Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
3
Vöruskiptajöfnuðurinn árið 1981:
Óhagstæður um 949
milljónir króna
Vöruskiptajöfnuður lands-
manna var á árinu 1981 óhagstæð-
ur um 949 milljónir króna, en það
er jafnvirði 94,9 milljarða gkróna.
I desembermánuði einum var
vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð-
ur um tæplega 117 milljónir
króna. Á árinu 1980 var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um
342 milljónir króna eða 34,2 millj-
arða gkróna.
Á árinu 1981 nam útflutningur
6,5 milljörðum króna, en innflutn-
ingur nam 7,5 milljörðum. Af út-
flutningi nam álmelmi og ál 634
milljónum og kísiljárn 123 millj-
ónum króna. Helztu liðir innflutn-
ings voru skip að jafnvirði 266
milljóa króna, flugvélar að jafn-
virði 20,3 milljóna, innflutningur
til Járnblendifélagsins nam 94
milljónum króna, innflutningur til
Landsvirkjunar 138,7 milljónum,
innflutningur til Kröfluvirkjunar
9,2 milljónum og til ÍSALs var
innflutningur jafnvirði 529 millj-
óna króna.
í fréttatilkynningu Hagstofunn-
ar er innflutningur skipa sundur-
liðaður þannig, að 4 þeirra koma
frá Noregi, skuttogarar að jafn-
virði 86 milljóna króna, 2 fiskiskip
frá Færeyjum að jafnvirði 23,6
milljóna, 2 vöruflutningaskip frá
Danmörku að jafnvirði 99,2 millj-
óna, og eitt frá Noregi að jafnvirði
3,8 milljóna króna. Loks er einn
skipskrokkur fluttur inn frá Nor-
egi að jafnvirði 11,2 milljóna
króna.
Flugvélakaup eru einnig sund-
urliðuð. 8 flugvélar voru fluttar
inn frá Bandaríkjunum að jafn-
virði 3,3 milljóna, ein þyrla frá
Bandaríkjunum að jafnvirði 2,6.
milljóna. Þá voru fluttar inn
flugvélar frá Bretlandi, Dan-
mörku og Frakklandi, en andvirði
þeirra allra er undir milljón.
Þá segir í fréttatilkynningu
Hagstofunnar, að við samanburð á
tölum ársins 1981 og ársins 1980
verði þess að gæta að meðalhækk-
un erlends gjaldeyris milli áranna
hafi verið 37,2%.
Heimsókn forseta til Bretlands:
Vigdís ræðir við Thatcher
og situr hádegisverðar-
boð Elísabetar drottningar
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti fs-
lands. fer í heimsókn til Bretlands
hinn 16. febrúar næstkomandi og
heim kemur forseti á ný 21. febrúar.
Dagana 17.—19. febrúar verður for
setinn opinber gestur brezku ríkis-
stjórnarinnar.
Á meðan Vigdís Finnbogadóttir
verður gestur brezku ríkisstjórn-
arinnar mun hún eiga einkavið-
ræður við Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Breta, og ennfrem-
ur mun forsetinn snæða hádegis-
verð með Elísabetu Bretadrottn-
ingu.
í fylgdarliði forsetans verða
meðal annars Ólafur Jóhannesson
utanríkisráðherra og kona hans
Dóra Guðbjartsdóttir. Er ráð fyrir
gert að Ólafur og Carrington lá-
varður utanríkisráðherra muni
hittast og ræða heimsmálin al-
mennt.
Daginn eftir að hinni opinberu
heimsókn Vigdísar Finnbogadótt-
ur lýkur, 20. febrúar, heldur ís-
lendingafélagið í London sinn ár-
lega þorrafagnað og ætlar forset-
inn að taka þátt í honum.
íbúar Reykjavíkur 84.469 1. des. sl.:
Hraunbær fjölmennasta
gatan með 2.662 íbúa
ÍBÚAR Reykjavíkur voru 84.469
talsins I. desember sl., þar af 41.015
karlar og 43.454 konur. Við 25 götur
í Reykjavík bjuggu 500 íbúar og
fleiri, en langfjölmennasta gata
Reykjavíkur er, eins og áður,
Ólafsvík:
Góður afli
lfnubáta
(Hafsvík, 3. febrúar.
GODIIR afli hefur verið hjá línubát-
um héðan síðan róðrar hófust upp úr
miðjum mánuði. Sjö bátar róa með
línu og var Gunnar Bjarnason þeirra
aflahæstur í janúarlok með 86,4 tonn
í 10 róðrum. Ilonum næstur var Garð-
ar 2 með 74,4 tonn í 10 róðrum.
Átta bátar eru byrjaðir með net
en afli þeirra hefur verið tregur.
Aflahæstur netabátanna er Matt-
hildur með 30,3 tonn í 9 róðrum.
Togarinn Lárus Sveinsson iandaði
einu sinni í mánuðinum, 105 tonn-
um. Már landaði svo í gær 121 lest,
mest þorski. Heildaraflinn í Ólafs-
vík í janúar varð því 798 tonn.
Næg atvinna er hér eftir að róðr-
ar byrjuðu aftur og raunar vantar
fólk í sumar vinnslustöðvarnar.
Fremur kalt hefur verið að undan-
förnu og í dag er hvasst af norð-
austri og enginn bátur á sjó.
Helgi
Hraunbær í Árbæjarhverfi, en við
Hraunbæ bjuggu 1. desember sl.
2.662 íbúar.
Næstfjölmennasta gata Reykja-
víkur er Kleppsvegur, en við hann
bjuggu 1.613 íbúar 1. desember sl.
I þriðja sæti kemur svo Vestur-
berg, en við hana bjuggu 1.523 íbú-
ar 1. desember sl. — Þá kemur
Háaleitisbraut, en við hana
bjuggu alls 1.451 íbúi 1. desember
sl. Framangreindar fjórar götur
skera sig nokkuð úr hvað íbúa-
fjölda snertir. Við Langholtsveg
bjuggu 976 íbúar 1. desember sl.
Við Álfheima bjuggu 868 íbúar
og í kjölfarið kemur svo Álfta-
mýri, en þar bjuggu alls 809 íbúar
1. desember sl.
Við Hvassaleiti bjuggu 1. des-
ember sl. 721 íbúi og við Hring-
braut bjuggu 713 íbúar.
Alls bjuggu 691 íbúi við Engja-
sel 1. desember sl., þá 661 íbúi við
Rauðalæk og 619 íbúar við Laug-
arnesveg.
Við Hátún bjuggu 599 íbúar 1.
desember sl., við Njálsgötu 583
íbúar, við Ljósheima 565 íbúar, við
Sólheima 560 íbúar, við Krumma-
hóla 552, við Gnoðarvog 544 íbúar,
við Grettisgötu 538 íbúar, við
Stigahlíð 528 íbúar, við Unufell
524 íbúar, við Torfufell 503 íbúar,
við Stóragerði 502 íbúar og við
Laugaveg voru 501 íbúi 1. desem-
ber sl.
HÉR á landi eru nú staddir nemendur úr skóla norska Hjálpræðishersins og
hafa þeir undanfarna daga heimsótt fjölda fyrirtækja og sungið fyrir starfs-
menn þeirra í kaffitímanum. í vikunni heimsóttu nemendurnir Morgunblaðj
ið og sungu fyrir Morgunblaðsmenn. Myndin er tekin við það tækifæri. í
nemendahópnum eru tveir fslendingar, Rannveig María Nielsdóttir og Erl-
ingur Nielsson, en þau stunda nám við norska skólann. Eru þau systkin frá
Akureyri.
í Herkastalanum eru nú samkomur hvert kvöld, en að auki verður mið-
nætursamkoma laugardagskvöldið klukkan 23.
Nýtt loðnu-
verð ákveðið
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar
útvegsins náði í gær samkomulagi
um nýtt lágmarksverð á loðnu
veiddri til bræðslu frá 1. janúar til
loka loðnuvertíðar og ber verksmiðj-
unum að greiða 525 krónur fyrir
tonnið.
Verðið er miðað við 16% fitu-
innihald og 15% fitufrítt þurrefni.
Þá breytist verðið um kr. 25,50 til
hækkunar eða lækkunar fyrir
hvert 1%, sem fituinnihald breyt-
ist frá viðmiðun og hlutfallslega
fyrir hvert 0,1%. Verðið breytist
um kr. 33,.70 til lækkunar eða
hækkunar fyrir hvert 1%, sem
þurrefnismagn breytist frá við-
miðun og hlutfallslega fyrir hvert
0,1%. Ennfremur ber kaupendum
að greiða 75 aura fyrir hvert tonn
til Loðnunefndar.
Algjört æði
þorrabakkinn og Tuborg öl
■HÚrval þorramatar mmmmm^^^—m^—mmmmmmi
Sviðasulta, svínasulta, hrútspungar, lundabagg-
ar, pressuð svið, lifrapylsa og blóðmör, hvalrengi,
hvalsulta, hákarl, hangikjöt, flatkökur, smjör,
harðfiskur, síld, rúgbrauð.
Opið til kl. 7 í kvöld.
Opið til hidegis i morgun, laugardag.
Þorrabakkinn aðeins 60 kr.
Ekkert jafnast á við að borða þorramat með
Tuborg öli, flaskan aðeins 7.30.-.
Laugalæk 2. s. 865II