Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
+
Bróðir okkar,
INGIMUNDUR ÁGÚST KONRÁDSSON,
lést 4. þ.m.
Systkini hins látna.
Systir okkar,
FRIDNÝ SIGFÚSDÓTTIR,
Álftamýri 58, Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum 2. febrúar.
Aðalbjörg Sigfúsdóttir Voss,
Friðjón Sigfússon.
+
SVAVAR ÁRNASON,
Ásbúð 38, Garöabæ,
lést að heímili sínu 3. febrúar.
Ingunn Ólafsdóttir.
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUÐJÓN HREIÐAR FRIDFINNSSON,
Miklubraut 76,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar kl.
10.30.
Sæunn Guöjónsdóttir, Björn Ólafsson,
Hanna Guðjónsdóttir, Guöjón Gústafsson,
Harpa Lind og Jóna.
Faöir okkar,
BJARNI JAKOB MARTEINSSON
frá Eskifirði,
andaöist aö Hrafnistu, Reykjavík, miövikudaginn 3. febrúar.
Herborg Bjarnadóttir,
Guölaug Bjarnadóttir,
Hilmar Bjarnason,
Steingrímur Bjarnason,
Agla Bjarnadóttir,
Eðvarö Bjarnason,
Magnús Bjarnason.
+
Eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, móöir, tengdamóðir og amma,
MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hjaltabakka 12, Reykjavík,
sem lést 29. janúar, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag,
föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Arnmundur Jónasson,
Guðmundur Guðnason,
Olöf K. Jónsdóttir,
Guðmundur K. Arnmundsson, Erna Sigurjónsdóttir,
Ólöf K. Arnmundsdóttir, Marínó Jónsson,
Ingveldur R. Arnmundsdóttir,
Jónas Arnmundsson,
Ása K. Arnmundsdóttir,
María Guömundsdóttir,
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér samúö viö andlát og
útför vinar mins
DAGBJARTS GÍSLASONAR,
múrarameistara,
Barónsstíg 33.
Áslaug Jóhansen.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinsemd við andlát og útför,
PÉTURS JÓNATANSSONAR,
bónda,
Neöri-Engidal, Skutulsfírði.
Guðmunda Katarínusdóttir,
Kristín Pétursdóttir, Gunnar Hjartarson,
Gerða Pétursdóttir, Ásvaldur Guðmundsson,
Katrín Pétursdóttir, Þorbjörn Sigfússon,
Jóhann Pétur Ragnarsson,
Helga Sigurðardóttír, Jónas Arason,
Guðrún Hjaltadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Kjartan Ólafsson
Akureyri — Minning
Fæddur 15. október 1910
Dáinn 28. janúar 1982
Tjaldið er fallið í síðasta sinn.
Sýningunni er lokið. Hann birtist
ekki framar á sviðinu, en við get-
um kallað hann fram í huganum
og endurminningunni hvað eftir
annað. Sú mynd er hugljúf, full af
góðvild, hæglátri glaðværð og
hlýju hartans. Hún er ekkert
leikgervi, heldur sönn mynd og
eðli þess manns, sem hana bar.
Hann hét Kjartan Ólafsson og
andaðist snögglega á heimili sínu
hér á Akureyri fimmtudagskvöld-
ið 28. janúar.
Ég er svo lánsamur að hafa átt
Kjartan að vini og félaga, frá því
að ég man fyrst eftir mér, þó að
hann væri 14 árum eldri en ég.
Þegar foreldrar mínir gengu í
hjónaband og settust að á Akur-
eyri árið 1922, fengu þau leigt hjá
foreldrum hans, Jakobínu Magn-
úsdóttur og Ólafi Tryggva Ólafs-
syni, á Spítalavegi 15. Það hús
höfðu þeir byggt í sameiningu,
Ólafur Tryggvi og Sigurgeir, afi
minn, og þar bjuggu fjölskyldurn-
ar í ágætu sambýli frá árinu 1906,
amma og afi á neðri hæð og 9 börn
þeirra, en Jakobina og Olafur á
efri hæð ásamt börnum sínum
þremur, Þóri, Jóhönnu og Kjart-
ani. Seinna fluttust svo til þeirra
hjónin Sigurbjörg Jónasdóttir og
Júlíus Ólafsson í Hólshúsum, eftir
að þau hættu búskap, en þeir Júlí-
us og Ólafur TryggVi voru bræður.
Þarna á loftinu fæddist ég í
herberginu hans Kjartans, sem
síðar varð, og ég mun hafa stigið
fyrstu skrefin í eldhúsinu hennar
Jakobínu. Fyrstu minningar mín-
ar eru tengdar þessari góðu fjöl-
skyldu, sem tók strax við mig
miklu ástfóstri. Þó að við flytt-
umst í eigið hús, þegar ég var á
þriðja ári, leitaði ég jafnan síðan
fast á þessar fornu slóðir eins og
lamb, sem sækir í góðan haga, þar
sem það veit af sætu og safaríku
fjölgresi. Atlætið var alltaf eins,
hlýtt bros, glatt viðmót og klapp á
koll, og góð var rúllupylsan í búr-
inu hjá Jakobínu.
En skemmtilegast var að hitta
Kjartan. Hann vissi alla skapaða
hluti og kunni frá þeim að segja á
ljósan og einfaldan hátt, þannig
að ungum sveini var auðvelt að
meðtaka. Hann átti hljómplötur
með fiðluleik Fritz Kreislers og
ungs undrabarns, Yehudi Menu-
hins, og söngplötur ekki minni
manna en Sjeljapíns og Carúsós.
Slíkt var hrein opinberun á að
hlýða, og við Kjartan gleymdum
okkur oft við þessa undrahljóma.
Það var líka margt að sjá og
skoða í herberginu hans Kjartans,
svo sem myndin dularfulla af kon-
unni í hellinum. Ef vandlega var
skoðað, hafði hún aðeins níu fing-
ur. A vegg hékk einnig merkilegt
sverð eða byssustingur, sjálfsagt
úr fyrri heimsstyrjöld, og vakti
hroll og tengsl við myndir, sem ég
hafði séð í bókum af Engiending-
um og Þjóðverjum í návígi. Þá
fannst hve gott var að eiga heima
á Islandi, langt frá grimmdinni í
útlöndum. En hinu var ekki að
neita, að mér þótti ekki lítils um
vert, þegar Kjartan sýndi mér það
traust og vinarbragð að lána mér
sverðið góða á öskudaginn, enda
gerði ég mér í hugarlund, að hin-
um strákunum stæði hin mesta
ógn af þessu geigvæna vopni og þá
um leið af kappa þeim, sem það
bar. Hann hlaut að vera fullhugi
mikill og hinn fræknasti.
I leysingum á vorin fórum við
stundum upp að pollinum mikla,
sem varð viö vallargarðinn efst í
Eyrarlandstúni, og létum þar sigla
hin fegurstu fley, gerð úr borðvið-
arbútum. En stundum átti Kjart-
an til að smíða handa mér önnur
skip og miklu vandaðri, þótt
smærri væru, með vasahníf sínum
og límdi saman hlutana með fiski-
lími. Þau voru yfirleitt 15—20 sm
löng og í réttum hlutföllum. Sum
þessara skipa á ég enn, nokkuð
löskuð þó. Þar voru eftirlíkingar
af öllum Fossum Eimskipafélags-
ins, svo að vandalaust var að
þekkja þá, einnig íslandinu, sem
hingað sigldi lengi, danska eftir-
litsskipinu Fyllu og svo voru þar
að auki togarar og fleiri skip.
Þessum skipum var ekki ætlað að
sigla á vatni, heldur á borðplötu
eða gluggakistu. Þau voru flest
máluð og öll hinir mestu kjörgrip-
ir og völundarsmíð.
Allt þetta og miklu fleira gerði
Kjartan til að gleðja mig, smá-
sveininn, enda dáði ég hann og
virti eins og góðan eldri bróður.
Reyndar hændust öll börn að hon-
um og eins systkinum hans, Þóri
og Jóhönnu, en þau voru öll gædd
hinu ljúfa lundarfari foreldra
sinna. Nú er þessi fjölskylda öll
horfin af þessum heimi.
Kjartan var ágætlega íþróttum
búinn. Hann var í fyrsta keppnis-
liði Knattspyrnufélags Akureyrar
1929, enda einn af bestu knatt-
spyrnumönnum Akureyrar á
æskuárum. Hann var gæddur
mörgu atgervi öðru, var hagur
ágætlega og haldinn skilningsþrá
og fróðleiksþorsta. Þegar Gagn-
fræðaskóli Akureyrar tók til
starfa haustið 1930, gerðist hann
einn af fyrstu nemendum hans og
þótti æ síðan vænt um gamla skól-
ann sinn, eins og glögglega kom
fram á 50 ára afmæli skólans fyrir
rösku ári. Þá má enn telja, að
Kjartan hóf leikstarfsemi hjá
Leikfélagi Akureyrar árið 1936 og
kom fram í 500—600 sýningum fé-
lagsins og vann þar að auki sem
hvíslari við yfir 300 sýningar.
Leikhúsgestir síðustu áratuga
eiga honum marga og mikla þökk
að gjalda fyrir góða skemmtan,
ánægjustundir og erfiði, sem hann
lagði á sig, en taldi þó aldrei eftir
sér. I haust var hann að makleik-
um heiðraður sérstaklega á leik-
sviði Akureyringa fyrir 45 ára
leiklistarstarf í bænum.
Kjartan átti sér óvenjulegt
tómstundastarf allt frá árinu
1947. Hann var svonefndur DX-
maður margra erlendra útvarps-
stöðva, þ.e. hþistaði á þær á viss-
um tímum og veitti þeim reglulega
upplýsingar um hlustunarskilyrði.
Með þessu móti komst hann í
persónulegt vináttusamband við
útvarpsmenn um víða veröld, svo
sem í Hollandi, Englandi, Frakk-
landi, mörgum Austur-Evrópu-
löndum, Japan og Ástralíu, svo að
eitthvað sé nefnt. Hann sendi
þeim stundum dagskrárefni frá
Islandi og einkum Akureyri, sem
síðan var útvarpað til milljóna-
þjóða, og var oft ávarpaður sér-
staklega í mörgum útvarpsstöðv-
um. I þakklætisskyni var honum
leyft að velja sér dagskrár, og
honum voru einatt sendar góðar
gjafir, svo sem listaverka- og fróð-
leiksbækur, úrvals hljómplötur og
ýmsir vandaðir gripir. Hann tók
líka þátt í spurningakeppni út-
varpsstöðva víða um lönd, oft með
góðum árangri. Vegna þessa
hlustunar- og kynningarstarfs átti
Kjartan bréfaviðskipti við fjölda
manna víða um heim og var óspar
á að veita þeim fróðleik um ísland
og íslendinga og svara margs kon-
ar fyrirspurnum. Þessi landkynn-
ingarstarfsemi Kjartans var
sjaldnast í hámælum höfð, en var
víðtækari og virkari en margan
grunaði.
Á þriðja tug ára hafði Kjartan
atvinnu af að bera út póst til Ak-
ureyringa, en þegar honum tók að
þyngjast fótur, gerðist hann
starfsmaður Olíuverslunar ís-
lands (1965) og vann þar fram á
síðasta dag ævi sinnar.
21. maí 1944 gekk Kjartan að
eiga Þórdísi Jakobsdóttur, dóttur
Jakobs Kristinssonar skipstjóra
og Filipíu Valdemarsdóttur, sem
lengi áttu heima í Lækjargötu 4.
Þar stofnuðu ungu hjónin heimili'
sitt, en keyptu fyrir allmörgum
árum neðri hæð gamla læknis-
hússins, Spítalaveg 9, og bjuggu
þar síðan. Þau eignuðust tvö börn,
Jakobínu Þórdísi, sem gift er
Valdimar Brynjólfssyni, fyrrum
dýralækni í Stykkishólmi, en nú
heilbrigðisfulltrúa á Akureyri, og
Ólaf Tryggva, rafvirkja, sem
kvæntur er Þorbjörgu Ingvadóttur
og eiga þau einnig heima á Akur-
eyri.
Já, tjaldið er fallið, og nú er það
okkar, sem eftir sitjum í salnum,
að þakka góðar stundir. Ég kveð
gamlan bernskuvin klökkum huga
með þakklæti fyrir áratuga vinar-
þel og tröllatryggð. Við hjónin
sendum Þórdísi og öllum vanda-
mönnum þeirra Kjartans einlæg-
ar samúðarkveðjur en Kjartani
ósk um fararheill.
Sverrir Pálsson
Áheit og gjafir til Stokks-
eyrarkirkju árið 1981
Haraldur Júlíusson sendi Mbl. eftirfarandi lista yfir áheit og gjafir til
Stokkseyrarkirkju á árinu 1981 og bað um að hann yrði birtur.
Gjafir:
Ásta Steinþórsdóttir, í tilefni 90
ára afmælis síns, kr. 1.000, Guð-
munda Torfadóttir, til minningar
um Bjarna Jónasson og Arnlaugu
Sveinsdóttur, kr. 1.000, Sigurlaug
Siggeirsdóttir og Ingólfur Gunn-
arsson kr. 1.000, Ágúst Bjarnason
kr. 500, ágóði af hlutaveltu sem
Sesselja Jóna Ólafsdóttir, Bjarn-
heiður G. Jónsdóttir, Ingunn Alex-
andersdóttir og Guðjón Birkisson
héldu kr. 225, samtals kr. 3.725.
Seld minningarkort samtals kr.
2.485, samtals alls kr 10.600.
Sóknarnefnd Stokkseyrarsókn-
ar færir öllum gefendum bestu
þakkir fyrir höfðinglegar gjafir.
Guð blessi ykkur öll.
Áheit:
S.E. kr. 40, Ragnhildur Jónsdóttir
Fögrubrekku kr. 40, Sigríður
Þórarinsdóttir kr. 100, R.H. kr.
100, G.H. kr. 100, Hjördís í. kr.
300, G.B.J. kr. 100, N.N. kr. 500,
A.H. kr. 100, V.S. kr. 200, R.J. kr.
100, S.J. kr. 100, E.H. kr. 100,
Gunnar Jósteinsson kr. 100, X kr.
500, Ragnhildur Jónsdóttir kr. 50,
Sigvaldi Bjarnason kr. 300, A.H.
kr. 100, R.H. kr. 300, B.G.B. kr. 50,
I.G. kr. 200, S.H. kr. 110, G.J. kr.
100, Sigríður og Guðmundur Sæ-
túni kr. 100, Marta Kjartansdóttir
kr. 100, Aðalheiður Eyjólfsdóttir
kr. 500, samtals kr. 4.390.