Morgunblaðið - 06.03.1982, Síða 8

Morgunblaðið - 06.03.1982, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 daga. Kirkjuskóli barnanna er á Iaugardag kl. 2 í gömlu kirkj- unni. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. H ÁTEIGSKIRK J A: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 2. Bragi Skúlason, guðfræði- nemi, prédikar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött að koma til kirkju. Prestarnir. Lesmessa kl. 18 á sunnudag. Sr. Arngrímur Jónsson. Föstumessa Æskulýðsdagur Kirkjunnar FKIMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Þórir Stephensen. Æskulýðs- messa kl. 2. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar, sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Fermingarbörn lesa ritningar- orð og bæn. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Landakátsspítali: Messa kl. 10. Organleikari Birgir As Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheim- ili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Æskulýðsguðsþjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 2. Ungt fólk aðstoðar. Kirkjukaffi kven- féiags Árbæjarsóknar eftir messu. Ungir sem aldnir boðnir velkomnir í messurnar. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Fjölskyldu- guðsþjónusta að Norðurbrún 1, kl. 2. Fermingarbörn aðstoða. Veitingasala safnaðarfélagsins eftir messu. Fimmtudagur 11. marz: Guðsþjónusta Dalbraut- arheimili kl. 10.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11. Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 14 í Breið- holtsskóla. Ræðumaður Halldór N. Lárusson. Fermingarbörn sýna helgileik. Mikill söngur. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta æsku- lýðsdagsins kl. 2. Gísli Gunnars- son, guðfræðinemi, prédikar. Ungt fólk flytur helgileik og ýmsa liði messunnar. Organleik- ari Guðni Þ. Guðmundsson. Mánudagskvöld kl. 20.30 æsku- lýðsfundur og fundur í kvenfé- laginu á sama tíma. Miðvikudag- ur: félagsstarf aldraðra frá kl. 2—5. Föstumessa kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11. Flóki Krist- insson, guðfræðinemi, prédikar. Fermingarbarna og foreldra þeirra sérstaklega vænst. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILID GRUND: Messa kl. 10. Sr. Þorsteinn Björnsson — Fél. fyrrv. sóknarpresta. EELLA- ()G HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnu- dagur: Barnasamkoma i Fella- skóla kl. 11. Æskulýðsguðsþjón- usta í Fellaskóla kl. 2. Helga Soffía Konráðsdóttir, stud. theol., prédikar, ungt fólk að- stoðar. Samkoma nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30 að Keilufelli I. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Æskulýðsguðsþjón- usta kl. 2. Arnfríður Guð- mundsdóttir, guðfræðinemi, prédikar. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. II. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldu- messa á æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar kl. 2. Hrefna Tynes, préd- ikar. Páll Eyjólfsson leikur ein- leik á gítar. Unglingar aðstoða. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðju- dagur 9. marz kl. 10.30, fyrir- bænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 10. marz kl. 20.30, föstumessa. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kvöldbænir kl. 18.15 alla virka daga föstunnar, nema miðvikudaga og laugar- á fimmtudag kl. 20.30. Sr. Tómas Sveinsson. Borgarspítalinn: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 2. Einar Eyjólfsson, guðfræðinemi, prédikar. Ungt fólk kemur fram í guðsþjónust- unni. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, leikir. Sigurður Sigur- geirsson sögumaður. Guðsþjón- usta kl. 2. Organleikari Jón Stef- ánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Gestir, tón- listarmennirnir Graham Smith, Richard Korn og Sigurgeir Sig- mundsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 6. marz: Guðsþjón- usta í Hátúni 10B, níundu hæð, kl. 11. Sunnudagur 7. marz: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 (ath. breyttan tíma). Sr. Agnes Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, prédikar. Söng- hópur ungs fólks syngur og les ritningarorð. Þriðjudagur 9. marz: Bænaguðsþjónusta í föstu kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20.30. Föstudagur 12. marz: Síðdegis- kaffi kl. 14.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardagur 6. marz: Samverustund aldraðra kl. 15. Ungt fólk og Andrés Val- berg koma í heimsókn. Sunnu- dagur 7. marz: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Ebeneser Ebeneserson og Har- aldur Kristjánsson tala. Ungl- ingar í Æskulýðsfélagi Nes- kirkju syngja nokkur lög og að- stoða. Þriðjudagur 9. marz: Æskulýðsfundur kl. 20. Biblíu- lestur kl. 20.30. Miðvikudagur 10. marz: Fyrirbænamessa kl. 18.15, beðið fyrir sjúkum. Fimmtudag- ur 11. marz: Föstuguðsþjónusta kl. 20. Sýndar verða myndir frá Landinu helga. Kaffiveitingar. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASOKN: Barnaguðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnasamkoma að Selbraut 54 kl. 10.30. Guðsþjónusta í Öldu- selsskóla kl. 14. Fjölskyldusam- koma í Ölduselsskóla kl. 20.30. Æskulýðskór KFUM & K syngur undir stjórn Sigrúnar Huld Jón- asdóttur. Sönghópurinn Rhema syngur, upplestur, helgileikur. Sr. Jón Bjarman, fangaprestur, talar. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Guðs- þjónusta kl. 11 f.h. í Félagsheim- ilinu. Ræðumaður Friðrik Schram. Sr. Frank M. Halldórs- son. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Kvenfélag Fríkirkjusafnað- arins minnist afmælis síns. Kon- ur taka þátt í messunni. Sr, Ár- elíus Níelsson prédikar. Mið- vikudagur 10. marz: Föstumessa kl. 20.30. Sungin Litania. Organleikari Sigurður Isólfsson, prestur sr. Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema á laug- ardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. KFIIM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Fórnarsamkoma kl. 20.30. Guðni Gunnarsson framkvæmdastjóri talar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 10.30. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Brigadier Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. FÍLAIÆLFÍUKIRKJAN: Sunnu- dagaskóli kl. 10.30 árd. Safnað- arguðsþjónusta kl. 2 síðd. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Organisti Árni Arinbjarnarson. Einar J. Gíslason. ELÍM, Grettisgötu 62: Almenn samkoma kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Æsku- lýðsmessa kl. 14. Ungmenni ann- ast söng og upplestur. Efni æska og elli. Sóknarprestur. GARDAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Gyðríður Pálsdóttir flytur hugleiðingu. Æskufólk tekur þátt í athöfninni. Sr. Bragi Friðriksson. VÍDISTADASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messan kl. 14 fellur niður af óviðráðanlegum Guðspjall dagsins: Matt. 15.: Kanverska konan. orsökum. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 2 síðd. Sr. Óskar J. Þorláksson tal- ar. Ungt fólk með hlutverk að- stoðar. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. YTRI NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Barnakór undir stjórn Fanneyj- ar Karlsdóttur syngur. Tónleik- ar kl. 15. Æskulýðssamkoma kl. 20.30 fyrir börn og unglinga í Njarðvík og Keflavík. Sóknar- prestur. KEF'IiAVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Helgileikur. Guðni Magnússon talar um æsku og elli. Samkoma í Ytri-Njarð- víkurkirkju kl. 20.30. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 2 síðd. Guðlaugur Gunnarsson guðfræðinemi flyt- ur hugleiðingu. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 11 árd. Sókn- arprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 13.30. Sóknar- prestur. SELFOSSKIRKJA: Æskulýðs- guðþjónusta kl. 2 síðd. Helgi Elí- asson forseti Gideonfélaganna prédikar. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 2. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Sóknar- prestur. HVERAGERDISKIRKJA: Æsku- lýðsmessa kl. 2 síðd. Ávörp flytja Hanna María Helgadóttir og Soffía Valdimarsdóttir. Sr. Tóm- as Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Fjölskyldu- guðsþjónusta með þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra kl. 14. Frú Kristrún Ólafsdóttir flytur stólræðu. Kirkjukór og barnakór syngja. Stólvers: Einar Örn Einarsson. Sr. Björn Jónsson. V arnarlið á íslandi Nýtt rit eftir Benedikt Gröndal NÝLEGA er komið út ritið „Varnar lið á íslandi" eftir Benedikt Gröndal, alþingismann, og fyrrverandi utanrík- isráðherra. í ritinu eru raktar forsendur þess, af hverju íslendingar verða að hafa landvarnir, eins og aðrar þjóðir, fjall- að um hina pólitísku landafræði ís- lands og aðdraganda þess, að núver andi fyrirkomulagi á vörnum lands- ins var komið á fót, og greint frá sovézka flotanum og ástandinu á NorðurAtlantshafi nú. Ritið skiptist í tíu kafla, sem heita: „Að búa sem á bæ er títt“, „Hin pólitíska landafræði íslands", „Þegar járntjaldið féll“, „Hlutleys- ið, sem brást“, „Breytt eðli banda- lagsins", „Nýtt hlutverk Varnar- liðsins", „Sovézki flotinn", „Stöðug- ur eltingaleikur", „Friðarhorn álf- unnar" og „Þarf frekar vitnanna við?“ Höfundur segir svo m.a. í fyrsta kafla: „Vopnlaus smáþjóð verður að taka þennan heim, eins og hann er. Hún getur ekki sagt sig úr mann- kyninu, hún getur ekki breytt landafræði heimkynna sinna. Hún verður, eins og Jón Sigurðsson ráð- lagði, að „búa sem á bæ er títt“.“ I síðasta kafla ritsins segir Bene- dikt Gröndal: „Við höfum ekki frjálst val, hvað snertir hernaðarlega þýðingu lands okkar. Þar segir landafræðin til. Nú er ekki lengur eitt ríkjandi sjóveldi á jörðinni, sem hefur ráð á að láta okkur í friði, eins og áður fyrr. Nú eru tvö stríðandi sjóveldi, og Island er svo óheppið að Iiggja í þjóðbraut milli þeirra. Sovézki flotinn, sem nú teygir sig um öll heimsins höf, verður að sigla framhjá íslandi, til að komast frá bækistöðvum í norðri út á heimshöfin. Atlantshafsbandalagið hefur tal- ið óhjákvæmilegt að byggja varn- argarð um Grænland, Island, Fær- eyjar og Bretland til að stöðva sov- ézka flotann í stríði og fylgjast með honum í friði. ísland er á miðjum þessum varnargarði. Island er enn, eins og sagt var um 1930, eins og skammbyssa, sem miðað er á Bretland, Bandaríkin og Kanada. Nú mætti bæta við Nor- egi, Færeyjum og Grænlandi. Frá íslandi er unnt að hafa úr- slitaáhrif á siglingaleiðina milli Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu. Þar eru hvern dag 3—4000 skip á siglingu. Áf þessu er ljóst, hvers vegna Vesturveldin geta aldrei þolað það, að ríki, óvinveitt þeim, nái bæki- stöðvum á Islandi. Af þessu er einnig ljóst, hvers vegna ríki, fjandsamleg Vestur- veldunum, kunna að leggja mikið í sölurnar til að ná einmitt þeirri að- stöðu á íslandi — skammbyssunni — á sitt vald. Átökin í heiminum eru mílli tvenns konar stjórnskipulags, lýö- ræðis eða kommúnisma. Munurinn er augljós. Lýðræði byggir á frelsi einstaklingsins, kommúnisminn á einræði. Geta íslendingar látið sem þeim standi á sama um slík átök, með því að gerast hlutlausir? Hljóta ekki íslendingar að velja frelsið, munu þeir nokkru sinni þola annað? Þarf frekar vitnanna við um það, hvers vegna Varnarliðið er á ís- )andi?“ — Fjórtán myndir og tvö kort eru í ritinu. Útgefendur „Varnar- liðs á íslandi" eru Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu. Ritinu verður dreift meðal félags- manna, skólanemenda o.fl., en hægt er að fá það í skrifstofu félag- anna í Garðastræti 42, sími 10015. (KrétUtilkynninK-) Norrænt umferðar- öryggisár 1983 NORRÆNA ráðherrancfndin hefur gert þá samþykkt að árið 1983 skuli helgað umferðaröryggi á Norður- löndum. Markmiðið er að auka ör yggi vegfarenda í umferðinni. Sér stök áhersla verður lögð á vandamál svonefndra óvarðra vegfarenda, þ.e. gangandi og hjólandi fólks. Komið hefur verið á fót nefnd til að annast sameiginlegan undir- búning norræns umferðaröryggis- árs. En frekari undirbúningur er í höndum stjórnvalda þessara landa. Að beiðni dómsmálaráðu- neytisins hefur Umferðarráð tekið að sér að hefja undirbúning fyrir íslands hönd í samráði við ráðu- neytið. Er leitast eftir sem víð- tækastri þátttöku stofnana, sam- taka og annarra aðila í þjóðfélag- inu sem ætla má að stuðlað geti að auknu umferðaröryggi. Til að tryggja sem best sam- ræmingu aðgerða óskar Umferð- arráð að skrifstofu þess verði sem fyrst og helst, eigi síðar en fyrir lok marsmánaðar, gerð grein fyrir þeim hugmyndum og tillögum sem fram koma. Mun síðan verða haft samband við viðkomandi aðila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.