Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 39 Lúðvík Guðmundsson raffrœðingur - Minning Aö skilja dauðann eða öllu held- ur að taka dauðanum með still- ingu hvenær sem hann kemur, er viðfangsefni, sem flestir standa einhverntímann andspænis í lífi sínu. Þegar mér var tilkynnt lát Lúð- víks, nágranna mins, var ég hreint ekki tilbúin að sætta mig við þessi tíðindi, því að fyrir nokkrum dög- um hafði ég hitti hann hressan og kátan og vissi ég að ótal verkefni voru fram undan hjá honum, sem þurfti að takast á við. Á laugar- degi vann hann í fyrirtæki sínu fram yfir hádegi, en veiktist þá snögglega og andaðist svo aðfara- nótt sunnudags 3. janúar. Slíkur dauðdagi er mildur athafnamanni sem Lúðvík var, en harður þeim sem eftir lifa. Ég rek hér ekki ætt né uppruna Lúðvíks, því að þá þætti þekki ég ekki, en persónunni Lúðvík Guð- mundssyni kynntist ég fljótlega eftir að þau ágætu hjón, Auður og Lúðvík, fluttu í nágrennið 1968. Lúðvík var mikið snyrtimenni bæði hvað varðaði eigið útlit og umhverfi. Hann naut þess að snyrta og fegra umhverfi sitt og gerði miklar kröfur til sjálfs sín og annarra um vandvirkni. Lúðvík var ákaflega hreinskiptinn, sumir mundu segja hrjúfur á yfirborð- inu, en undir sló gott hjarta. Slík- ar persónur eru oft ekki rétt metnar af samferðafólkinu. Ein- hvers staðar stendur, að unnt sé að sleppa við gagnrýni með því „að segja ekki neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt". Lúðvík tileinkaði sér greinilega ekki neitt af þessari Fædd 18. mars 1928 Dáin 30. desember 1981 „Hún Gréta var að deyja," sagði dóttir okkar og lagði grátandi frá sér símann, sem flutti okkur þessi döpru tíðindi. Tengdamóðir henn- ar var dáin. Löngu og erfiðu helstríði var lokið, því stríði, sem við öll töpum að lokum. En það er misjafnt hvað á mennina er lagt, og það er oft tor- skilin gáta að ráða í þann örlaga- vef, sem sumum okkar hefur verið spunninn. Okkur er kennt að vegir Guðs séu órannsakanlegir, sem á víst að þýða að þeir séu óskýran- legir. Mörgu hefur verið logið meira. Dótturdóttir okkar, son- ardóttir Grétu og nafna hennar fjögurra ára gömul sagði langafa sínum, sem var nærri 91 árs gam- all, þannig frá andlátinu: „Langafi, hún amma Gréta er dáin. Hún var ung, hún var ekki gömul." Og nú er langafi líka dáinn. Hann dó viku síðar. Gréta Skotte Morthens var kona mikilla örlaga og stórbrotinn per- sónuleiki. Við hjónin kynntumst henni þá fyrst, er hún hafði tekið speki, hann sagði meiningu sína ef honum fannst þörf á og hirti þá ekki um hvern hann kynni að móðga, enda baðst hann ekki vægðar sjálfur, en þeir sem þekktu Lúðvík vissu, að slíkt var bara rok á undan logni. Sterkasti þátturinn í skapgerð Lúðvíks var velviljinn, því kynntist ég. Það er ekki lítils virði að hafa samskipti við fólk, sem vill vel og sýnir það, gleðst eða hryggist eftir aðstæð- um, en þannig var einmitt Lúðvík. Lúðvík var tvíkvæntur, seinni kona hans er Auður Halldórsdótt- ir, kennari, og eiga þau einn son, Olaf. Votta ég þeim samúð mína og ennfremur sonum Lúðvíks af þann sjúkdóm, sem leiddi hana til dauða. Hún gat þá ennþá farið ferða sinna, en það leyndi sér ekki að henni hrakaði hratt. Andspænis miklum örlögum verður maðurinn oftast lítill. Flestir gefast upp fyrr eða síðar. Einstaka stendur upp úr með reisn. Þannig 'maður var Gréta. Hún vissi flestum meira um þann sjúkdóm, sem hún barðist við. Henni var því ljóst, hversu ráð- þrota menn standa ennþá gagn- vart M.S. — Engu að síður bar hún höfuðið hátt, talaði um sig og sína hagi af hispursleysi og æðru- leysi, án þess að þar kenndi bitur- leika. Miklu fremur sló hún oft á léttari strengi, gerði grín að sjálfri sér og bjargarleysi sínu upp á síðkastið. Hún mátti muna aðra tíð. Það var ekki bjarglaus stúlka, sem kvaddi bernskustöðvar sínar i Danmörku og hélt til íslands, tán- ingur í leit að betri heimi en birt- ist á meginlandi Evrópu í stríðs- lok. Hér kynntist hún ungum lista- manni og bóhem, Kristni Morth- ens. Ferð hennár út í heiminn fyrra hjónabandi, þeim Björgúlfi og Lúðvík. Þórunn Þórðardóttir. Þann 3. janúar sl. fækkaði skyndilega í hádegisverðarhópn- um á Hressingarskálanum er Lúð- víki Guðmundssyni var svipt burt sem hendi væri veifað. Lúðvík Guðmundsson var fædd- ur 20. júlí 1915, sonur hjónanna Ingibjargar Ásmundsdóttur og Guðmundar Kristjánssonar, sem kenndur var við Hólakot. Með andláti Lúðvíks Guð- mundssonar er skarð fyrir skildi í vinahópnum, því hann var einn af þeim sem setti svip á umhverfi sitt, var sundurgerðarmaður í klæðaburði og bar sig vel. Ef til vill var Lúðvík Guð- mundsson skyldari Agli frænda okkar Skallagrímssyni en margir okkar hinna. Hann var fylginn sér og geðríkur á stundum. Hann var harður og gerði kröfur til annarra, en þó mestar til sjálfs sín, og tókst því að brjóta sér braut til bjarg- álna með dugnaði og staðfestu. Lúðvík var orðheldinn með af- brigðum, sérstaklega þó í viðskipt- um og mátti taka loforð hans sem skjalfest. Hann var ekki allra, en þar sem hann tók því átti enginn betri vin og stuðningsmann. Oft flugu skeyti yfir borðið á Hressingarskálanum, sum hver beinskeytt og skemmtileg. En allt var það í gamni gert og aldrei var í þeim broddur sem særði. Við félagarnir söknum vinar í stað og þökkum Lúðvíki samfylgd- ina á liðnum árum. Eiginkonu Lúðvíks Guðmunds- sonar, Auði Halldórsdóttur og sonum, sendum við samúðarkveðj- ur. Félagar. varð ekki lengri, hún hafði fundið sinn örlagaþráð. Grethe Skotte, eða Gréta eins og hún skrifaði sig jafnan, varð íslensk og vildi ekki annað vera. Þótt hjónaband þeirra Kristins entist ekki ævilangt, eignuðust þau 4 syni og einn fósturson, sem síðar fengu tækifæri til að launa móðurkærleikann, þegar mest á reyndi. Það er falleg saga. Leiðir skildu. En afi Diddi og amma Gréta héldu vináttu sinni meðan bæði lifðu. Það er líka fal- leg saga. I viðtali við Didda, sem birtist í Vikunni fyrir stuttu, sagði hann: Gréta Skotte Morth- ens - Minningarorð Ragnhildur Þorvalds dóttir - Kveðja Fædd 1. desember 1909. Dáin 20. desember 1981. Á Borgarspítalanum lést hún elsku góða amma mín þann 20. des. sl., eftir stutta en erfiða legu. Engan gat grunað, að þessi hrausta og fríska kona væri búin að vera helsjúk í lengri tíma. Sjálfsagt vissi hún að hverju stefndi, en hún hugsaði aldrei um sjálfa sig. Hún var alltaf svo upp- tekin við að hjálpa öðrum. Og þeim vegmóðu var hún best. Mjög greind var hún amma mín og hag- mælt vel, enda af góðu fólki kom- in. Mikill er missir okkar allra, sem elskuðum hana svo heitt. Og ung- um dreng var hún leiðarljós á lífs- ins vegum. Þegar ég horfi upp í dökkan vetrarhimininn og sé stjörnur himinsins tindra, þá finnst mér fegursta og skærasta stjarnan á himinum vera ljósið hennar ömmu að lýsa áfram veginn minn. Þökk sé ömmu minni fyrir allt. Guð geymi hennar góðu sál. „Slst vil éff Ula um svefn vid þig. þreyttum anda er þægt ad blunda ojf þannijf bíða tuelli funda.“ Stefán Kagnar. Óskar Guðjónsson Sandgerði - Minning Fæddur 28. október 1920. Dáinn 22. desember 1981. Laugardaginn 2. janúar var til moldar borinn frá Hvalsneskirkju Óskar Guðjónsson, múrarameist- ari, 61 árs að aldri. Hann andaðist á heimili sínu aðfaranótt 22. des- ember. Enginn vissi til að hann hefði kennt sér meins og hann fékk því að kveðja þennan heim á þann hátt sem hann hafði óskað sér, það var að fá að sofna út af. Eg hitti hann nokkrum dögum áður, hressan og glaðan að vanda, því þannig var hann alltaf, glaður og jafnlyndur. Ég minnist hans hér með nokkrum orðum. Ég lærði hjá honum múraraiðn og var hans fyrsti nemandi. Það varð mér mik- ið lán, því hann var einstakur vinnufélagi og félagi í orðsins fyllstu merkingu. Lífsgleðin sem hann hafði að leiðarljósi, hvað sem á móti blés, varð mér einnig lærdómur. Iæiðir okkar lágu sömuleiðis saman í félagsstörfum. Hann var einn af stofnendum Múrarafélags Suðurnesja og sat í stjórn þess í mörg ár, jafnframt er við stofnuð- um Múrarameistarafélag Suður- nesja var hann kjörinn í stjórn þess og sat þar til dauðadags. Einnig völdum við hann í stjórn Suðurnesjaverktaka til forystu fyrir okkar stétt. Hann var for- maður prófnefndar múrara í fjölda ára. Þessi upptalning lýsir því hvað við bárum mikið traust til hans, því að öll störf hans ein- kenndust af velvilja fyrir því að gera sem réttast og best í einu og „Ég giftist fegurstu konu á ís- landi." I þessum fáu orðum birtast ótrúlega margslungnar tilfinn- ingar svo sem stolt, þakklæti, vin- átta og tryggð. Það undrar enganm sem Grétu kynntist, þótt ekki væri fyrr en á síðustu árum, að sá maður, sem hana fékk fyrir eiginkonu, sé af því stoltur og fyrir það þakklátur. Hann hefur eflaust heldur ekki verið einn um það að álíta hana fegurstu konu á íslandi. Það mátti af henni og hennar fasi ráða fram undir hið síðasta. Og nú er þessu lífi lokið. Lífi, sem í sjálfu sér var allt of stutt — okkar vegna, sem vildum njóta samvistar við hana lengur. — Lífi, sem í þjáningu sinni var orðið of langt — hennar vegna, sem þjáð- ist. Það er huggun okkar, sem sökn- um hennar, að nú er þeim þjáning- um lokið. Jón Ingimarsson öllu og leysa hvern vanda með friðsemd. Hann starfaði einnig að félags- málum í sínu byggðarlagi, bæði sem formaður Sjálfstæðisfélags Miðneshrepps og í hreppsnefnd sat hann í mörg ár. Óskar fluttist 6 ára gamall frá Bakkafirði til Reykjavíkur og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Guðjóni Sæmundssyni og Ingi- björgu Árnadóttur. Móðir hans og hálfsystir voru blindar. ' Þess vegna skildi hann svo vel þörfina að styrkja og efla starfsemi þeirra sem hafa starfsorku og innra ljós en verða að lifa í myrkrinu, og hann studdi dyggilega það starf sem unnið er fyrir þá blindu. Hann var líka trúaður maður. Það vissum við sem þekktum hann vel. Hann kynntist starfi hjá KFUM sem barn og unglingur og þaðan fékk hann einnig gott vegarnesi eins og úr foreldrahúsum. Hann giftist Lilju Jósefsdóttur frá Síreksstöðum í Vopnafirði. Þau byrjuðu þröngt að búa eins og flestir og innréttuðu bílskúr mjög smekklega en síðar byggði hann þeim mjög myndarlegt hús og áttu þau þar fallegt heimili. Þau eigm uðust 2 dætur sem báðar eru upp- komnar og búnar að stofna sín heimili. Við félagarnir úr múrarastétt- inni þökkum fyrir óeigingjarnt starf og sendum samúðarkveðjur til ekkju hans og fjölskyldu. Einnig sendum við hjónin inni- legar samúðarkveðjur til Lilju, dætra þeirra og annarra fjöl- skyldumeðlima. Én fóstra mínum, eins og ég nefndi hann ævinlega, sendum við hinstu kveðju. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. óli Þór Hjaltason + Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vináttu við fráfall. GUÐRUNARKJARTANSDÓTTUR, Laugavegi 98. Fyrir hönd vandamanna. Soffía Kjartansdóttir. + Aluöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, INGIBJARGAR ÁGÚSTU GISSURARDÓTTUR Serstakar þakkir til starfsfólks á Sólvangi fyrir góöa hjúkrun á liönum árum. Sigrún Gissurardóttir, Kristján Steingrimsson, Þórdis Gissurardóttir, og aðrir vandamenn. + Þökkum ykkur öllum auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginmanns, fööur og sonar, VALGEIRS GUÐJÓNSSONAR, Daufá, Lýtingsstaöahreppi. Guöbjörg Felixdóttir og börn. Valborg Hjálmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.