Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1982 77 TH^ ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS Mfltnyya i Nær ótakmarkað landrými Það verður seiru fullþakkað að alheimsstjórnin, sem við nefnum Guð, gaf okkur eitt fegursta og gjöfulasta land heims, með nær ótakmörkuðu landrými, sem margar þjóðir í kæfandi þéttbýli sáröfunda okkur af. Náttúru- verndarsamtök víðs vegar um heim eru nú sem óðast að eygja hin miklu vandamál of þröngs þéttbýlis. Nýlega birti sjónvarpið mjög athyglisverða auglýsingu frá Náttúruverndarráði, þar sem stjórnvöld eru hvött til að þyrma þeim stöðum innan borgarlands- ins, sem enn eru óbyggð og hafa að geyma merkar jarðsögulegar nátt- úrulegar eða fornsögulegar minj- Tilviljun eða guðleg ákvörðun? Á fyrrnefndum uppdrætti er hvergi gert ráð fyrir bílastæðum kirkjugesta Áskirkju. Reyndar hefi ég heyrt að byggingaryfirvöld borgarinnar hafði boðið safnaðar- stjórn stæði fyrir 13 bíla. Hvílík ofrausn! Það er engu líkara en þessir blessaðir ráðamenn bygg- ingarmála séu ekki sérlega hlynntir kirkjulegu starfi hér. Er það tilviljun eða guðleg ákvörðun að beint á móti hinni verðandi glæsilegu kirkju er kjörið bíla- stæði frá náttúrunnar hendi sem aðeins þarf litla jöfnun undir slit- lag. Stæðið getur verið 30 metra breitt upp frá kirkjunni og náð eins langt norður með Vesturbrún og þörf er á. Ég álít að 100 bíla- stæði séu algert lágmark. Ég trú vart öðru en núverandi borgaryf- irvöld endurskoði þessa Laugarás- áætlun með tilliti til ofangreindra raka.“ Frá Þingeyri Passíusálmarnir of seint á ferð K.J. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma með ábendingu til þeirra þeim sem einhverju ráða við niðurröðun út- varpsdagskrárinnar. Passíusálma- lesturinn er of seint á ferðinni fyrir gamla fólkið, en það er áreiðanlega í meirihluta tryggra hlustenda þess dagskrárliðar. Ég vinn hjá heimil- isþjónustu borgarinnar og um- gengst því mikið roskið og aldrað fólk. Það hefur haft orð á þessu við mig og þykir mjög miður að missa af lestrinum. Til þess að gera þess- um hlustendahóp til hæfis, sem mér virðist sjálfsagt í þessu tilfelli, þyrfti að færa lestur Passíusálm- anna fram í dagskránni og hafa hann ekki seinna en um kl. 21. Áskorun til lækna Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við Þingeyringar höfum verið læknislausir um alllangt skeið nema rétt yfir hátíðirnar. Þó að Flateyrarlæknir hafi veitt mér nokkra úrlausn, og ágæta svo langt sem hún hefur náð, þá getur það ekki gengið til lengdar fyrir þenn- an stað að hafa engan lækni með fasta búsetu. Slíkt er t.d. mikið á- lag fyrir gamla fólkið. Við höfum hér nýbyggðan og vel búinn lækn- isbústað og þokkalega starfsað- stöðu — og hér er ágætt fólk. Ég skora á lækna, ekki síst þá sem af einhverjum ástæðum eru á lausum kili, að hugsa til okkar. I Velvakanda fyrir 30 árum Siðir og ósiðir Kæri Velvakandi. Ég hefi ekki átt heima hér í Reykjavík nema lítinn hluta ævi minnar, en tel mér þó vitaskuld skylt að fara eft- ir þeim kurteisissiðum og venjum, sem hér tíðkast. Þó eru sumir siðir fólks hér svo fyrir neðan allar hellur að mínu viti, að ekki komi til nokkurra mála að fallast á þá. Mig langar til að tilfæra hér eitt dæmi af þessu sauðahúsi. Hvererðeta? Þegar hringt er í símann (ég á við heimilissíma, þar sem margt er fólk) svaraði ég fyrst í stað með hinu alþjóða og alkunna „hallói". Kvað þá ævinlega við svarið: „Hver er þetta?“ Sagt eins og eitt orð væri. Nú tel ég það furðumikla ókurt- eisi og óþægilegt, þegar ætlazt er til, að menn kynni sig í síma fyrir hverjum sem er, þótt þeir hinir sömu kynni sig alls ekki sjálfir. Tók ég því það ráð að segja allt- af símanúmerið, þegar ég tók sím- ann, en allt kom fyrir ekki. Ég fæ alltaf sama svarið eða öllu heldur spurninguna: Hvererðeta? Þykir þér þetta ekki óhemju- mikil frekja og ókurteisi hin mesta? Flökkukind.“ Vísa vikunnar Að vindmyllum með vopnadyn vegur kappinn dyggi, Olafur Ragnar Rússavin, riddarinn sjónumhryggi. Hákur Hvar er jafnrétt- ið? Svar óskast Herdís Helgadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við sem erum að burðast við að halda lífi í kvennahandboltanum erum orðnar yfir okkur þreyttar á því sinnuleysi sem fjölmiðlarnir sýna þessari viðleitni okkar. Allt púðrið fer í karlaboltann. í blöðunum sjá- um við flennistórar frásagnir og greinar, viðtöl og myndir, heilu og hálfu síðurnar um karlaboltann. Sama má segja um útvarp og sjón- varp: karlabolti og ekki annað. Að minnsta kosti verður að leita vel til að finna eitthvað um kvenna- handbolta. Hvar er jafnréttið eig- inlega? Svar óskast. Stelpurnar sem eru með mér í þessu hafa þrá- sinnis haft samband við fjölmið- lana til að fá skýringar á þessu, en þær hafa engar fengist. SIG6A V/öG^ 8 \ilVtR4N VtttöWIN NW\ rlláAVW v\$ Vl6, VmvHNNI 5ÍG\K $ fKK/ WNL\m ÓANkGd K4MV5KI, /N eKKl Víf/ToK ~1 íwm 86 6 öOAAS^ETlK /YR4DREÍTIR /TfAnmiKL' auk hinsfasta matseðils hússins ARNARHÓLL á horni Hverfisgötu og íngólfsstrœtis. Borðapantanir í síma 18833. Vegg- og loft klæðningar í ótrúlegu úrvali. Verö frá kr. 32.-m2. Glæsilegar viðarþiljur úr eik, aski, furu og oreg- on-pine. 'uA/v'N -W VÚ ‘bÓKTÓSÁ'VT '\V/9 ''nA£\ Tm'i Wn-\ Lim Ö5ÁV7 \ I^NIVSKI ÍN ÍKK/;1 MtmK TÁXT/ f\NN AV \Í4 t \tK/ín)/NuC'K K\k> ^TjoVWí/VNAK, Sfvl) Ta fK LWANVl.í’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.