Morgunblaðið - 05.02.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
25
Borgarnes:
Kynning frambjóðenda í próf-
kjöri Sjálfetæðisflokksins
Á MORGIJN, laugardaginn 6. febrúar fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í Rorgarnesi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor.
Prófkjörið er sameiginlegt með öðrum stjórnmálaflokkum. Morgunblaðið kynnir hér frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins:
Björn Jóhannsson, bifreiða.smióur,
Borgarvík 10. 37 ára. Maki er Sæunn
Jónsdóttir og eiga þau tvær dætur.
Björn lauk sveinsprófi í bifreiða-
smíði og starfar nú sem verkstjóri
hjá B.T.B. Hann á sæti í stjórn
Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu og
hefur setið í stjórn Lionsklúbbs
Borgarness.
Sigrún Guðbjarnadóttir, húsmóðir,
Böðvarsgötu 5. 45 ára. Maki er
Steinar Ingimundarson og eiga þau
3 börn. Sigrún lauk námi frá hús-
mæðraskóla. Hún starfar nú sem
húsmóðir og iðnverkakona í
Prjónastofu Borgarness. Sigrún á
sæti í stjórn Sjálfstæðiskvennafé-
lags Borgarfjarðar og er fulltrúi í
áfengisvarnarnefnd.
Geir Björnsson, sölustjóri, Kveld-
úlfsgötu la. 46 ára. Maki er Hanna
C. Proppé og eiga þau tvö börn.
Geir lauk sveinsprófi í brauð og
kökugerð ásamt framhaldsnámi í
Danmörku. Hann hefur starfað
sem verslunar- og deildarstjóri hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga, hótel-
stjóri Hótel Borgarness í mörg ár,
mælingamaður hjá Vegagerð ríkis-
ins og starfar nú sem sölustjóri hjá
kjötiðnaðarstöð K.B. Geir hefur átt
sæti í stjórnum Ungmennafélags-
ins Skallagríms, Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar og Lions-
klúbbs Borgarness. Hann er núver-
andi formaður Rauða kross deild-
arinnar. Geir á sæti í atvinnumála-
nefnd og var fyrsti varamaður
Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd
1974-1978.
Sigrún Símonardóttir, skrifstofu-
maður, Pórólfsgötu 14. 42 ára. Maki
er Ólafur Steinþórsson og eiga þau
tvo syni. Sigrún lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskóla Borgarness. Hún
starfaði hjá Landssímanum Borg-
arnesi 1958—1964 og hjá sýslu-
mannsembættinu í Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslu síðan, fyrst sem
gjaldkeri og nú sem fulltrúi við al-
mannatryggingar. Sigrún átti í
mörg ár sæti í stjórn Sjálfstæð-
iskvennafélags Borgarfjarðar og
hefur verið fulltrúi þess bæði í
kjördæmisráði og fulltrúarráði.
Sigrún á sæti í félagsmálanefnd
Borgarneshrepps.
Gísli Kjartansson, sýslufulltrúi,
Austurholti 7. 37 ára. Maki er Edda
Jónsdóttir og eiga þau tvö börn.
Gísli lauk lögfræðiprófi frá Há-
skóla íslands 1971 og hefur starfað
síðan sem fulltrúi sýslumannsins í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Gísli
hefur verið formaður Golfklúbbs
Borgarness frá stofnun hans 1973.
Hann á sæti í stjórn Hótels Borg-
arness hf., Sparisjóðs Mýrasýslu,
Safnahúss Borgarfjarðar og Hér-
aðsbókasafns Borgarfjarðar. Gísli
á sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfé-
laganna í Mýrasýslu.
Jóhann Kjartansson, bifreiðastjóri,
Gunnlaugsgötu 16. 34 ára. Maki er
Þórhildur Loftsdóttir og eiga þau
þrjú börn. Jóhann lauk gagnfræða-
prófi. Hann hefur starfað sem bif-
reiðastjóri og bifreiðaeftirlitsmað-
ur. Jóhann er fyrsti varamaður
Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd.
Hann á sæti í skipulagsnefnd og
umferðarnefnd. Hann er formaður
Kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Vesturlandskjördæmi og Fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í
Mýrasýslu. Hann á sæti í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa-
ráði Sjálfstæðisfélaganna í Mýra-
sýslu. Jóhann er formaður knatt-
spyrnudeildar Skallagríms og hef-
ur átt sæti í stjórn J.C. Borgarnes.
Kristófer Þorgeirsson, verkstjóri,
Kveldúlfsgötu 8. 52 ára. Maki er
Ólína Gísladóttir og eiga þau 4
börn. Kristófer lauk prófi úr
Reykholtsskóla. Hann hefur starf-
að sem garðyrkjumaður og er nú
verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins.
Kristófer hefur verið formaður Fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í
Mýrasýslu og Sjálfstæðisfélags
Mýrasýslu um margra ára skeið.
Hann á sæti í heilbrigðisnefnd og
skólanefnd og er varaformaður
íþróttamiðstöðvarnefndar. Hann á
sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag-
anna í Mýrasýslu. Kristófer hefur
starfað mikið að málefnum ung-
mennafélaganna og UMSB og
starfar í Lionsklúbbi Borgarness.
HVENÆR?
Laugardaginn 6. febr. 1982 kl. 10—18 (aðeins þennan eina dag).
HVAR?
í skólahúsinu Borgarnesi. Ennfremur utankjörstaÖaratkvæðagreiðsla á
skrifstofu Borgarneshrepps 1., 2. og 4. febr. kl. 18—19.
HVERJIR?
Rétt til þátttöku hafa allir Borgnesingar, 18 ára og eldri samkv. íbúaskrá.
HVERNIG?
Setja skal x framan við listabókstaf og raöa á þeim lista í a.m.k. 3 efstu
sætin með því aö tölusetja nöfn frambjóðenda: 1, 2, 3 o.s.frv. Kjörseðilinn
skal síöan setja í kjörkassa merktan sama listabókstaf.
ATHUGIÐ:
• Ekki má hreyfa við öðrum listum.
• Nöfn frambjóðenda á prófkjörsseðlinum eru í stafrófsröð.
• Nöfn skrifuð í auðu línurnar hafa sama rétt til efstu sæta og önnur.
• Kosningin er leynileg, ekki verður hægt að rekja hvernig einstakir þátt-
takendur nota atkvæðisrétt sinn.
OPIÐ HÚS:
Á prófkjörsdaginn verður Sjálfstæðishúsið opið frá kl. 10. Síminn er 7460.
AKSTUR:
Bílaþjónusta verður á kjördag fyrir þá sem á þurfa að halda til þess að
____________ komast á kjörstað. Síminn er 7460.
. ; r.7v.-------.—rvr
Veistu hvaða litsionvarpstæki
býðst meó
allt aö 5 ára ábyigö?