Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 55 Endurfæðing- ar Þórbergs Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ANDVARI Nýr llokkur Tímarit Bókaútgáfu Menningar.sjóds og þjóðvinafélagsins. Ritstjóri: Finnbogi Guðmundsson. 1981. Aðalgrein Andvara er að þessu sinni I»órbergur l'órðarson eftir Sigfús Daðason. Þetta er fremur afmörkuð grein um feril Þórbergs, einkum bundin við þau rit hans sem kalla má sjálfsævisöguleg. Flest ef ekki allt eftir Þórberg fjallar reyndar um hann sjálfan. „Ég hef gert því Amnesty International: Formaður bandarísku deildarinnar í heimsókn ÍSLANDSDEILD mannréttinda- samtakanna Amnesty International býður til opins fundar í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, á mánu- dagskvöld kl. 20.30. Vincent McGhee, formaður Bandaríkjadeildar Amnesty, dveldst um þessar mundir á Is- landi og mun gera grein fyrir víð- tæku starfi sinnar deildar. Mun hann og svara fyrirspurnum fund- armanna. Margrét R. Bjarnason, frétta- maður, sem á sæti í einni hinna alþjóðlegu starfsnefnda Amnesty, mun ræða starfið í höfuðstöðvum samtakanna í London og framtíð- arverkefnin þar. Einnig verður greint frá verk- efnum samtakanna hérlendis fram á vorið. Nýlokið er herferð Amnesty til þess að vekja athygli á hinum tíðu mannshvörfum, sem ýmsar ríkis- stjórnir eru á bakvið til þess að losa sig við óæskilega þegna. Fjöldi virkra félaga bættist í hóp Amnesty-manna við herferðina og eru teknir til starfa. Amnesty hef- ur einnig mikla þörf fyrir styrkt- arfélaga sem vilja styðja samtökin fjárhagslega og siðferðilega. Allir áhugamenn eru boðnir velkomnir á fundinn, sem verður í stofu 101 í Lögbergi. Skemmtun lífeyrisþega SAMBAND lífeyrisþega ríkis og baja minnir alla félaga sína á hinn árlega skemmtifund sinn á Hótel Sögu, þriðjudaginn 10. febrúar klukkan 15. Þar sem nú er ár aldraðra verð- ur bæði súkkulaði og kaffi á boð- stólum. Fjölbreytt skemmtiatriði verða og hver aðgöngumiði er happdrættismiði, en dregið verður um stóran ferðavinning. hæst undir höfði sem ég tel mestu máli skipta í sögu og verki Þór- bergs, en mörgu smærra þyrfti að bæta við ef um heildarmynd væri að ræða“ skrifar Sigfús Daðason í Eftirmála. Greinin einkennist ekki af þeirri hástemmdu hrifningu sem mönnum er títt að lýsa þegar þeir fjalla um meistarann. Sigfús van- metur Þórberg síður en svo, en hefur vissa gagnrýni fram að færa. Þrjú rit Þórbergs nefnir Sig- fús höfuðrit: Ævisögu Árna próf- asts, Sálminn um blómið og I Suð- ursveit, en þau komu út á árunum 1945—1958. Ástæðulaust er að rengja gildi þessara bóka, en Sig- fús er ekki ánægður með viðtökur hvað varðar I Suðursveit. Þór- bergur var sama sinnis. Hann taldi að bækurnar um æsku hans og æskustöðvar myndu ekki ná al- menningshylli um sinn, yfirlætis- laus stíll þeirra og óbóklegt málið myndi birtast ófullkomnum mönnum „eins og mogunroðinn blindum manni". Þetta ætti nú að vera hægt að skilja þegar litið er til fyrri af- reksverka Þórbergs. Dýrkendur Bréfs til Láru, Islensks aðals og Ofvitans fundu ekki í æskuminn- ingum Þórbergs sama kraft og hugkvæmni. Þeir gátu ekki sætt sig við breyttan Þórberg fremur en þeir sem lifðu sig inn í félags- legar skáldsögur Halldórs Lax- ness gátu verið sáttir við þá þróun skáldsagnagerðar hans sem hefst með Brekkukotsannál. Sigfús Daðason gerir ágætlega grein fyrir endurfæðingum Þór- bergs, þroskaferli hans. Alþjóða- h.vggja hans og guðspekiáhugi fá ítarlega umfjöllun, einnig hvernig stefnur eins og til dæmis expressj- ónismi höfðu gildi fyrir hann. Sama er að segja um andstæður þjóðfræði og skáldskapar sem alla tíð voru áberandi hjá Þórbergi, en þessar greinar voru reyndar í I»órbergur Þórðarson heppilegu og frjóu sambýli þegar best lét. Nákvæmni Þórbergs þótti stundum of mikil, en var hluti af honum sjálfum, sérkennilegum frásagnarhætti hans. Birt er einnig í Andvara yfir- gripsmikil skrá um verk Þórbergs og heimildir um hann eftir Jónínu Eiríksdóttur svo að segja má að heftið sé ómissandi fyrir þá sem láta sig varða rithöfundinn Þór- berg, en það hljóta allir að gera sem á annað borð hirða um ís- lenskar samtímabókmenntir. Sigfús Daðason bendir á að „hróður Þórbergs aukist með ári hverju“ og á það vissulega við um allan almenning. Jafnvel hinir ströngustu dómarar hljóta að endurmeta I Suðursveit. Það rit- verk varð á sínum tíma að gjalda heimtufrekju manna og Skiln- ingsleysis. Annað efni í Andvara er í hefðbundnum anda ritsins og kemur ekki verulega á óvart, en er fræöandi og vel þess virði að kom- ast á prent. Agnar Kl. Jónsson á ritgerðina I ríkisráðinu 1904—1918; Þórður Kristleifsson minnist skemmtilega Sigurðar Eiríkssonar og Auðbjargar Jóns- dóttur; Holger Kjær skrifar um Islenska lýðmenntun á 19. öld og birtar eru endurminningar systur Clementiu um komu kaþólsku nunnanna til Islands 1896. SPARIBAUKURINN FRA MITSUBISHI Framhjoladrif f/í i -i ■ n n I L ■ U U stT Þurrka og sprauta á afturrúóu Hlióarspeglar Tölvuklukka ■ Traustur og fallegur bíll á hagstæðu verði IhIHEKLAHF JU Laugavegi 170 -172 Sími 212 40 r\ " MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.