Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 13 Listilegur ljósaleikur Leíklist Bolli Gústafsson í Laufási Leikfélag Akureyrar DÝRIN I HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner I>ýðandi: Hulda Valtýsdóttir Ljóðin þýdd af Kristjáni frá Iljúpalæk Leikmynd og búningar: Guðrún Auðunsdóttir Ljósahönnun: David Walters Leikstjóri: Inirunn Sigurðardóttir Ekki get ég neitað því, að í fyrstu vakti það mér furðu, að Leikfélag Akureyrar skyldi velja Dýrin í Hálsaskógi sem annað viðfangsefni á þessum vetri. Auðvitað er það fagnað- arefni, að barnaleikrit skuli vera á verkefnaskránni, en hér er á ferðinni verk, sem sýnt var fyrir nokkrum árum á sama sviði. Þegar leitað er raka fyrir þessari ráðabreytni, þá koma þau fljótt í leitirnar. Þyngst eru þau, að börnin, sem sáu leikritið forðum, geta sennilega talist fullorðið fólk nú, og í þeirra stað eru komin önnur, er njóta verksins í rík- um mæli. Þá eru þau leikrit eftir norska skáldið Thorbjörn Egner, sem sýnd hafa verið hér á landi, gædd óvenjulegu lífi og hlýju. Alúð hefur verið lögð við þýðingu þeirra, hvort heldur er laust mál eða bund- ið. Þau njóta þess, hversu kunnugur höfundurinn er leiksviðinu og honum lætur vel að segja spennandi sögu innan þeirrar umgerðar. Þetta á ekki síst við um Dýrin í Hálsaskógi, sem unnt er að sýna á hvaða sviði sem er. Kardimommubærinn gerir óneitanlega kröfur til víðara rýmis og meiri tækniútbúnað- ar á sviðinu, ef vel á að fara. Söngva og ljóð úr Dýrunum í Hálsaskógi, Kardimommu- bænum og Karíusi og Baktusi þekkja börnin af hljómplötum, sem notið hafa fádæma vin- sælda á meðal þeirra. Þekki ég það af eigin raun, því að engar hljómplötur eru orðnar jafn illa slitnar á heimili mínu. Þegar yngstu börnin eru rellin eða óánægð þá þykir þjóðráð að bregða þessum plötum á fóninn, og um leið dettur allt í dúnalogn. Með mikilli eftir- væntingu fóru þessir yngstu fjölskyldumeðlimir á frum- sýningu Leikfélags Akureyrar á fjórða degi nýliðinna jóla. Ekki get ég neitað því, að mér lék mest forvitni á, að fylgjast með viðbrögðum þeirra. Þau viðbrögð voru sannarlega góð einkunn fyrir sýninguna. Börnin voru í sjöunda himni og umræður um þá félaga, Mikka ref, Martein skógar- mús, Hérastubb bakara og ótal fleiri, hafa enst fram yfir Mikki refur (Gestur E. Jónasson). áramótin og rúmlega það. Og ég er fyllilega sammála börn- unum. Sýningin er hreinasta afbragð. Þórunn Sigurðardótt- ir leikstjóri hefur náð þeirri samstillingu og þeim hraða, sem þörf er á. Hef ég og sannfrétt að mjög vel hafi ver- ið unnið. Börnin satt að segja iðuðu í skinninu að fá að taka þátt í þessum skemmtilega leik og hefðu ef til vill mátt fá fleiri tækifæri til þess. Þó er það álitamál, þegar gætt er að þeim tilgangi barnaleikrita, að kenna börnum að njóta leik- hússverka á hefðbundinn hátt. Leikarar lögðu sig allir fram og gættu yfirleitt nauðsyn- legrar hófstillingar, sem forð- aði sýningunni frá því að fara Maðurinn og konan (Jósteinn Aðalsteinsson og Þórey Aðalsteinsdóttir. Húsamúsin (Guðlaug Hermannsdóttir). Lilli klifurmús (Guðbjörg Thoroddsen). úr rótgrónum, listrænum böndum. Þetta er því sýning, sem lagt verður á listrænt mat og hún er framlag til uppeldis uppvaxandi njótenda leik- listar. Og mikilvægan þátt í því, hve vel hefur tekist til í þetta sinn, eiga þau Guðrún Auðunsdóttir, sem hannaði leikmynd og búninga, og ljósa- meistarinn, David Walters. Sviðið er sannfærandi og hag- anleg útfærsla á híbýlum dýr- anna fellur vel inn í blaðprúð- an skóginn. En ljósaleikur Da- vid Walters tekur þó öllu öðru fram, sem sést hefur á sviði Samkomuhússins á Akureyri. Hann gæðir skóginn slíku lífi, að fullorðnir gleyma sér í þeirri dýrð, að ekki sé talað um mikilfengleg veðrabrigði. Hér er slíkur kunnáttumaður á ferð, að norðlenskir leik- hússunnendur hljóta að vona, að þekking hans og færni komi leikhúsinu til góða; heima- menn geti sem mest af honum lært. Gestur E. Jónasson leikur Mikka ref í annað sinn og hef- ur svo sannarlega ekki farið aftur; vekur andúð ungra áhorfenda í upphafi, en fær þá til að sannfærast um, er á líð- ur, að batnandi refum er best að lifa. Guðbjörg Thoroddsen er einna næst því að ofleika í hlutverki Lilla klifurmúsar, enda ekki öllum hent að laða fram þann Lilla, sem Árni Tryggvason hafði mótað áður og þá ekki síst með frábærum söng. Þar brestur Guðbjörgu þann kómíska tón, en hún reynir að bæta það upp með helst til miklum fettum og brettum. Andrés Sigurvinsson gerir Marteini skógarmúS mjög góð skil, leikur hans er gæddur sérstakri hnitmiðun og vandvirkni. Marinó Þor- steinsson og Theodór Júlíuss- on gera atriðið í bakaríinu mjög eftirminnilegt og létt og þræddu samviskusamlega þann stíl, sem áður var mótað- ur í Þjóðleikhúsinu. Thedór og Sunna Borg voru skemmtilega bangsaleg í hlutverkum bangsahjónanna, hlý og lura- leg. Guðlaug Hermannsdóttir er hæfilega tepruleg húsamús og hefur á sér það snið, sem gerir hana frábrugðna dýrun- um í skóginum, enda er músin mótuð af návist mannanna. Mennina leika þau Þórey Aðalsteinsdóttir og Jósteinn Aðalsteinsson. Þórey fer einn- ig með hlutverk Ömmu skógarmúsar með léttri gam- ansemi. Ymsir aðrir koma við sögu og eru þar börn í hlutverkum, sem standa sig með sóma. Ingimar Eydal leikur undir söng af miklu öryggi og létt- leika, svo sem vænta má, auk þess sem hann gegnir hlut- verki elgsins, hornaprúður og tilkomumikill. Sýning LA er vönduð og til sóma. A næsta leikári hljótum við að vænta þess að fá að sjá glænýtt verk eftir íslenskan höfund. Góður samleikur Egill Friöleifsson Austurbæjarbíó 9.1. 1982. Flytjendur: Giscla Depkat, selló. Árni Kristjánsson, píanó. Efnisskrá: Boccherini, sónata í A-dúr. Bach, svíta nr. 3 fyrir ein- leiksselló. Beethoven, sónata í C-dúr op. 102 nr. 1. Ware, „Kluane" fyrir ein- leiksselló. Debussy, sónata. Þau Gisela Depkat sellóleikari og Árni Kristjánsson píanóleikari léku á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói sl. laugardag. Kanadiski sellóleikarinn Gisela Depkat er okkur Islendingum að góðu kunn. Hún lék sem fyrsti sellisti í Sinfóníunni fyrir tæpum áratug og kom þá einnig fram sem einleikari. Fyrir stuttu gladdi hún geð okkar með Ieik sínum í út- varpinu og margháttaður heiður og viðurkenning hefur henni hlotnast fyrir list sína, bæði á al- þjóðavettvangi og einnig í heima- landi sínu, Kanada. Þau Gisela og Árni hófu tónleikana með því að leika sónötu eftir Boccherini. Frá höfundarins hendi er sellóið ríkj- andi í þessu verki og komu þar strax í ljós helstu kostirnir í leik Giselu. Hún býr yfir vandaðri tækni, sem hún beitir af hógværð og öryggi. Allar hendingar mótar hún músíkalskt og fagurlega og með sannfærandi leik sinum tekst henni að halda athygli áheyrand- ans vakandi frá upphafi til enda. Ef eitthvað mætti finna að, virðist spilamennskan vera henni einum of auðveld og áreynslulaus stöku sinnum. T.d. er Elegie eftir G. Fauré, er þau léku sem aukalag, stundum flutt með mun drama- tískari hætti en hér var. Löngum hef ég dáðst að ein- leikssvítum Bachs, en Gisela lék þá nr. 3. Mörgum er enn í fersku minni er Erling Bl. Bengtson lék allar svtturnar sex um árið, og flestir helstu sellóleikarar hafa þær á hraðbergi eina eða fleiri. Samanburður er því hægur í þessu tilviki og víst þolir Gisela Depkat samanburð. Yfir öruggum leik hennar hvíldi ró og yfirvegun, sem klæðir þetta verk einkar vel. I sónötum Beethovens og Deb- ussys var samleikur þeirra Giselu og Árna góður eins og vænta mátti. Silkimjúkur ásláttur og innhverfur leikmáti Árna nýtur sín alveg sérstaklega vel í verkum Debussys. Þá er eftir að geta „Klu- Árni Kristjánsson Gisela Depkat ane“ (hvað sem það nú þýðir), fyrir einleiksselló eftir kanadíska tónskáldið Peter Ware. Verkið ber undirtitilinn „I dream of a dark winter waltz". Kluane, sem samið var sérstaklega fyrir Islandsferð- ina, er í þremur þáttum þar sem fyrsti og síðasti þátturinn tengj- ast með skyldum stefjum. Annar þátturinn hefur myrkara yfir- bragð, eða er einskonar dökkur vetrarvals. Þetta þótti mér gott verk og heilsteypt. Væri áhugavert að heyra meira frá þessu unga kanadíska tónskáldi. Tónleikarnir voru vel sóttir og undirtektir áheyrenda ágætar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.