Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 19 OPIÐ LAUGARDAG A OLLUM HÆÐUM I TORGINU I , ' Tónlistarskólinn á Akureyri: Nítján kennar- ar og nemendur á styrktar- tónleikum Húsgagnasýning á Kjarvalsstöðum ÁRLGGIR tónleikar til styrktar Minn- ingarsjóói um l>orgerði S. Giríksdóttur verða haldnir í Borgarbíói á Akureyri á laugardaginn og hefjast kl. 17. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur við Tónlistar- skólann á Akureyri til framhalds- náms. Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Þorgerði S. Eiríks- dóttur, er lést 2. febrúar 1972, að- eins 18 ára gömul. Þorgerður heitin hafði þá lokið burtfararprófi í pianóleik og var rétt að hefja fram- haldsnám í London. Hún var tví- mælalaust einn efnilegasti píanó- leikari er stundað hefur nám á Akureyri, segir í frétt frá Tónlistar- skólanum á Akureyri. Þegar hafa 9 nemendur hlotið styrki úr Minn- ingarsjóðnum, en tekna til hans er aflað með sölu minningarkorta og tónleikahaldi. U mskiptingur inn í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir í dag, fostudag, nýja mynd, sem kölluð er llmskiptingurinn. Gr myndin sögð magnþrungin og spennandi, um mann sem er truflaður ■ nútíðinni af fortíð- inni. Helstu leikarar eru George C. Scott, Trish Van Devere, Melvyn Douglas og Jean Marrsh. Myndin er tekin og sýnd í Dolby Stereo, er með íslenskum texta og er bönnuð börn- um innan 16 ára. Myndin er sýnd kl. 5, 7.05 og 9 síðdegis. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari. Halldór Haraldsson píanóleikari. „Myrkir músíkdagar“: Gömul og ný íslensk tón- verk á þriðju tónleikunum ÞRIÐJII tónleikar „Myrkra músík- daga“ verða haldnir í kvöld, fostu- dagskvöld, í nýlegum húsakynnum Tónlistarskólans í Reykjavík, í sal á 4. hæð að l.augavegi 178. Hefjast þeir klukkan 20:30. Þar flytja þau Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson nokkur innlend og er lend tónverk. Mbl. ræddi stuttlega við Guð- nýju, sem er konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Islands, um þessa tónleika og lýsti hún í nokkrum orðum efnisskránni: — Við byrjum á æskuverki Jóns Nordal, svítu sem hann samdi árið 1945 og heitir Systurnar í Garðs- horni. Síðan eru tvær rómönsur eftir Árna Björnsson, sem hann samdi á árunum milli 1940 og 1950 og þá sex íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Helga Pálssonar, sem einkum samdi tónlist fyrir strengi þegar aðrir fengust mest við sönglaga- gerð. Karólína Eiríksdóttir samdi árið 1980 fyrir mig verkið In Vultu solis, í andliti sólar, og var það frumflutt á Skerplutónleikum Músíkhópsins árið eftir. Næst er verk Sigurðar Egils Garðarssonar, Poem fyrir fiðlu og pianó, sem frumflutt var erlendis árið 1972 og hérlendis á listahátíð 1974, en verkið var endursamið sl. haust og er þannig flutt hjá okkur. Síðast fyrir hlé er síðan verk Þorkels Sig- urbjörnssonar, G. suite, sem hann samdi fyrir mig. Eftir hlé eru síðan tvö verk á efnisskrá, nýtt verk Áskels Más- sonar, Teikn, sem hér verður frumflutt og tónleikar þessir enda á Sónötu nr. 2 fyrir fiðlu og píanó eftir Béla Bartók. Með þessum tónleikum má segja að við gefum nokkurt sýnishorn af hvað til er í íslenskri tónlist fyrir fiðlu og ber einna mest á róman- tískri tónlist og þjóðlögum. Er munur að leika verk sem samin eru fyrir ákveðinn hljóð- færaleikara? — Það er alltaf gaman að vinna með tónskáldi á þann hátt, þá get- ur hann höfðað til manns og ein- hvers í fari og persónuleika við- komandi hljóðfæraleikara. Og séu verkin erfið þá er hægt að ræða það við tónskáldið og skiptast á skoðunum um hvernig eigi að fara með það og þar fram eftir götun- um. En fyrst og fremst er þetta ánægjuleg tilfinning. Halldór Haraldsson píanóleik- ari hefur um árabil verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og oft komið fram sem einleikari, hérlendis og erlendis, m.a. í Þýskalandi, Englandi og á Norð- urlöndum. Hann lærði píanóleik hérlendis og síðar í Royal Aca- demy of Music í London. Rud Thygesen og Johnny Sörensen arkitektar, en sýning á húsgögnum sem þeir hafa hannað verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. í hcimalandi sínu, Danmörku. Þeir hafa einkum fengist við formspennt húsgögn, en auk þeirra verða á sýningunni „massiv“ maghoni-húsgögn sem unnu 1. verðlaun í húsgagnasam- keppni arkitekta 1969. Þeir félag- ar nefna húsgögnin „kóngahús- gögn“ þar sem Friðrik 9. fékk þau í 70 ára afmælisgjöf. „Það er mjög vönduð vinna á þeim,“ sagði Sör- ensen, „hér er gamla handverkið í hávegum haft.“ Þeir nota yfirleitt ekkert nema náttúruleg efni í húsgögn sín. „Hér í þessum sessum er m.a.s. íslensk ull,“ segir Sörensen og bendir á nokkra stóla. Á sýning- unni eru borðstofuhúsgögn, skrifborð, barnahúsgögn. „Við er- um með þrjár mismunandi stærð- ir af barnahúsgögnum, bæði af borðum og stólum." Á sýningunni eru einnig hillur og skápar og nytjalist af öðru tagi. Verk þeirra Thygesen og Sör- ensen hafa verið sýnd á sérsýning- um víða um lönd, eiga þeir m.a. verk á söfnum, svo sem Museum of Modern Art í New York. Sýningin verður opin í um 3 vik- ur. Borgarnes: Sameiginlegt prófkjör Borgarnesi, 3. febrúar. NÆSTKOMANDI laugardag fer fram sameiginlegt prófkjör allra flokka vegna hreppsnefndarkosn- inganna í Borgarnesi í vor. Prófkjör ið fer fram í skólahúsinu og stendur frá kl. 10 til 18. Kftirtaldir frambjóðendur eru í kjöri. Fyrir A lista, AlþýðuDokks: Eyjólfur Torfi Geirsson, Kveldúlfsgötu 22. Ingi Ingimundarson, Borgarbraut 46. Ingigerður Jónsdóttir, Böðvarsgötu 1. Jón Haraldsson, Sæunnargötu 2. Sveinn G. Hálfdánarson, Kveldúlfsg. 16. Sæunn Jónsdóttir, Borgarvik 10. Þórður Magnússon, Böðvarsgötu 4. I’yrir B-lista, Kramsóknarflokks: Brynhildur Benediktsd., Kjartansg. 20. Georg Hermannsson, Þorsteinsgötu 15. Guðmundur Guðmarsson, Klettavík 7. Halldóra Karlsdóttir, Dílahæð 5. Hans Egilsson, Gunnlaugsgötu 10. Indriði Albertsson, Skúlagötu 9a. Jón A. Eggertsson, Bjargi. Fyrir D-lista, Sjálfstæðisflokks: Björn Jóhannsson, Borgarvík 10. Geir K. Björnsson, Kveldúlfsgötu la. Gísli Kjartansson, Austurholti 7. Jóhann Kjartansson, Gunnlaugsgötu 16. Kristófer Þorgeirsson, Kveldúlfsgötu 8. Sigrún Guðbjarnadóttir, Böðvarsgötu 5. Sigrún Símonardóttir, Þórólfsgötu 14. Fyrir G-lista, Alþýðubandalags: Áslaug Þorvaldsdóttir, Sæunnargötu 3. Baldur Jónsson, Kveldúlfsgötu 28. Grétar Sigurðsson, Höfðaholti 2. Halldór Brynjúlfsson, Böðvarsgötu 6. Ingvi Árnason, Berugötu 20. Margrét Tryggvadóttir, Kveldúlfsgötu 22. Ósk Axelsdóttir, Gunnlaugsgötu 9. I Sjá kynningu á frambjóðendum Sjalf.st.-eðisflokksins á bls. 25. HBj. „ÞG8SI húsgögn eru mikið notuð í opinberum byggingum, skólum, skrifstofum, fundarherbergjum og víðar,“ sagði Johnny Sörensen arki- tekt, er hann var að undirbúa opnun sýningar á Kjarvalsstöðum, en þar verður sýning á húsgögnum sem hönnuð hafa verið af honum og Rud Thygesen arkitekt. Þeir hafa unnið saman í fjölda ára og eru vel þekktir Margir stólanna eru auðveldir í geyraslu, gott að raða þeim saman eins og sjá má. Myndin var tekin á Kjarvalsstöðum í gær. J B4TNÆHJR A AÍLA FJÖLSKYLDUNÁ Austurstmi 10 sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.