Morgunblaðið - 05.02.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.02.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 Kelduhverfi: Skutu bláref af búi eftir eltingaleik RKFIIR, sem heimamenn telja víst að sé blárefur, var skotinn í Keldu- hverfi í fyrradag. Líklegt er talið að refurinn hafi sloppið frá búi við Minnisvarði um Sigur- liða Kristjánsson og Helgu Jónsdóttur: Tillögunni vísað til borgarráðs BORGARSTJORN samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag, að vísa til borgarráðs tillögu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, um að reisa hjónunum Sigurliða Kristjáns- syni og llelgu Jónsdóttur minn- isvarða. í ræðu sem Sjöfn hélt á fundinum kom m.a. fram að rétt væri að Reykjavíkurborg hefði frumkvæði að því að reisa þeim hjónum minnis- varða, sem þakklætisvott fyrir höfðingsskap þeirra og ætti borgin að leita samvinnu við aðra aðila, sem hjónin arf- leiddu að eignum sínum, um það efni. I lok ræðu sinnar sagði Sjöfn að erfðaskráin hefði verið til umræðu á Alþingi á sínum tíma, „en sú umræða var sum- um þingmönnum til lítils sóma og ætla ég því ekki að rifja þau mál upp frekar hér. Vona bara að þvílíkt og annað eins endur- taki sig ekki hér í borgarstjórn og viðkomandi aðili hafi lært að sitja á strák sínum," sagði Sjöfn. Kyjafjörð, en dýrið verður sent suð- ur til Rcykjavíkur til rannsóknar. Það var fyrir um tveimur vik- um, að tófa sást skjótast yfir veg í myrkri, en ökumanninum fannst dýrið torkennilegt og hvorki hvítt né mórautt. Um svipað leyti fann Jóhann bóndi Gunnarsson að Vrk- ingavatni í Kelduhverfi spor fyrir norðan Víkingavatn. Á miðvikudag varð hann á ný var við dýrið, sem þá hafði verið að éta langvíu niður við sjó norður af Víkingavatni. Jóhann fékk Þorgeir Þórarinsson á Grásíðu, þaulvana skyttu, til liðs við sig og hófst þá mikill eltingaleikur, en dýrið var mjög styggt og vart um sig. Að lokum tókst þeim félögum að króa dýrið af við Jökulsá, þar sem fljótið fellur til sjávar, og þar felldi Þorgeir rebba. Sagði Jóhann í gær, að þeir teldu dýrið vera full- orðinn bláref, sem þá hefði sloppið af einhverju refabúinu. Hlegið dátt á nemendamóti Það sem gerði svona mikla lukku hjá Verzlunarskólanemendunum á myndinni var dagskráratriði 50. nemenda- móts skólans, sem haldið var í vikunni. Á morgun, laugardag, verða dagskráratriðin sýnd almenningi í Háskólabíói klukkan 13. Ljósm. Halldór l’áll (ííslason. Samvinnuferðir-Landsýn semja við Flugleiðir: Leiguflug með um 3.000 far- þega til Kaupmannahafnar Arnarflug mun sjá um sólarlandaflug og Kanadaflug „VIÐ TEUIJM þcssa samninga við Flugleiðir vera mjög hagkvæma og erum mjög ánægðir með, að íslenzkt flugfélag skuli vera með bezta tilboðið," sagði Eysteinn Helgason, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar, í samtali við Mbl., en SamvinnuferðirLandsýn og Flugleiðir hafa nýverið undirritað leigusamning, sem gerir ráð fyrir leiguflugi fram í september. 3.000 í Kaupmannahafnarflugi og síðan sólarlandaferðir og Kanadaferðir og er í heildina um þó nokkra aukningu að ræða á sætaframboði milli ára,“ sagði Eysteinn Helgason, forstjóri Samvinnuferða- Landsýnar að síðustu. INNLENT Við vorum með svipað leigu- flug í fyrrasumar, en þá var það danska flugfélagið Sterl- ing Airways, sem var með bezta tilboðið. Það flug gekk vonum framar og því var ákveðið að fara út í þetta aftur. Þessar ferðir okkar eru unn- Sérkjarasamningar sfmamanna: Fara fram á 20% - ríkið býður 0,7% íhuga úrsögn úr BSRB LÍTIt) hefur mióad við gerð sér kjarasarnninga hinna ýmsu ríkis- starfsmannafélaga við ríkid. Vegna þessa hafa hjúkrunarfræðingar hót- að fjöldauppsögnum og Félag ís- lenzkra símamanna íhugar úrsögn úr BSRB, en félagið færi í staðinn sjálft með samningsgerð. í kröfum símamanna var farið fram á flokka- hækkun, sem símamcnn meta til um 20% hækkunar launa. Ríkið bauð hins vegar 0,5—0,7% launahækkun, að mati símamanna, með breyting- um á flokkaröðun. „í samningunum við ríkið í des- ember var sérstaklega samið um það við fjármálaráðherra, að við röðun í launaflokka við gerð sér- kjarasamnings skyldi meðal ann- ars miðað við sambærilegar starfsstéttir. Þeir voru margir, sem samþykktu BSRB-samning- inn vegna þessa ákvæðis í sam- ningnurn og eins vegna orða fjár- málaráðherra í þessa átt í viðræð- unurn. Nú er hins vegar allt annað uppi á teningnum og það er mikill urgur í fólki vegna þessa,“ sagði Agúst Geirsson, formaður Félags íslenzkra símamanna í gær. Hann sagði, að tæknimenn í Fé- lagi símamanna væru í 9.—13. launaflokki, en meðallaun allra rafvirkja, sem fá laun greidd hjá ríkinu samkvæmt töxtum Raf- iðnaðarsambandsins, væru sam- kvæmt 20. launaflokki. ÁgúsP sagði að þarna væri um sambæri- lega hópa að ræða og hefðu sam- ningamönnum rikisins verið af- hentir útreikningar, sem ríkið stóð meðal annars að að vinna. „A félagsfundi síðasta föstudag var samþykkt áskorun á stjórn Félags símamanna um að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu um úrsögn úr BSRB, en félagið tæki síðan samningamálin sjálft í sínar hendur. Það er mikil og almenn óánægja með launa- kjörin. Fólk er búið að missa trú á bandalagið eftir tvo síðustu kjara- samninga og það er ekki jafn ske- leggt og áður,“ sagði Ágúst Geirs- son. ar í samvinnu við aðrar nor- rænar ferðaskrifstofur og við munum því geta boðið upp á mjög hagkvæmar ferðir í sumarhús í Danmörku á sumri komanda. Það má reyndar segja, að samningurinn við Flugleiðir nú, sé mjög svipað- ur og samningur okkar við Sterling Airways í fyrra,“ sagði Eysteinn ennfremur. Þá sagði Eysteinn það mjög ánægjulega þróun hversu samkeppnishæfni íslenzku flugfélaganna væri orðin mik- il. — Við verðum á þessu ári með allt okkar leiguflug hjá íslenzku félögunum, Arnar- flugi og Flugleiðum. Arnar- flug mun sjá um sólarlanda- flug okkar, sömuleiðis ferðir okkar til Toronto í Kanada, en þær ferðir vorum við einnig með á síðasta ári, og Flugleið- ir sjá svo um þetta Kaup- mannahafnarflug okkar. Á þessu ári verðum við með alls um 9.000 sæti í leiguflugi, ASV og vinnuveitendur: Lítill árangur af samningafundum LÍTIÐ gerðist á þriggja klukku- stunda samningafundi Alþýðu- sambands Vestfjarða og vinnu- veitenda, sem haldinn var á ísa- firði í gær undir stjórn Guðiaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Síðustu daga hafa deiluaðilar þrí- vegis rætt málin á fundum undir stjórn sáttasemjara, en árangur verið lítill. Næsti fundur verður haldinn á ísafirði á föstudag eftir viku. Seltjarnarnes: Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins FULLTRIIARÁÐ sjálfstæðisfélag- anna á Seltjarnarnesi gekk í gær kvöldi frá framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingar í maí nk. Listinn var sam- þykktur samhljóða og er hann sá fyrsti sem Sjálfstæðisflokkurinn leRKur fram í komandi sveitarstjórn- arkosningum. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri, Miðbraut 29. 2. Magnús Er- lendsson, fulltrúi, Sævargörðum 7. 3. Júlíus Sólnes, prófessor, Miðbraut 31. 4. Guðmar E. Magnússon, versl- unarmaður, Barðaströnd 23. 5. As- geir S. Ásgeirsson, kaupmaður, Sef- görðum 12. 6. Áslaug G. Harðardótt- ir, húsmóðir, Látraströnd 6. 7. Erna Nielsen, húsmóðir, Barðaströnd 11. 8. Jónatan Guðjónsson, vélvirkja- meistari, Vesturströnd 4a. 9. Anna Kristín Karlsdóttir, skrifstofumað- ur, Unnarbraut 12. 10. Skúli Ólafs, framkvæmdastjóri, Vesturströnd 31. 11. Anna Laufey Þórhallsdóttir, gjaldkeri, Tjarnarbóli 6. 12. Gísli G. Jóhannsson, kennari, Skerjabraut 9. 13. Helga M. Einarsdóttir, húsmóð- ir, Lindarbraut 26. 14. Snæbjörn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Lindarbraut 29. Nýju barnalögin rædd á fundi Hvatar LAUGARDAGINN 6. febrúar kl. 12.00 mun Hvöt halda hádegisverð- Olöf Pétursdóttir arfund uppi á lofti í veitingahúsinu Torfunni. Umræðuefni fundarins verður nýja barnalöggjöfin. Ræðu- maður verður Ólöf Pétursdóttir, full- trúi í dómsmálaráðuneytinu. Olöf hefur haldið fyrirlestra um þetta efni. Margvíslegar nýjungar er að finna í nýju barnalögunum. Sam- búðarfólk fær með þeim sameigin- lega forsjá yfir börnum sínum eins og um hjónabandsbörn væri að ræða. Réttur föður óskilgetins barns er viðurkenndur, þessi at- riði verða ásamt öðru efni laganna til umræðu á hádegisverðarfund- inum. Mikilvægt er að menn kynni sér sem best þessa löggjöf, og geri sér grein fyrir þeim áhrifum er hún getur haft á einstaklinga og fjölskyldur. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.