Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 16
04 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 Þætti í flugsögunni lauk með lokun Lakers í MSIR urrtu lil þess að finna til með Sir Freddy l.aker þegar hann tilkynnti í síðustu viku að Lakerflugfélagið væri gjaldþrota, því hann naut aðdáunar fyrir að hafa sagt illa þokkaðri sam- steypu flugfélaga á ríkisframlagi, IATA, stríð á hendur 197(5. Sir Freddy náði strax undirtökunum í samkeppni við samsteypuna og ýmis risaflugfélög uni farþega á flugleiðinni yfir Atlantshaf, og hélt þeim í fimm ár, en lengi vel flaug þetta litla flugfélag fjórða hvcrjum farþega milli London og New Vork. I>etta tókst Laker án framlags og rfkis- styrkja, og þrátt fyrir andstöðu stjórnar Verka- mannaflokksins, sem var við völd í Bretlandi, þeg- ar hann hleypti „Fluglestinni" af stað. Sir Freddy var hetja í sínu hcimalandi og átrúnaðargoð þús- unda sem hann gerði klcift á einni nóttu að ferð- ast yfir Atlantshafið. Vart hafði gjaldþrotayfirlýs- ingin verið gcfin áður en sérfræðingar spáðu allt að .'{<) prósent hækkunum á fargjöldum yfir Atl- antshaf á þessu ári, þar af 15 prósent í byrjun marz, en nú kann að verða einhver breyting þar á, því Sir Freddy hefur stofnað „Flugfélag fólksins" ásamt kunnum brczkum auðkýfingi. Flugfélagið nýja mun byggja á sama grunni og Laker-flugfé- lagið, og verða ódýrar ferðir yfir Atlantshafið að- alsmerki þess. Kn hvað var það sem olli falli Lakerflugfélagsins? Brezk blöð héldu því fram há- stöfum að Laker hafi verið þröngvað til gjaldþrota. Þau gengu það langt að segja það hafa verið samantekin ráð IATA og ríkisstjórna þeirra landa sem að samtökunum standa, að þröngva Laker til gjaldþrots. Aðferðin var í því fólgin að neita Laker um leyfi til að fljúga til nýrra staða, sem hann þurfti á að halda til að nýta allan þann flugkost sem hann hafði komið sér upp. Það var ásetningur Sir Freddy að „Flug- lestin“ næði kringum jörðina, og hann reyndi mikið til þess að kom- ast inn á Evrópumarkaðinn, sem er mjög verndaður. Það var í júní 1979 að Sir Freddy sótti um leyfi til áætlunar- flugs til 35 borga í Evrópu og hermt var að hann hyggðist bjóða upp á fargjöld sem yrðu helmingi lægri en fargjöld annarra flugfé- laga, rétt eins og í fluginu yfir Atlantshaf. Níu mánuðum seinna hafnaði brezka flugmálastjórnin (CAA) umsókn hans og tók þá strax að síga á ógæfuhliðina hjá Laker. Áframhaldandi tilraunir af hálfu Lakers til að komast inn á Evrópumarkaðinn báru lítinn sem engan árangur, og að því kom í ágúst sl. að Sir Freddy spurði sjálfan sig að því hvort hann ætti að leggja upp laupana í rólegheit- um, eða halda áfram. Hann ákvað að gefast ekki upp, heldur berjast til þrautar. Þótt Sir Freddy gæfist ekki upp, þá vantaði hann farþega til að fylla allar þær spánnýju flugvélar, Þegar gjaldþrotum Lakerflugfélags- ins var lýst, var þotum félagsins snú- ið til Bretlands. Hér er hópur Lak- erflugvéla á Gatwick-flugvelli en þar voru flestar flugvélarnar kyrr settar. Stjórn flugvallarins lagði lög- hald á eina DtMO vegna ógreiddra lendingargjalda. Airbus og DC-10, sem hann hafði fest kaup á, m.a. í þeirri von að komast inn á Evrópumarkaðinn. Að auki fækkaði farþegum í áætl- unarflugi um 2,5 prósent 1981 miðað við 1980, en árið 1980 hafði þeim fækkað um eitt prósent frá 1979. Tap ríkisstyrktu flugfélag- anna árið 1981 nam 500 milljónum sterlingspunda og eru þá ekki taldar með afborganir þeirra af skuldum sem einnig námu öðrum 500 milljónum punda. Samkvæmt útreikningum í október kom í ljós að sætanýtingin hjá flugfélögun- um á Atlantshafsflugleiðinni var ekki meiri en svo að öll tómu sæt- in samsvöruðu því að 56 tómar Júmbó-þotur flygju frá Evrópu til Bandaríkjanna á degi hverjum. Þegar „Fluglest" Lakers byrjaði að flytja farþega yfir Atlantshafið áttu þúsundir manna allt í einu kost á því að ferðast til Bandaríkj- anna, fólk sem ekki hafði getað látið sig dreyma um ferðalag af því tagi áður. En með tíð og tíma svöruðu önnur flugfélög Laker með því að lækka fargjöld sín, og þurfti Sir Freddy því að snúa sér á önnur mið til að halda rekstrinum gangandi, Evrópumarkaðnum, en honum var meinaður aðgangur að honum. Kreppan í flugrekstrinum kom einnig niður á Laker, og á síðasta sumri sáust þess merki að félagið ætti í gífurlegum erfiðleik- um. Og í nóvember sl. reið Pan American á vaðið og kynnti ný fargjöld, sem voru fyllilega sam- bærileg fargjöldum Lakers. Önnur flugfélög fylgdu Pan Am eftir, og Laker-flugfélagið hafði ekkert umfram önnur flugfélög að bjóða. Það skipti ekki lengur máli með hverjum var flogið, kjörin voru þau sömu. Þessi aukna samkeppni kom á versta tíma fyrir Laker. Hann átti í erfiðleikum með að borga af skuldum sem hann hafði safnað þegar hann festi kaup á átta nýj- um flugvélum 1979 og 1980. Hann Útgerðarmenn skipstjórar 2H^jj^HC Þorskanet (kraftaverkanet) Nr. 15 (1,5x10) 32 md. 71/4“ Kr. 355,00 Nr. 15 (1,0x15) 32 md. 71/4“ Kr. 370,00 Blýteinar 18 mm. Staple fiber 60 fm 42 kg. Kr. 1150,00 Færaefni 18 mm. P.E. 120 fm. Kr. 950,00 MARCO h> Sími 13480 — 15953. DULARFULL HÖND KNÝR DYRA SPADOMAR RÆTAST BENGT L/LLAS FLYTUR FYRILESTUR í AÐVENTKIRKJUNNI i dag SUNNUDAG KL. 17.00 EINNIG Á SELFOSSI KL. 20.30. GRASHAGA 11 W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.