Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 CARL SAGAN birtist, var einmitt um það efni. „Geislun og uppruni erfðaeind- anna“ hét hún og Carl var ekki nema 22ja ára þegar hann skrif- aði hana. Á rannsóknarstofu hans við Cornell-háskóla er það eitt helsta viðfangsefnið að finna hvernig hornsteinar sjálfs lífsins, aminósýrur, eggjahvítuefni og DNA, gátu þróast á jörðinni í árdaga, og í samvinnu við rússn- eska vísindamanninn I.S. Shklovskii hefur hann gert ein- hverja bestu úttekt á þessum málum, sem enn hefur sést, með bók þeirra „Vitibornar verur í al- heiminum". Strax á námsárunum tóku kennarar Sagans eftir því, að hann var haldinn einhverjum uppreisnaranda og hafði tilhneig- ingu til að ýta til hliðar verkefn- um dagsins til að geta sinnt því, sem hann hafði meiri áhuga á. „Hann sagði mér, að hann vildi fremur fást við vandamál stjörnufræðinnar en að leggja á sig erfiðið, sem fylgir úrlausnum í hinni sígildu eðlisfræði," segir eðlisfræðingurinn Peter Meyer, sem heldur því jafnframt fram, að þessar eirðarlausu gáfur Sag- ans hafi síðar meir gert honum kleift að sjá hlutina í víðara sam- Taeknimenn leggja síðustu hönd á líkan al bókasafninu mikla í Alex- andríu áður en Sagan er látinn spígspora þar um gólf. ferð mannkynsins, heldur eru þau líka bráðskemmtileg. Eða eins og hann segir sjálfur: „Það er ekkert svo flókið í vísindunum, að ekki megi skýra það út fyrir leik- manninum." Hinum „hreintrúuðu" í hópi kollega hans hrýs hins vegar hug- ur við svona einföldun og „út- þynningu" eins og þeir kalla það. I þeirra augum eiga vísindin sér langa sögu hógværðar og lítillæt- is, ef ekki jafnvel meðvitaðrar myrkvunar til þess, að aðeins hinir innvígðu fái aðgang að leyndardómnum. Hverjum öðrum en hinum ábyrgðarlausa Sagan, segja þessir menn, skyldi hafa dottið í hug að búa til líkan af eldfjalli á Mars, ganga um gólf í bókasafninu í Alexandríu og þykjast lesa í löngu glötuðum papýrushandritum eða reyna að útskýra þversagnirnar í hinni sértæku afstæðiskenningu um leið og hann hjólar um Toscana þar sem Einstein dvaldi á sínum yngri árum? Þessir menn hafa fylgst með uppgangi Carl Sagans með nokk- urri óánægju og kannski öfund líka. Þeim finnst sem hann hafi skorið á hin heilögu vébönd vís- indanna og láti bara stjórnast af sjálfsánægjunni einni saman. Þeir segja, að hann geri oft full- mikið úr eigin afrekum og gleymi þá jafnframt framlagi annarra auk þess sem hann geri á stund- um ekki nægan greinarmun á staðreyndum og vangaveltum. Þessir menn eru þó í miklum minnihluta. Langflestir vísinda- menn, sem þurfa á fjárframlög- um hins opinbera og skilningi al- mennings á störfum þeirra að halda, eru þakklátir Sagan og kunna vel að meta það hlutverk, sem hann hefur tekið að sér: Að vera ötulasti áróðursmaður auk- inna framlaga til vísindastarf- seminnar, sem Bandaríkjamenn hafa átt fyrr og síðar. Carl Sagan kom til Berkeley- háskóla í Kaliforníu árið 1960 þar sem hann stundaði rannsóknir um tveggja ára skeið og kenndi líka þótt þess væri ekki krafist af honum, en að því búnu fór hann til Læknaháskólans í Stanford og vann þar ásamt fieirum að gát- unni um uppruna lífsins hér á jörðu. Síðan var hann við rann- sóknir og kennslu við Harvard- og Smithsonian-stjarnfræðistöð- ina í Cambridge í Massachusetts en árið 1968 var honum boðið að veita nýrri stjarnvísindadeild við Cornell-háskólann forstöðu. Því starfi gegnir hann enn og býr í íþöku í New York. Sagan er tvígiftur. Fyrri kona hans er Lynn Álexander, líffræð- ingur að mennt, og eiga þau tvo syni, sem nú eru um tvítugt. Seinni kona hans er Linda Salz- man. Afi gamli getur hvflt rólegur í gröf sinni, Carl Sagan, barnabarnid hans, höfundur þáttanna um al- heiminn, sem nú er verið að sýna í íslenska sjón- varpinu, kemst bara bærilega af. Hann er meira að segja orðinn að stjörnu, nokkurs konar ofurstirni, meðal banda- rískra vísindamanna. Bækurnar hans, allt frá bollaleggingum um lífið á öðrum hnöttum til hug- leiðinga um mannsheil- ann og uppruna hans í skriðdýrinu, hafa selst í milljónum eintaka og ver- ið þýddar á tólf þjóðtung- ur. Hann heldur fyrir lestra fyrir fullu húsi, hvort heldur er innan veggja háskólanna eða utan, hann er orðinn hag- vanur í sjónvarpsþáttun- um hans Johnny Carsons og hefur rætt við Banda- ríkjaforseta um svartar holur og önnur furðuleg fyrirbæri. Sviðið: Setustofa í Brooklyn um 1946 Afinn: Hvað ætlar þú nú að gera, drengur minn, þegar þú verður stór? Drengurinn: Ég ætla að verða stjörnufræðingur. Afinn: Já, já, en á hverju ætlarðu að lifa? Carl Sagan er 47 ára að aldri, fæddur árið 1935, og ólst upp í Brooklyn í New York. Móðir hans er fædd í Bandaríkjunum en faðir hans var rússneskur innflytjandi, verkamaður í vefnaðarverk- smiðju, sem vann sig upp í að verða verksmiðjustjóri. Strax á unga aldri hafði Carl hugann gjarna við aðra hluti en vinir hans og leikfélagar. Þegar þeir voru í fallin spýta eða fimm- auraharki var hann að brjóta heilann um himintunglin og stjörnuskarann á næturhimnin- um. „Eg man eftir því, að einu sinni, þegar ég var að horfa á stjörnurnar, spurði ég strákana að því, hvað þær væru. Þeir sögðu, að þær væru „ljós á himn- inum“.“ Carl litli Sagan var ekki ánægður með þetta svar og fór þess vegna á bókasafnið og bað um bók um stjörnurnar. Bóka- vörðurinn brást vel við og lét hann fá bók um stjörnur, Holly- wood-stjörnurnar Jean Harlow og Clark Gable. Þegar Carl fékk loksins réttu bókina komst hann að því, að stjörnurnar væru sólir, sem lýstu til okkar úr órafjar- lægð. „Þetta var mér hreinasta opinberun. Fram að þessu hafði alheimurinn verið mitt næsta ná- grenni, en nú reyndi ég að gera mér í hugarlund hve langt í burtu ég yrði að flytja sólina til að hún yrði eins og lítil stjarna. Þá fyrst fékk ég dálitla tilfinningu fyrir óravíddum himingeimsins. Örlög mín voru ráðin." Einn þráðurinn í örlagavefnum var áhugi Sagans á vísindareyf- urum og einkum Marsbúasögun- um hans Edgar Rice Burroughs, sem sagði frá lostafullum prins- essum, sex-fættum skrímslum, illum stríðsherrum og saklausum sveitastrák frá Virginíu, John Carter, sem á einhvern Undarleg- an hátt flytur sjálfan sig til Rauðu stjörnunnar, með því einu að stara á hana. Sagan gerði hvað hann gat til að fyígja í fótspor hetjunnar sinnar út í himingeim- inn en sú tilraun hans bar engan árangur. Hann hefur þó aldrei gleymt þessum draumi sínum og á skrásetningarnúmeri bílsins hans, rauðgullnum Porsche, má nú sjá mynd af Phobos, einu tungla Mars. Það var ekki fyrr en Sagan- fjölskyldan fluttist til Rahway í New Jersey, að Carli fór að skilj- ast, að hann gæti gert stjörnu- fræðina að lífsstarfi sínu, en fram að því hafði hann talið það sjálfgefið, að hann færi að vinna við fataiðnaðinn eins og faðir hans, e.t.v. sem sölumaður. Það var líffræðikennari hans, sem sannfærði hann um að stjörnu- fræðingar fengju raunveruiega borgað fyrir vinnu sína, eins og t.d. sá frægi maður Harlow Shapley, og 1951, þegar Carl var Carl Sagan þykir frábaar kannari og kann að vakja áhuga nomend anna. 16 ára, innritaðist hann í háskól- ann í Chicago. Níu árum seinna kvaddi hann skólann sem stjörnufræðingur og stjarneðlis- fræðingur. Sem stjörnufræðingur hefur Sagan ekki aðeins áhuga á stjörn- unum sem slíkum heldur er hann einna fremstur í flokki þeirra, sem telja fullvíst að líf sé að finna á öðrum hnöttum. Af þeim sökum hefur hann . einnig lagt stund á líffræði og svo vill til, að fyrsta ritgerðin, sem eftir hann hengi. „Sagan kann að skilja hafrana frá sauðunum. Hann get- ur sagt sögu án þess að kafna í smáatriðum.“ Sagan fellur sem sagt ekki al- veg inn í þá mynd, sem menn hafa lengi gert sér af hinum dæmigerða vísindamanni. Hann er mjög frjálslegur í klæðaburði, eins og reyndar fleiri nú á dögum, en boðskapur hans er jafn af- dráttarlaus og hann er óvenju- legur: Vísindin eru ekki aðeins nauðsynleg fyrir framtíðarvel- Maðurinn sem gerði vísindin skemmtileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.