Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 65 Sir Freddy Laker meðan allt lék í lyndi En Concorde-þotan var tæpast búin að ná hljóðhraða á leiðinni til New York þegar snurða hljóp á þráðinn. Peningastofnanir drógu þessar yfirlýsingar Lakers í efa. Midland-bankinn hafði að vísu veitt honum 17 milljón dollara yf- irdráttarheimild, en McDonnell Douglas-flugvélaverksmiðjurnar, sem höfðu samþykkt að breyta 50 milljón dollara skuld í hlutabréf og eignast þar með milli 10 og 20 prósent hlut í fyrirtækinu, neituðu á síðustu stundu að lána honum 9,4 milljónir dollara í reiðufé, sem Sir Freddy hafði beinlínis treyst á að fá. Þá tókust ekki samningar um sölu á þremur nýjum breiðþot- um af gerðinni Airbus, en sala á þeim hefði gerbreytt stöðu hans. Og þegar tími Sir Freddy til að endurskipuleggja fjármál Laker- flugfélagsins var á þrotum, ljóstr- aði brezka flugmálastjórnin því upp við lánardrottna Lakers, að tók öll lán í dollurum á sama tíma og brezka pundið var sterkt gagn- vart dollar, en tekjur hans voru að mestu í pundum. Eftir að Ronald Reagan varð Bandaríkjaforseti snerist þróunin í gjaldeyrismálum hins vegar við, dollarinn styrktist á kostnað pundsins og afborgan- irnar, svo og eldsneyti, sem einnig var keypt í dollurum, urðu hlut- fallslega dýrari og erfiðari Gengi pundsins lækkaði á síð- asta ári úr rúmum 2,3 dollurum í tæpa 1,9 dollara, en þessi breyting ein jók rekstrarkostnaðinn um tíu milljónir dollara hjá Laker-flugfé- laginu. Skuldirnar námu 359 milljónum dollara, og vegna versnandi stöðu pundsins reyndi Laker að fá greiðslufrest á skuld- um sínum í þeirri von að pundið styrktist gagnvart dollar. Hann fékk frest á frest ofan, og undir lok 1981 féllust bankarnir sem fjármagnað höfðu flugvélakaup hans á áætlanir hans um endur- skipulag fjármála fyrirtækisins. Allt virtist klappað og klárt í síð- ustu viku, og aðeins tveimur dög- um fyrir gjaldþrotayfirlýsinguna sagði Sir Freddy, er hann steig um borð í Concorde-þotu til New York, að erfiðleikar fyrirtækisins væru úr sögunni, og framtíðin væri glæstari en nokkru sinni áð- ur. Hann kvaðst hafa tryggt 111 milljón dollara lán og tryggingar, sem nauðsynlegar hefðu verið til að tryggja fyrirtækið í sessi. Farmiðasala í New York lokuð og farþegar beðnir að sýna biðlund. sætanýtingin í flugvélum Lakers væri rétt um 40 prósent, þ.e. sex sæti af hverjum tíu væru að jafn- aði tóm. Þetta varð til þess að bankarnir sögðu hingað og ekki lengra, ljóst væri að Sir Freddy tapaði stórlega á degi hverjum. Á úrslitastundu leitaði Sir Freddy eftir aðstoð brezka ríkis- ins, en frú Margrét Thatcher for- sætisráðherra, sem oft hafði lofað Sir Fredd.v og sagt hann talandi dæmi um hverju einstaklingurinn gæti áorkað án ríkisaðstoðar, hafnaði bón hans, „þótt sárt og hryggilegt væri“, eftir að hafa ráðfært sig við samráðherra sína. „Hún var sjálfri sér samkvæm," sagði Sir Freddy, þegar hann til- kynnti áform um stofnun nýs flug- félags í vikunni. Frá Thatcher lá leiðin á fund stjórnar Laker- flugfélagsins, sem hann átti 90 prósent í og fyrrum kona hans Joan 10 prósent. Fundurinn hófst klukkan þrjú að morgni og stóð yfir í sex klukkustundir, en að honum loknum var gjaldþrotsyf- irlýsingin gefin út og þotum fé- lagsins sem á lofti voru snúið til baka til Bretlands. Eftir lokun Laker-flugfélagsins, var að því spurt hvers vegna Sir Freddy hefði verið leyft að safna hinum miklu skuldum, en þær námu 359 milljónum dollara, og ljóst þykir að lánardrottnar fyrir- tækisins munu bera þungan skaða af viðskiptunum, því raunvirði fæst ekki fyrir flugvélar þrotabús- ins, þar sem offramboð er af ný- legum og notuðum flugvélum af öllum gerðum, og aðrar eigur þess eru óverulegar. Bandaríski Exim- bankinn átti útistandandi 147 milljónir dollara hjá Laker vegna kaupa Lakers á fimm DC-10 árið 1980. Fékk bankinn fyrsta veðrétt í þotunum, en fyrir þær fæst ekki nema brot af þeirri upphæð sem Laker skuldar bankanum. General Electric-fyrirtækið bandaríska kemur til með að tapa 10 milljón- um dollara á viðskiptum við Lak- er, en fyrirtækið seldi Laker hreyfla í allar DC-10 þoturnar. Nefnd hefur verið skuld Lakers við McDonnell Douglas-flugvéla- verksmiðjurnar, en auk alls þessa höfðu fjölmargir evrópskir og bandarískir bankar fjármagnað þotukaupin, flestir þeirra mis- jafnlega mikið, en brezki bankinn Midland Bank þó einna mest. Bankarnir sem lánuðu Laker voru örlátir við Sir Fredd.v, lánuðu honum meira en hann gat með góðu farið fram á, miðað við stærð fyrirtækisins og óstöðugleika í farþegafluginu. Og lánardrottn- arnir sýndu óvenjule'ga biðlund, veittu Sir Freddy frest á frest ofan til að reyna að bjarga sér út úr erfiðleikunum og voru tilbúnir með nýjar fyrirgreiðslur í því sambandi. Það kom Laker einnig til góðs að ríkisstjórn Thatehers hafði hvatt bankana til að lána Laker þar sem hann ætti eina brezka flugfélagið sem lagt hafði inn pöntun á Airbus-flugvélar, sem nokkur Evrópulönd standa sameiginlega að. Þótt það hafi fyrst og fremst verið fall sterlingspundsins og synjunin um að fá að hefja reglu- bundið flug til meginlands Evr- ópu, svo og aukin samkeppni á Atlantshafinu, sem urðu Laker að falli, þá hljóta rangar ákvarðanir af hálfu Lakers að eiga sinn þátt í erfiðleikunum. Þannig er það talin hafa verið óhófleg bjartsýni af hans hálfu að festa kaup á þremur Airbus-breiðþotum og fimm breið- þotum af gerðinni DC-10 þegar það var allsendis óvíst, og jafnvel hálf ótrúlegt, að honum yrði hleypt inn á áætlunarleiðirnar í Evrópu, þar sem flugfélög á ríkis- framlagi njóta mikillar verndar. Þá þykir það hafa verið einkenni- leg peningapólitík af hans hálfu að ætla að treysta á að sterlings- pundið styrktist endalaust á kostnað dollarans, en ef sú þróun hefði haldið áfram, sem jafnan þótti ótrúlegt, hefði það verið leik- ur einn fyrir Sir Freddy að borga af lánum sínum. Þegar Laker tók lánin, veðjaði hann á brezka pund- ið, en það féil og hann tapaði. Þess vegna má segja að hans eigin orð, um að flugrekstur sé einn alls- herjar póker, hafi orðið að veru- leika, alla vega hvað hann sjálfan snertir. Og eitt er víst, hversu sárt sem það kann að þykja, að Sir Freddy tapaði stríðinu sem hann sjálfur kom af stað. Þótt nýja flugfélagið, „Flugfélag fólksins" verði að veruleika og bjóði áfram upp á lág fargjöld á Atlantshafs- flugleiðinni, má segja, að með lok- un Laker-flugfélagsins hafi ákveðnu skeiði í flugsögunni lokið. — Byggt á Time, News- week, Daily Telegraph o.fl. Sýnum 1982 árgerðirnar af ESCOKT-FIESm*mUNUS Opið frá kl. 10—17 í dag sunnudag Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.