Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 4
52 MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Sigurvcig Jónsdóttir o)> Guðrún i'óröardóttir í hlutverkum sínum. Garðaleikhúsið: „Karlinn í kass- anumu í Tónabæ Magnús Ólafsson og Guórún l>órðardóttir í hlutverkum sínum. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 frum- sýnir Garðaleikhúsið gamanleikinn „Karlinn í kassanum" eftir Arnold og Bach í Tónabæ. I>að er Kmil Thoroddsen sem hefur þýtt verkið og staðfært, en Saga Jónsdóttir er leikstjóri. I>etta er annað verkefni Garðaleikhússins. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Magnús Ólafsson, Aðal- steinn Bergdal, Sigurveig Jóns- dóttir, Guðrún Þórðardóttir og Valdimar Lárusson. Hallmundur Kristinsson hefur gert leikmynd, en lýsingu annast Ingvar Björns- son. Að sögn Þóris Steingrímssonar eins af forráðamönnum leikhúss- ins er jiað stefna þess að sýna í framtíðinni í heimabyggð sinni í Garðahreppi, en enn sem komið er, er ekkert heppilegt húsnæði fyrir hendi. Sagði Þórir Garða- leikhúsið rekið sem atvinnuleik- hús án styrkja frá opinberum aðil- um en velvilja æskulýðsráðs og forstöðumanns Tónabæjar væri það að þakka að leikhúsið hefði fengið inni í Tónabæ með þessa sýningu. Auk þeirra sem áður eru nefnd- ir taka eftirtaldir leikarar þátt í sýningunni: Guðrún Alfreðsdóttir, Þórir Steingrímsson, Thelma Tómasson, Friðrik Steingrímsson, Hreiðar Ingi Júlíusson, Steindór Gestsson og Helga Kristjánsdótt- ir. Leikritið „Karlinn í kassanum" var sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir fimmtíu árum undir stjórn Indriða Waage. Hveragerði: Prófkjör sjálfstæðismanna Iht rain rói. 12. IVhrúar. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur í Hveragerði hefur nýlega haldið tvo almenna félagsfundi um hvernig staðið verði að gerð framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á komandi vori. A fyrri fundinum þann 28. janúar var ákveðið að félagið gengist fyrir lokuðu prófkjöri, sem aðeins heimili þátttöku virkra félaga í Ingólfi. Þá var og kosin uppstillingarnefnd. Á síðari fundinum sem hald- inn var í gær þann 11. febrúar, kynnti formaður uppstillingar- nefndar, Bragi Einarsson, reglur þær er nefndin hafði samið um framkvæmd prófkjörsins. Komu fram ýmsar fyrirspurnir og til- lögur um reglurnar, sem síðan voru samþykktar lítið breyttar, enda hafði verið vandað til þeirra. Fyrirhugað er að fjölga hreppsnefndarfulltrúum úr 5 í 7, en þeir eru nú 2 frá sjálfstæðis- félaginu, 1 frá framsókn, 1 frá alþýðufélaginu og 1 frá Alþýðu- bandalagi. Er það von okkar félaga í Ing- ólfi að sem flestir sjálfstæðis- menn í Hveragerði gangi í félag- ið hið bráðasta og ávinni sér rétt til að taka þátt í prófkjörinu og til starfa við kosningarnar. Sigrún terð 8- aPr'V™an^ Nova, Aparta(in' ientos 29. 8. apú' __2 vikur N""0Í5;íóoí,6-092710"’ 118'09 25' laöur *^'d00na" Ibiza VjöisKV) 24. aPrí' ranO' vígSSM daga ogÞjgJ ......-KSsggSá***5, Verö^!?; á peiro'e'0" ■ r, 45 P'31' URVAL UMBODSMENN UM ALLT LAND VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.