Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 67 Djúpivogur: Góð tíð, en þó hörð veð- ur á milli l)júpa>oci, II. Tehrúar. IÍIS2. SIÐAN fyrir jól hefur verió heldur gód tíð hér á Djúpavogi. Aðfaranótt 14. janúar gerði vestanrok en skemmdir urðu engar. Sunnutindur landaði 27. janúar um 60 tonnum af góðum fiski, og aftur 5. febrúar um 90 tonnum. Krossanesið landaði í dag 300 tonnum af loðnu á Höfn í Horna- firði og hefur þá fengið nálægt 2000 tonnum á röskri viku. Um síðustu helgi gekk í austan- veður með miklu brimi og hér varð mikið flóð í höfninni. Lítilsháttar skemmdir urðu á uppfyllingu austan við hafnarbryggjuna. Þorrablót var haldið hér 23. janúar. Fór það vel fram og sóttu það um 200 manns. — Ingimar Snjó að taka upp Hevðarfjtirður, II. Tehrúar, I9K2. MIKIÐ HEFUR rignt hér á Reyðar firði undanfarna daga, og mikinn snjó tekið upp. A þriðjudag var tölu- vert hvasst hérna og kom togarinn Snæfugl inn vegna veðurs, og lágu margir togarar hér úti í firðinum í sólarhring, þar til veðri slotaði á miðunum. Togarinn landaði rúmum 40 tonnum af fiski, og hefur þá aflað 300 tonnum síðan vertíð hófst 17. janúar. Mikið var að gera við höfnina síðustu viku. Alls komu tíu fragtskip hingað, þá fóru 63 tonn af saltfiski til Portúgal með Skeiðsfossi, og einnig var skipað út síld hjá báðum söltunarstöðv- unum hérna, sem fer á Rússa- markað. Verktakar eru búnir að senda 1300 tunnur frá sér og Kóp- ur sf. 1000 tunnur. Von er á skip í næstu viku til að taka meiri síld. Fundur hefur verið boðaður hjá Verkalýðsfélaginu hér 14. febrúar, en það hefur ekki starfað í mörg ár. Sigfinnur Karlsson mætir á fundinn ásamt fleiri góðum mönnum, og er vonandi að félagið verði endurvakið ölium til góðs. — Gréta Fritz Hendrik Berndsen endur kjörinn for- maður Félags blómaverzlana AÐALFUNDUR Félags blómaverzl- ana var haldinn fyrir skömmu og var Fritz flendrik Berndsen endurkjörinn formaður félagsins. Formaður flutti skýrslu stjórnar og urðu nokkra um- ræður um hana. Bjarni Finnsson, kaupmaður í Blómavali, ræddi sérstaklega um innflutning afskorinna blóma og kom sú skoðun fram á fundinum, að innflutningur blóma stuðli að vöru- vöndun og rekstraröryggi verzlana. Eftir ítarlegar umræður lagði formaður til, að þeim hagsmunaað- ilum, sem eiga viðskipti við félags- menn, yrði boðið á næsta stjórnar- fund, og var það samþykkt sam- hljóða. Bjarni Finnsson lagði til að farið yrði í kynnisferð til framleiðenda og var það einnig samþykkt sam- hljóða og málinu vísað til stjórnar til framkvæmdar. Á fundinum kom fram sú skoðun, að eðlilegt væri að halda félags- fundi mánaðarlega og var það ákveðið að svo skyldi vera í fram- tíðinni. Með Fritz Hendrik Berndsen í stjórn voru kosin: Friðfinnur Krist- jánsson, Þórarinn Ingi Jónsson og Sigríður Ingólfsdóttir og varamenn Aad Groeneweg og Guðrún Val- geirsdóttir. \/z/'n beint inn í stofu til þín straxídag I 1 2\ 3 4 5 8 7 8 T T T T T T T T rn ó cb rS cb rh m ri »«w._ - ti n o ' n*»». s*o» □ 00 □□□□□□□□□ VíMEfl VUSC/TV 0 0 □□ □□ Sharp Speedy Scan (SSS) myndleitari er leitar aö réttu myndinni á tíföldum venjulegum hraöa. ^ Þetta er myndsegulbandstækið, sem við viljum endi- lega sýna þér. Með því getur þú horft langt inn í framtíðina. Og taktu nú vel eftir. Á tækinu er sérstakur myndleitari, er finnur fyrir þig réttu myndina, á tíföldum venjulegum hraða og þú horfir á á meðan. Þú setur kassettuna í að framan, þetta er aukin hagræöing, ef um plássleysi er að ræða og um leið verndar það spóluna, gegn ryki og öðrum óhreinindum. Sérstök innbyggð tölvuklukka með sjö daga upp- tökuminni, sjálfvirk endurspólun þegar kassettan er búin, tekur upp 4 klukkutíma prógramm á eina kass- ettu, þú stillir myndina alveg eins og þú vilt hafa hana, „Soft-push“ stjórnborö og, já þú veröur bara aö láta sjá þig og líta á þetta undra myndsegulband. Því eitt getum við sagt þér, fullkomnari gerast þau ekki. áfiS^ HLJÓMTÆKJADEILD Wb KARNABÆR HVERFISGÖTU 103, SÍMI 25999. 25% kynningarúfsfattur ivers/unum Nýlega kom á markaðinn nýr Sanitas Safi í nýjum umbúðum. Sanitas Safínn inniheldur c-vítamín og er án litarefna. Við bjóðum 3 bragðtegundir af Sanitas Safa, appelsínusafa, sykursnauðan appelsínusafa og blandaðan ávaxtasafa í nýjum 1 líters og 1,8 Ifters umbúðum. Nú er 1,8 líters Sanitas Safínn á kynningarverði í verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.