Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 26
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1982
Læknishjálp í kjarnorkustyrjöld
Draumsýn eða veruleiki?
/*. //. ágúst 1945 mátti lesa eftirfarandi frásögn á forsíðu Þjóðvilj-
ans. Sá sem um er talað er japanskur hermaður sem staddur var í
lliroshima þegar kjarnorkuárásin var gerð þ. 6. ágúst 1945: „Hann
var staddur á gistihúsi einu í horginni, þegar hann heyrði mikinn
flugvéladyn. llann gekk að glugganum og leit út. Hann sá nokkur
flugvirki yfir borginni. Skyndilega hrá skærum eldbjarma yfir him-
ininn svo að hann hlindaðist algerlega. Ósjálfrátt kastaði hann sér á
gólfið og varð það honum til happs að veggurinn sem hrundi, skýldi
honum, svo að mylsnan úr veggnum sakaði hann ekki. Þegar hann
kom út sá hann ekki annað en rústir. í rústunum lágu lík og
helsærðir menn, sviðnir á öllum líkamanum, er stundu og hrópuðu á
hjálp. Allur gróður, gras og tré var hrunnið til ösku. „Það var
hræðileg sjón, sem engin orð fá lýst," sagði hann að lokum.“
Kjarnorku-
vopnabúrið í
dag telur
60.000 kjam-
orkuvopn
skv. SIPRI
(Sænska
friðarrann-
sóknarstofn-
unin). Það
samsvarar 4
tonnum
sprengiefnis
á hvern íbúa
jarðarinnar.
Eftir Geir Gunn-
/aiiffsson, lœkni
Ahrif kjarnorkusprengja
Ahrifum kjarnorkusprengja má
skipta í högg, hita og geislun. Þeir
læknar sem lifðu af slíka árás
myndu strax standa frammi fyrir
miklum fjölda einstaklinga með
áverka eftir höggið, svo sem
skurðsár og beinbrot; hitaáverka,
s.s. andlits- og sjónhimnubruna og
öndunarfæraskemmdir; og geisla-
áverka, þ. á m. bráða geislaveiki.
Seinna kæmi fram vaxandi fjöldi
einstaklinga með óstöðvandi
ógleði og uppköst, hártap og blæð-
ingar. Fjöldi sýkinga yrði geysi-
legur vegna minnkaðrar mótstöðu
og mikillar smitunar. Alvarleg
geðræn vandamál yrðu algeng.
Hiroshima
Það er ekki svo að mannkynið
hafi ekki kynnst kjarnorkuárás á
stórborg. Eyðing Hiroshima og
Nagasaki eru víti til varnaðar og
gefa okkur örlitla innsýn í það
sem við komum hugsanlega til
með að standa frammi fyrir í
næstu framtíð. íhugum eftirfar-
andi frásögn úr bók John Hersey,
Hiroshima (1946):
„Það voru um 20 manns ... allir
jafn hræðilega útlítandi: andlit
þeirra voru algerlega brunnin,
augntóftirnar tómar, vökvinn frá
bráðnuðum augum þeirra hafði
runnið niður kinnar þeirra ...
munnarnir voru þrútin, graftar-
kennd sár, sem tæpast var hægt
að opna nægilega mikið til að
koma að ketilstút...“
Læknir í Hiroshima
Þegar árásin var gerð á Hiro-
shima lifðu 65 af 150 læknum
borgarinnar árásina af og flestir
þeirra særðir. Um 10.000 manns
leituðu til Rauða kross-sjúkra-
hússins, þar sem tii staðar voru
600 sjúkrarúm. Þar voru aðeins
sex læknar og 10 hjúkrunarfræð-
ingar til hjálpar. Lýsing á aðstöðu
Sasakis, japansks læknis, úr áður-
nefndri bók John Herseys bregður
e.t.v. birtu á hugsaniegt ástand:
Sasaki vann skipulagslaust, tók
þá fyrst sem næstir voru en tók
fljótt eftir því að gangarnir voru
að fyllast smám saman. Inn á
milli stórra og smárra sára sem
flestir á spítalanum höfðu fengið
við sprenginguna rakst hann á
hræðileg brunasár. Hann áttaði
sig þá á því að slasað fólk
streymdi að utan frá. Það var svo
margt að hann sleppti þeim minna
slösuðu og ákvað að reyna að ein-
beita sér að því að stoppa banvæn-
ar blæðingar. Áður en langt um
leið skriðu og lágu sjúklingar í
göngunum og í öllum öðrum her-
bergjum sjúkrahússins, í anddyr-
inu, á tröppunum fyrir utan, að-
keyrslunni og svo langt sem augað
eygði. Sært fólk studdi annað sem
misst hafði einhverja útlimi sína.
Afmyndaðar fjölskyldur hölluðu
sér hver að annarri. Margir köst-
uðu upp. Fólkið í hinni kæfandi
mannþröng inni á sjúkrahúsinu
grét og kallaði á Sasaki, hinir
minna særðu hnipptu í hendur
hans og báðu hann að hjálpa þeim
sem verst var ástatt fyrir. Þannig
á sífelldum þeytingi milli fólks
missti Sasaki alla tilfinningu fyrir
atvinnu sinni og hætti að starfa
sem lærður skurðlæknir og geð-
felldur maður: hann varð eins og
sjálfvirk vél sem skynlaust með-
höndlaði hvern einstaklinginn á
fætur öðrum og alla illa.
Myndarlegt vopnabúr
í vopnabúrum heimsins í dag
eru geymd kjarnorkuvopn sem eru
talin milljón sinnum kraftmeiri
en sprengjurnar sem féllu á Hiro-
shima og Nagasaki. Samt er stefnt
að aukningu þessara birgða á
sama tíma og hlutfallslega litlu fé
er varið í baráttuna gegn fátækt,
vannæringu og sjúkdómum. Þetta
eru staðreyndir sem hafa vakið
ýmsa innan læknastéttarinnar til
umhugsunar um hvað í vændum
sé, hreint faglega séð, ef til kjarn-
orkustyrjaldar skyldi koma.
Eitt megatonn
á Hvíta húsið
í júní 1980 kom deildarforseti
heilbrigðisfræðideildar Harvard-
háskólans, Dr. Hiatt, fram fyrir
eina af nefndum Bandaríkjaþings.
Þar hélt hann því fram að við að-
eins eina eins megatonna kjarn-
orkusprengju, þ.e. meðalstóra
sprengju, sem félli á Hvíta húsið í
Washington muni um 25% lækna
og hjúkrunarliðs deyja á svip-
stundu og önnur 30% verða
óstarfhæf vegna sára. Þeir, sem
eftir lifa, hafa þá aðgang að
sjúkrahúsum sem sum hver a.m.k.
væru illa farin eftir sprenginguna
og í sumum tilfellum þau bestu úr
leik. Dr. Hiatt reiknaði þetta
dæmi aðeins lengra. Niðurstaða
hans var sú að um 2500 eftirlif-
andi og starfhæfir læknar bæru
ábyrgð á 800.000 alvarlega særðu
fólki. Það myndi taka þennan hóp
lækna 5 sextán klst. vinnudaga að
hitta hvern og einn særðan einu
sinni — í 15 mínútur.
Síðasti faraldurinn
I tímariti bandarísku lyflækna-
samtakanna, JAMA, í nóv. 1980
heldur dr. Hiatt því fram í leiðara,
sem nefnist „Að fyrirbyggja síð-
asta faraldurinn" að hugmyndir
sumra opinberra aðila um að
vinna og jafnvel að lifa af kjarn-
orkustyrjöld sé augljós vottur
vanþekkingar á hinum læknis-
fræðilega raunveruleika en hann
er: Sérhver kjarnorkustyrjöld
myndi óhjákvæmilega valda slík-
um fjölda dauðsfalla, sjúkdóma og
þjáninga að skv. skilgreiningu
yrði nánast hægt að tala um far-
aldur sem læknisfræðin réði tæp-
ast við. Sú staðreynd leiðir okkur
því að sömu niðurstöðu og komist
hefur verið að varðandi aðra far-
aldra í samtímanum: fyrirbyggj-
andi aðgerðir eru eina viðunandi
lausnin.
Hlaupið í felur
í nóvember 1980 var haldin í
Englandi ráðstefna samtaka
lækna sem berjast gegn styrjald-
arhættunni (Medical Association
for the Prevention of War). Meðal
Endaspretturinn
bjargaði íslendingum
Erm
Margeir Pétursson
NOKKIJR undanfarin ár hefur verið
haldið í Brighton í Fnglandi alþjóð-
legt skákmót sem enski stórmeistar-
inn og skákrithöfundurinn Raymond
Keene er potturinn og pannan í.
Ilann stefnir þangað vinum sínum
og kunningjum meðal skákmanna,
sem eru ófáir og margir hverjir mjög
sterkir. í ár voru þeir Guðmundur
Sigurjónsson og Jón L. Arnason á
meðal þeirra tíu sem hann hauð til
sín, en sjálfur tók hann ekki þátt í
mótinu heldur lét sér nægja að
skipuleggja það og stýra því.
Sem fyrr ríkti skemmtilegur og
vinsamlegur andi á mótinu þó mál-
tækið „enginn er annars bróðir í
leik“ hafi verið í fullu gildi. Fyrir
tækið SciSys, sem ég þekki því mið-
ur engin deili á, gekk í lið með
Keene og gerði honum mótshaldið
fjárhagsiega kleift.
Þátttakendalistinn samanstóð
af þremur stórmeisturum og sex
alþjóðameisturum auk nýjasta
undrabarns Englendinga, Stuart
Conquest, sem varð heimsmeistari
í sveinaflokki í sumar. Það var því
mögulegt að ná stórmeistara-
árangri á mótinu og var hann sjö
vinningar.
Keppnin var bæði jöfn og hörð
og framan af virtist hið fræga
undrabarn Nigel Short ætla að
sigla fram úr. Hinn ungi og efni-
legi Ný-Sjálendingur, Murray
Chandler, sem um langt skeið hef-
ur verið búsettur í Englandi, vann
hann í áttundu umferð og tryggði
sér síðan sigurinn með því að
vinna Westerinen í níundu umferð,
eftir að Finninn sókndjarfi hafði
einu sinni sem oftar lagt allt í
sóknina og þar með misboðið stöðu
sinni.
Speelman, sem frrirfram var
álitinn sterkastur, olli vonbrigðum
og hin mörgu jafntefli hans knýja
fram þá spurningu hvort hinn ný-
tilkomni stórmeistaratitill hans
hafi haft róandi áhrif á skákstíl-
inn.
Islendingarnir áttu erfitt upp-
dráttar framan af, en tókst að lok-
um báðum að rétta úr kútnum og
tryggja sér viðunandi sæti með
öflugum endaspretti. Því miður
var mótið ekki nægilega langt til
þess að þeir gætu blandað sér í
keppnina um efsta sætið. Keppnin
hlýtur hins vegar að hafa verið
þeim góður skóli fyrir svæðamótið
í Danmörku í janúar.
Sem áður segir var það ekki út-
haldið sem háði þeim Jóni og Guð-
mundi í Brighton því í síðustu um-
ferð unnu þeir báðir snaggaralega.
Andstæðingur Jóns var efnaður
bandarískur læknir, Karl Burger
að nafni, sem hefur afar gaman af
skák og er væntanlegur hingað á
Reykjavíkurmótið í febrúar.
Nýi sveinameistarinn Conwuest
hugðist leggja Guðmund að velli
með vel þekktu stefi, sem reyndist
ekki eiga við í stöðunni. Guðmund-
ur var vel með á nótunum, tók
hressilega á móti árásinni og
fljótlega blasti hrunið við hjá
Conquest.
Hvítt: Burger (Bandaríkjununi)
Svart: Jón L. Arnason
Knski leikurinn
1. Rf3 — c5, 2. c4 — Rf6, 3. g3 — d5,
4. cxd5 — Rxd5, 5. d4 Hér er venju-
lega leikið 5. Bg2 eða 5. Rc3.
5. — cxf4, 6. Rxd t — e5!, 7. Rb5 —
Bb4+, 8. Bd2 — a6, 9. Bxb4 Ridd-
araflan hvíts í næsta leik er freist-
andi en ber engan árangur. Hér
eða í 10. leik átti hann því að leika
R5c3.
r;t- í/l St»3 1 1 3 H s 6 7 t °t 10 V/NN. NR.
1 CHANDLER(NÝj*Sjíl) m V//Á W % 1 •k 'k 'k 1 'k 1 'k (o i
z SPEELMAN(£»j SAf Vi '///, ‘k k 'k k 'k / 'k I Sk 2-3.
3 SHORT(Endl^Ai) fíM O k L % 1 'k 1 0 J S'/z 2-3.
V TÓN L. 'ftRNftSON fíM '/z '/z 0 I '/z 'k 0 1 1 1 5 H-s.
5~ TlSVfíLL m k /z h 'k Y/6 0 I •k •k 1 5 7-S.
y &UDM. SKMtJÍNSSotí SM h 'Á 0 'k 1 •k 0 k 1 n U
7 iNESTEHlNENCFi^d) 0 'í ‘k 1 0 •k v/v, 0 1 1 H/z 6-2.
2 TóULQUT (Er>jk<Ji) fíM •k 0 0 0 'k 1 / Y//A 'k 1 H'k 6-2.
? (liavJicvr') kj) fíM 0 (z 1 0 'k (z 0 'k m,\ WY' 1 H H.
10 COh/0.UEST (En$la*Ai' FM •k 0 0 0 O 0 0 0 O V777 yyy/. •k 10.