Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 9

Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 9 FRÁBÆR KYNNING Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Pink Floyd A Collection of Great Dance Songs SHVL 822 Roger Keith (Syd) Barrett er fæddur í janúar í háskólaborg- inni Cambridge á Englandi. Hann ásamt þeim Waters og Gilmour, gekk í Cambridge High School for Boys, en fluttist síðan til London þar sem hann lærði að mála og leika á gítar. Þar spilaði hann og með hinum ýmsu hljómsveitum. George Roger Waters yfirgaf háskólaborgina og hóf að stunda arkitektúr við Regent Street Polytechnic í London. Nicholas Berkeley Mason og Richard William Wright, báðir Lundúna- búar voru þar einnig við nám. Þessir þrír, Waters, Mason og Wright, stofnuðu hljómsveit sem þeir kölluðu Sigma 6. Illa gekk að ná í verkefni og það var ekki fyrr en þeir breyttu nafninu í The Abdabs að þeir fengu tekið viðtal við sig. The Abdabs leyst- ist upp og Juliette Gale sem hafði verið söngkona giftist Rick Wright. Félagarnir þrír reyndu einu sinni enn og nú fengu þeir til liðs við sig djassgítarleikara nokkurn, Bob Close. Waters bauð einnig Syd Barrett, er hann þekkti frá heimaslóðum, að vera með. Það var svo Barrett sem kallaði hljómsveitina Pink Floyd Sound eftir tveimur blúsurum sem hann átti plötu með. Þeir hétu Pink Anderson og Floyd Council, ættaðir frá Georgíu. Fyrsti vísirinn að frægð var á hljómleikum sem voru haldnir reglulega á sunnudögum í Marquee klúbbnum og kölluðust „The Spontaneous Under- ground" og um þetta leyti urðu þeir nokkurs konar opinber neð- anjarðarhljómsveit. Þetta var í febrúar 1966. í október 1966 á reglulegum vikulegum hljómleikum Pink Floyd í London Free School’s Sound sáu parið Joel og Toni Brown í fyrsta skiptið um um- gjörð tónleikanna, þá miklu tækni og ljósadýrð sem æ síðan hefur einkennt hljómleika Pink Floyd. Hljómsveitin spilaði á hinum ýmsu stöðum, í litlum klúbbum og á stórum styrktartónleikum fyrir Rhodesiu og Oxfam. Það var þó ekki fyrr en í janúar að þeir hljóðrituðu sína fyrstu litlu plötu en hún hafði að geyma lag Syd Barretts, „Arnold Layne". Þessi litla plata fór hæst í 25. sæti breska smáskífulistans. Nokkrum mánuðum seinna samdi Barrett annað iag, „Games for May“, og þegar nafn- inu hafði verið breytt í „See Em- ily play“ var lagið sett á litla plötu og hún fór í 5. sæti smá- skífulistans og Pink Floyd spil- aði lagið í „Top of the Pops“- þættinum; um leið voru þeir orðnir nafn í poppheiminum. Fyrsta stóra platan kom svo út undir nafninu „The Piper at the Gates of Dawn“. Útgáfudag- ur hennar var 5. ágúst 1967. 18. nóvember kom út þriðja litla platan og á henni lagið „Apples and Oranges". Hún vakti hvorki ánægju né hrifningu. Nú fór margt skrýtið að gerast. Syd Barrett sem var á kafi í ÍSD gerði fátt annað en að mála myndir og semja svo lög út frá þeim. 18. febrúar 1968 hóf svo David Gilmour að spila á gítar með Pink Floyd. Hann og Syd Barrett spiluðu saman í nokkrar vikur en það stóð ekki lengi því Barrett hvarf 6. apríl 1968. Skömmu áður en Barrett hvarf gáfu þeir út litla plötu, „It Would Be so Nice“, sem gekk ekki neitt og þeim sýndist ekki neinn tilgangur í því að gefa út litla plötu framar. Önnur stóra platan kom út og hét „A Saucerful of Secrets". Þriðja platan var svo kvikmyndatónlist úr myndinni „More“. Segja má að við útkomu fjórðu plötu þeirra, „Umma- gumma“, en á henni eru tvær hliðar með hljómleikaupptökum, hafi þeir tryggt sér það sæti sem þeir hafa í dag. Að vísu lyftu næstu þrjár plötur þeim enn hærra upp og þá aðallega platan „Atom Heart Mother". Arið 1972 fór mest allt í að hljóðrita næstu plötu. Reyndar eyddu þeir 9 mánuðum í að fullvinna plötuna, sem að lokum kom út undir nafninu „The Dark Side of the Moon“. Hún kom út 1973 og seld- ist ótrúlega. Hún var fyrsta plat- an þeirra sem komst í 1. sæti ameríska vinsældarlistans. Til að kóróna allt var þessi frábæra plata í 102. sæti vinsældarlistans í músíkblaðinu Billboard núna rétt fyrir jólin og er hún þó búin að vera í 393 vikur inni á listan- um. Listi þessi telur 200 topp- plötur. Það var svo ekki fyrr en rúmum tveim árum seinna að þeir sendu frá sér nýja plötu. Hún kom út í septembr 1975 og heitir „Wish You Were Here“. 10. stóra platan kom út 1977 og er það „Animals". Síðasta platan sem þeir sendu frá sér er „The Wall“ en hún kom út 1979. Þetta er saga Pink Floyd í grófum dráttum. Hún er öllu ít- arlegri í byrjun en það tognar úr fróðleiknum er líður á og er það með ráðum gert því ég reikna með að allflestir þekki sögu hljómsveitarinnar í seinni tíð og að þeir hafi gaman af að fá smjörþefinn af upphafinu. Það virðist vera orðin venja að það líði 2 ár á milli platna frá Pink Floyd, að minnsta kosti svona í seinni tíð. Nú skömmu fyrir jól kom út samansafnplata sem ber það einkennilega heiti „A Collection of Great Dance Songs". Á plötunni eru 6 lög og er það elsta frá árinu 1971, „One of These Days“ af plötunni „Meddle" Þetta er fyrsta lag plötunnar og eru þau siðan tekin fyrir í tímaröð. „Money“ er ann- að lagið og er hér um nýja upp- töku að ræða. Næst er „Sheep" af plötunni „Animals". Hin þrjú lögin sem eru á hlið tvö eru tekin af plötunni sem Pink Floyd til- einkaði Syd Barrett og að sjálf- sögðu eru það „Shine on You Crasy Diamond" og „Wish You Were Here“. Sjötta og síðasta lagið er svo „Another Brick in the Wall“, við það ættu allir að kannast. Það væri fásinna að segja að nýjasta platan væri léleg því allt sem hljómsveitin hefur sent frá sér er stórkostlegt. Því til stuðn- ings er sú hylli sem „The Dark Side of the Moon“ hefur átt að fagna. Að eiga plötu inn á lista í næstum 400 vikur er nokkuð sem sennilega verður ekki endurtekið (ekki neitt bendir til þess að platan sé á leið út af listanum). Sennilega hefði mátt fylla tvær hliðar í viðbót án þess að nokkuð skaðaði, en ég er þá hræddur um að dýrt hefði orðið að kynna sér Pink Floyd. Sem slík (þ.e. kynningarplata) er hún frábær. Á henni er að finna helstu lög hljómsveitarinnar, þau sem hafa hlotið mestu al- menningshylli en þó er ekki hægt að segja að þetta sé safn bestu laganna. Um það verður hver og einn að dæma. Ekki er hægt að skilja við þessa plötu án þess að minnast á að sum lögin eru slitin úr sam- hengi. Tekin úr einni heild eins og plötur þeirra félaga hafa ætíð verið og við það missa þau sig nokkuð. En fyrir þann sem lang- ar að kynnast Pink Floyd í fyrsta skipti er þetta meira en tilvalið tækifæri til að heyra rjómann af rjómanum. Platan hefur rólegt yfirbragð yfir sér. Það eru bara lögin „Money" og „Another Brick in the Wall“ sem einhver hraði er í. Um nýju útsetninguna á „Mon- ey“ er það að segja að þar er allt eins nema söngurinn, en hann nýtur sín betur hér en i gömlu útgáfunni. FM/AM 26600 Allir þurfa þak yfir höfuöid ASPARFELL 3ja herb. ca 80 fm íbúö á 7 hæó i háhýsi. Vestursvalir. Göóar innrétt- ingar. Fallegt útsýni. Veró: 680 þús. ÁLFHÓLSVEGUR 3ja herb. ca. 70 fm ibúó á 2. hæð í fjórbýlishúsi, steinhúsi Þvottaherb. inn af eldhúsi. Sér hiti. Mjög fallegar inn- réttingar. Utsýni. Bilskur meó kjallara. Verö: 850 þús. FURUGRUND 4ra herb. ca. 100 fm ibúö á 1. hæó i blokk Góóar innréttingar. Ðilgeymsla. Veró: 850 þús. HAMRABORG 3ja—4ra herb. ca. 100 fm ibúó 3. hæö i háhýsi. Þvottaherb. inn af eldhúsi. Næstum fulibúin ibúö. Veró 820: þús. HÓLAR 3ja herb. ca. 90 fm ibúó i háhýsi. Góóar innrettingar Útsýni. Veró: 650—680 þús LJÓSHEIMAR 4ra herb. ca 100 fm ibúó ofarlega i háhýsi. Góöar innréttingar. Falleg ibúö. Vestursvalir. Utsýni. Verö: 900—950 þús. Skipti æskileg á stærri æskileg MOSFELLSSVEIT Raöhús, ca. 164 fm á þremur pöllum, byggt 1959. Góöur bilskúr meö gryfju. Gott hús. Stór og falleg lóö. Verö: 1300 þús. Skipti á minni eign i Mosfellssveit æskileg. NJÁLSGATA 3ja herb. ca. 70 fm risibúó i timburhúsi. Sér hiti. Sér inng. Verö: 550 þús. SMYRLAHRAUN 3ja herb. ca. 95 fm ibúó á efri hæó i fjórbýlissteinhúsi. Sér hiti. Sér þvotta- herb. inn af eldhúsi. Suóaustursvalir. Góó ibúó. Stór bilskur Veró: 820 þús. ÆSUFELL 3ja herb. ca. 90 fm ibúö á 1. hæó i háhýsi. Góö ibúó. Utsýni. Veró: 660 þús STOKKSEYRI Einbýlishús, ca. 130 fm timburhús. Hús- ió er fullbúió utan en tilb undir tréverk innan. Verö: 550 þús. Skipti á eignum koma tíl greina. Fasteignaþjónustan tustuntrali 17, i. 26600 Ragnar fomasson hdi Aðalfundur Aðalfundur Félags íslenzkra stórkaupmanna verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar nk. aö Hótel Sögu °g hefst kl. 12.00. Stjórnin í MOSFELLSSVEIT 100 fm 4ra herb. vandaó endaraóhús (viölagasjóöshús). Bilskursréttur Falleg ræktuó lóó. Allar nánari uppl. á skrif- stofunni. VIÐ HÁALEITISBRAUT 4ra herb. 120 fm góó ibuö á jaróhæó Tvöfl verksm.gl. Gott skáparými. Bil- skúrsréttur Útb. 580 þús. VIÐ ENGJASEL 4ra herb. 105 fm nýleg ibuö á 1. hæó Ny teppi. Gott skáparymi. Sameign full- frágengin m.a. bilastæói i bilhýsi. íbúóin er laus nú þegar. Verð 900—950 þús. í HAFNARFIROI 4ra herb. 100 fm vönduó ibúó á 3. hæö viö Ðreiövang. Bilskúr fylgir Utb. 700 þús. VIÐ FURUGRUND 2ja herb. 60 fm vönduö ibuó á 4. hæö. Þvottaaóstaóa i ibúöinni. Útb. 420 þús. VIÐ BRAGAGOTU 2ja herb. 60 fm íbúö á jaröhæó. Sér inng. og sér hiti. Útb. 280 þús. 3ja—4ra herb. íbúö óskast í Austur- borginni t.d. í fossvogi, Espigerði eða Háaleiti. Góð útb. í boði. VIÐ HRAUNBÆ 2ja herb. góö ibúö á 2. hæó. Útb. 380 þús. Eicnanmunifi ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 27711 Sölustjóri Sverrir Kristinsson Unnsteinn Beck hrl. Sími 12320 MT.I.YSINI. VSIMIW Klí: 22480 BlorounWníiiíi Hafnarfjörður Til sölu 3ja herb. nýinnréttuö íbúö á jarðhæö (steinhús) við Suöurgötu. Verð kr. 600 þús. Árnl Gunnlaugsson. hrl. Austurgotu 10. HafnarfirÖi. simi 50764 FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Hlíðar 4ra herb. rúmgóð íbúö á tyrstu hæð í fjórbýlishúsi. Bílskúr. Hlíðar 6 herb. endaíbúö á 4. hæö. 4 svefnherb., svalir. Fallegt út- sýni. Breiðholt Hef kaupanda að einbýlishúsi eða raðhúsi í smiðum í Breið- holti eða tilbúnu timburhúsi. Heigi Ólafsson löggiltur fasteignasali, kvöldsími 21155. FASTEIGIMAMIQUJIM SVERRIR KRISTJÁNSSON heimasimi: 10070 FJÖLNISVEGI 16, 2. HÆÐ, 101 REYKJAVÍK Seljahverfi Til sölu vönduð og mjög vel um- gengin ca. 190 fm endaíbúö á 3ju og 4. hæð i litlu sambylis- húsi ásamt bílskýli. Tvennar svalir. Útsýni. Neöri hæöin er skáli, saml. stofur, eldhús meö borðkrók, þvottaherberb. og stóru svefnherb. Uppi eru 3—4 mjög góö herb., skáli og baö og gott vinnuherb. Eignin er öll í mjög góöu standi. Til greina kemur aö taka upp í góöa 3ja—4ra herb. íbúð, helst með bílskúr. Kleppsvegur Til sölu lítil en snotur 3ja herb. íbúð á 2. hæð í enda. íbúðln er skáli, saml. stofur, lítið herb., eldhús og þvottaherb. inn af eldhúsi og gott baö. Geymsla í kjallara. Seljanda vantar góöa 3ja herb. íbúð, gjarnan í Breiö- holti. Seljahverfi Til sölu mjög góö 4ra herb. ibúð á 3ju og 4. hæð í sambýlishúsi. Ibuðin skiptist þannig: Gangur, eldhús, svefnh., stórt bað með skápum. Þar er einnig gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara innf. í innr. Saml. stofur, hringst. milli hæöa. Uþpi er stórt herbergi, sem hæglega má skipta. Vesturberg Bakkar Seljahverfi Hef mjög góða kaupendur að raóhusum. Húsin mega gjarnan vera í smíðum og á nánast hvaöa byggingarstigi sem er. Garðabær Hef kaupanda aö góöu víðlaga- sjóðshúsi. Skipti koma til greina á mjög góðri efri hæð í þribýlishúsi í Barmahlíð. Mosfellssveit Hef góðan kaupanda að rað- húsi eða einbýlishúsi, gjarnan í smiöum i Moslellssveit. Skipti koma til greina á góöri 120 fm hæö i þribylishusi í Htíðum. Seljahverfi Raðhús Til sölu ca. 210 fm raðhús ásamt 50 fm bílskúr. Húsið af- hendist fokhelt í maí—júni nk. Ódýrar íbúðir Til sölu 4ra herb. íbúð á 2. hæð viö Hverfisgötu. Skipti koma til greina á minni eign sem má þarfnast mikillar standsetn- ingar. Til sölu litil snotur 2ja—3ja herb. íbúð í kjallara við Hverf- isgötu. Grettisgata Til sölu ca. 60 tm 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Samþykkt. Langholtsvegur Sérhæð ásamt risi Til sölu ca. 114 fm sérhæð ásamt risi og ca 48 fm bílskúr. Hæðin skiptist þannig: For- stofa, forstofuherb., gangur, eldhús, borðst., stofa og stórt svefnherb. I risinu eru 2 herb. og þvottaaðst. og st. geymsla. Verð 1.200.000. Einbýlishús í Garðabæ Til sölu ca. 157 fm Siglufjarö- arhús á steyptum kjallara. I kjallaranum er ca. 45 fm innb. bilskúr og ca. 45 fm vinnupláss. Húsiö er ekki fullgert. Skipti koma til greina á minna einbýl- ishúsi eöa raðhúsi á einni hæö. Hef kaupendur að stórum og vönduðum einbýlishúsum í Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellssveit. Vinsamlega athugiö að oft koma til greina eignaskipti. Máltlutningsstofa Sigríður Ásgeirsdóttir hdl. Hafsteinn Baldvinsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.