Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Útiveran bjargaði mér eftir vinnu, því ég varð auðvitað að lifa af því, sem ég. aflaði mér með eigin vinnu. Á þessum árum datt mér i hug að stofna félags- skap til hjálpar blindum mönnum, en taldi að framkvæmdir myndu eingöngu hvíla á einni hendi og lítill ávinningur að hafa mikið af óvirkum félögum. En þetta var rangt hjá mér. Kunningjar mínir hvöttu mig til að sækja um styrk til Alþingis til blindrakennslu og lét ég loks tilleiðast, sótti um 2.400 kr. til Alþingis í þessu skyni. Beiðninni var synjað 1928, en þó látið standa að verja mætti allt að 2.000 kr. til kennslu blindra. Þessi styrkur var aldrei notaður. Síðar var styrkur lækkaður í 1.500 kr., en var heldur ekki notaður. — Bíddu aðeins, Þórsteinn. Ég hefi heyrt sagt að þú hafir aldrei þegið laun fyrir þitt framlag til blihdra alla þína ævi? — Það er ekki alveg rétt. Árið 1943 píndu þeir mig til að taka við 100 kr. á mánuði. Ég gerði það í eitt ár og borgaði það svo til baka, vildi ekki láta núa því mér um nasir að ég væri að skapa mér at- vinnu. Fékk það nefnilega framan í mig frá einum manni. — Hvernig varð þá Blindra- vinafélagið til? — Eftir Alþingishátíðina 1930, var nokkrum ungmennafélögum boðið til Noregs af sambandi norskra ungmennafélaga og ég var einn af þeim, sem fór. I þessari ferð kynntist ég svolítið blindra- starfseminni bæði í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku og eftir það vaknaði aftur hjá mér löngun til að stofna félag til hjálpar blind- um, hliðstætt því sem var á Norð- urlöndum. Haustið 1931 bað ég svo móðurbróður minn, sr. Þorstein Briem, um að vekja máls á þessari félagsstofnun á yfirstandandi safnaðarfundi í Reykjavík, sem hann gerði. Á þeim fundi var sam- þykkt tillaga á þá Ieið að nefnd skyldi kosin til undirbúnings að stofnun þessa félagsskapar. Fund- urinn kaus tvo fulltrúa, en full- trúa í nefndinni skyldu eiga Kvenfélagasamband Islands, Prestafélag Islands, og Samband ísl. barnakennara. Nefndina skip- uðu frú Margrét Rasmus skóla- stjóri Málleysingjaskólans, Þór- steinn Bjarnason, kosinn á safn- aðarfundinum, frú Halldóra Bjarnadóttir frá Kvenfélagasam- bandi íslands, Sigurður P. Sívert- sen frá Prestafélagi íslands og Sigurður Thorlacius skólastjóri frá Sambandi ísl. barnakennara og var þetta fyrsta stjórn Blindra- vinafélags Islands, sem stofnað var 24. janúar 1932. Fyrsti blindraskólinn — Þið fóruð snemma að reka skóla fyrir blinda? — Hve lengi? — Ég er ekki hættur ennþá, segir Þórsteinn kankvís. En það er fátt í húsinu í Ingólfsstræti síðan Blindrafelagið var stofnað. Þá urðu straumhvörf. í Noregi og Danmörku höfðu blindir sín eigin félög og hér vildu þeir líka sjálfir stofna félag. En við í Blindravina- félaginu héldum áfram starfinu í Ingólfsstræti með þá sem vildu. — Og skólinn hélt áfram að vera á ykkar vegum, ekki rétt? — Jú, skólinn var á okkar snærum fram til 1975. Fyrst eftir að við fluttum í Ingólfsstrætishús- ið voru engin blind börn, alm.k. ekki sem við náðum sambandi við. 1955 kostuðum við svo Einar Hall- dórsson til Englands til að læra blindrakennslu og blindraletur. við gátum borgað út milljón. Það þótti tíðindum sæta. Þarna var kennt blindum á vegum Blindra- vinafélagsins til ársins 1970. En ríkissjóður greiddi þá kennara- launin. I Bjarkargötuhúsinu var að nokkru leyti heimavist. Ég var aldrei sáttur við þetta. Þar voru 2—3 nemendur og þeir vildu ein- angrast. Bræðurnir frá Vest- mannaeyjum voru þeir síðustu þar. Svo fengum við Jón Frey Þór- arinsson, skólastjóra til að losa stofu í Laugarnesskólanum fyrir kennsluna. Hugmyndin var sú, að þá gætu krakkarnir verið í frítím- anum með öðrum börnum og með þeim í einstökum greinum. Á ár- inu 1974 skrifuðum við mennta- málaráðuneytinu og buðum því skólann, en fengum ekki fyrr en Skautadans. Þórsteinn og Þorbjörg Guðjónsdóttir, bankastarfs- maður — Já, við festum okkur strax Ragnheiði Kjartansdóttur frá Hruna og buðumst til að kosta hana út til að iæra að kenna blind- um, fengum upp í kostnað með samskotum. Hún var úti í eitt ár. Og hálfu ári seinna byrjaði skól- inn, sem var til húsa í Elliheimil- inu. Við fengum efstu hæðina í einni álmunni undir hann. Fjórir krakkar voru þar í heimavist, en einn var úr Reykjavík. Skýrslur frá prestunum voru að vísu ófull- komnar, en þetta voru þau börn á landinu, sem við gátum haft upp á. Enginn skóli hafði þá verið fyrir blinda. Fjármögnun? Félagið hélt skólanum uppi með styrk og sníkj- um. — Við vorum í 5 ár í Elíiheimil- inu með skólann, en fengum svo inni fyrir hann á Laufásvegi 19, heldur Þórsteinn áfram. Heppnin fylgdi okkur strax, eins og ætíð hefur verið. Það er svo gott að vinna fyrir þetta málefni. Jónas Jónasson lögregluþjónn, sem var orðinn blindur, hafði arfleitt okkur að eignum sínum. Og fyrir arfinn gátum við keypt húsið við Ingólfsstræti 16 fyrir 62 þús. krónur á árinu 1939, fluttum í það. Þá voru ekki nema 2 nemendur eftir i bóklegu námi. Þeir fóru svo að vinna hjá okkur við körfu- gerðina. Þeir sem voru að vinna að bursta- og körfugerð út um bæinn, Sýningarbás Körfugerðarinnar á iðnsýningunni 1942 fluttu þangað eftir því sem rúm var fyrir á efri hæð og í risi. Þá varð þetta að sjálfstæðri starfs- emi. Ég lét ganga inn í hana það sem ég hafði safnað að mínu verk- stæði, efni og áhöld. Hafði fram að því haft mína eigin vinnustofu með körfugerð, en fór nú 1958 sjálfur að vinna hjá Guðmundi í Víði. En ég hélt auðvitað áfram að hafa eftirlit með körfugerðinni, sjá um bókhald heima á kvöldin og slíkt. Eftir að hann kom heim, var skól- inn fyrst í 1 ár í húsinu við Ing- ólfsstræti. 1943 var svo gert átak. Þá var stofnuð söfnunarnefnd fyrir blindraheimilissjóð og komu efnaðirmenn til liðs. Við settum líka upp eigin söfnunarnefnd, og 1959 var hægt að kaupa húsið við Bjarkargötu 8 fyrir heimili og blindraskóla. — Það skemmtilega við þau kaup var að húsið kostaði eina milljón og 400 þúsund krónur og Flotkragar fyrir fiskeldi FMI-álflotkragar, 8-hyrndir og 4-hyrndir, þola sjó og hafa mikiö burðarþol. Standast mikinn sjógang. Togþol ca. 3000 kg á m2. Einingarnar eru festar saman meö 25 m/m gegnumreknum sýruþolnum stálöxlum og reyndar af Det Norske Veritas, brotþol: 17,500 kg. Sjálfsmyrjandi legufóðringar meö togþoli 4000 kg á cm2 Ryöfríar, sýruþolnar legufestar. Sléttar einingar, botn og hliöar, hlífðarþlata (dekkþlata) efst. Fyllt meö iso- þor. Hæö 160 mm x 600 mm. Selt meö fullri ábyrgö. Flotbryggjur og fullkominn búnaður smíöaöur eftir pöntun. Biðjiö um tilboö sem ekki eru bindandi. Viö framleíðum einnig: Blöndunargeyma (silo), ker, lyftur, skrúfuflutnings- tæki, rennibrautir, flutningabönd, keöjuflutningstæki, hráefnisbúnað, geymslu- og losunarflutningsbúnað. Verksmiðja: Flesland Mek. Industri A.S., 5068 Flesland, Bergen NORGE. Sími: 05-227393, 05-226030. “Studio Quality; Stereo Mike Æ I Nýkomið mikið úrval af tengistykkjum og köpl- um fyrir hljómflutnings- tæki. Hreinsi- og við- gerðasett fyrir segul- bönd. Smáverkfæri, hljóðnemar, heyrnartæki o.m.fl. lándi| Radio/haelt LAUGAVEGI 168 REYKJAVÍK ICELAND SÍMI 18055 Eftir þjóðhátíðina 1930 gengu félagar úr ungmennafélaginu Velvakanda í Reykjavík á Súlutind 1977 staðfestingu á því að hann væri þeginn. Síðan hefur ríkið séð um þessa kennslu að öllu leyti. Einhvern tíma, þegar ég fór að tala við ráðuneytisstjórann, spurði hann, hvernig í ósköpunum við hefðum efni á því að reka þennan skóia. Satt að segja átti ég engin svör við því. Við fengum oft gjafir. Ég man að Oddfellowregl- an gaf okkur hnött, Axel Helgason lögregluþjónn íslandskort og þannig gekk það. Við gáfum svo skólanum þau áhöld og tæki, sem við höfðum gegn um árin keypt og sníkt. — Ertu ánægður með að hafa lagt líf þitt í þetta málefni? — Já, ég er búinn að vera við það síðan 1928. Finnst það satt að segja ekki vera nokkur tími. En ég er ákaflega þakklátur móður ■minni fyrir að hafa hugkvæmst það og hvatt mig til að læra körfu- gerðina, sem leiddi til þess að ég gat lagt blindum lið. IJtivistin bjargadi mér En Þórsteinn, víkjum að þér sjálfum. Þú segist hafa komið al- heill heim frá Kaupmannahöfn. Hefurðu verið hraustur síðan? — Það er rétt, berklarnir voru horfnir, þegar ég kom heim. Á þeim fékk ég bót í Kaupmanna- höfn. Að vísu var heilsuleysi ekki lokið, m.a. var tekinn úr mér hálf- ur maginn 1959 og allur 1975. Meðan ég hafði berklana bjargaði útivistin mér. Fyrst þegar ég var á Vífilsstöðum hafði ég berkla í lungum og síðar í hálsi, svonefnda kirtlaveiki. Útivist hjálpaði mér þar. Og varla var ég búinn að vera ár hér heima við körfugerðina, þegar ég fann að ég þoldi ekki svona langar setur. Því fór ég strax á árinu 1926 að fara í göngur upp um fjöll á sumrin og 1930 fór ég að fara á skíði líka að vetrinum, Lenti þar með Ármenningunum. Ég byrjaði að ferðast um fjöllin með Ungmennafélaginu Velvak- anda í Reykjavík. Við gengum á Esjuna, Hengilinn og nálæg fjöll. Enduðum Alþingishátíðina 1930 með því að ganga á Súlur. Þar kynntist ég m.a. systkinunum Rannveigu Þorsteinsdóttur og Ólafi Þorsteinssyni, og fór mikið með þeim í ferðalög á svokölluðum Grána. Það var 7 manna'bíll og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.