Morgunblaðið - 06.03.1982, Page 13
Finnur Ingólfsson, formaður Stúd-
entaráðs:
jjTöluðu ekki
sama tungumál
og hinn al-
menni
stúdent"**
„Það hefur tvímælalaust breyst
til batnaðar, en þó tel ég að gera
þurfi enn betur. Stærsti ávinning-
urinn til þessa, er sá að það er nú
fjármagnað að mun stærri hluta
en áður með auglýsingum, en ekki
eru þó allir umbótasinnar sam-
mála mér um það.“
— Og önnur mál?
„Það er af mörgu að taka, en eitt
af brýnustu hagsmunamálum
hlýtur að vera að fá meira fjár-
magn til Háskólans, því fjársvelti
hans kemur beint niður á stúdent-
um í formi veigaminni stjórn-
sýslu, minna námsvali og ekki síst,
fjöldatakmörkunum. Við höfum
barist mjög eindregið gegn öllum
hugmyndum um slíkar takmark-
anir og munum halda því áfram."
— Hvað um áframhaldandi sam-
starf?
Bæði Félag umbótasinnaðra
stúdenta og Vaka, taka þátt í kom-
andi kosningum með algerlega
óbundnar hendur. Við búumst
ekki við að Vaka og vinstrimenn
vinni saman og við munum vinna
með þeim aðilum eftir kosningar,
þar sem við náum flestum af
okkar málum fram. Eitt ár er
stutt í stjórn samtaka eins og
Stúdentaráðs, en þó er löng
stjórnarseta sömu fylkingar ekki
til bóta, eins og reynsla síðustu
ára gefur til kynna. Hvað um það,
þá munum við láta verkin tala
fyrir þessar kosningar. Við mun-
um láta stúdenta velja hvort þeir
vilja núverandi meirihluta áfram
eða vilja skipta um. Sjálfur tel ég
að gera ætti umbótaárin fleiri."
Sigurbjörn Magnússon,
fulltrúi stúdenta
í stjórn Lánasjóðsins:
„Starfað með
hagsmuni
stúdenta að
leiðarljósi“
SIGURBJÖRN Magnússon
laganemi situr í stjórn Stúdenta-
ráðs Háskóla íslands og er full-
trúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs
íslcnskra námsmanna. Hann
var fyrst spurður um þær breyt-
ingar sem orðið hefðu á högum
stúdenta síðan Vaka og Félag
umbótasinnaðra stúdenta tóku
við stjórn þeirra mála.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 13
Sigurbjörn Magnússon fulltrúi stúd-
enta í stjórn LÍN:
jjKrafan um
100 prósent lán
og aðild að lif-
eyrissjóði tekin
til greina í
frumvarpinu**
„Það má byrja á því að segja að
það hafa orðið miklar umbætur í
rekstri Stúdentaráðs. Þar var
mikill skuldahali eftir viðskilnað
vinstrimanna og vasabókhald
þeirra. í þessu hefur verið gert
stórátak og ljóst er að fjárhags-
staða SHI verður mun betri í vor,
en þegar við tókum við stjórnar-
taumunum vorið 1981.
Hluti af breytingunum er
endurskipulagt bókhald Félags-
stofnunar stúdenta, en róttækl-
ingar trössuðu árum saman að
halda bókhald fyrir stofnunina.
Auk þess hafa verið gerðar stór-
kostlegar breytingar á matsölu,
aukin fjölbreytni og lægra verð.
Samdar hafa verið úthlutunar-
reglur fyrir stúdentagarðana og
unnið hefur verið markvisst að
undirbúningi framkvæmda við
fleiri hjóna- og stúdentagarða og
barnaheimili og mikilvægt er að
taka upp á næsta ári öfluga bar-
áttu til að afla fjármagns til þess-
ara framkvæmda.
Stúdentablaðið hefur gjörbreyst
og er nú ekki lengur trúboðsrit
marxista, heldur skólablað stúd-
enta við Háskóla Islands. Stúd-
entar hafa líka séð að þetta er orð-
ið þeirra blað og eru farnir að
skrifa mun meira í það, en áður
var. Eg held að enginn vilji skipta
á því blaði sem við höfum nú og
þeirri aukaútgáfu af Þjóðviljanum
sem það var áður.“
— Ilvað um lánamálin?
— „Við tókum þar mjög ein-
dregna afstöðu og ákváðum að
berjast fyrir því að lagt yrði fram
nýtt frumvarp á alþingi um
námslán, en um drög að þessu
frumvarpi hafði orðið samkomu-
lag milli námsmanna og stjórn-
valda vorið 1980. Arangur þessar-
ar-baráttu kom í ljós nú rétt fyrir
jól, þegar menntamálaráðherra
lagði frumvarpið fram.
Með þessu frumvarpi nást fram
umbætur í tveimur mjög mikil-
vægum málum. í fyrsta lagi fæst
þar viðurkennd hin áragamla
krafa Stúdenta um lán samkvæmt
fullu framfærslumati, hundrað
prósent lán, en í öðru lagi er
námsmönnum tryggð aðild að líf-
eyrissjóði. Eins og málum var áð-
ur háttað voru námsmenn og hús-
mæður þeir einu sem stóðu utan
lífeyrissjóðakerfisins.
Gildistöku þessara hagsbóta
hefur þó verið frestað um tvö ár,
frá því sem lofað var, og áteljum
við stjórnvöld fyrir að ganga
þannig á bak orða sinna, en við
vonum að alþingi bjargi því sem
Sverrir Ólafsson fulltrúi í stjórn Fé-
lagsstofnunar stúdenta:
jjÞað hefur
komið til hrein
hugarfars-
breyting síðan
vinstrimenn
létu af stjórn**
bjarga má til að flýta gildistöku
þessa hagsmunamáls og afgreiði
frumvarpið sem lög frá alþingi
fyrir þinglok í vor.“
— Kn endurgreiðsluákvæðin eru
hert, er það ekki?
„Jú, það er ljóst að endur-
greiðslur eru verulega hertar á
námsmönnum að námi loknu. Þær
verða þannig, að hámarksend-
urgreiðsla á ári verður 3,75% af
ráðstöfunartekjum, sem miðað við
50% verðbólgu þýðir um 6% af út-
svarsstofni.
Vaka telur að námsmenn eigi að
greiða lán sín til baka að raun-
gildi, en vegna þess að lánin eru til
beinnar framfærslu, en ekki til
fjárfestingar, þá verða endur-
greiðslur að vera sveigjanlegar og
rúmir möguleikar á undanþágum,
vegna félagslegra aðstæðna lán-
þega, en í frumvarpinu er sérstök
grein þar sem fjailað er um und-
anþágur frá endurgreiðslum og
mat á aðstæðum í því sambandi.
Þá vil ég bæta því við að enda
þótt Vaka hafi stutt þetta frum-
varp, þá höfum við jafnan hatdið
því fram að endurgreiðslur náms-
lána ættu fyrst og fremst að mið-
ast við heildarskuld lánþega, en
ekki einvörðungu við tekjur hans
að námi loknu.
— Eruð þið óánægðir með frum-
varpið?
„Fyrir utan áðurtaldar hags-
bætur, þ.e. full lán og lífeyris-
réttindi, þá teljum við ávinning að
því að það tryggir fjárhagsstöðu
lánasjóðsins. Það hefur löngum
verið erfitt að fá fjármagn til
sjóðsins, vegna þess að fjárveit-
ingavaldið hefur bent á hve lítið
fjármagn skilaði sér til baka til
sjóðsins af því sem veitt væri úr
honum. En nú, þegar hægt er að
sýna framá að endurgreiðslur
muni í framtíðinni verða u.þ.b.
85% af heildarfjárþörf sjóðsins,
verður án efa auðveldara að fá
fjármagn til að framkvæma ýms-
ar brýnar endurbætur, sem
námsmenn hafa farið fram á varð-
andi úthlutun námslána svo sem
að ekki dragist allar tekjur
námsmanna frá láni. Að þessu
leyti hefur þetta frumvarp veru-
legt gildi fyrir framtíðarstöðu
lánasjóðsins.
Við í Vöku lítum á námslán sem
tilflutning á framtíðartekjum
námsmanna. Hann nýtir hluta af
framtíðartekjur sínum til fram-
færslu á námsárunum. Síðan skil-
ar hann þeim að nýju til sjóðsins,
svo hann geti gegnt hlutverki sínu
áfram, þegar tekjur fara að skila
sér að námi loknu.“
— Hvað viltu segja um samstarf-
ið við Félag umbótasinnaðra stúd-
enta?
„Málefnasamningurinn sem við
gerðum okkar á milli, var auðvitað
málamiðlun og báðir aðilar gáfu
nokkuð eftir. En við höfum þó náð
góðum árangri. Enda þótt stund-
um hafi komið upp ágreiningur,
þá hefur ætíð verið vilji fyrir
hendi hjá báðum aðilum, til að
starfa saman með hagsmuni stúd-
enta að leiðarljósi. Hvað varðar
framhaldið, þá erum við reiðubún-
ir til að starfa áfram á svipuðum
grundvelli, takist samkomulag þar
um, en auðvitað eru það stúdentar
sjálfir sem í raun ákveða það.“
Sverrir Ólafsson í
stjórn Félags-
stofnunar stúdenta:
„Almennur
uppgangur í
öllum þáttum
Félagsstofn-
unarinnar“
SVERRIR Olafsson er fulltrúi í
stjórn Félagsstofnunar stúdenta
en hann stundar nám í raf-
magnsverkfrædi. — Hvernig var
ástandið í Félagsstofnuninni
þegar núverandi meirihluti tók
þar vid eftir kosningarnar fyrir
ári síðan?
„Það var eins og ekkert hafi ver-
ið gert í stofnuninni í tíð vinstri-
manna. Það var allt á niðurleið.
Bókhald var einu eða tveimur ár-
um á eftir timanum og við erum
jafnvel ennþá að finna reikninga
frá tíð vinstrimanna, sem hafa
verið týndir. Fyrir þremur árum
var stofnunin nánast gjaldþrota.
Ráðherra skipaði nefnd er finna
skyldi leiðir til að rétta við rekst-
ur stofnunarinnar. Síðan þá hefur
þetta verið að skána og það má
segja að hlutirnir séu núna á upp-
leið.
Þegar við tókum við var ekkert
búið að færa mikinn hluta bók-
haldsins og það háði okkur geysi-
lega þegar við ætluðum að fara að
gera eitthvað þar sem við vissum
ekkert hvernig einstaka mál
stóðu, eða hvað mikið við skulduð-
um. Við lögðum því mikla áherslu
á að koma bókhaldinu í lag og réð-
um til þess fjármálafulltrúa.
Hann er í fullu starfi við þetta en
óreiðan var svo mikil að við erum
rétt að koma út ársreikningi fyrir
árið 1980 þessa dagana.
Matsalan í Félagsstofnun stúd-
enta stóð mjög illa á allan hátt
þegar við tókum við. Maturinn í
matsölunni var niðurgreiddur af
innritunargjöldum, en samt var
hann óheyrilega dýr og lélegur
þannig að fólk hætti að borða þar
og hún fór að tapa. Það má segja
að ráð vinstrimanna við þessari
þróun hafi verið að heimta meiri
peninga af ríkinu. Þeir sátu og
biðu eftir peningum.
Þessi tvö atriði sýna það
kannski best að við tókum ekki við
neitt mjög yndislegu búi af
vinstrimönnum. Við byrjuðum á
því að gera vissar breytingar á
starfsmannahaldi matsölunnar,
þá breyttum við má segja vinnslu
hráefna, þannig að maturinn varð
fjölbreyttari og fleiri réttir stóðu
til boða. Miðakerfið var gert hand-
hægara fyrir fólk en það var mjög
stirt áður. Þessar breytingar
ásamt fjöldamörgum öðrum í
rekstri matsölunnar hafa leitt til
þess að aðsókn í hana hefur auk-
ist, svo að við höfum getað lækkað
verðið og nú er matsalan rekin
með hagnaði í stað taps, sem yfir-
leitt var á henni áður. Og ekki hef-
ur eyrir komið frá ríkinu."
— En aðrar framkvæmdir?
„Við í stjórn Félagsstofnunar
stúdenta tókum fljótlega ákvörð-
un um að athuga með byggingu
áfanga númer tvö af Hjónagörð-
um. Aður höfðum við velt því fyrir
okkur að kaupa íbúðarhús úti í
bæ, sem við myndum innrétta og í
því skyni skoðuðum við mikið af
húsum. En við hurfum frá þessum
áætlunum þar sem ekki fannst
viðunandi húsnæði.
Svo við höfum nú stefnt að
byggingu annars áfanga Hjóna-
garða út við Suðurgötu. Teikn-
ingar að þeim áfanga voru gerðar
fyrir 10 árum síðan þegar bygging
fyrsta áfanga hófst. Við höfum
áætlað að það verði eftir um tvö,
þrjú ár, sem farið verður að ráðast
í framkvæmdir. í öðrum áfanga
verða 60 íbúðir og kostnaðaráætl-
un er 20 milljónir.
Þá ákváðum við að fara út í
byggingu barnaheimilis. Fjár-
magn hafði verið tryggt frá
Reykjavíkurborg og ríki og það
var komið allt að því að útboði.
Mest öll undirbúningsvinna hafði
verið unnin. En við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar Reykjavíkur-
borgar var fellt út þeirra framlag
til byggingarinnar, sem þýddi að
málið stoppaði með sama. Það
hafði verið stefnt að því að klára
byggingu barnaheimilisins í
haust, en það verður ekki á þessu
ári.
Viðgerðir standa nú yfir á Görð-
unum. Það hefur reyndar tekið á
þriðja ár að gera við Gamla-Garð
en viðgerðum þar er að ljúka. Það
má kannski skjóta því hér inn í að
síðastliðið sumar varð nokkur
hagnaður af hótelrekstri stúdenta
eða 440 þúsund krónur. Arið áður
hafði verið 15 milljóna króna tap,
í gömlum krónum. Undanfarið
höfum við verið að reyna að gera
samning við hótel hér í Reykjavík,
Loftleiði og Esju, um leigu á her-
bergjum til handa stúdentum yfir
vetrarmánuðina. Það gekk ekki að
semja við þá síðast þegar það var
gert, því þeir settu upp svo hátt
verð. En við erum vongóðir í þetta
sinnið. Þetta er umtalsverður
fjöldi herbergja sem um er að
ræða. Allt upp í 100 herbergi."
— En hvað heldur þú að verði
efst á baugi í framtíðinni?
„Það eru tvímælalaust þessar
Garðabyggingar. Ég held það
hljóti að vera aðalmálið núna. Það
eru aðeins sex prósent stúdenta
við Háskóla Islands, sem komast á
Garða en það er stefnan hjá okkur
að koma þessari tölu upp í 10 pró-
sent. Þegar Garðarnir voru byggð-
ir komust 20 prósent stúdenta
fyrir i þeim. Það er greinilegt að
þetta fer hraðminnkandi nema
spornað sé við fótum. Það byggist
allt á framlögum því við getum
ekki staðið undir byggingunum
sjálfir. Engan veginn. Svo stefn-
um við að því að koma upp barna-
heimilinu á næsta ári.
Við bindum miklar vonir við
ferðaskrifstofuna, sem stúdentar
eru með í uppbyggingu og búumst
við að hún eigi eftir að gera stúd-
entum kleift að ferðast til annarra
landa á skaplegu verði.“
— Finnst þér að miklar breyt-
ingar hafi átt sér stað með tilkomu
samstarfs Vöku og umbótasinna?
„Já, tvímælalaust. Það er al-
mennur uppgangur í öllum þátt-
um félagsstofnunarinnar, nokkuð
sem er viðbúið að hverfi komist
vinstrimenn aftur til valda í Há-
skólanum. Þeir voru orðnir slappir
almennt og vinstrisveiflan hefur
verið að minnka á síðustu árum.
Það hefur komið til hrein hug-
arfarsbreyting eins og til dæmis í
afstöðunni til ríkisins. Stúdentar
eru sjálfir farnir að fjármagna
sína þætti skólalífsins í stað þess
að standa alltaf í þeirri trú að rík-
ið komi með fullt fangið af pening-
um til að bjarga öllu. Við erum
farnir að athuga reksturinn sjálfir
og stýra honum til betri vegar í
stað þess að heimta meira og
meira frá ríkinu."
— Hvernig hefur samstarfið
gengið í stjórn Félagsstofnunarinn-
ar?
„Það hefur gengið ágætlega í
meginatriðum og við þyrftum að
fá meiri tíma til að vinna saman
að hagsmunamálum stúdenta."