Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 34
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
f
Eiginmaöur minn,
BÖOVAR INDRIOASON,
Hofsvallagötu 23,
lést aö heimili sínu þann 10. janúar.
Anna Guömundsdóttir.
f
Unnusti minn og sonur okkar,
JÓN ÓLI JÓNSSON,
Kirkjuvegi 34, Keflavík,
lést af slysförum 10. janúar.
Sigurbjörg Björnsdóttir,
Guöbjörg Jónsdóttir,
Jón Ólafsson.
Sonur okkar,
HJÁLMAR HJÁLMARSSON,
Kirkjuvegi 34, Keflavík,
lést af slysförum 10. janúar.
Guöbjörg Jónsdóttir,
Hjálmar Kristinsson.
f
Eiginmaöur minn,
BERGUR HALLGRÍMSSON,
Arnarbæli viö Blesugróf,
lézt aö morgni 8. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Fanney Ingjaldsdóttir.
f
Maöurinn minn,
SVEINBJORN ZOPHONÍASSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 13. janúar
kl. 15.00.
Geirrún Ívarsdóttír,
Jökulgrunni 2A.
Bróöir minn. + HARALDURKNUDSEN,
Þingholtsstræti 33,
veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 13. þ.m. kl.
10.30 f.h. Aöalsteinn Knudsen.
f
Eiginmaður minn og faöir okkar,
HARALDURPÉTURSSON,
fyrrverandi safnhúsvöröur,
Sólheimum 34,
veröur jarösunginn í dag, þriöjudaginn 12. janúar. kl. 15.00 frá
Fossvogskirkju.
Margrát Þormóösdóttir,
Pétur Haraldsson,
Guðbjörg Haraldsdóttir Bay,
Þormóöur Haraldsson.
Vegna útfarar Lúðvíks Guömundsssonar, verður
verzlunin
lokuð í dag
frá kl. 12.
LJÓS & ORKA
Suðurlcindsbraut 12
Verzlunin verður
lokuð
frá hádegi í dag vegna jarðarfarar Haralds
Péturssonar fyrrv. safnhúsvarðar.
Verzlunin Björn Kristjánsson,
Vesturgötu 4.
Minning:
Sigríður Guðmunds-
dóttir frá Tröðum
Fædd 15. nóvember 1891
Dáin 28. desember 1981
I dag fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði útför Sigríðar Guð-
mundsdóttur frá Tröðum í Staðar-
sveit.
Hún fæddist á Hofsstöðum í
Miklaholtshreppi 15. nóvember
1891 og var því rúmlega níræð er
hún lést 30. desember síðastliðinn,
á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sól-
vangi, eftir níu ára sjúkravist þar.
Hún var elst barna hjónanna
Katrínar Jónsdóttur og Guðmund-
ar Sigurðssonar sem þá bjuggu á
Hofsstöðum og seinna víða þar um
slóðir. Lengst bjuggu þau á Tröð-
um í sömu sveit.
Þau hjón voru bæði Rang-
æingar, hún var uppalin í Þjóð-
ólfshaga í Holtum, hann í Nik-
ulásarhúsum í Fljótshlíð.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum
sínum við algeng sveitastörf
þeirra tíma, bæði utan húss og
innan.
Hún var snemma tápmikil,
handlagin og kappsfull við öll
störf.
Rúmlega tvítug fór hún úr for-
eldrahúsum til að sjá sér farborða,
en var þó í sambandi við foreldra
og systur.
Hún var í kaupavinnu, vinnu-
mennsku og vistum bæði í sveit og
við sjó. Við fiskverkun á Isafirði
og í Reykjavík, við saumaskap í
Olafsvík og Stykkishólmi o.fl.
28. desember 1918 gekk hún að
eiga Gísla Gíslason skipstjóra í
Stykkishólmi, dugnaðarmann sem
stundaði skipstjórn og útgerð á
eigin skipi frá Stykkishólmi.
Þau stofnuðu þar myndarheim-
ili á þeirrar tíðar mælikvarða í
eigin húsi og tóku til umönnunar
aldraða móður Gísla, Þóru Val-
gerði og ólu önn fyrir henni meða
hún lifði.
Þau eignuðust tvær dætur, báð-
ar búsettar í Hafnarfirði. Kristínu
Guðrúnu gifta dr. Vilhjálmi G.
Skúlasyni og Þorgerði Maríu, sem
gift er undirrituðum.
Barnabörnin eru þrjú og barna-
barnabörnin þrjú.
Síðla árs 1925 fluttu þau hjónin
búferlum til Hafnarfjarðar og
bjuggu þar síðan.
Gísli lést 1974 áttatíu og fjög-
urra ára.
Sigríður hafði því átt heima í
Hafnarfirði í fimmtíu og sex ár er
hún lést. Hún átti að baki áratuga
erfiðan sjúkdómsferil.
Þetta er í fáum orðum ævi erill
þeirrar vammlausu heiðurskonu
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
SIGRÍDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
áöur til heimilis aö Austurgötu 31, Hafnarfiröi,
sem lést á Sólvangi 30. desember sl., veröur jarösungin frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfiröi í dag þriöjudaginn 12. janúar kl. 14.00.
Kristín G. Gísladóttir, Vílhjálmur G. Skúlason,
Þorgeröur M. Gisladóttir, Jón Ól. Bjarnason
og barnabörn.
t
Faöir minn, tengdafaöir og afi,
BJARNLEIFUR HJÁLMARSSON,
Fellsmúla 15,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. janúar
nk. kl. 15.00.
Birna G. Bjarnleifsdóttir, Árni H. Bjarnason,
Erla Svanhvít Árnadóttir, Anna Sólveig Árnadóttír.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
KJARTANSEGGERTSSONAR,
bónda, Einholtum.
Vandamenn.
+
Innilegustu þakkir til allra þeirra er auösýndu samúö og vinarhug
viö andlát og úrför eiginmanns míns, fööur okkar og afa,
GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR,
læknis,
Sigluvogi 4, Reykjavik.
Guörún Þorkelsdóttir,
Þorkell E. Guömundsson, Óttar G. Guömundsaon,
Þorgerður S. Guömundsdóttir, Edda Ýr Guðmundsdóttir,
Jóhannes Guömundsson, Berglind Eínarsdóttir,
Guómundur Guömundsson, Sunneva Eggertsdóttir.
sem í dag verður lögð til hinstu
hvíldar við hlið manns síns undir
þeim fagurglita fjallahring sem
umlykur Hafnarfjörð.
Á bak við þessi fáorðu æviatriði
liggur löng og litrík hetjusaga.
Saga um gleði og velgengni, um
erfiðleika og mótlæti.
Þegar þau hjónin fluttu hingað,
af ástæðum sem ekki verða raktar
hér, voru þau blásnauð. Aleigan
var dæturnar tvær, 3 mánaða og 6
ára. Leiguíbúðin var herberi í
niðurgröfnum kjallara við lækinn,
vatnsborðið stundum ofar en gólf-
ið.
í bænum ríkti örbirgð og
atvinnuleysi og engir voru ver
settir en þeir, sem voru nýfluttir
og öllum heimamönnum ókunnug-
ir.
Þau hjónin tókust á við örðug-
leikana með ofurmennsku öreig-
anna og byggðu upp heimili að
nýju. Við það verk stóð hún sem
klettur við hlið mánns síns.
Með ítrustu sparsemi, sjálfsafn-
eitun og vinnusemi, tókst þeim að
koma dætrunum til manns, eign-
ast vinalega bæinn sinn á Austur-
götu 31 og gera hann vistlegan.
Þar var allt hreint, fágað og
snyrtilegt úti sem inni og búshlut-
irnir gáfu hugmynd um mynd-
arskap og hagsýni húsfreyjunnar.
„En lífið setur á manninn mark.“
Þó að þeir tímar kæmu, að Sigrið-
ur og Gísli yrðu bjargálna, hafði
lífsreynslan skilið eftir sár sem
aldrei greri.
Sigríður var öllum eldri Hafn-
firðingum kunn fyrir að sjá um
dreifingu og sölu Morgunblaðsins
um aldarfjórðungs skeið, við þau
störf hafði hún sér til aðstoðar,
fjölda barna og unglinga, sem hjá
henni unnu sín fyrstu handtök og
hlutu sín fyrstu verkalaun.
Eg veit að þetta fólk minnist
hennar með hlýhug, vegna þeirra
góðu uppeldisáhrifa sem það varð
fyrir og þeirrar tryggðar sem hún
sýndi því og áhuga á högum þess.
Sigríður Guðmundsdóttir var
kona mikillar gerðar í sjón og
raun. Hún er minnisstæð öllum
sem kynntust henni. Yfirbragðið
festulegt og augun greindarleg
með glettnisbliki.
Hún var trúuð kona sem bar
umhyggju fyrir hag kirkju sinnar.
Trygglyndi hennar og hjálpsemi
var rómuð.
Hún var föst á fé, sparsöm við
sjálfa sig og neitaði sér um flestan
munað. En hún var stórgjöful og
gaf af myndarskap á þann hátt að
viðtakandanum þótti sæmd að, en
það fréttist ekki á götum og
gatnamótum þó að hún rétti fram
hjálparhönd.
Hún var gestrisin og glöð heim
að sækja, glettin og sposk í vina
hópi, stálminnug fram á efri ár,
sjófróð, gædd sérkennilegri frá-
sagnargáfu og kunni góð skil á
bundnu máli sem óbundnu.
Sigríður stóð á sextugu þegar ég
kom fyrst á heimiii hennar, sem
verðandi eiginmaður yngri dóttur-
innar og hjálparhellu, hún vafði
mig þá móðurörmum, eftir það
átti ég ástúð hennar og umhyggju,
frá þeim degi sýiyii þessi skap-
stóra og ráðríka kona mér fullan
trúnað.
Á undanförnum árum hef ég
gengið af hennar fundi með marg-
ar fyrirbænir, sem ég veit að voru
mæltar af heilum hug.
Þegar Sigríður var komin að
vegamótum lífs og dauða var dag-
urinn orðinn langur, líkamskraft-
arnir á þrotum og hún heltekin af
banvænum sjúkdómi, hélt hún
-eTlnþá andlegri reisn og ótrúlegum
sálarkröftum, fyrir það þökkum
við Guði, sem eftir stöndum.
Að endingu skal starfsliði Sól-
vangs fluttar alúðar þakkir fyrir
frábæra umönnun, ljúfmannlegt
viðmót og óþrjótandi þolinmæði
við að lina þrautir og létta henni
stundirnar.
Minningiift um Sigríði Guð-
mundsdóttur lifir í hugum okkar
sem þekktum hana, við pökkum
henni samfylgdina.
Stórbrotin sæmdarkona hefur
lokið langri jarðlífsgöngu sinni.
Nú felum við hinum hæsta höf-
uðsmið himins og jarðar hana til
varðveislu.
Jón Ól. Bjarnaxon