Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 VER^LD verzlun & viðskipti H^^BBI^BSÍ^SBHHSHi E1 Dorado skiptir um eigendur \ I NDANFÖKNUM árum hefur bandarískur skipakón);ur og fjár- málaspi'kúlant, Daniel K. Ludvig aó nafni, staóió fyrir einhverjum um- fangsmestu framkva'mdum, sem nokkur einstaklingur hefur fyrr eða síðar rádist í og varið til þeirra hundr- uðum milljóna dollara. Fyrirtækið og framkvæmdasvæðið heitir Jari og er í frumskógum Amazon í Brasilíu. I>að er á stærð við (’onnecticut-fylki í Bandaríkjunum og er þar rekinn margs konar atvinnurekstur, skóg- arhögg og iðnaður tengdur því, náma gröftur, akuryrkja og nautgriparækt. I.udvig hefur nú ákveðið að hætta við þetta allt saman og láta í hendurnar á ýmsum fyrirtækjum í Brasilíu, bönk- um, tryggingafélögum, verktökum og fjárfestingarfclögum, sem gera það raunar fyrir bænarstað stjórnvalda að taka við rekstrinum. Það er margt, sem hefur hjálpast að við að gera reksturinn erfiðan, og þó kannski einkum tvennt. I fyr.sta lagi hinn náttúrulegi frum- skógur Amazon-svæðisins, sem erf- itt er að halda í skefjum, og í öðru lagi frumskógur skriffinnskunnar í Brasilíu, sem er raunar enn illvíg- ari. Þar við bættist svo, að Ludvig er maður mjög mislyndur og duttl- ungafullur, hann skipti 30 sinnum um forstjóra fyrir fyrirtækinu á 14 árum, og hafði ástríðufulla þörf fyrir pukur og leynd, sem olli því að þær sögur gengu fjöllunum hærra, að hann ræki þrælabúðir, væri að stofna nýja þjóð með sinn eigin herafla og ætlaði sér að upp- ræta mestu regnskóga í heiminum. Opinberlega er sú ástæða til- greind fyrir eigendaskiptunum, að Ludvig hafi orðið að draga saman seglin vegna heilsuleysis, en allt síðastliðið ár hafði hann varað brasilísk stjórnvöld við því, að hann myndi hætta rekstrinum ef þau léttu ekki á honum álögurnar og greiddu ekki eitthvað úr þeirri gífurlegu flækju, sem brasilísk skriffinnska er. Samkvæmt kaupsamningnum munu 25 brasilísk fyrirtæki, Bras- ilíubanki og iðnjöfurinn Augusto Azevedo Antunes, sem er góðkunn- ingi Ludvigs, greiða 280 milljónir dollara á næstu þremur árum og afgangurinn, 870 milljónir dollara, skal greiddur sem ágóðahlutur á tímabilinu 1987—2021. Brasilíu- stjórn hefur svo lofað því að kosta þjónustu við þau 30.000 manns, sem búa og starfa við framkvæmdirnar í Jari, en Ludvig hafði kvartað und- an því, að bara kostnaðurinn við það eitt hefði numið hálfri sjöttu milljón dollara. Jari, fyrirtækið, sem Ludvig læt- ur nú af hendi, er ekki nein smá- smíði. Þar eru 2700 íbúðarhús, flugvöllur, skólar, stórverslanir og sjúkrahús og minnir einna helst á venjulega borg, getur meira að segja státað af tveimur fátækra- hverfum á bökkum Amazon- árinnar, en það hefur óspart verið notað í árásunum á Ludvig í Bras- ilíu. Vegakerfið er 4500 km langt, járnbrautin 55 km, höfnin við Am- azon-fljótið er fær stærstu skipum og þar er pappírs- og trjákvoðu- verksmiðja, sem kostaði 200 millj- ónir dollara uppkomin. Þetta er gríðarlega stór bygging, 17 hæða há, sem smíðuð var í Japan og síð- an fleytt á prömmum þvert yfir Kyrrahaf, um Panamaskurð, suður með austurströnd Suður-Ameríku og upp Amazon-fljót. Jari nær yfir fjórar milljónir ekra. Þar eru ræktuð hrísgrjón á um 87.000 ekrum, melina-tré, fura og eucalyptus-tré á 287.000 ekrum, þar eru um 5000 nautgripir og hálft sjöunda þúsund buffla. Þegar Ludvig keypti Jari lét hann sig dreyma um að rækta þar melina-tré í stórum stíl, en það er trjátegund, upprunnin í Burma, sem er svo hraðvaxta, að hún er felld til vinnslu eftir sex ár. Ludvig hafði rétt fyrir sér í því, að eftir- spurnin eftir pappír myndi stór- aukast á næstu árum en melina- trén reyndust ekki eins vel og hann hafði gert sér vonir um. Þess vegna urðu skógræktarfræðingarnir hans að planta furu og eucalyptus-trjám og rannsaka að auki þær fjölmörgu harðviðartegundir, sem þarna vaxa. Ludvig hafði upphaflega ætl- að að reisa pappírsverksmiðju, sem gæti unnið úr 500.000 tonnum á ári en snerist hugur á síðustu stundu og ákvað að hafa hana helmingi minni. Þar með fór forgörðum sú hagkvæmni, sem fylgir stórum ein- ingum, enda hefur verksmiðjan aldrei getað staðið undir þeim gíf- urlega kostnaði, sem lagt var í við smíði hennar. Ludvig urðu á önnur mistök ekki síður afdrifarík. Öll stjórnun fyrir- tækisins var í höndum útlendinga, sem olli því, að öll hans miklu um- svif voru litin hornauga af heima- mönnum. Reyndin varð sú, að Daniel K. Ludvig var orðinn að nokkurs konar sameiningartákni fyrir jafnt vinstrimenn sem hægri, kannski það eina, sem þá greindi ekki á um. Stúdentar litu á hann sem heimsvaldasinna og herinn undi því illa og taldi stórhættulegt öryggi þjóðarinnar, að íbúarnir í Jari skyldu ekki lúta forræði hans á sama hátt og aðrir landsmenn. Byggðin eða bærinn í Jari heitir Monte Dourado, sem á portúgölsku útleggst „Gullfjall", og þess vegna komst sá orðrómur á kreik, að Lud- vig hefði fundið hið sögufræga E1 Dorado, sjálft „Gulllandið". Sann- leikurinn er þó sá, að Ludvig tapaði fé en græddi ekki á Jari og bærinn heitir bara eftir Dourado nokkrum, einum af fyrstu verkfræðingunum, sem þangað fóru til starfa. — WARREN HOGE Amazon-slóðir: suma grunaði að stóriðjuhöldurinn væri að reyna að „stofna nýja þjóð“ FRUMSKÓGALÍF Hið kynduga kynlíf kóngu- lóarinnar DJUPT inni í laufskrúði frumskógar- ins, innan um rotnandi blöð og brotn- ar greinar, má stundum heyra dálítið kynlegt suð eða smelli ef hlustirnar eru lagðar við. Það er ástarbríminn, sem þessu veldur, og elskendurnir eru köngulær. Ef við sperrum eyrun aðeins betur, getum við jafnvel greint tístið í körlunum og kerlingunum, þegar þau eru að fara á fjörurnar hvert við annað. Skordýrafræðingar eru nú búnir að gera þá skemmtilegu uppgötvun, að kynorka köngulónna fer heil- mikið eftir hávaðanum þó að hann einn segi ekki alla söguna. Tökum dæmi af „cupiennius salei", sem á það sammerkt með draugnum, að henni finnst myrkrið skemmtilegt. Þetta er myndar- könguló, tvö-fimm grömm á þyngd og allt að fjórir sentimetrar, og þótt einhver kunni að fá í herðarn- Karlinn gekk af göflunum, þegar hann fann ilmslóðina ar yfir ósköpunum, er það nú samt svo, að fundum köngulóarkynjanna ber sjaldan saman á endalausu rápi þeirra um þéttan botngróður- inn á bananaekrunum. Hvernig stendur þá á því, að það úir allt og grúir af köngulóm? Til að fá svör við þessari spurn- ingu komu tveir vísindamenn við Goethe-háskólann í Frankfurt, Jer- ome Rovner og Friedrich Barth, fyrir hlerunartækjum í frumskóg- inum og öðrum mælitækjum, sem eru ákaflega næm fyrir hinum minnsta titringi. Tilhugalífið gekk þannig fyrir sig, að þegar karlinn fann ómót- stæðilega ilmslóðina eftir kvendýr- ið, þá gekk hann hreinlega af göfl- unum og tók til að stappa niður fótunum í æðisgengnum ákafa. Há- vaðinn, sem þessi hamagangur olli, nægði svo oftast til að koma kerl- ingunni til og brá hún þá jafnan á sama ráð og karlinn með stappið, en auðvitað á miklu kvenlegri hátt. Burtséð frá blaðrinu í köngulón- um sjálfum hafa þær svo enn aðra aðferð við að segja hver annarri sína meiningu. Hún er fólgin í því að hrista laufblöðin, sem þær standa á, þannig að frá þeim berast hinir Ijúfustu tónar, en svo lágir raunar, að mannlegt eyra getur ekki greint þá. Köngulærnar fara svipað að þeg- ar þær veiða sér til matar og trú- lega er hávaða- og titringstalið runnið frá þeim hæfileika þeirra. Líka eins gott fyrir karlana því að ástarleikirnir og meðfylgjandi merkjamál er það eina, sem hindr- ar kerlingarnar' í því að éta þá með húð og hári. - PAUL SIMONS SIDFERDISBROT WM Astin eins og hún á að vera Kínverski kommúnístaflokk- urinn í öllu sínu veldi beinir nú geirum sínum í ákefð gegn laus- ung í ástarmálum. Hu Yao-bang flokksformaður komst nýlega að þeirri niðurstöðu, að ást milli karla og kvenna myndi ríkja næstu 10 þúsund, 100 þúsund eða jafnvel milljón ár. En það er greinilega ekki sama, hvernig ástin er, og ráðamennirnir það eystra virðast hafa ákveðnar skoðanir á því hvað sé rétt og hvað rangt í ástarmálum. Nýlega kom út í Kína smá- sagan Bergmál fyrstu ásta, og þar var greinilega ekki fjallað um ástina samkvæmt kokka- bókum flokksins. Hafa flokksmálgögn birt harða gagnrýni á siðferði sögunnar. Sagan segir frá háskóla- nema, Zho Bing að nafni, sem ranglega hefur verið sakaður um að hafa hægri sinnaðar skoðanir. Hann verður ást- fanginn af Mei Yan, en hún er gift „leiðinlegum manni“, sem býr langt í burtu. Bing og Yan reyna að halda aftur af tilfinn- ingum sínum og þau skilja, er Yan fær stöðu annars staðar. Bing er kominn á fremsta hlunn með að kvænast annarri konu, er hann flýr á náðir Yan, sem er að dauða komin. Unn- usta hans fyrirgefur honum, er hann hefur skýrt henni frá ömurlegri fortíð sinni. Slíkur og þvílíkur söguþráð- ur gengur algerlega fram af Dagblaði Alþýðunnar. Það skrifar í vandlætingu: „í Kína ríkja gerólík viðhorf til ástar og hjónabands en í auðvalds- ríkjunum. Samkvæmt sós- íölsku siðferði er framhjáhald óþolandi, svo og eyðilegging á heimilishamingju annars fólks.“ Þessi kenning hefur samt ekki alltaf verið höfð í háveg- um. Að minnsta kosti þykjast elztu menn muna eftir einka- högum Sun Yat-sen Kinaföður, en hann skildi við eiginkonu sína til að kvænast annarri. Sú hét Sing Jingling og varð jafn- vel þjóðhetja. Hún er nýlátin. Og fleiri en elztu menn muna eftir hjúskaparbasli Maos formanns. Hann skildi við tvær konur, (önnur þeirra var síðar drepin af mönnum Chiang Kai-shek) af því að hann langaði til að giftast aft- Flokkurinn vill líka stýra ástinni. ur. Síðasta kona hans var Jiang Ching, sem situr nú í fangelsi ásamt hinum úr fjór- menningaklíkunni. Þegar Mao gekk að eiga hana urðu aðrir úr flokksforustunni þvílíku felmtri slegnir að þeir fyrir- skipuðu henni að halda sig frá opinberu lífi. Því hlýddi hún ekki eins og frægt er orðið. Dagblað alþýðunnar hefur mestar áhyggjur af því, að lýs- ing af ást í meinum, sem dregnar eru fram í fyrrnefndri bók, af mikilli íþrótt svo og einlægri hluttekningu, geti „valdið óæskilegum afleiðing- um ... slæm áhrif slíkra verka á ungt fólk hafa þegar valdið foreldum miklum áhyggjum". Blaðið hneykslaðist mjög á því, að elskendurnir í um- ræddri sögu skuli áfellast for- lögin fyrir aðstæður sínar og þegar hörmungarnar ríða yfir, komast þau að þeirri sameig- inlegu niðurstöðu, að „allt í heiminum sé blekking". En öll mannleg tengsl styðj- ast við efnahagslegan grund- völl, að því er blaðið segir. Saga á borð við þessa „af- skræmir" hjónabandið og fjöl- skylduna í stað þess að ráðast á hagkvæmnishjónabönd, eins og til var stofnað fyrr á tíð. RITSKOÐUN „Hættulegt almennu siðgæði“ í Brasilíu er nú unnið að endur skoðun um það bil 2.000 lagagreina, sem snerta ritskoðun. Standa miklar deilur um, hvað eigi að vera leyfilegt að sýna fólki í sjónvarpi og hvað ekki. Meðal annars er deilt um, hvort eigi að sýna kvikmyndir um starfsemi vinstri sinnaðra skæruliða eða auglýsingamyndir um karl- mannanærfot og hreinlætisvörur fyrir konur. Formaður æðsta ritskoðunar- ráðsins í landinu er Euclides Mendoncan og stendur hann fast á því, að útsendingar á sjónvarps- efni fyrir almenning eigi að vera miklum takmörkunum háðar. Fjölmörg atriði séu viðkvæm í stjórnmálalegu tilliti og önnur „hættuleg almennu siðgæði" í landinu. Nýlega varaði þessi yfirritskoð- ari forráðamenn sjónvarpsstöðva við því að brjóta gegn ríkjandi lög- um í landinu. Viðkomandi sjón- varpsstöðvar eru í eigu einkaaðila, en háðar leyfum frá hinu opin- bera. Var þess farið á leit við stöðvarnar að þær hættu að sýna ástríðuþrungin ástaratriði, sem og nærmyndir af kvenfólki í örlitlum bikinibaðfötum. Þá mætti ekki auglýsa karlmannanærföt eða „hreinlætisvörur, sem eingöngu væru ætlaðar konurn". Á hinn bóginn segja forráða- menn sjónvarpsstöðvanna, að menn geti lagt mismunandi skiln- ing í ritskoðunarreglurnar, og stærstu dagblöð landsins taka í sama streng. Þeir benda á að bróðurparturinn af þessum regl- um sé kominn til ára sinna. Hafi þær yfirleitt verið settar fyrir þremur áratugum, áður en sjón- varp kom til sögunnar, og siðir og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.