Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
23
hagnýtt sér það, bankar og fleiri
aðilar, þar til allt þjóðfélagið væri
meira og minna komið inn í einn
stóran vísitöluútreikning.
Nú væri enda svo komið, að eng-
inn treysti sér lengur til að búa
við óbreytt kerfi. Eitt dæmi þess
væri að finna í efnahagsmála-
skýrslu ríkisstjórnarinnar, og at-
hyglisvert væri að það væri þang-
að komið vegna frumkvæðis laun-
þegahreyfingarinnar, þó hún hafi
barist hvað harðast fyrir vísitölu-
útreikningum til að halda raun-
gildi launa.
Nú sagði Þorsteinn menn vera
komna svo langt út í fen þeirra
aðgerða, sem ekki hafi skilað þjóð-
inni áfram, heldur aftur á bak
undanfarin ár, að nauðsynlegt
væri að leita nýrra leiða. Hér
þyrfti að taka upp frjálsa verð-
myndun og frjálsa vexti. Taka
verði upp raunhæfa gengisskrán-
ingu, og gera arðsemiskröfur til
atvinnulífsins. Um leið verði
vegna sérstakra aðstæðna að taka
upp stjórnun fiskveiða og land-
búnaðar, og huga að framtíðar-
möguleikum í stóriðju og virkjun-
um, um leið og leitað væri nýrra
leiða, svo sem í efnaiðnaði.
Atvinnustefna Sjálfstæðis-
flokksins sagði Þorsteinn að væri
skýr valkostur, gegn þeirri stefnu
er fylgt hafi verið upp á síðkastið
með dapurlegum árangri, hinni
raunverulegu stefnu Alþýðu-
bandalagsins í atvinnumálum. Á
sínum tíma hefði verið sagt, að
sannfæringarmáttur Gunnars
Thoroddsens, þá borgarstjóra í
Reykjavík, hefði verið svo mikill
að hann hefði getað talið fólki trú
um að Vatnsmýrin væri aldin-
garður. Vafasamt væri að slíkt
dygði lengur, fólk væri farið að
átta sig á raunveruleikanum eins
og hann væri. Nú væri því tæki-
færi til raunhæfra aðgerða í at-
vinnumálum landsmanna.
Eftir að Þorsteinn Pálsson hafði
lokið máli sínu hófust almennar
umræður og fyrirspurnir til fund-
armanna. Fyrstur kvaddi sér
hljóðs Brynleifur Steingrímsson.
Hann hóf mál sitt á að segja það
stórt orð, lífskjör. Efni fundarins
væri óneitanlega viðamikið, þar
sem ræða ætti hvaða leið fara
bæri að bættum lífskjörum. Þor-
steinn hefði fyrst og fremst rætt
um aukinn hagvöxt í þessu sam-
bandi, en væri það svo víst að
auknum hagvexti fylgdi aukin
hamingja og betri lífskjör? Bryn-
leifur kvaðst efast um að svo væri,
þjóðin byggi í rauninni við alls-
nægtir, en vandinn lægi á félags-
lega sviðinu.
Sjálfstæðismenn þyrftu að gera
það upp við sig, hvort þeir vildu
auka eða minnka samneysluna.
Sannleikurinn væri sá, að þegar
einstakir liðir eða þættir sam-
neyslunnar væru ræddir, vildu
flestir auka útgjöld í viðkomandi
málaflokkum, jafnvel þótt þeir
hinir sömu töluðu almennt um að
draga þyrfti úr samneyslunni.
Einnig yrðu menn að velta því
fyrir sér, hvort þeir væru fylgj-
andi aukinni miðstýringu í þjóð-
félaginu, eða hvort færa ætti
ákvarðanatökuna sem næst þeim
er hana snertu. Sagði Brynleifur
ekki vafa í sínum huga, um að
valddreifing væri æskilegri en
miðstýring, og nefndi hann ýmis
dæmi því til áréttingar.
Að lokum vék hann að vísitölu-
málum, og varpaði þeirri spurn-
Brynleifur Steingrímsson
Ilelgi ívarsson
Salóme Þorkelsdóttir
ingu til frummælenda, hvort í
rauninni væri hægt að ætlast til
þess að launþegahreyfingin féllist
nokkurn tíma á afnám vísitölu-
bóta og útreikninga, verðtrygg-
ingarkröfur verkalýðshreyfingar-
innar væru í rauninni það eina
sem hún hefði til að tryggja hag
umbjóðenda sinna.
Jón Guðbrandsson varð næstur
til að kveða sér hljóðs. Beindi
hann þeirri spurningu meðal ann-
ars til Þorsteins Pálssonar, hvort
„leiftursóknin" svonefnda hefði
verið gjörsamlega misheppnað
fyrirtæki, og hvort búið væri að
kasta henni fyrir róða.
Þá beindi hann þeirri spurningu
til Salóme Þorkelsdóttur, hverju
þyrfti að hennar mati að breyta í
vísitölunni, og hverju væri hægt
að breyta. Einnig ræddi Jón um
tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, um
skattamál og fleira.
Salóme Þorkelsdóttir sagði það
alveg ljóst að sín skoðun væri að
stefna bæri að því að færa sem
mest heim í hérað til fólks, og að
sem minnst yrði blandað saman
ríki og sveitarfélögum, þar ætti
verkaskiptingin að vera skýr. En
um leið og menn ættu að geta ver-
ið sammála um hver verkefni
sveitarstjórna ættu að vera, þá
Gísli Björnsson
Jón Guðbrandsson
Þorlákur Björnsson
mættu menn vissulega ekki
gleyma mikilvægu hlutverki ríkis-
ins í margvíslegu tilliti, svo sem
varðandi rekstur stóru sjúkrahús-
anna.
Varðandi leiftursóknina sagði
Salóme það sína skoðun, að
stefnuskráin þar að baki hefði
ekki verið röng. Nafnið hefði á
hinn bóginn verið slæmt, og and-
stæðingunum hefði á árangursrík-
an hátt tekist að snúa út úr stefn-
unni.
Þorlákur Björnsson tók næstur
til máls, og gerði lífskjör í landinu
að umtalsefni. Nú væri efnahag
þjóðarinnar svo komið, að þeir
menn er nú teldust vera einna
verst settir, hefðu jafnvel verið
taldir ríkir menn í sínu ungdæmi.
Þorlákur kvaðst vilja vara við sí-
felldum erlendum lántökum, og
hvatti menn til hófsemdar í kröf-
um og til aðhalds. íslenskt þjóðfé-
lag ætti í vök að verjast, og jafnvel
væri það svo að upplausn og glæp-
ir væru sýnd í sjónvarpi, en um
leið gæfist þjóðinni minni og
minni tími til lestrar góðra og
uppbyggjandi bóka.
Til Sjálfstæðisflokksins sagðist
hann vilja gera þær kröfur að
hann væri jákvæður í gagnrýni
sinni, og benti á leiðir til úrlausn-
Guðjón Pétursson
Olafur Helgi Kjartansson
Þorsteinn Pálsson
ar um leið og bent væri á það sem
miður færi.
Helgi ívarsson tók undir tilefni
fundarins, og sagði uppbyggingu
atvinnulífsins vera mikilvægasta
verkefni líðandi stundar, og um
leið raunar verkefni sem sífellt
þyrfti að vinna að. Atvinnuleysi
sagði hann í rauninni vera út-
flutningsvöru frá íslandi. Menn
státuðu sig af því að hérlendis
væri ekki við atvinnuleysisdraug-
inn að glíma. Þá vildu menn oft
gleyma því að hundruð og þúsund-
ir manna flyttu úr landi, og kæmu
þannig ef til vill í veg fyrir at-
vinnuleysi hér heima.
Gísli Bjarnason sagði það sína
skoðun, að erfitt væri að koma í
veg fyrir brottflutning fólks af
landinu, menn væru að leita
ævintýra, og að ýmsu því sem ekki
fyndist hér á landi. Slíkt yrði allt-
af til, hvernig sem áraði hjá
okkur.
Þá ræddi hann einnig um kosti
íslands sem lands til búsetu,
nefndi meðal annars heitt og kalt
vatn, sem við hefðum nóg af en
aðra skorti. Helst sagðist hann
telja að íslendinga skorti hófsemi
í kröfum.
Guðjón Pétursson talaði næstur,
og sagði lífskjör fólks hér á landi í
rauninni ágæt, en launamismunur
í landinu væri á hinn bóginn allt
of mikill, ef miðað væri við 40
stunda vinnuviku Undrandi sagó
ist hann hafa verið á Þorsteit
Pálssyni í sjónvarpi nýlega, þar
sem hann taldi af og frá að hækka
laun þeirra lægst launuðu. Þor-
steini sagði hann hafa verið í lófa
lagið að taka undir þau sjónarmið,
og þar með að auka við atkvæða-
fjölda Sjálfstæðisflokksins.
Olafur Helgi Kjartansson sagði
menn líklega vera sammála um
það, að lífskjör fólks hér á landi
væru almennt mjög góð, en það
sem að okkur sneri nú væri að sjá
til þess að lífskjörin haldist
óbreytt, eða versni að minnsta
kosti ekki.
Olafur Helgi minnti á mikilvægi
fiskveiða og vinnslu fyrir Islend
inga, og að ekki mætti gleyma
þeim þáttum í umræðum um at-
vinnulíf landsmanna. Sérstaklega
sagði hann ástæðu til að huga aö
þessum málum í ljósi nýrra frétta
af aukinni samkeppni frá Kan-
andamönnum.
Þorsteinn Pálsson tók aftur til
máls, og svaraði ýmsu því er fram
kom í máli manna. Hann sagði
bollaleggingar manna um það,
hvort auka ætti hagvöxtinn eða
ekki, vera á misskilningi byggðar.
Væri það vilji manna að bæta
þjóðfélagið, svo sem með aukinni
félagslegri þjónustu út um land,
eða með aukinni heilsugæslu og
fleiru í þeim dúr, þá yrði að efla
atvinnulífið í þeim tilgangi að
auka þjóðartekjur. Þá stækkaði sú
kaka sem skipta ætti, og meira
kæmi í hlut hvers og eins.
Varðandi leiftursóknina sagðist
Þorsteinn telja það sína skoðun,
að þar hafi verið farið út á rétta
braut. Ovenjulegt hafi verið í
þeirri stefnuskrá, að flokkur í
stjórnarandstöðu sagði það fyrir
kosningar hvað hann vildi gera
eftir kosningar, en ekki hafi tekist
að sannfæra kjósendur um nauð-
syn þess að sinni. En það sem
Sjálfstæðisflokkurinn hafi í raun-
inni gert hafi verið að leggja fram
einskonar „aðgerðaplan" á svipað-
an hátt og ríkisstjórnir gera oft er
þær taka við.
Launamismuninn innan laun-
þegahreyfingarinnar sagði Þor-
steinn ekki vera of mikinn að sínu
mati, nauðsynlegt væri að menn
fengju greitt fyrir hugvit sitt eða
framtak, og einnig væri nauðsyn-
legt að atvinnufyrirtæki gæti
greitt mönnum misvel eftir af-
köstum þeirra eða mikilvægi.
Launþegahreyfinguna sagði
Þorsteinn vera sammála þessum
sjónarmiðum, og að þar hafi jafn-
an verið andstaða gegn jafnlauna-
stefnu. Launþegahreyfingin vill
launamismun, það hefur oft komið
fram sagði Þorsteinn.
Að lokum sagði hann, að
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að
hefja sig yfir hið oft á tíðum lága
plan íslenskra stjórnmálaum-
ræðna. Auðvitað gætu menn ekki
hætt að taka þátt í stjórnmála-
baráttu frá degi til dags, en aukna
áherslu þyrfti að leggja á lang-
tímasjónarmið, þar sem horft
væri lengra en til morgundagsins
eða dagsins í dag. Stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í atvinnumálum
og fundaherferðina um leiðina til
bættra lífskjara sagði hann bera
vott um áhuga forystu sjálfstæð-
ismanna á þessum sjónarmiðum.
- AH.
Veistu hvaða litsionvaipstæki
hefiir higelsla
hátalaiakerfi ?