni og að
vök, sem þar var.
Var nú safnað liði og leituðu
menn úr nágrenninu og einnig úr
Hjálparsveit skáta á Akureyri og
Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri
fram undir miðnætti, en án árang-
urs að öðru leyti en því, að frosk-
menn fundu stígvél drengsins í
vökinni. Leit var haldið áfram í
birtingu í morgun og fannst lík
drengsins um hádegi um átta metr-
um neðar í ánni.
Drengurinn hét Sigtryggur
Ómar Jóhannesson, fæddur 5. apríl
1977, sonur hjónanna Guðnýjar
Sverrisdóttur og Jóhannesar Sig-
tryggssonar. Sv. P.
en xlokknaói þó fljótlega.
Inni í húsinu voru á milli 250
og 300 unglingar á skemmt-
un og þarf vart að taka fram,
að illa hefði getað farið hefði
eldurinn náð að læsa sig um
húsið. Atvik þetta átti sér
stað um miðnætti að kvöldi
þrettándans. Mbl. fékk þetta
staðfest hjá lögreglunni á
Selfossi í gærkvöldi.
Um 40 eldsprengjur voru tekn-
ar úr nokkrum bílum um klukk-
an 21 að kvöldi þrettándans, þar
af 32 eldsprengjur úr einum og
sama bílnum. Einnig voru teknar
25 heimatilbúnar sprengjur, sem
hefðu verið stórhættulegar hefði
þeim verið kastað að bílum eða
fólki.
Einn lögregluþjónn meiddist
þegar stórum grjóthnullingi var
kastað í höfuð honum. Hann var
með lögregluhjálm, sem sprakk
og vankaðist maðurinn við högg-
ið. Lögreglan á Selfossi og for-
maður ungmennafélagsins hafa
deilt um upptök og orsakir ólát-
anna.
Sjá bls. 46.
Tvær bifreiðanna, sem ekið var i, eftir áreksturinn við Kleppsveg 2.
Mvnd Mbl. Júlíu.s
Ók ölvaður á 6 bfla
MIKILL árekstur varð um klukk-
an 21.15 í gærkvöldi við bílastæði
fjölbýlishússins við Kleppsveg 2.
Bifreið var ekið á sex bifreiðar
með þeim afleiðingum að fjórar
þeirra eru gjórónýtar og einnig sú
er tjóninu olli. Tveir menn, sem
voru í bifreiðinni, hurfu af vett-
vangi, en ökumaðurinn hringdi
sjálfur á lögregluna og skýrði frá
óhappinu. Grunur leikur á að öku-
maðurinn hafi verið undir áhrifum
áfengis.
Bifreiðinni, sem er af Ply-
mouth-gerð, var ekið á ofsa-
hraða eftir Sætúni. Þegar
skammt var ófarið að gatnamót-
unum við Laugarnesveg var ekið
í veg fyrir hana, að sögn öku-
manns. Hann segist hafa reynt
að sveigja frá, en ekki tekist bet-
ur til en svo, að hann missti
stjórn á bifreiðinni, ók á umferð-
arskilti fyrir vestan gatnamótin
og þaðan yfir eyjuna milli
Kleppsvegarins og húsagötunnar
og lenti á bifreiðunum sex.
Fjórar þeirra köstuðust upp á
gangstéttina, þar af ein alveg
upp að húsinu. Mikil mildi var að
kona, sem stóð á gangstéttinni,
varð ekki fyrir bifreið. Engin
slys urðu á mönnum. Ljóst er að
eignatjón er mikið, því verðmikl-
ir bílar gereyðilögðust.
Ráðherrar reikna með fiskverði f kjölfar sjómannasamninga:
Vísitöluskerðing 1. marz
meðal hugmynda
er
Framsóknar
„Segi ekki frá einni einustu hugmynda Framsóknarflokksins,“ segir Steingrímur Hermannsson
MKDAL hugmynda þeirra sem fram-
sóknarmenn hafa lagt fram í ríkis-
stjórn í umfjöllun um fiskverð, geng-
isskráningu og efnahagsvandann al-
mennt, er vísitöluskerðing 1. marz
nk., en Ijóst er, samkvæmt heimildum
Mbl., að verulegar efnahagsaðgerðir
þurfa til að koma á næstu mánuðum
til að mæta bágri stöðu þjóðarbúsins.
Sjálfstæðismenn i ríkisstjórn hafa
Banaslys á Keflavíkurveginum:
Tveir menn létust og sá
þriðji liggur þungt haldinn
TVEIR hálfbræður létust og
þriðji maðurinn slasaðist mjög
alvarlega er bifreið þeirra lenti
út af Keflavíkurveginum á
Strandarheiði aðfaranótt síðast-
liðins sunnudags. Mun bílstjóri
bifreiðarinnar hafa misst stjórn
á henni í hálku með áður-
greindum afleiðingum. Talið er
að bifreiðin hafi verið á mikilli
ferð og að hún hafi farið margar
veltur og um 70 metra vega-
lengd utan vegar áður en hún
stöðvaðist.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
voru málsatvik þau að klukkan 45
mínútur yfir 12 á miðnætti var
henni tilkynnt um að þrír menn
hefðu farið upp í bifreið og ekið
áleiðis til Reykjavíkur. Þar sem
grunur lék á að ökumaður væri
ölvaður hélt lögreglan í átt til
Reykjavíkur og um stundarfjórð-
ungi síðar kom hún að bifreiðinni
utan vegar. Tveir mannanna voru
Hjálmar Hjálmarsson
þegar látnir, en sá þriðji, ökumað-
urinn, mikið slasaður og var hann
fluttur í gjörgæzludeild Borgar-
spítalans og er hann enn meðvit-
undarlaus og þungt haldinn.
Mennirnir, sem létust, voru
Jón Óli Jónsson
hálfbræður, Hjálmar Hjálmars-
son, fæddur 5. september 1962, og
Jón Óli Jónsson, fæddur 14. des-
ember 1957. Þeir voru báðir til
heimilis að Kirkjuvegi 34, Kefla-
vík.
skýrt sín mál og lagðar hafa verið
fram ákveðnar tillögur í því sam-
bandi. Alþýðubandalagið hefur reifað
sínar hugmyndir, en samkvæmt við-
tölum við ráðherra f gær virðast menn
nú vinna að því, að „tala sig niður á
lausnir á vandamálunum“, eins og
Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra,
orðaði það. Kíkisstjórnarfundur er
boðaður árdegis í dag.
Ráðherranefndin, efnahagsmála-
nefnd ríkisstjórnarinnar, einstaka
aðrir ráðherrar og þingmenn sátu
fundi um helgina og ræddu stöðu
mála. Ráðherrar sem Mbl. ræddi við
í gær voru á einu máli um að ef
niðurstaða næðist í sjómannasamn-
ingunum myndi samkomulag um
fiskverð ekki langt undan og ákvörð-
un um gengisfellingu fylgja með, eða
í kjölfarið. Þeir voru yfirleitt tregir
til að ræða þær hugmyndir um efna-
hagsaðgerðir sem fram hafa komið,
en Mbl. hefur þó eftir áreiðanlegum
heimildum að meðal hugmynda
Framsóknarflokksins sé áðurnefnd
vísitöluskerðing.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, var
spurður í gær, hversu mikla vísi-
töluskerðingu Framsóknarflokkur-
inn legði til. Hann svaraði: „Ég segi
ekki frá einni einustu hugmynd
Framsóknarflokksins og hver talar
um að Framsóknarflokkurinn hafi
lagt til vísitöluskerðingu?
— Það hefur heyrst.
„Það hefur heyrst, já. Þú verður
þá að hafa það frá öðrum en mér. Ég
hef ekki heyrt það.“
— Er vísitöluskerðing þá ekki í
ykkar hugmyndum?
„Ég segi ekkert um það. Við höfum
lagt fram, eins og hinir hafa gert í
viðræðum í ríkisstjórninni, hug-
myndir. Þá erum við og opnir að
ræða allar þær hugmyndir sem geta
orðið til hjöðnunar verðbólgu."
Steingrímur sagðist reikna með að
samningar um nýtt fiskverð næðust
mjöK fljótlega, eða strax og samn-
ingar næðust með sjómönnum og út-
gerðarmönnum. Gengisfelling fylgdi
síðan nýju fiskverði eða kæmi í
kjölfarið.
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, sagði aðspurður
um hvort hann teldi lausn efna-
hagsvandans í sjónmáli: „Ég býst við
að menn þurfi að gera sér grein fyrir
því, að efnahagsvandinn verður
aldrei leystur í eitt skipti fyrir ötl.
Ég held að þessi endanlega lausn,
sem sumir eru stundum að tala um,
sérstaklega stjórnarandstaðan núna,
sé ekki til. Þetta er spurning um
þrotlausa vinnu og ekkert annað."
Karl efstur í Brazilíu
KAKL Þorsteins er nú í efsta sæti
ásamt þremur öðrum á sterku ungl-
ingaskákmóti sem fram fer í Brazilíu
um þcssar mundir. Karl vann Souza
frá Brazilíu í 8. umferð mótsins og er
efstur ásamt Zuöiga, Perú, D’Lugi,
Bandaríkjunum, og Wells frá Kng-
landi — allir með 6 vinninga.
Karl gerði jafntefli við Zakic í 7.
umferð og vann Milton Braitt í 6.
umferð. Alls verða tefldar 15 um-
ferðir í mótinu.