Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
Allur togaraflot-
inn á „skrapi“
ALLIIR íslenzki togaraflotinn, nema þau fáu skip, sem fóru í söluferð um
áramótin, eru nú á „skrapi" þrátt fyrir að skipin séu bundin við bryggju.
í reglugerð um þorskveiðibann á
þessu ári, segir, að þau skip, sem
stundi togveiðar, megi ekki stunda
þorskveiðar í 45 daga á tímabilinu
1. janúar til 1. apríl, þar af megi
skipin ekki stunda þorskveiðar í
að minnsta kosti 15 daga á tíma:
bilinu 1. janúar til 28. febrúar. I
reglugerðinni er hinsvegar ekkert
minnst á vandamál eins og nú hef-
ur komið upp, það er flotinn bund-
inn í höfn vegna verkfalls, og því
hafa útgerðarmenn látið skrá skip
sín hjá sjávarútvegsráðuneytinu,
sem skip þeirra væru á skrapveið-
um. I íslenzka togaraflotanum
teljast nú vera 92 skip.
Lítillar þotu á leið
til Grænlands saknað
LÍTIL I>OTA, sem millilenti á Reykjavíkurflugvelli í gærdag, á leið sinni frá
Bretlandi til Grænlands, kom ekki fram á tilsettum tíma í Narssarssuaq.
sem er frá Saudi-Arabíu, voru
tveir menn.
Síðast heyrðist frá vélinni í
fjarskiptastöðinni í Syðri-
Straumsfirði, en síðan ekki sög-
una meir. Leit var skipulögð og
hafin frá Grænlandi í gærkvöldi,
en þegar síðast fréttist hafði ekk-
ert til hennar spurzt. Með vélinni,
Almyrkvi á tungli
Almyrkvi varð á tungli á laugardaginn. Víða á landinu sást myrkvinn ekki
vegna skýja en annars staðar sást hann vel. t.d. á Akureyri, þar sem
Guðmundur Hrafn Brynjarsson tók þessa mynd.
„Gef kost á
mér áfram“
— segir Kristján
Benediktsson
KRISTJÁN Benediktsson, borgar
fulltrúi Framsóknarmanna staðfesti
við Mbl. í gærkvöldi að hann myndi
gefa kost á sér til framboðs fyrir
flokkinn í næstu borgarstjórnar
kosningum.
„Ég hafði ákveðið að hætta og
var búinn að tilkynna samstarfs-
mönnum mínum það. Síðustu daga
hafa málin hins vegar þróast
þannig að ég hyggst nú gefa kost á
mér áfram. Þar kemur ýmislegt til
en það vegur líklega þyngst að
störf hins nýja meirihluta þetta
kjörtímabil verða vafalaust ofar-
lega á baugi í komandi kosninga-
baráttu og ég tel rétt að verða þar
í forsvari," sagði Kristján.
Samkvæmt þessu verður Krist-
ján í framboði í komandi prófkjöri
framsóknarmanna til vals á lista
flokksins í kosningunum í vor.
„Hvad er að ger-
ast um helgina?“
ÞEIR SEM vilja koma að frétt-
um í þáttinn „Hvað er að ger-
ast um helgina?", verða að
skila þeim inn á ritstjórn
Morgunblaðsins eigi síðar en
miðvikudagskvöld. Ekki er
hægt að tryggja birtingu á
fréttum í þáttinn sem berast
síðar en það. Framvegis birtist
þátturinn á föstudögum.
Allt kapp lagt á að ljúka
samningum við sjómenn
Stjórnvöld tilbúin að mynda meirihluta um fiskverð með seljendum
FUNDIR um kjarasamninga sjó-
manna og útgerðarmanna hafa stað-
ið linnulítið undir stjórn sattasemj-
ara ríkisins frá því á hádegi á sunnu-
dag. Fundur í deilunni stóð yfir er
Morgunblaðið fór í prentun í nótt og
áttu viðmælendur blaðsins þá von á
næturfundi. Aðspurðir sögðu þeir, að
brugðið gæti til beggja vona á fund-
inum, unnið væri í fimm hópum og
Fundaherferð Sjálfstæðisflokksins:
Blönduós — Hvammstangi — Höfn
FUNDAHERFERÐ Sjálfstæðis-
flokksins um atvinnumál, sem far-
in er undir kjörorðinu „Leiðin til
bættra lífskjara", hefst á morgun,
miðvikudag, á Blönduósi. Fundað
verður í félagsheimilinu kL 20.30.
Framsögumenn Matthías Á. Mat-
hiesen, alþingismaður, og Jón Ás-
bergsson, framkvæmdastjóri.
Sömu menn hafa framsögu á fundi
í félagsheimilinu á Hvammstanga,
fimmtudaginn 14. janúar, sem
hefst kl. 8.30 síðdegis.
Matlhíax A.
Mathk‘NA*n
Sama dag, fimmtudag, verður
fundur að Hótel Höfn í Horna-
firði. Þar hafa framsögu Friðrik
Si(furl»ug
Bjarnadóttir
Sophusson, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins og Sigurlaug
Bjarnadóttir, menntaskólakennari.
„Staðhæfingar blaðs-
ins algerlega út í loftið“
— segir Einar Olafsson, forstjóri Cargolux, um stadhæfingar Welt am
Sonntag, að Khadafy, Líbýuforseti, sé hinn nýi hluthafi f Cargolux
„ÞESSAR staðhæfingar blaðsins
eru algerlega út í loftið," sagði
Kinar Olafsson, forstjóri Cargolux
í Luxemborg, í samtali við Mbl., er
undir hann voru bornar staðhæf-
ingar vesturþýska blaðsins Welt
am Sonntag 3. janúar sl„ þar sem
staðhæft var, að maðurinn sem
standi á bak við hina nýju hluthafa
í ('argolux, sem á sl. ári greiddu 5
milljónir dollara fyrir 25% hluta-
fjár í félaginu, sé Khadafy, Líbýu-
forseti, en frétt blaðsins er skrifuð
af fréttaritara þess í Washington.
„Við höfum ekki fengið eina
einustu krónu frá Líbýumönnum
Ein Adoptiviohn des
gettúrzten afnkanischen
Kaiser* Bokassa I.
gröndete eine
Flugaesellschaft - mit
dem Olgeld Ghaddafis.
Jetzt transportiert er för
den Libyer Waffen zu
Terroristen und
Guerilla*. Waffen aus
Moskau, för Afrika und
den Nahen Osten.
Ghaddafis neuester
Plan: Ober eine
Luftbröcke soU Uran aus
dem Niger nach Libyen
geholt werden
Ghaddafis (un)heimliche Luftflotte
Dto MaKhinvn Omgen nn Libyv.v an dt# UAA und
>p Ub« d»n Raum an f»«»nlln»
Frétt Welt am Sonntag.
og eigum reyndar ekki nokkur
viðskipti við þá. Við hættum að
fljúga þangað á síðasta ári.
Hlutafjáraukningin á síðasta
ári er fjármögnuð af tveimur
fyrirtækjum hér í Luxemborg og
hana er ekki á nokkurn hátt
hægt að tengja Khadafy eða
Líbýu, því fer víðs fjarri.
Þá vil ég leggja áherzlu á það,
að þessi nýi hluthafi í Cargolux
skiptir sér ekki á nokkurn hátt
af daglegum rekstri fyrirtækis-
ins, enda myndum við aldrei
samþykkja neitt slíkt," sagði
Einar Ólafsson, forstjóri Cargo-
lux að síðustu.
I dag eru hluthafar Cargolux
fjórir, eða auk þessa nýja hlut-
hafa, sem kom inn í fyrra með
25% hlutafjár, Flugleiðir með
25%, Luxair með 25% og loks
sænska samsteypan Salen með
25%.
mál væru þvi mjög þung í vöfum.
Samkvæmt heimildum blaðsins
leggja stjórnvöld áherzlu á að
mynda meirihluta í yfirnefnd verð-
lagsráðs sjávarútvegsins um nýtt
fiskverð með seljendum, þ.e. sjó-
mönnum og útgerðarmönnum, og
því hefur slíkt kapp verið lagt á sjó-
mannasamninga síðustu daga. Slík
lausn fiskverðsdeilunnar kallar á
hærra fiskverð og því meiri gengis-
fellingu heldur en lausn deilunnar
með vinnslunni, en myndi hins veg-
ar tryggja að flotinn færi til veiða.
„Stóra málið er hins vegar hvort
nokkrir samningar takast,“ sagði
einn samninganefndarmanna í sam-
tali við Mbl. um miðnættið.
Fulltrúar seljenda áttu á sunnu-
dagsmorgun fund með sjávarút-
vegsráðherra um fiskverðið. Á
þeim fundi munu hafa komið fram
hugmyndir um 13%% hækkun
fiskverðs, lækkun olíugjalds um
2%%, sem þýddi að fiskverð til
sjómanna hækkaði um þá hlut-
fallstölu til viðbótar. Rætt var um
tiifærslu á milli slægðs og óslægðs
fisks, sem næmi um 5% og loks
var fjallað um breytingu á kassa-
uppbót, sem yrði annaðhvort 6%
eða 8% í stað 10% áður. Með þess-
um breytingum yrði afkoma báta,
og þá sérstaklega bátasjómanna,
bætt miðað við afkomu togaranna
og í annan stað myndi þessi lausn
jafna afkomu á milli frystingar
annars vegar og söltunar og
herzlu hins vegar.
Sjómenn telja lækkun á kassa-
uppbót ekki koma til greina og
breyting á oiíugjaldi er þyrnir í
augum útgerðarmanna. Lausn
fiskverðsdeilunnar á fyrrnefndan
hátt myndi því setja kjarasamn-
inga sjómanna í strand. Því var
lögð mikil áherzla á kjarasamn-
inga í gær og í fyrradag og einn
viðmælenda blaðsins sagði, að það
fengist „engin lausn inni í karp-
húsi nema fiskverðið verði ákveðið
með seljendum". Meirihluti ríkis-
stjórnarinnar mun tilbúinn til
slíks.
Takist kjarasamningar, er talið,
að það geti tekið sjómenn og út-
gerðarmenn nokkurn tíma að
koma sér saman um á hvern hátt
þeir telja fiskverðið „viðunandi"
og samningar þar að lútandi tak-
ist við stjórnvöld. Margt er enn
eftir að ræða, m.a. í hve langan
tíma fiskverðið á að gilda, hvort
það verður ákveðið til 1. mars eða
út vertíðina.
Flugleiðamenn
hætta f Líbýu
SAMNINGUR Flugleiða vid Líbýu-
menn um flug á tveimur Fokker
Friendship-vélum innanlands í
Líbýu rennur út 15. janúar nk. og
samkvæmt upplýsingum Mbl. verður
hann ekki endurnýjaður.
Eins og kunnugt er af fréttum
skemmdist önnur Fokker-vélin
mikið í lendingu í nóvembermán-
uði sl. Nú hefur verið ákveðið að
flytja hana til Hollands til fulln-
aðarviðgerðar.
Mælingar fiskifræðinga:
Síldarstofninn ekki
minni en fyrir ári
SVO virðist, sem nú hafi tek-
izt að mæla síldarstofninn og
er Morgunblaðinu kunnugt
um, að rannsóknaskipið Arni
Friðriksson fann talsvert
magn af síld rétt utan hafn-
argarðanna í l»orlákshöfn.
Ennfremur fannst töluvert af
síld út af Þjórsárósum og í
Eyrarbakkabug.
Þess má geta, að í fyrra mældist
stofninn 235 þúsund tonn, en sam-
kvæmt upplýsingum Mbl. er talið,
að nú sé ekki minna magn á ferð-
inni. Síðastliðið haust mistókust
tyær mælingarferðir Árna Frið-
rikssonar a hefðbundnar slóðir
síldarinnar, en í desember urðu
sjómenn frá Þorlákshöfn varir við
síld skammt utan við höfnina og
þá mæidust þar um 30 þúsund
tonn, en magnið á þessum slóðum
hefur aukizt mjög síðan.