Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 Tugir íbúa í Laugarási: Andmæla frekari byggð við Aust- ur- og Vesturbrún NOKKIII) á níunda tug íbúa í Laugarási hafa ritað undir andmæli við fyrirhugada aukna byggð á svæðinu milli Austur og Vesturbrúna í Laugarási í Reykjavík og óska íbúar þess að ekki verði vikið frá upphaflegu skipulagi, sem gerði ráð fyrir friðlýstu útivistarsvæði á hæðinni. Andmælum þessum er beint til um segir m.a.: „Þess má og geta, borgarráðs Reykjavíkur og þeim skilað á skrifstofu borgarinnar fyrir síðustu áramót. Undir áskor- un þessa taka nokkrir stjórnar- meðlimir Hrafnistu í Reykjavík og segir m.a. í samþykkt þeirra: „Stjórn Hrafnistu bauð borgaryf- irvöldum að íbúum þessa húss væri að sjálfsögðu heimil útivist á lóð Hrafnistu enda við alltaf horft til hins opna svæðis milli Austur- og Vesturbrúnar sem sameigin- legs göngu- og útivistarsvæðis fyrir mörg hundruð gamalmenni, sem í næsta nágrenni búa. Sér- staða þessa svæðis sem ætti að friðlýsa um aldur og ævi, er sér- stök vegna útsýnis, sem þaðan má njóta." I áskorun íbúanna í Laugarásn- að sú kvöð var lögð á húsbyggj- endur við Austurbrún að leggja vatns og skolpleiðslur niður í Kambsveg á eigin kostnað vegna þess að engin byggð átti að vera ofan við götuna og því engar leiðslur lagðar í hana. Þeir vöru því í raun látnir greiða fyrir að fá að hafa holtið óbyggt ... Við, sem undir þetta skjal skrifum, komum hér með á framfæri þeirri hug- mynd, að borgin gefi þeim og öðr- um borgarbúum kost á að njóta útivistar á svæðinu með því að leggja gangstíga, koma fyrir bekkjum og auka á því gróðurfar með villtum íslenskum plöntum.“ Þá bjóðast margir íbúanna til að leggja fram sjálfboðavinnu við framkvæmdir. Jón L. vann Carsten Hoi Helgi jafntefli en Guðmundur sat yfir í 3. umferð JON L. Árnason vann Dan- ann (’arsten Hoi og Helgi Olafsson gerði jafntefli við ísraelsmanninn Birnboim í 3. umferð b-riðils á svæðamót- Deilu BHM vísad til Kjaradóms KUNDUR hefur verið boðaður síð- degis í dag hjá sáttasemjara um kjarasamning Handalags háskóla- manna og ríkisins. Lítið hefur miðað í samkomulagsátt á fundum aðila, en til umræðu er nýr tveggja ára samningur. Náist ekki samkomulag í dag verður deilunni vísað til kjara- dóms lögum samkvæmt. inu í Kanders í Danmörku í gærkvöldi. Guðmundur Sig- urjónsson sat yfir í 3. um- ferð. Svæðamótið hófst á laugardag og vann Guðmundur Sigurjónsson þá Norðurlandameistarann Knut Helmers. Þeir Jón L. og Helgi gerðu innbyrðis jafntefli. í ann- arri umferð tapaði Guðmundur fyrir Murrey frá ísrael, Jón L. tapaði fyrir Lobror, V-Þýzkalandi, en Helgi Ólafsson vann Wedberg frá Svíþjóð. Staðan er nokkuð óljós en þeir Kagan og Lobror hafa hlotið 2 vinninga og biðskák í a-riðli. Helgi Ólafsson hefur einnig hlotið 2 vinninga. Borik V-Þýzkalandi er efstur í b-riðli með 2'k vinning. Elvar með 3V6 vinning KI.VAK (íuðmundsson teflir nú á alþjóðlegu móti í Hamar í Noregi og að loknum 7 umferðum hefur hann hlotið 3'k vinning. í 7. umferð gerði hann jafntefli við ungverska alþjóðlega meistarann Sapi. Kfstur á mótinu er King frá Knglandi með 5 vinninga. í 2.—4. sæti eru Tisdall frá Bandaríkjunum og Davies, Knglandi, með 4'/2 vinning. Þá koma Federowice, USA, og Sapi, Ungverjalandi, með 4 vinninga. Þorsteinn Þorsteinsson, sem bú- settur er í Svíþjóð, tekur einnig þátt í mótinu og hefur hann hlotið 3 vinninga. Þorsteinn tók þátt í al- þjóðlegu móti í Karlstad í Svíþjóð fyrir skömmu og hafnaði þar í 5. sæti, en alls tóku 176 manns þátt í mótinu. Sænski alþjóðlegi meistar- inn Harry Schussler sigraði, hlaut 6'k vinning, Bengt Wihlborn, Mikael Carlsson og Ran Runnby, allir Svíþjóð, hlutu 6 vinninga, en Þorsteinn hafnaði í 5.-9. sæti með 5'k vinning, fyrir ofan alþjóðlega meistarann Ole Jakobsen frá Danmörku, sem hlaut 5 vinninga. Á mótinu í Hamar hefur Elvar gert jafntefli við Davies, Sapi og Federowice. Hann ,vann Norð- manninn D’Lange en tapaði heldur slysalega fyrir Klaus Berg frá Danmörku. „Jeppinn gjörónýtur“ - segir Bjarni Marteinsson, ei: andi Wagon jeppa, sem höfninni í N víkum í gær, hálfu ári eftir honum var Wagoneerjeppinn dreginn upp úr höfninni í Njarðvíkum í gær. Mynd Mbl. Ileimir Stígsson „JEFPINN er eins ónýtur og hann getur orðið. Þakið á honum lagðist saman og sjórinn hefur étið allt ál í burtu þannig að sumir hlutir hafa hreinlega horfið. Þá er jeppinn al- settur hrúðurkörlum og lakk hreinlega hrundi af jeppanum þeg- ar við sprautuðum vatni á hann,“ sagði Bjarni Marteinsson, eigandi Wagoneerjeppa, sem fannst í höfn- inni í Njarðvíkum laust fyrir há- degi í gær, tæpu hálfu ári eftir að honum var stolið af Öldugötu í Reykjavík. „Eg verð sjálfur að bera tjón- ið, nema svo ólíklega takist til að þjófurinn náist, en engu líkara er en hann hafi ekið bílnum af ásettu ráði í sjóinn, því bíllinn var í gír og í lágadrifinu," sagði Bjarni ennfremur. Jeppinn fannst fyrir hreina tilviljun í höfninni. Kafari, sem var við vinnu á vegum hafnar- innar, fann jeppann á hvolfi í sjónum. Greinilegt er, að jepp- inn hefur legið lengi í sjónum, sennilega verið ekið fram af bryggjunni skömmu eftir að honum var stolið. „Eg vonaðist auðvitað til að fá bílinn í heilu lagi, en í sjálfu sér er ég feginn, að þetta er afstaðið. Margar vísbendingar hafa komið fram og sumir hafa talið sig hafa séð bílinn víðs vegar um landið. Þá hef ég nokkrum sinn- um verið kallaður til að skoða uppgerða Wagoneer-jeppa sem til sölu voru. Kaupendur vildu fá fullvissu um að vera ekki að kaupa köttinn í sekknum og því talið ráðlegra að fá staðfest að ekki hafi verið um hinn stolna jeppa að ræða,“ sagði Bjarni Marteinsson. Gunnar Þorvaldsson um skýrslu Loftferðaeftirlitsins: Alls ekki fullyrt að vopn hafi verið flutt „ÞAÐ BARST kæra til Flugráðs um meinta vopnaflutninga Arnarflugs, og málið var rannsakað. Fyrst skilaði Loftferðaeftirlitið skýrslu, þar sem Arnar flug var algjörlega sýknað af þeim áburði. Síðan samdi Loftferðaeftirlitið aðra skýrslu, eftir ítarlegri rannsóknir og þá kom í Ijós, að það taldi líklegt, að í fimm ferðum hafi verið eitthvað í farminum, sem talizt gæti hergögn samkvæmt erlendri skilgreiningu,“ sagði Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, í samtali við Mbl. „Nú er það svo, að flest flugfélög gönguráðuneytinu í gærkvöldi. eru bundin af því, að flytja það sem er innan IATA-samþykkta, það sem IATA-félögin hafa komið sér saman um, að væri í lagi að flytja öryggisins vegna og Arnar- flug er bundið af þessum skilmál- um. Þegar svo þessi orðrómur fór á kreik, hafði Arnarflug þegar sam- band Libyan Arab Airlines og þeir fullyrtu, að það væri ekkert í förmunum, sem ekki væri innan IATA-reglanna. Skýrsla Loft- ferðaeftirlitsins leiðir síðan að því getur, að eitthvað kunni að hafa verið um borð, sem ekki falli undir IATA-reglurnar. Það er hins veg- ar alls ekki fullyrt að svo sé. Það næsta sem skeður í þessu máli, er að ég fékk bréf frá sam- þar sem óskað er eftir því, að Arn- arflug tilnefni mann í nefnd, sem m.a. á að ákveða hvað séu vopn og hvað ekki. Það er ekki til nein slík skilgreining á Islandi. Annars er einungis verið að blása upp mál, þar sem talið er mögulegt, að eitthvað hafi verið flutt af vopnum í sjö ferðum fé- lagsins, af um 400 ferðum, sem farnar eru. Það er hins vegar ekk- ert sem sannar það. Að siðustu vil ég taka fram, að hafi verið flutt vopn í þessum ferðum, þá er það hvorki með vilja né vitund Arnar- flugsmanna, sagði Gunnar Þor- valdsson, framkvæmdastjóri Arn- arflugs, að síðustu. Akureyri: Mikið tjón í eldi Akureyri. II. janúar. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að Furulundi 10, sem er tveggja hæða fjölbýlishús, klukkan 19.40 í gærkvöld. I*ar logaði mikill eldur í fbúð Hrettándaólætin á Selfossi: Lögreglan óskar rannsóknar á um- mælum formanns ungmennafélagsins „ÞKTTA KR einn furðulegasti þrettándi, sem ég hef upplifað. Það tókst með nokkrum viðbúnaði að koma í veg fyrir ólæti eins og komið hefur fyrir áður og við þurftum að hafa afskipti af nokkrum unglingum, meðal annars loka nokkra þeirra inni skamma stund. Þá rekur formaður ung- mennafélagsins hér upp mikið hróp og heldur því fram að við höfum átt sök á ólátunum og verið of harðhentir við börnin. Þetta könnumst við alls ekki við og höfum óskað opinberrar rannsóknar á ummælum hans,“ sagði Jón Guðmundsson, lögreglustjóri á Selfossi í samtali við Morgun- blaðið. „I/jgreglan kom á vettvang þegar ókyrrð var komin í ungl- ingana og þeir byrjaðir að eiga eitthvað við ruslagám, sem var í nágrenni félagsheimilisins. Þá náðum við að koma í veg fyrir ólæti og tjón, nema að lögreglu- bíll frá Reykjavík var skemmdur eitthvað. Við könnumst ekki við að hafa beitt kylfum á börnin og höfum ekki fengið neinar kærur eða tilkynningar um meiðsli enda finnst okkur furðulegt að rekið sé upp ramakvein þegar tekst að hemja ólætin," sagði Jón. „Eg tel engan vafa á því að það var lögreglan, sem æsti börnin upp og á því sök á ólátunum. Lögreglan beitti kylfum á ungl- ingana um leið og þeir komu út af dansleiknum hér í félags- heimilinu," sagði Sigmundur Stefánsson, formaður ung- mennafélagsins. „Þetta voru ótímabærar að- gerðir og af litlu sem engu til- efni, það var þó ekki um stór- vægileg meiðsli á unglingunum, en gerð hefur verið könnun á því 1 gagnfræðaskólanum hve marg- ir hafi orðið fyrir kylfuhöggum og munu það vera um 15 alls. Mér er kunnugt um það að grjóti og glerjum var kastað að lög- reglunni eftir að hún hafði hafið ólætin, en mér er ekki kunnugt um að bensínsprengjur hafi ver- ið notaðar," sagði Sigmundur. á neðri hæð og stóðu eld- tungurnar hátt til lofts út um gluggana þegar að var komið, enda íbúðin alelda. Bræður tveir bjuggu í íbúðinni og komust þeir út óskaddaðir. Fljótlega tókst að slökkva eldinn, en þá var mikið tjón orðið í íbúðinni. Einnig urðu miklar skemmdir á íbúð þeirri sem er beint upp yfir henni. Talið er víst, að logandi vindlingur hafi kveikt í legubekk í stofu, en síðan hafi ibúðin orðið eitt eldhaf. - Sv.P. Vitni óskast ÞANN 1. janúar um kl. 07.00 varð alvarlegt umferðarslys á Vestur- landsvegi til móts við Korpúlfs- staði. Ekið var á 19 ára stúlku, sem þar var á gangi. Ökumaður bifreiðarinnar var á leið til Reyk- javíkur. Hann tók stórslasaða stúlkuna og kom henni fyrir í bif- reið sinni og ók henni í slysadeild. Vitni sem kunna að hafa verið að þessu umferðarslysi eru vinsam- lega beðin að gefa sig fram við lögregluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.