Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 3

Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 3 Loðnan: Fundur með EBE í maí „VIÐ stefnum að fundi med fulltrúum Efnahagsbandalags Evrópu í maí næstkomandi og þá næst vonandi samkomulag um ad algjört loðnuveidibann ríki, þar til að mælingar hafa verið gerðar á loðnustofninum í októbernóvember næstkom- andi,“ sagði Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri í sjávar útvegsráðuneytinu þegar Morg- unblaðið ræddi við hann að loknum fundi norsk-íslenzku fiskveiðinefndarinnar. Jón Arnalds sagði, að niður- staða fundarins hefði orðið sú, að Norðmenn og Islendingar hefðu samþykkt að minnka þann kvóta, sem enn var í gildi, þegar fundur- inn hófst, úr 700 þúsund tonnum í 594 þúsund tonn, og að frekari loðnuveiðar yrðu ekki stundaðar fyrr en eftir nákvæmar mælingar á loðnustofninum í haust. Sagði Jón að á fundinum með fulltrúum Efnahagsbandalagsins í maí næstkomandi væri stefnt að því að fá þjóðir Efnahagsbandalags- ins til að fallast á algjört veiði- bann á loðnu þar til að minnsta kosti í október-nóvember á þessu ári, en sem kunnugt er voru mörg skip aðildarlanda EBE á loðnu- veiðum utan íslenzku lögögunnar síðastliðið sumar. Víglundur Þorsteinsson kjörinn formaður FÍI: I w ' W ^ r*JP* ■ ‘ 7 H . ***'— " Davíð Sch. Thorsteinsson, sem nú lætur af fnrmennsku FII, ásamt Víglundi borsteinssyni, nýkjörnum formanni Félags ísl. iðnrekenda. víð Sch. Thorsteinssyni fyrir störf hans í þágu iðnaðarins og sagði, að málflutningur hans hefði stóraukið skilning þjóðar- innar á gildi og þýðingu iðnaðar, og barátta hans fyrir nauðsyn þess, að iðnaðurinn nyti jafn- réttis á við sjávarútveg og fisk- iðnað hefði myndað víðtækan skilning hjá þjóðinni i því nauð- synjamáli. Víglundur Þorsteinsson «agði í ræðu sinni, að nú yrði að láta á það reyna, hvort stjórnmálaleg geta væri til þeirra breytinga, sem þörf væri á til þess að skapa skilyrði til nýrrar sóknar fyrir íslenzkan iðnað. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hvort aðrir kostir væru til staðar fyrir iðnrekendur og sagði: „I því sam- bandi hljóta iðnrekendur að líta Samstarf við verkalýðshreyfingu um nýskipan efnahagsmála? VÍGLUNDUR Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, var kjörinn formad- ur Félags ísl. iðnrekenda í stað Davíðs Sch. Thorsteinssonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Urslitum í stjórnarkjöri var lýst á ársþingi iðnrekenda í gær og var Víglundur Þorsteinsson kjörinn formaður með 77,2% atkvæða. - spurði nýkjörinn formaður Félags ísl. iðnrekenda í stjórn Félags ísl. iðnrekenda til næstu tveggja ára voru kjörn- ir Brynjólfur Bjarnason með 83,4% atkvæða, Eggert Hauks- son með 76,6% atkvæða og Ág- úst Valfells með 62,5% atkvæða. Auk Davíðs Sch. Thorsteinsson- ar lét Sveinn S. Valfells af störf- um í stjórn FÍI, þar sem hann gaf ekki kost á sér til endur- kjors. í ræðu við lok ársþingsins þakkaði nýkjörinn formaður Da- til þess möguleika, hvort að sam- starf og samningar við verka- lýðshreyfinguna um nýskipan efnahagsmála sé mögulegt og hvort slíkt samstarf gæti orðið vænlegra til árangurs en það erfiða stríð, sem heyja hefur þurft við stjórnkerfið til að ná fram nauðsynlegum umbótum." I i I I I I I i Korsíka Þessi undurfagra eyja stendur skammt undan ströndum Frakklands og Italíu. Korsíka á sér langa og sérkennilega sögu og má þar nefna, að þar voru heimkynni Napóleons Bonaparte, hins fræga keisara Frakklands. Óvíða eru jafn tælandi og sól- ríkar baðstrendur og heillandi um- hverfi, enda frábær aðstaða til sjó- og sólbaða og heil- næms útilífs. Glað- vært skemmtanalíf og góðir, franskir veitingastaðir gera Korsíku að heillandi paradís þeirra sem vilja njóta alls hins besta í sumar- leyfi sínu. Við bjóðum mjög góða gist- ingu í smáhýsum alveg við strönd. Brottfarardagar: 23. maí og síðan viku- lega út september. Páskaferd til Mexico 17 daga páskaferð til þessa sögu- fræga lands, þar sem sameinuð kynnis- og skoðunarferð til sögu- frægra menningarslóða og hvíldar- ferð til heillandi baðstranda í Aca- pulco. Brottför 3. aprfl. íslenskur farar- stjóri. Páskaferd til Chicago Nú gefst óvenjugott tækifæri til þess að heimsækja stórborgina Chicago. Brottfór 4. aprfl og hæst að velja um 7 og 10 daga ferð. íslenskur fararstjóri. Mallorka Nýjung Hafi þið heyrt tala um Puerto de Andtraix, einn feg- ursta fiskimannabæ á Mallorka? Ovíða er meiri náttúru- fegurð. Heillandi baðstrendur, hreinn og tær sjór, að óglevmd- um hinum sérstæðu og frábæru veitingastöðum. Við bjóð- um óvenjulega og glæsilega gistingu í smáhýsuni (bungalows) og íbúðum í heillandi umhverfi. Við bjóðum yður að koma á skrifstofu okkar og sjá gistiaðstöðu okkar á myndbandi (video). Brottfarir: 29/5 og síðan alla laugardaga út september. 101 Feröaskrifstofan Laugavegi 66, Reykjavík, Sími: 28633

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.