Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 Þörf fyrir hugarfars- breytingu og breytingu á rótgrónum hugmyndum um hlutverk kynjanna Ráðstefnu Sambands íslenskra bankamanna 29. jan. sl. um jafnréttismál sóttu um 80 manns og lögð voru fram ýmis gögn sem safnað hefur verið um stöðu karla og kvenna innan bankakerfisins en 64% starfsmanna bankanna eru konur. Langstærstur hluti þeirra er í lægstlaunuðu flokkunum og virðist mjög erfitt fyrir konur að komast í ábyrgðarstörf og störf í efri flokkum launastigans. Meðallaun kvenna í ís- lenskum bönkum eru að meðaltali 28% lægri en karla. Helstu niðurstöður ráðstefnunnar eru að þörf er fyrir gagngera hugarfarsbreytingu og breytingu á rótgrón- um hugmyndum um hlutverk kynjanna. l»á er þörf á aukinni umfjöllun um jafnréttismál og aukinni upp- lýsingasöfnun, bæði á vegum Sambands banka- manna, sér í lagi, og líka í samvinnu við önnur sam- bönd launafólks og jafnréttisráð. Ráðstefnan telur að það verði að verða gagnger breyting á starfsmanna- pólitík bankanna og nauðsynlegt að SÍB leggi fram kröfur um aukið samstarf við atvinnurekendur um skipan þessara mála. Ljóst er að konur þurfa á aukinni hvatningu að halda til að sækja um ábyrgðarstöður innan bankakerfisins. I»að má geta þess að í könnun sem gerð var fyrir ráðstefnuna meðal kvenna sem komist hafa til ábyrgðarstarfa innan bankakerfisins þá kom í Ijós að auk starfa sinna í bönkunum leggjast heimilisstörf að fullu á þær að auki, þannig að vinnuframlag þeirra er í rauninni tvöfalt. Stjórn SÍB mun taka niðurstöður þessarar ráðstefnu til meðferðar í því skyni að marka sér skýra stefnu í jafnréttismálum. Morgunbladsmenn litu inn á ráðstefnuna og tóku nokkra ráðstefnugesti tali. /----------------------------------------------------------------------------------- Margrét Brynjólfsdóttir Ragnheióur Hermannsdóttir vinnur í Landsbankanum og er ein af sjö konum á ráðstefnunni sem tóku saman efni sem flutt var á rádstefnunni og heitir þaó „Reynsla kvenna í ábyrgdarstöðum“. „Viö gerðum könnun innan bankanna,“ sagði Ragnheiður í samtali við Mbl., „og komumst að því að konur sem hafa komist í áhrifastöður eiga margt sameig- inlegt. Meðal annars hafa flestar langan starfsaldur að baki, þær hafa oft sótt um ábyrgðarstöður. Flestar þeirra hafa unnið í mörg- um deildum banka og meirihluti þeirra eru giftar konur og hús- Margrét Brynjólfsdóttir vinnur i Landsbankanum og er ritari í stjórn SÍB. . „Eg held við þurfum að leita þeirra leiða sem vænlegastar þykja til að ná sem bestum árangri og við munum framfylgja þeim niðurstöð- um og ályktunum sem gerðar verða hér á ráðstefnunni. I’að hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf fyrir þessa ráðstefnu. IJpplýsingum safn- að og kannanir gerðar og það er gífurlegur áhugi meðal gesta og V ............ Kristín Jónsdóttir mæður. Við hér á ráðstefnunni höfum verið að ræða þetta nokk- uð og ég held það sé almenn niðurstaða að sé á heildina litið þá eru konur í bankakerfinu með lægri laun og eru í lægri stöðum hlutfallslega en karlar og við eru að reyna finna út hvað valdi þessu og hvað er til úrbóta." Hvað heldui þú að valdi þessu? „Það er eflaust samspil margra þátta. Það hefur verið nefnt hér að konur hefji margar hverjar störf ungar og hafa því ekki nógu góða menntun. Einnig hafa konur að því er virðist meiri ábyrgð þátttakenda á málefnum kvenna en 80 manns hafa tekið þátt í ráðstefn- unni og hefur mikið verið unnið í hópvinnu og áhugi er mikill á að gera jafnréttismálum bankamanna sem best skil. Persónulega tel ég jafnréttis- mál ekki vera neitt einkamál kvenna vegna þess að jafnrétti heima fyrir eða á vinnustað kem- ur öllum til góða. Ég tel að það hljóti að vera betra þjóðfélag þar Ragnheiður Hermannsdóttir gagnvart heimilum sínum en eiginmenn þeirra." Kristín Jónsdóttir vinnur í Al- þýðubankanum og sat ráðstefn- una. Hún settist við hlið/Ragn- heiðar og var spurð að því hvað væri til ráða, til að auka jafnrétti kynjanna jafnt i bankakerfinu sem almennt í atvinnulífinu. „Það þarf aukna fræðslu," sagði Kristín. „Aukna hvatningu og auknar umræður um jafnrétt- ismál. Allir starfsmenn þurfa að fá jafnan rétt til þátttöku á nám- skeiðum til dæmis, en það eru starfsmannastjórar í hverjum banka sem velja fólk til að fara á námskeiðin. En jafnréttismál eru ekkert einkamál kvenna. Ég vil að það komi skýrt fram. Grund- völlurinn fyrir góðu samstarfi milli starfsmanna og bank- astjórna er jafnrétti, meðákvörð- unarréttur," sagði Kristín að lok- um. sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum en ekki eftir kyn- ferði. Það eru margar ástæður fyrir því hvers vegna konur eru ekki jafnréttháar körlum í þjóðfélag- inu, uppeldislegar, sem leiða til hefðbundinnar verkaskiptingar sem skapa óhagstæðari aðstöðu fyrir konur, og hugsunarháttur- inn. Allt þetta vinnur að því að skapa óöryggi fyrir konuna. Svo er oft á konunni tvöfalt vinnuálag þar sem hún vinnur fullt starf úti og heima og það gerir að konur þurfa hreint og beint að vera ofurmenni til að standast það álag sem þeim er búið,“ sagði Margrét að lokum. Sveinn Sveinsson Sveinn Sveinsson er formaður SÍB og vinnur í Seðlabankanum. Hann fjallar aðeins um aðdragand- ann að þessari ráðstefnu. „Það er ckkert nýtt,“ sagði Sveinn, „það sem hér er í gangi meðal félags- manna SÍB. Þegar við lítum til baka og skoðum skrif bankamanna og kvenna þá er strax farið að skrifa um þessi mál í Bankablaðinu 1945. Þar hasla konur sér strax völl og tala um jafnréttismál. Síðan hef- ur verið skrifað um þetta efni mikið í blaðinu. Okkar þing Sambands ís- lenskra bankamanna sem haldið er annað hvert ár fór að álykta um þessi mál 1969 og þá var skor- að á stjórn SÍB og yfirmenn Eiríkur Guðjónsson bankanna að taka þessi mál föst- um tökum. Á hverju þingi eftir '69 hefur verið ályktað um þessi mál. J tvö, þrjú ár hefur staðið til að halda þessa ráðstefnu og mikið hefur verið þrýst á til að halda hana og ég vil bara lýsa yfir ánægju minni yfir að hún skuli nú loks vera haidin. Hann hefur komið mér á óvart þessi mikli áhugi hjá kvenfólkinu að taka á sig ábyrgð annars stað- ar en á heimilunum og hvað þær hafa mikinn áhuga á að takast á við ábyrgð jafnt heima og úti í atvinnulífinu. Hvers vegna þeim hefur orðið svona lítið ágengt? Það kemur margt til og ekkert eitt getur svarað því,“ sagði Sveinn að lokum. „Sökin liggur ekki bara hjá öðrum aðilanum“ Eiríkur Guðjónsson vinnur í Bún- aðarbanka íslands og er einn af ráðstefnugestum. „Um þennan málaflokk," sagði Eiríkur, „jafn- réttismál í íslenskum bönkum hef- ur ekki mikið verið fjallað um áður af SÍB. í tengslum við þessa ráð- stefnu voru gerðar nokkrar kann anir og það sem mér þykir vera hvað merkilegast í niðurstöðum þessara kannana er að hæst laun- uðust embættismenn bankanna, og þá konur, hafa fæstar hærri laun en eiginmenn sínir. Flestir eiga tiltölu- lega fá börn og 64% af starfs- mönnum bankanna eru konur, en þegar komið er í oddastöður eru konur ekki nema 10% af toppunum. Það hefur líka komið fram hér í Skandinavíu eru þessi hlutföll mjög svipuð og það er svipuð skipting í launaflokka. Það er greinlegt að það er ekki nóg að vera með framsækin jafnréttis- lög. Þau duga ekki til að jafna muninn. Orsakir þessa ójafnréttis eru eflaust margar. Sökin liggur ekki bara hjá öðrum aðilanum. Það sem hlýtur að verða að gera er að sækja fastar eftir frama og met- orðum innan bankakerfisins. Það er eins og þær séu ragari við að sækja um valdastöður en karl- menn. Það hefur komið fram að flestar konur sem eru í æðri stöð- um innan bankanna hafa fengið hvatningu frá yfirmönnum sín- um,“ sagði Eiríkur að lokum. Konur virðast hafa meiri ábyrgð gagnvart heimil- um sínum en eiginmenn „Betra þjóðfélag þar sem ein- staklingurinn er metinn að verðleikum — ekki kynferði“ , Ánægjulegt að þessi ráð- stefna skuli vera haldin“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.